Morgunblaðið - 07.11.2001, Side 12

Morgunblaðið - 07.11.2001, Side 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR Héraðsdómi Reykjavíkur er nú rekið mál til að láta reyna á ákvæði í grunnskólalög- um þess efnis að það sé meginstefna að kennsla barna með sértæka námsörðugleika fari fram í heimaskóla. Í Morgunblaðinu sl. sunnudag var rakin saga Höllu Ómarsdóttur sem er þroskaheft en hefur stundað nám í al- mennum grunnskóla. Var henni vikið úr skól- anum en síðar úrskurðaði menntamálaráðu- neytið að brottvikningin væri ólögmæt. Í framhaldi af því fékk hún inni í öðrum grunn- skóla þar sem heimaskóli hennar neitaði að veita henni viðtöku. Í 37. grein grunnskólalaganna segir að börn og unglingar sem eigi erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar eigi rétt á sérstökum stuðningi í námi. Kennsla geti verið einstaklingsbundin eða farið fram í hópi innan eða utan almennra bekkjardeilda, í sérdeildum eða sérskólum. Meginstefnan sé sú að kennslan fari fram í heimaskóla en telji foreldrar, kennarar eða aðrir sérfræðingar að barnið fái ekki notið kennslu við sitt hæfi í heimaskóla geti foreldrar sótt um skólavist fyrir það í sérskóla. Morgunblaðið hleraði sjónarmið kennara sem reynslu hafa af starfi af kennslu barna með námsörðugleika. „Yfirleitt snýst vandinn um það varðandi nemendur sem eiga við sérstök vandamál að stríða að grunnskólarnir eru í mjög þröngri stöðu til að mæta þörfum þeirra,“ segir Sig- mar Hjartarson, kennari í Ölduselsskóla, í samtali við Morgunblaðið þegar hann er spurður hvernig skólar geti sinnt nemendum með sérþarfir og hverjir ráði því hvort nem- andi sé betur kominn í sérkennslu eða sér- skóla, foreldrar eða kennarar. Sigmar segir hins vegar mjög erfitt að svara þessari spurn- ingu almennt. Sigmar segir að almennir bekkir séu yf- irleitt fjölmennir sem þýði að einhver fylgi nemanda með sérþarfir og segir hann að skól- um sé iðulega þröngur stakkur skorinn til að sinna þeim sem eigi við námsörðugleika að stríða og kannski fötlun líka. Hann segir hægt að leysa slík mál ef fjármagn fæst til þess en margir séu þeirrar skoðunar að skólarnir séu vart búnir til að geta alltaf leyst þessi mál. Hann kvaðst skilja vel löngun foreldra til að börn þeirra sæktu nám í almennum bekk í venjulegum skóla. „Þetta eru afskaplega erfið og sérdeilis viðkvæm mál og samkvæmt lög- unum er það réttur foreldra að nemendur séu í grunnskóla með sérstökum stuðningi,“ segir Sigmar og kvað hann kennara verða vara við þá ósk foreldra að börn þeirra sem þurfi sér- staka aðstoð sæki almenna skóla. „Við höfum sérskóla til að mæta ýmsum aðstæðum og þar er sérmenntað fólk. Ég er oft efins um að það sé skynsamlegt og öllum fyrir bestu að setja barn, sem á við mjög mikla erfiðleika að stríða, í almennan skóla miðað við óbreyttar aðstæður. Þau tilvik eru til sem ég teldi börn- in betur komin hjá sérfræðingum. Skólar vilja ávallt leysa eins vel úr málum og nokkur kost- ur er en síðan er annað mál hvaða úrræði við höfum. Við teljum okkur hafa of lítinn tíma til að sinna nemendum sem eru hægfara í námi, hvað þá ef meiri erfiðleikar eru á ferðinni, og því verða æðri stjórnvöld að svara því hvaða stefnu eigi að fylgja í þessum málum.“ Sigmar sagði að lokum að í raun ríkti hörm- ungarástand í þessum málum. „Við sem fag- aðilar sem málið brennur á frá degi til dags vitum að hér er alltof lítið að gert og það þyrfti margfalt meiri úrræði inn í þessi mál til að vel væri að verki staðið.“ Yfirleitt ákveðið sameiginlega af heimili og skóla Erna Björk Hjaltadóttir, kennari í Fella- skóla, segir að yfirleitt sé það ákveðið sameig- inlega af foreldrum og skólastjórnendum hvaða úrræði séu nemanda með námserfið- leika eða fötlun fyrir bestu. Segir hún ekki hafa orðið vandkvæði með túlkun þessarar lagagreinar í Fellaskóla, þar séu líka fyrir hendi öll úrræði í sérþjónustu sem verða megi til að þjóna nemendum. Yfirleitt náist sam- komulag en þó geti komið fyrir að menn nái ekki saman og mál endi í ógöngum. Hún sagði skólafólk hafa átt von á því mun fyrr að fá prófmál sem skorið gæti úr því hvernig túlka ætti 37. grein grunnskólalaganna um þann rétt barna sem eiga erfitt með nám að eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi og að meg- instefnan sé sú að kennslan fari fram í heima- skóla. „Foreldrar eiga að gæta réttar barnsins og við önnumst þessa þjónustu undir ákveðn- um lögum en þegar fjármagnið dugar ekki til að framfylgja lögunum verður að meta hversu mikið getur komist í framkvæmd af því sem lögin kveða á um,“ segir Erna Björk. Hún bendir einnig á að skortur sé á sérmenntuðum kennurum. Ekki sé alltaf tryggt að fagfólk starfi við að sinna nemendum í sérþjónustu, stöðurnar séu fyrst og fremst mannaðar og geti það verið kennarar, sérkennarar eða ófaglærðir starfsmenn. Þá benti kennari sem rætt var við og ekki vildi láta nafns síns getið á að yfirleitt þyrfti að skoða hvert einstakt mál áður en ákveðið væri hvar nemendur með einhver vandamál væru best komnir. Stundum væri nóg að fá aðstoð í bekkinn, stuðningsfulltrúa eða þroskaþjálfa, sem sinntu slíkum nemendum sérstaklega, en stundum væri líka ljóst að nemendur ættu helst heima í sérskóla og allir kennararnir voru sammála um að aukin ásókn væri í að börn með námserfiðleika væru höfð í almennum bekkjum. Grunnskólar í þröngri stöðu til að mæta þörfinni FULLTRÚI Samkeppnisstofnunar ræddi í gær við Goða Gunnarsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins Costgo, vegna auglýsingar á ódýrum heimilistækjum sem birtist í Frétta- blaðinu á mánudag. Þar voru ýmsar vörur boðnar á tilboði, m.a. 29 tomma Sony-sjónvarpstæki á 15 þúsund krónur og Toshiba-fartölvur á 25 þús- und krónur. „Miðað við svör framkvæmdastjór- ans er ekkert sem Samkeppnisstofn- un getur gert athugasemdir við á þessu stigi. Ég vakti athygli hans á þeim lögum og reglum sem gilda um fyrirtæki sem þessi, því svo virtist sem hann þekkti þau ekki alveg,“ sagði Anna Birna Halldórsdóttir hjá Samkeppnisstofnun. Stofnunin benti framkvæmdastjóranum meðal ann- ars á að samkvæmt lögum um fjar- sölu verður seljandi að gefa upp nafn og heimilisfang. Samkeppnisstofnun hefur líka viljað fullvissa sig um að í auglýsingunni sé gefið upp endanlegt verð vörunnar og að ekki standi til að bæta við það sendingarkostnaði milli Bandaríkjanna og Íslands. Í auglýsingu frá Costgo var fólki boðið að kaupa pöntunarlista á 5.000 krónur, til þess að geta fengið ódýru heimilistækin. Eftir það fær kaup- andinn númer sem veitir möguleika á að kaupa vörur á heildsöluverði. Fólk þarf ekki að greiða fyrir vöruna sjálfa fyrr en við afhendingu hennar. „Við fengum kvartanir frá fólki sem hafði pantað vörur í gær en ekki fengið í gærkvöldi eins og fyrirtækið hefði lofað. Goði sagði að vegna mik- illa anna hefði ekki tekist að senda vörurnar út. Hann sagði mér að nú myndu þeir breyta skilmálunum þannig að fólk ætti sjálft að sækja vörurnar í skemmu sem fyrirtækið væri að opna í Reykjavík,“ sagði Anna Birna. Skilmálarnir bárust ekki Anna Birna segir að framkvæmda- stjórinn hafi sagt að skilmálarnir sem komi fram í pöntunarlistanum skýri vel þau lög og reglur sem gildi í þess- um viðskiptum. „Hann sagðist ætla að senda mér skilmálana í tölvupósti, en þeir hafa enn ekki borist,“ sagði Anna Birna. Samkvæmt upplýsingum Önnu Birnu virðist nafn fyrirtækisins einn- ig eitthvað vera á huldu. „Þegar ég náði sambandi við fyrirtækið þá var svarað: „Amerísk dreifing Costgo“. Framkvæmdastjórinn sagði mér að fyrirtækið héti: „Áskrift og verslun“ og svo sagði hann fréttamanni að það héti „Áskriftarverslun ehf.“ Morgunblaðið reyndi ítrekað að ná í Goða Gunnarsson í gær og gær- kvöldi en án árangurs. Í fréttum Rík- issjónvarpsins í gærkvöldi var haft eftir Goða Gunnarssyni að 7 þúsund manns hefðu pantað vörulista frá fyr- irtækinu. Þá kom fram í kvöldfréttum Rík- isútvarpsins í gærkvöldi að raftækja- verslunin Elko hafi í vor látið lögregl- una endurheimta vörur, að andvirði 700.000 króna, af Goða Gunnarsyni. Var haft eftir Jóni Helga Guðmunds- syni forstjóra Byko, eiganda Elko, að Goði hefði greitt fyrir vörurnar með stolinni ávísun áritaðri með bleki sem var horfið þegar farið var með hana í banka. Auglýsing fyrirtækisins Costgo athuguð hjá Samkeppnisstofnun Engar athuga- semdir að svo stöddu NETÞINGI 2001, unglingaþingi umboðsmanns barna, lauk á mánu- dag í Salnum í Kópavogi með því að Snorri Birgisson þingforseti afhenti Birni Bjarnasyni menntamálaráð- herra niðurstöður þingsins. Net- þingfulltrúar voru 63, 16 og 17 ára úr framhaldsskólum landsins. Hafa netfundir verið haldnir vikulega í október og starfið farið fram í nefnd- um, sem valdar voru í upphafi þings- ins. Nefndirnar voru 5 og fóru um- ræður fram á lokuðum spjallrásum. Þingið leggur til að möguleikar nemenda á stuðningi verði auknir, þ.e.a.s. komið verði til móts við þá sem eiga í erfiðleikum, t.d. vegna les- blindu eða erfiðra heimilisaðstæðna. Þá leggur þingið til að nemendur í framhaldsskólum geti leitað til sér- staks ráðgjafa, t.d. þegar upp kemur ósætti milli kennara og nemenda. Þá leggur þingið til að skilakerfi verð- andi heimavinnu verði endurskoðað, og í fjórða lagi, að eftirlit sé í skólum með kennsluhæfni kennara. Segir í ályktuninni um þetta mál að það þurfi að vera einskonar innra eftirlit með kennurum og svo möguleiki á að senda þá á endurmenntunarnám- skeið eftir ákveðinn tíma í kennslu. Böllin aftur til kl. 3 og afsláttarkort tekin upp Fjórar ályktanir um félagslíf voru samþykktar. Leggur þingið til að aldursmörk verði miðuð við ár en ekki fæðingardag og að balltíma í framhaldsskólum verði breytt aftur í fyrra horf, þ.e. að þau verði til kl 3 í stað 1. Þá leggur þingið til að tekin verði upp afsláttarkort sem gilda á þeim stöðum sem unglingar sækja helst. Er skorað á menntamálaráð- herra að styðja félag framhalds- skólanema til að hefja samningsum- leitanir við fyrirtæki um námsmannaafslátt gegn framvísun skólaskírteinis. Þá leggur þingið til að leyft verði á ný að auglýsa skemmtanir nemendafélaga í öðrum framhaldsskólum og öllum fram- haldsskólanemendum verði frjálst að sækja skemmtanir allra fram- haldsskóla. Þrjár ályktanir voru samþykktar um ofbeldi og vímuefni. Þingið telur mikilvægt að trúnaðar- maður nemenda sé til staðar í fram- haldsskólum, sem hægt sé að leita til þegar upp koma vandamál. Þá legg- ur þingið til að jafningjafræðsla í vímuefnavörnum innan framhalds- skóla verði sett inn í lífsleikniáfanga í námsskrá. Þá leggur þingið til að opnuð verði nokkur ný hús fyrir heimilislausa, bæði á höfuðborgar- svæðinu sem og úti á landsbyggð- inni, til að veita þeim sem ekki hafa önnur úrræði húsaskjól og mat. Þingið leggur til að komið verði á jafningjafræðslu um einelti innan framhaldsskólanna. Verði sú fræðsla sett inn í lífsleikniáfanga í námsskrá. Tvær ályktanir um heimsmál voru að síðustu samþykktar. Þingið for- dæmir hryðjuverkin sem áttu sér stað í Bandaríkjunum hinn 11. sept- ember sl. og skorar á þjóðir heims að taka höndum saman til þess að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endur- taki sig. Morgunblaðið/Golli Fulltrúar á Netþingi umboðsmanns barna sem fram fór í Salnum í Kópavogi. Stuðningur við nem- endur verði aukinn ÁKÆRA ríkissaksóknara gegn 22 ára gamalli pólskri konu var þingfest í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Hún er ákærð fyrir að flytja inn rúmlega 1600 e- töflur en þær fundust innan- klæða á henni við komuna til Keflavíkur í sumar. Konan seg- ist ekki hafa vitað um hvaða efni var að ræða. Þá hefur tvítugur portú- galskur ríkisborgari verið ákærður fyrir innflutning á rúmlega 2500 e-töflum sem fundust í fórum hans við kom- una til Keflavíkur. Ákært fyrir smygl á e-töflum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.