Morgunblaðið - 07.11.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.11.2001, Qupperneq 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 19                    !"  #  %%%$ $                     ! "   #" $%&    &'         "  " " !(  #  "  ! "      )!!  ) *% + %* !#    %* + %*   #"           %* + %*, -./ #   0 ! #    &      '      (     )           %*, + ,* 1)/ " ! +     ( 2!/    )(   *    &   ' (  *  (             ,* + ,*, 1" .  2! 2 0 )/ "       ,   )(   *  $  ( '          $ -   '      ')(        * . &&   )(  / *  . // '   !   "#    " $ " # $ % & '"     "  (   " #   ,*, + &*   &* + 3*  4 (      567 8  5    9    : ;    /          +       ,  )  #  * " + '     , -   .   3* + 3*% !  + !  "( -      '  &      '  $ -     &  ( *      '  ,   )(   *           8#"      0'          '    1 2$  '   ( 1 0   -      HINN 2. nóvember sl. voru tveir samningar undirritaðir á Skriðu- klaustri í Fljótsdal. Annars vegar var um að ræða samning milli menntamálaráðuneytis og Stofnun- ar Gunnars Gunnarssonar um fjár- framlög næstu þrjú árin og gagn- kvæmar skyldur. Hins vegar samning milli Gunnarsstofnunar og Menningarráðs Austurlands, sem felur í sér að stofnunin tekur að sér að vinna ákveðin verkefni á vegum ráðsins og ráða sérstakan starfs- mann til að annast menningar- starfsemi á Austurlandi. Samningur Gunnarsstofnunar og ráðuneytisins felur í sér fjárfram- lög og gagnkvæmar skyldur, sem tryggir starfsemi stofnunarinnar á Skriðuklaustri næstu þrjú ár. Samningurinn gildir til ársloka 2004 og gerir ráð fyrir 10,6 millj- óna króna framlagi á fjárlögum til Gunnarsstofnunar ár hvert, til al- menns reksturs og viðhalds húsa. Gert er ráð fyrir að sértekjur stofnunarinnar nemi a.m.k. 2 millj- ónum króna á ári. Í samningnum er m.a. lögð sér- stök áhersla á að Gunnarshús á Skriðuklaustri sé áfram opið al- menningi og stefnt verði að því að gestum staðarins fjölgi um 15% á ári, en þeir voru 4.000 á árinu 2000. Þá skal stofnunin standa fyrir minnst 8 sýningum eða öðrum menningarviðburðum á ári og efna til eins málþings árlega á sviði ís- lenskra bókmennta eða austfirskra fræða. Austfirskt menningarstarf í ranni Gunnarsstofnunar Gunnarsstofnun og Menningar- ráð Austurlands gerðu með sér samning um þjónustu stofnunar- innar við menningarstarfsemi á Austurlandi. Hann tekur gildi um næstkomandi áramót og gildir til ársloka 2004. Gunnarsstofnun eru falin ákveðin verkefni á vegum menningarráðsins samkvæmt sam- þykktum fyrir ráðið, stefnu um menningarmál á Austurlandi, samningi um samstarf ríkis og sveitarfélaga og samstarfssamn- ingi sveitarfélaga á Austurlandi. Meðal þessara verkefna eru þró- unarstarf, efling samstarfs innan samstarfssvæða og fagleg ráðgjöf og verkefnastjórnun. Gunnars- stofnun mun hafa heildarsýn yfir menningarviðburði á Austurlandi, afla styrktaraðila í menningarstarf á fjórðungsvísu og vinna umsóknir um styrki til menningarstarfs og kynningar. Dagleg umsýsla vegna starfsemi menningarráðsins verður í höndum starfsmanns sem Gunn- arsstofnun mun ráða sérstaklega. Formlegt samstarf sextán sveitarfélaga á Austurlandi Fyrir þjónustu Gunnarsstofnun- ar greiðir Menningarráð Austur- lands 5,5 milljónir króna á ári, af framlagi því sem það fær úthlutað á fjárlögum, skv. samningi við menntamálaráðuneytið. Á næsta ári nemur sú fjárhæð 25 milljónum króna. Menningarráð Austurlands er formlegt samstarf 16 sveitarfé- laga á Austurlandi og menntamála- ráðuneytisins um menningarmál og var stofnað í maí sl. Að svo mörg sveitarfélög skuli sameinast um menningarmál í fjórðungnum þykir einstakt og hefur vakið athygli út fyrir landsteina. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra sagði í ávarpi að undirrit- un lokinni, að samningarnir væru mikilvægir fyrir menningarstarf fjórðungsins og hrósaði hann Gunnarsstofnun fyrir árangursríkt starf. Skriðuklaustur verður miðstöð menningarstarfs á Austurlandi Gengið til samninga við Gunnarsstofnun Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Menningarmiðstöðin á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Egilsstaðir UNNIÐ er að smíði nýrrar tveggja akreina brúar yfir Svalbarðsá í Þistilfirði, norðan og neðan við nú- verandi brú yfir ána. Fram- kvæmdum er nánast lokið, mánuði á undan áætlun en í vikunni var lok- ið við að steypa dekk og bríkur. Að sögn Sigurðar Oddssonar deild- arstjóra framkvæmda hjá Vega- gerðinni á Akureyri verður tilkoma nýju brúarinnar gríðarleg sam- göngubót og nánast bylting fyrir N- Þingeyinga og aðra þá sem þarna eiga leið um. Nýja brúin mun leysa af hólmi gamla einbreiða brú, sem hefur verið þröskuldur á þessari leið, þar sem hún hefur ekki fullan burð. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 90 milljónir króna. Nýja brúin er 80 metra löng stálbitabrú með þremur höfum, steyptu gólfi og steyptum und- irstöðum. Breidd akbrautar verður 7 metrar og heildarbreidd 8 metr- ar. Verkið var boðið út í fjórum hlutum. Vélsmiðja KÁ á Selfossi sá um smíði stálbitanna, Vildarverk á Norður-Héraði sá um framleiðslu niðurrekstursstraura og Mal- arvinnslan á Egilsstöðum fram- leiddi forsteyptar plötur í brúar- gólfið. Vinnuflokkur Vega- gerðarinnar vinnur nú að því að byggja brúna, reka niður staura, setja upp súlur, steypa undirstöður, reisa stálbita og steypa brúargólf. Þá er Héraðsverk á Egilsstöðum að byggja nýjan 7 km veg að brúnni, frá Sandá að Sævarlandi. Héraðsverk bauðst til að vinna verkið fyrir um 58 milljónir króna, sem er um 87% af áætluðum verk- takakostnaði. Vegurinn verður lagður bundnu slitlagi og skal fram- kvæmdum lokið í júlí á næsta ári. Ný brú yfir Svalbarðsá í smíðum Morgunblaðið/Sigurður Oddsson Unnið af fullum krafti að smíði brúarinnar yfir Svalbarðsá. Gríðarleg samgöngubót fyrir svæðið Þistilfjörður TVEIR fólksbílar skullu saman á brúnni yfir Laugá vestan við Geysi í Haukadal skömmu eftir hádegi á laugardag. TF-LÍF, þyrla Land- helgisgæslunnar, var kölluð út og flutti hún þrjá fullorðna og ungan pilt á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss, í Fossvogi. Alls voru átta manns í bifreið- unum tveimur. Í öðrum bílnum voru tveir eldri karlmenn og eldri kona en í hinum var fimm manna fjöl- skylda. Pilturinn sem var fluttur með þyrlunni sat í aftursæti fyrir miðju og með svokallað einfalt bíl- belti. Hann hlaut áverka á kvið og höfði og gekkst undir aðgerð á sunnudag og er á batavegi. Móðir piltsins varð samferða honum í þyrl- unni en hún var ekki alvarlega slös- uð. Ökumaður og annar farþegi hins bílsins eru einnig á batavegi. Annar brotnaði á lærlegg en hinn hlaut áverka á kvið og á höfði. Aðrir sem voru í bílunum voru fluttir á heilsugæslustöðina á Sel- fossi og þaðan áfram til Reykjavík- ur. Brúin yfir Laugá er einbreið en að sögn lögreglunnar á Selfossi myndar hún nokkurs konar blind- hæð. Hálka og snjór var á veginum en skyggni mun hafa verið ágætt. Áreksturinn var gríðarharður og eru báðir bílarnir taldir ónýtir. Veg- farandi tilkynnti lögreglu um áreksturinn kl. 13:21 og voru tveir lögreglubílar og þrír sjúkrabílar sendir á slysstað. Árekstur varð á ein- breiðri brú Haukadalur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.