Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Vit nr. 292 Sýnd kl. 8 og 10.30. Sýnd í Lúxus VIP kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.Vit nr. 296  Kvikmyndir.is  DV  Strik.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára. Vit nr.310 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 307 Fyrsta ævintýrið um töfradrenginn Harry Potter er nú loks komið til Íslands eftir að hafa slegið öll met sem hægt er að slá allstaðar þar sem hún hefur verið sýnd. Harry Potter er leyfð öllum aldurshópum. Sýnd kl. 4 og 6. Vit nr. 297 1/2 Kvikmyndir.com Allur heimurinn mun þekkja nafn hans Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i.14. Vit 291 1/2 Kvikmyndir.is  ÓHT Rás 2 HVER ER CORKY ROMANO?Ge ðveik grínmyn d! strik.is  MBL Málverkasýning á verkum Sveins Björnssonar fyrir bíógesti í innri forsal Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i.14. SV Mbl Sýnd kl. 5.15 og 10. B. i. 16. Sýnd kl. 4. 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16.Sýnd kl. 3, 6 og 9. ÞÞ Strik.is ÓHT Rás 2  HL Mbl  SG DV Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6 og 8. Kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson  HJ Mbl  ÓHT RÚV Allur heimurinn mun þekkja nafn hans strik.is  MBL Edduverðlaun 6 BROTHERHOOD OF THE WOLF ELTON John, sem að mati margra gaf út sína bestu plötu í áratugi á dög- unum (Songs from the West Coast), segist ætla að hætta í „brans- anum“. Þótt gagn- rýnendur hafi farið lofsamlegum orðum um þennan (síð- asta?) grip Eltons hafa kaupendur sýnt honum fálæti. Á tónleikum í New Hampshire á dögunum tilkynnti Elton þessa ákvörðun sína og urðu margir hvumsa. „Nú er ég búinn að gera fjörutíu plöt- ur og þetta verður sú síðasta,“ sagði lávarð- urinn sjarmerandi. „Mér finnst gaman að spila fyr- ir ykkur en ég hata hljóm- plötubransann.“ Elton John ætlar að hætta í tónlistinni Búinn að fá nóg „Bless, bless, guli, múr- steinslagði poppvegur!“ Í HINU streitukeyrða nú- tímasamfélagi hefur hagur ým- issa snjallra kaupsýslumanna vænkast og margur heldur ef- laust að hér sé átt við stétt verð- bréfasala. Það er þó ekki tilfellið, enda munu margir þeirra vera fórnar- lömb streit- unnar. Hér er átt við þá fjöl- mörgu aðila sem hafa lifibrauð af því að selja hinar ýmsu andlegu lausnir gegn grasserandi streitunni. Ein tegund hinna andlegu pakka- lausna er hugleiðslutónlistin svokall- aða, sem Friðrik Karlsson hefur verið hvað ötulastur Íslendinga við að framleiða og -reiða. Sífellt fleiri eru að hasla sér völl í hugleiðslupoppi og hér verður fjallað um geisladisk þeirra Guðjóns Bergmanns og Einars Ágústar, sem miður frumlega er nefndur Slökun. Slökun hefur aðeins eina tónsmíð að geyma. Smíðin kallast „Englar“ og hljómar í litlar 65 mínútur, með nokkrum hléum þó. Framan af er „Englum“ fyrst og fremst ætlað að hljóma undir afslappaðri rödd Guð- jóns, sem leiðir slökun afar fagmann- lega á diskinum. Síðustu 30 mínúturn- ar eru hins vegar einvörðungu verk Einars, án nokkurrar andlegrar leið- sagnar. Það má vera að ósanngjarnt sé metið, en tónlistarlega séð þá ber tónsmíð Einars engan veginn slíka lengd. Gott og vel, tökum fyrstu 35 mínúturnar út, þar sem tónlistinni var ætlað bakgrunnshlutverk. Allt í lagi. Hálftími eftir. Þetta er langur hálftími. Tónsmíðin er í E-dúr og eina hugvitssamlega framvindan í laginu er þegar smíðin færist í e-moll, annað veifið. Annars samanstendur verkið af ofnotuðum klisjum, jafnt í út- setningu sem laglínustúfum. „Englar“ er reyndar allt í lagi til að byrja með, eins og svo margt í þessu lífi. Smekklegur kassa- gítar leiðir útsetninguna framan af, en smám saman taka gervi- legir hljóðgervlar yfir, eins og svo títt er í hugleiðslupoppinu. Þeir hrærast svo saman í einn allsherjargraut, sem frá byrjun virðist ofsoðinn. Grunnurinn að lag- inu er kannski ekki svo afleit hug- mynd sem blábyrjun á lagi eða litlu tónverki; en, hjálpi mér! – af hverju í allar þessar mínútur? Ég veit ekki. Kannski finnst fólki ágætt að slaka á við þessa hljóð- hermasúpu. Sjálfur slaka ég betur á við Liszt, Bach eða aðra snillinga ró- legheitatónsmíða. Sem betur fer eru líka til íslenskir gæðadiskar sem hentugir eru við slökun og hugleiðslu. Nægir þar að nefna Jarðhörpusálma Lárusar Sigurðssonar, sem út komu fyrr á þessu ári. Þar er tónlistin ein- vörðungu handleikin á órafmögnuð hljóðfæri, en slíkt er einkennilega sjaldgæft hjá hugleiðslupoppurum. Á Slökun er efalaust um margt gott, andlegt fóður. Hér er hins vegar einungis tekin beinhörð, tónlistarleg afstaða til verksins sem fær einfald- lega falleinkunn. Tónlist Englar falla Guðjón Bergmann og Einar Ágúst Víðisson Slökun Fljúgandi diskar/Edda – miðlun og útgáfa Slökun, geisladiskur Guðjóns Berg- manns og Einars Ágústs Víðissonar. Tón- listin er eftir Einar Ágúst, en Guðjón leið- beinir um slökun. Um hljóðfæraleik sáu þeir Einar Ágúst, Kristján Grétarsson og Ingólfur Guðni Árnason, sem einnig sá um upptökur og hljóðblöndun. Útgefandi eru Fljúgandi diskar/Edda miðlun og útgáfa. Orri Harðarson Guðjón Bergmann jógakennari. Einar Ágúst Víðis- son tónlistarmaður. Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g a r g ja fa vö ru r Mokkabollar kr. 1.890 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.