Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „HÉR er órjúfanleg samstaða og allir sammála um að samræma aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi. Menn eru líka sammála um að það þurfi að byggja sterkari brýr til þeirra landa þar sem íslamstrú er ráðandi. Það kom fram hjá Tyrkjum að þeir ætla sérstaklega að beita sér í því og for- dæma alla þá sem bendla trúmál við hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sem í gær sat Evrópuráðstefnu ESB sem að þessu sinni var helguð baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkum. „Það hefur líka komið fram mjög ákveðinn stuðningur við allar þær að- gerðir sem hefur verið farið í, m.a. það sem Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra hafa gert í Afganistan.“ Halldór sagði að á fundinum hefði verið lögð áhersla á að menn yrðu í þessari baráttu að virða grundvallar- mannréttindi og almenn lög. Það hefði t.d. komið fram í máli Spán- verja, sem mátt hafa þola hryðju- verkastarfsemi í langan tíma, að þeir hefðu einu sinni gert þau mistök að fara í aðgerðir sem ekki samrýmdust lögum. Þeir hefðu sagt að það hefðu þeir betur aldrei gert. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland og önnur EFTA-ríki sitja Evrópuráð- stefnu ESB, en þar hefur á liðnum ár- um m.a. verið fjallað um stækkun ESB, innri markaðinn og fleira. Hall- dór sagði mikilvægt að Íslandi skuli hafa gefist tækifæri til að sitja ráð- stefnuna en þar hefði á liðnum árum iðulega verið fjallað um mál sem vörð- uðu hagsmuni Íslands. Hann kvaðst vonast eftir að EFTA-löndunum yrði boðið að sitja þessar ráðstefnur í framtíðinni. Halldór heldur um helgina í opin- berar heimsóknir til Japans, Kína og Rússlands í boði þarlendra stjórn- valda. Hann mun eiga viðræður við starfsbræður sína í þessum löndum. Utanríkisráðherra á ráðstefnu ESB um hryðjuverk Vilji til að byggja brú til íslamskra ríkja REYNA á til þrautar að ná samn- ingum milli launanefndar sveitarfé- laga og tónlistarskólakennara áður en fyrirhugað verkfall þeirra hefst á morgun, mánudag. Fundur hjá ríkis- sáttasemjara í kjaradeilunni á föstu- dagskvöld skilaði ekki árangri og var sest að samningaborði að nýju í gær- morgun. Fréttabann er í gildi af kjaradeilunni. Verkfall tónlistarskólakennara tekur til um það bil 620 félagsmanna Félags tónlistarskólakennara og Fé- lags íslenskra hljómlistarmanna. Undanfarna viku hefur staðið yfir undirskriftasöfnun meðal foreldra barna sem stunda nám við tónlistar- skóla Suzukisambandsins þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna yfirvof- andi verkfalls tónlistarskólakennara. Áformað er að foreldrar gangi á fund borgarstjóra og afhendi honum und- irskriftarlistana á morgun. Einnig hefur Ýmir, nemendafélag Tónlistarskólans í Reykjavík, boðað kröfugöngu nemenda á morgun Nemendur hyggjast fjölmenna kl. 14.30 við skólann í Skipholti og ganga síðan kl. 15 fylktu liði Borg- artún 21, þar sem formanni launa- nefndar verður afhent bréf þar sem nemendur lýsa yfir stuðningi við kröfur tónlistarskólakennara og áhyggjum af áhrifum verkfalls þeirra. Síðan verður gengið niður Lauga- veg að Ráðhúsi Reykjavíkur og mót- mælt þeim kjörum sem tónlistar- skólakennarar búa við. Reynt til þrautar í deilu tónlistarskólakennara NEMENDUR í forskóla Tónlistar- skóla Borgarfjarðar eru 15 talsins og skiptast í tvo hópa. Birna Þor- steinsdóttir kennir þeim einu sinni í viku og spannar kennslan takt, hreyfingu, dans, söng og kynningu á nótum og flest annað sem við- kemur tónlist. Nemendurnir eru þriggja og fjögurra ára og byrja að kynnast blokkflautunni fyrir jól og fara að læra á hana eftir áramót. Birna segir að þeir skili sér síðan vel inn í tónlistarskólann þegar þeir verða eldri og hafa þar forskot. Nú ríkir óvissa um hvenær næsti tími verður því á mánudag fara tónlist- arkennarar í verkfall hafi ekki samist við launanefnd sveitarfé- laga. Ljósmynd/Guðrún Vala Elísdóttir Ungviðið kynnist tónlistinni Borgarnesi. Morgunblaðið. INNAN raða Slysavarnafélagsins Landsbjargar er til skoðunar að loka einhverjum neyðarskýlum við fjallvegi og sjávarstrendur sem slysavarnadeildir og björgunar- sveitir í landinu hafa í sinni umsjá. Skýlið á Öxnadalsheiði hefur þegar verið tekið niður þannig að í vetur stefnir í að ekkert neyðarskýli verði á heiðum á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar. Eins og kom fram í Morgunblaðinu ný- lega hefur Vegagerðin sett sælu- húsið á Holtavörðuheiði á söluskrá og ætlar ekki að setja nýtt hús þar í staðinn. Að sögn Sigrúnar A. Þorsteins- dóttur, sviðsstjóra slysavarnasviðs Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar, er slæm umgengni um skýlin við þjóðveginn ein ástæða þess að félagseiningarnar hafa gefist upp á að halda þeim úti. Hún segir um- gengnina þó hafa batnað á allra síð- ustu misserum en breytt þjóðfélag hafi minnkað þörfina á sumum þessara skýla þó að mörg þeirra séu alltaf að sanna gildi sitt. Slysavarnadeildir og björgunar- sveitir hafa verið með 77 neyðar- skýli víðs vegar um landið, lang- flest við sjávarsíðuna, og segir Sigrún ljóst að á næstu árum muni þeim fækka nokkuð. Tímarnir hafi breyst með bættum samgöngum og fjarskiptatækjum, en fyrsta slysavarnaskýlið hér á landi var sett upp árið 1904 við sjó. Síðar var svo farið að setja upp skýli á fjall- vegum með auknum samgöngum á landi. Þau skýli eru um 20 talsins. Frá árinu 1998 hefur umsjón og rekstur skýlanna verið í höndum slysavarnadeilda eða björgunar- sveita og er hluti af slysavörnum á þeirra svæði. „Reyndar virðist það vera þann- ig að lauslegir hlutir fá ekki að vera í friði og hafa sumar félagseiningar tekið þann pólinn í hæðina að taka allt lauslegt úr skýlunum á vorin er ferðamenn fara á stjá í auknum mæli og setja það aftur inn á vet- urna þegar þörfin er meiri fyrir hlýjan fatnað og aðra slíka hluti. Gestabækur liggja frammi í sum- um þessara skýla og sést á skrifum í þær að gestkvæmt er þar á sumr- in. Umgengni flestra gesta er góð en alltaf eru einhverjir sem bera ekki virðingu fyrir þessum skýl- um,“ segir Sigrún. Vegagerðin áfram með fimm sæluhús Auk sæluhússins á Holtavörðu- heiði ætlar Vegagerðin sér ekki að hafa hús á nýrri leið yfir Kerling- arskarð um Vatnaheiði. Ekki stendur til að hætta með önnur sæluhús á vegum Vegagerðarinnar en þau eru á Fróðárheiði, Þorska- fjarðarheiði, við Lindarsel á Mýr- dalsöræfum, á Öxarfjarðarheiði og í Fagradal á milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar. Vegagerðin hefur átt í viðræðum við Landsímann um að bæta GSM-samband á fjallveg- um og nýjum sendum verið komið upp nú þegar á sumum þeirra. Útlit fyrir fækk- un neyðarskýla Slysavarnafélagið Landsbjörg LANDSFUNDI Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs lýkur í dag með afgreiðslu mála og kosn- ingu forystu flokksins. Í gær störf- uðu málefnahópar og hringborðs- umræður voru um þema fundarins „Byggjum framtíð á fjölbreytni“. Þá flutti Kristin Halvorsen, for- maður Sosialistisk Venstreparti i Noregi, ávarp á fundinum. Í skýrslu stjórnar og flokksráðs til landsfundarins, sem rædd var í gær, kom m.a. fram að fjárhags- leg staða flokksins væri góð og unnið væri að því að efla kosn- ingasjóð hreyfingarinnar vegna komandi sveitarstjórna- og alþing- iskosninga. Ennfremur kom fram að frá því flokkurinn var stofn- aður væri búið að stofna nálægt 25 félög og kjördæmasambönd sem mynduðu grunneiningar í flokksstarfinu. Vegna breytinga á kjör- dæmamörkum þyrfti hins vegar að huga að breytingum á skipu- lagi kjördæmafélaganna í framtíð- inni. Landsfundi Vinstri grænna lýkur í dag Morgunblaðið/Ásdís BÍLL valt við Sleitustaði í Skaga- firði um tíuleytið í gærmorgun. Öku- maður missti stjórn á bílnum vegna hálku á brúnni yfir Kolbeinsdalsá og fór hann nokkrar veltur áður en hann stöðvaðist. Einn var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Sauðárkróki og hinir tveir sem voru í bílnum voru fluttir með einkabílum á sjúkrahúsið til að- hlynningar. Nauðsynlegt reyndist að kalla til tækjabíl svo unnt væri að ná fólkinu út úr flakinu. Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki hefur nokkur hálka verið í Skagafirði að undanförnu, ekki síst fyrir hádegi. Er þá hálla á steyptum vegum, eins og á brúnni þar sem ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í gærmorgun, heldur en á malbikuð- um vegum. Einnig hefur nokkur þoka verið á þessu svæði. Bílvelta í Skagafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.