Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 37 Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK  Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku systir og mágkona, það var sem ský drægi fyrir sólu á heiðum himni er við fengum fregnina um andlát þitt. Það tekur okkur sárt að hafa ekki getað gengið með þér síð- asta spölinn, þar sem við vorum stödd í fríi á Benidorm. Við fundum okkur fallega litla kirkju í fjallshlíð- inni, kveiktum saman á kertum og báðum algóðan Guð að blessa þig og minningu þína. Og báðum engla Guðs að vaka yfir þér og þínum. Það er ávallt erfitt að kveðja vini og vandamenn, en þegar við kveðj- um systur okkar og mágkonu nú er eins og það fari hluti af okkur sjálf- um. Nú ertu sofnuð, elsku systir okkar, það er með djúpu þakklæti, söknuð og sorg í hjarta sem við kveðjum þig. Það er alltaf svo að þegar sorgin bankar upp hjá okkur fyllist maður kvíða en samt ró. Elsku systir, það var svo gott að þú SIGRÍÐUR KARLSDÓTTIR ✝ Sigríður Karls-dóttir fæddist í Brekku í Sogamýri í Reykjavík 24. nóv- ember 1928. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ 8. október síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 17. október. fékkst hvíldina. Langri, erfiðri en hetjulegri baráttu þinni við illvægan sjúkdóm er nú lokið. Þú varst einstök, elsku systir, og sárt er að þurfa að kveðja þig, en gott til þess að vita að nú líður þér vel laus við allar þjáningar og í faðmi Guðs. Margs er að minnast og margs munum við sakna. Á tímamótum sem þessum rifjast upp ótal hugljúfar minningar, allt frá því vorum litlar telpur og lékum okkur í föðurhús- um. Þær minningar ylja manni um hjartarætur og þær munum við varðveita. Alla tíð varst þú okkur einstaklega hugljúf og hjartagóð, svo falleg manneskja. Nú eru laufin byrjuð að fjúka hér bæ, senn lýkur þessu milda hausti og við tekur hin langa vetrarhvíld. Við höldum að hvíldin sé himnaríki útaf fyrir sig fyrir þann sem þreyttur er. Við biðj- um Guð að veita þér viðtöku, elsku systir okkar, leiða þig og styrkja á þeim brautum sem þú nú hefur lagt á. Við trúum á líf að loknu þessu og að þú hafir aftur fundið ljósið. Elsku Einar og fjölskylda, við biðjum Guð að veita ykkur styrk í sorginni. Megi minning um fallega konu vera huggun ykkar. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Þórhalla Karlsdóttir og Jó- hann Eymundsson, Guðrún Helga Karlsdóttir og Kristján Jónsson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku hjartans frænka, ég get ekki lýst því með orðum hve þakklát ég er fyrir að hafa í sumar drifið mig í heimsókn með pabba og mömmu til þín á Skógarbæ. Það hvarflaði ekki að mér hvað sú heim- sókn ætti efir að verða mér svo dýr- mæt í minningunni því þegar við kvöddumst átti ég ekki von á að sú kveðja yrði hin hinsta kveðja. Lífið er hverfult og í logni tekur maður því oftast sem sjálfsögðum hlut. Gleymir eða vanrækir að sinna sínum nánustu og svo allt í einu án nokkurs fyrirvara eru horfnir frá okkur ástvinir. Síðustu árin voru erfið þá tók sjúkdómurinn völdin. Við sem eftir lifum trúum því að hvíldin sé þér kærkomin. Þú varst alltaf svo yndisleg kona með ein- stakt hjartalag sem ég mun sakna. Ég bið góðan Guð að varðveita þig og þann auð að hafa fengið að hafa þig og allar þær minningar sem ég á um þig, elsku frænka. Alla tíð og allt frá því ég var á mínum yngri árum og vann hjá þér í Siggubúð; þær minningar eru mér hugljúfar. Guð geymi þig og varðveiti. Elsku Einar og fjölskylda, megi Guð styrkja þig og fjölskyldu þína alla í ykkar sorg. Blessuð sé minn- ing þín. Þín frænka, Helga Austmann Jóhannsdóttir. Með þessu fallega ljóði viljum við hjónin kveðja þig, elsku frænka, og votta fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð og veita ykkur styrk í sorg- inni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Berglind Ólafsdóttir, Svavar Egilsson og börn. Mundi frændi, þann- ig var hann alltaf ávarpaður af okkur systkinunum. Hann var móðurbróðir okkar og stór hluti í okkar lífi. Mamma okkar og Mundi frændi voru mjög náin. Við áttum heima í Sogamýri sem var í útjaðri Reykjavíkur. Þá voru bílar ekki eins algengir og nú, en Mundi frændi var leigubílstjóri og átti flotta drossíu en þannig voru þessir bílar nefndir í daglegu tali í þá daga. Hann kom oft óvænt á heimili okkar í heimsókn á milli túra, alltaf hress og hafði frá svo mörgu að segja úr daglega lífinu. Ekki má gleyma pólitíkinni sem hann hafði ákveðnar skoðanir á. Hann hafði gaman af að stríða okkur systkinunum og hló þá oftast að okkur. Þegar stórviðburðir voru í okkar fjölskyldu, t.d. gifting, ferming og skírn, var sjálfsagt að Mundi frændi myndi aka okkur og var hann alltaf fús til þess og hafði gaman af. Þegar við stofnuðum heimili var hann áhugasamur um okkar velferð og kom í heimsókn til okkar. GUÐMUNDUR GUNNLAUGSSON ✝ GuðmundurGunnlaugsson fæddist á Reynihól- um í Miðfirði 8. jan- úar 1911. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 8. október síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 15. októ- ber. Elsku Mundi frændi, nú ert þú farinn frá okkur og er þín sárt saknað. Við biðjum góðan Guð að blessa Gunnu, Þröst, Jórunni, afastelpurnar tvær og fjölskylduna alla. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (M. Jak.) Þorbjörg Einarsdóttir.                                            !         "    "        #   $      ! " #$% & '()  #$% & ((  ##*! &(   ( +* &,#$% & '() &(   +* #$% &  $  - & .##*! ! &(/!0&#$% & +*   !(& & .##*!  ( 12( &!( .#$% & &( 32( &# !& .#$% & & 4 ##*! *(3!3!32!"                       ! "#$ % &'                  ! "## ()  # * +  )(,) #) ,-- ) ./# 0/+))  )(./# 1 2##'./# 3% )# 0/  ,) /4 )) 3 5 )) 2##',) /4 )) 3 5 )) +5+).,) 0/4 ))   ) , -) +5+)..6+ , 1 ) 17)8                                    ! "    #    $  %&  ! ' ((           !!   " #           !! $     # %  #  !! & &  & & & '                                                      !       "               #  "  $  % &  (     !#    "   ! #   &       )           "    #    !    * !  "      "  &"                  !"# $% &'()"(                                         !"#$%&&'% %#$ !"# !"#$%&()$" $% " *)+ %%&&'% #",-"  !"#$%&&'% -."/% $"&()$" 0 #%/&1 !"#$%&&'%  "% !"%'# "%  "% !"%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.