Vísir - 31.01.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 31.01.1980, Blaðsíða 24
WW^TfW. I_y UV/f/ UJ UlJ/J Fimmíudagur 31. janúar 1980 síminner 86611 Spásvæfti Veðurstofu tslands eru þessi: _j. 1. Faxaflói, 2. Breiöafjörð- ur, 3. Vestfirðir, 4. Norður- land, 5. Norðausturland, 6. Austfirðir, 7. Suöausturland, 8. Suövesturland. veðurspá dagsins Yfir NA-Grænl-andi er 1034 mb hæö, en við vesturströnd Noregs er dýpkandi 994 mb lægð, sem þokast noröur. Frost verður áfram um allt land. Suðvesturland til Breiöafjarð- ar: A og siöar NA gola eöa kaldi, skýjað í dag en léttir til meö kvöldinu. Vestfiröir: A og slðar NA kaldi, él noröan til en viða létt- skýjað sunnan til. Norðurland til Austf jaröa: NA kaldi en vlða stinningskaldi á miöunum, él á miöum og an- nesjum. Suðausturland: NA kaldi og viða léttskýjað til landsins, en stinningskaldi og él á miöun- um.... veðrið hér og par Klukkan sex f morgun: Akureyri skýjað 4-10, Bergen heiösklrt-f 10, Helsinki þoku- móða 4-23, Kaupmannahöfn alskýjað 4-1, Osló snjókoma 4-9, Reykjavlk skýjaö 4-4, Stokkhólmur alskýjað 4-7, Þtírshöfn ljéttskýjað 4-2. Klukkan átján i gær: Aþena skýjað 9, Berlln alskýjað 5, Feneyjar þokumóða 4, Frank- furtalskýjað 7, Nuuk skýjaö 4, London alskýjaö 9, Luxem- burg skúrir 6, Las Palmas skýjaö 18, Mallorca alskýjaö 12, Montrea! léttskýjað 4-15, New York skýjaö 4-4, Parfs rigning 9, Rtím rigning 11, Malaga mistur 13, Vfn þoku- mtíða 4-3, Winnipeg heiö- skírt4-25.... segír Svoviröistá frásögnum blaða, að Framsóknarmenn vilji Stefaniu, kratar nýsköpun og Sjálfstæöismenn þjóðstjtírn. Sagt er að á sunnudaginn veröidregið tír möguleikunum undir eftirliti fulltrda bæjarftí- geta eins og venja er þegar dregið er i happdrættum. Salmonellasýklar orðnir landlæglr hér: Algengastlr I frá- rennslum hóteianna „Fyrir nokkrum árum var talið, að salmonella- sýklar þekktust ekki hér, en svo hefur ekki reynst vera. Þvert á móti virðist þetta vera landlægt hér eins og viðast um Vesturlönd,” sagði Guðni Al- freðssonhjá rannsóknastofu háskólans i samtali við Visi. Guðni hefur stundað rann- sóknir á þessum sýklum, en sýni hafa aöeins veriö tekin I 4-5 ár. Sýnin eru tekin frá rennsli og fjörum. Komiö hefur i ljós, að salmonellasýklar finnast mjög víða, en mest hefur verið um þá I frárennslum frá hótelum. Guöni sagöi, aö vafalitiö bærist mikið af þessu frá útlöndum og nokkuö heföi veriö um að fólk kæmi sýkt erlendis frá. Hins vegar væri alltaf eitthvaö um sýkingar, sem ekki væri hægt að rekja til útlanda. Þá dytti mönnum fyrst I hug matvæli. „Þetta er mál, sem er Ihugun- arvert fyrir okkur sem fram- leiðendur matvæla,” sagöi Guðni. Hann kvaö ýmsar hugmyndir uppi um frekari rannsóknir i þessu efni, en þær strönduöu á fjárskorti. Þaö væri ekki hægt aö útrýma þessu, en ef fólk væri sér þess meövitandi aö þetta sé til, gæti það séð um að sýklarnir bærust ekki I matvæli. —SJ Boglinur bragganna. Visismynd: JA Með vopn I altur- sætlnu Þaö er næsta furðulegt hvaö sumir hafa meðferðis þegar þeir aka um miðbæ Reykjavikur. Lög- reglumaður sem gekk yfir HallærBplaniö i gærdag kom auga á'stóran riffil sem lá óvar- inn i aftursæti bifreiðar. BiHinn var mannlaus og þótti lögreglumanninum öruggara að taka riffilinn og fara með hann á stöðina. Við nánari athugun kom i ljós að eigandi bilsins var meö riffilinn i láni og gætti ekki vopns- ins betur en þetta. -SG mFóöu mér hersveit- irnar mínar...” „Ég vil fá mínar eigur,” sagði Davið Scheving Thorsteinsson, þegar Vfsir spurði hann hvort hann ætlaði að haida áfram til- raunum sfnum við að ná bjór- kassanum sfnum f gegnum kerfiö. Reglugerð fjármálaráðherra um heimild ferðamanna til aö taka bjór með sér inn I landið tek- ur gildi I dag og nær þvi ekki að sögn Sighvats yfir bjór Davíös. „Ég tel fjármálaráðherra hafa sannaö aö ég hafi rétt fyrir mér og þvi er þaö sanngirnismál, að égfái bjórinn,” sagði Daviö. „Þvi segi ég bara eins og Agústus: „Fáöu mér hersveitirnar mfnar aftur, Varus”.” —SJ „A döfinnl að hefja framkvæmdir á frlandi” - segir iramkvæmdastlóri véitækni hf. T „Það er mjög á döfinni hjá okkur að hefja framkvæmdir af einhverju tagi á Irlandi, en það er allt ennþá i deiglunni” sagði Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri Véltækni hf., i samtali við Visi. Pétur vildi ekki tiltaka nánar um hvers konar framkvæmdir væri þar aö ræða eða i hversu miklum mæli, en sagöi, að vegna þess hve litil og fá verk- efni væru boöin út hér á landi nú um stundir, hefðu þeir farið að leita fyrir sér á írlandi. Irar væru að byggja upp atvinnuvegi sina og þvi sæktust þeir mjög eftir erlendri tækniþekkingu. Væri t.d. mikiö um þaö, aö aðil- ar I Skandinaviu væru með starfsemi þar sem annars staö- ar utan sinna landsteina. Fyrirtækið Véltækni h f. hefur að mestu fengist viö hitaveitu- framkvæmdir, götu- og jarö- vinnu á undanförnum árum og I fyrrasumar var upp undir 50 manns í vinnu hjá fyrirtækinu. Þaö hefur hins vegar upp á siö- kastið dregið töluvert saman seglin hér innanlands og leitað fyrir sér á nýjum vettvangi eins og áður getur. — HR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.