Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að óska eftir að Þing- vellir og Skaftafell verði tilgreind á heimsminjaskrá Menn- ingarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) en sex ár eru liðin frá því að Íslendingar gerðust aðilar að samningi stofnunarinnar um verndun menningar- og nátt- úruarfleifðar heimsins. Í minnisblaði Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra og Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra, sem lagt var fram á ríkisstjórnarfundi í gær, segir að staðir á heims- minjaskránni séu alþjóðlega viðurkennd verndarsvæði og sem slíkir dragi þeir gjarnan að sér ferðamenn. Þannig aukist mikilvægi þeirra í þjóðhagslegu tilliti. Afmörkun slíkra staða verði að vera skýr og full sátt þurfi að ríkja um verndun þeirra, umsjón og rekstrarfyrirkomulag. Sótt er um til Nefndar um arfleifð þjóðanna (World Her- itage Committee). Kemur fram í minnisblaðinu að áður en umsókn er gerð um þá staði, sem óskað er eftir að verði færðir á heimsminjaskrá, þurfi að leggja fram yfirlitsdrög yfir staði sem aðildarríki UNESCO telja til mikilvægra menningar- og náttúruarfleifða. Samþykkti ríkisstjórnin í gær að auk Þingvalla og Skaftafells yrðu Breiðafjörður, Núpsstaður, Keldur, Gásir, Reykholt, Víðimýri í Skaga- firði, Surtsey, Mývatn, Herðubreiðarlindir og Askja á yf- irlitsdrögunum. Umsóknum þarf að skila fyrir 1. febrúar ár hvert. Segir í minnisblaðinu að umsóknin þurfi að vera mjög ítarleg og hún sé kostnaðarsöm þar sem henni þurfi að fylgja um- fangsmiklar upplýsingar. Er gert ráð fyrir að unnin verði fjárhagsáætlun vegna umsóknarinnar sem yrði kynnt í tengslum við fjárlagagerð 2003. Þingvellir og Skaftafell á heimsminjaskrá Morgunblaðið/Golli Þingvellir er annar tveggja staða sem ríkisstjórnin hyggst óska eftir að settir verði á heimsminjaskrá. LÍKLEGT er talið að skyndilegt haglél hafi verið ráðandi þáttur þegar Metro-flugvél Flugfélags Ís- lands hlekktist á í lendingu á Hornafirði á sunnudag. Þegar flug- vélin kom inn til lendingar brast á él sem virðist hafa leitt til þess að vélin lenti með vinstra hjól um 7 metrum frá miðlínu og rann síðan til þegar flugmaðurinn hemlaði og reyndi að ná jafnvægi á brautinni. Haukur Hauksson, varaflug- málastjóri, segir að notuð séu ákveðin mælitæki til að kanna hálku á flugbrautum og sambæri- legir mælar og sú sem var á Hornafirði hafi verið notaðir ára- tugum saman hér á landi. Hálku- mæling fer þannig fram að bíl er ekið eftir brautinni með mælitæki og síðan er hemlað til að kanna við- námið. Mælingin á brautinni á Hornafirði á sunnudag fyrir lend- ingu Metro-vélarinnar sýndi að hálkuskilyrði voru á milli þess að teljast sæmileg og góð á brautinni, en voru heldur lakari eftir lend- ingu. Að sögn Hauks var hálku- mælirinn á Hornafirði fluttur til Reykjavíkur og borinn saman við öflugra og nákvæmara mælitæki af annarri gerð sem notað er á Reykjavíkurflugvelli. „Og þeim bar nokkurn veginn alveg saman,“ seg- ir Haukur. Hann segir að flugbrautin á Hornafirði hafi bæði verið rudd og sópuð út að ljósalínu brautarinnar og síðan borinn á hana sandur, samkvæmt því sem venja er við slík skilyrði. Hins vegar sé oft erfitt, þegar snjór og ísing eru til staðar, að koma alveg í veg fyrir hálku- bletti. Vélin lenti tveimur metrum frá austurjaðri klæðningar Samkvæmt mælingum á hjólför- um eftir lendinguna lenti vélin 7,1 metra með vinstra hjól austan við miðlínu brautarinnar, þannig að hægra hjólið lenti um 2 metrum frá austurjaðri klæðningarinnar, en hún er um 30 metra breið. Haukur segir að ýmsar skýringar hafi kom- ið upp varðandi orsakir þess að vél- in rann til en élið sem skall á í að- fluginu sé væntanlega ráðandi þáttur í þeirri atburðarás og þá hafi sest snjófilma ofan á brautina. „Og síðan var bremsumælt aftur eftir lendinguna og sú mæling sýndi nokkuð lakari skilyrði og voru þegar mælt var fyrir lend- ingu. Þannig að élið sem slíkt og hugsanlega einhver vindsveipur með því í lendingunni getur hafa haft einhver áhrif þarna,“ segir Haukur. Að sögn Hauks er mjög svipaður búnaður notaður til hreinsunar og hálkumælinga á flugvöllum hér- lendis, þar sem er reglubundið áætlunarflug. Þá er markvisst unn- ið að því að endurnýja snjóruðn- ingstækin og ákveðið hafi verið fyr- ir nokkru að endurnýja snjóplóginn á flugvellinum á Hornafirði. Hann segir hins vegar að snjóruðnings- tækið á Hornafirði hafi ekki skipt sköpum í þessu tilviki. Haukur segir að óhappið á flug- vellinum á Hornafirði sé nú til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd flugslysa. Nefndin þurfi að fara yfir öll gögn í málinu og leggja fram sitt mat á orsökum óhappsins. Óhappið á flugbrautinni á Hornafirði Skilyrði versn- uðu skyndilega vegna hagléls PÉTUR Kjartansson, formaður kjör- nefndar Sjálfstæðisflokksins á Sel- tjarnarnesi, segir mikilvægt að byrja með rafrænar kosningar í sveitar- stjórnarkosningum á næsta ári, þar sem öryggið sé meira en í kosningum með hefðbundnum hætti auk þess sem miklir peningar séu í húfi hjá ís- lenskum hugbúnaðarfyrirtækjum. Í prófkjöri sjálfstæðismanna á Sel- tjarnarnesi fyrir skömmu kusu 1.622 manns, þar af 1.085 rafrænt. Pétur segir að hjá þeim sem kusu rafrænt hafi enginn seðill verið ógildur en 55 af 537 hjá þeim sem kusu handvirkt. Hann segir að mjög mikið öryggi sé í rafrænni kosningu, kjörskráin sé mun öruggari en með gamla laginu og algjör leynd hvíli yfir kosningu hvers og eins. Þessi kosning á Seltjarnar- nesi hafi gengið betur fyrir sig en áð- ur og almenn ánægja hafi verið með rafrænar kosningar varðandi Reykjavíkurflugvöll og kosningu í miðstjórn Alþýðusambandsins. Á 34. landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins, sem fór fram ekki alls fyrir löngu, var m.a. samþykkt tillaga, sem ekki kom frá nefnd heldur einstaklingi á síðasta degi þingsins, þess efnis að landsfundurinn lýsti sig andsnúinn hugmyndum um að hætta að nota kjörseðla við almennar alþingis- og sveitarstjórnarkosningar. „Fundur- inn telur að framkvæmd kosninga á Íslandi sé nær hnökralaus og engin rök séu til þess að breyta þeirri að- ferð við kosningar, sem hingað til hef- ur verið notuð. Þvert á móti hafi hún sýnt sig að vera örugg, fljótvirk, traust og auðveld í framkvæmd, bæði fyrir kjörstjórnir og ekki síst kjós- endur,“ segir í ályktuninni. Einn við- mælandi Morgunblaðsins segir að þetta sé dæmi um hvernig „vitlausar“ tillögur nái fram að ganga. Annar bendir á að kertin hafi gagnast vel þar til ljósaperurnar hafi komið á markað og það þýði ekki að berjast gegn þróuninni auk þess sem miklir fjármunir séu í húfi. Sjálfstæðismenn virðast því ekki taka þessa ályktun al- varlega en „við sitjum uppi með vit- leysuna“, eins og einn viðmælandi orðaði það. Pétur Kjartansson segir að sjálf- stæðisfélögin í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ hafi skoðað hvernig raf- ræna kosningin hafi gengið fyrir sig á Seltjarnarnesi með það í huga að beita sömu aðferð í prófkjörum sín- um. Íslensku hugbúnaðarfyrirtækin EJS og Skýrr hafi hannað kerfi sem sé síðan mikilvægt að láta reyna á í bæjarstjórnarkosningunum, ekki að- eins vegna þess að það sé öruggara og fljótvirkara en ríkjandi fyrirkomulag heldur vegna þess að hafi kerfið sann- að sig á heimamarkaði sé auðveldara að selja það til útlanda. Mikilvægt að hefja rafrænar kosningar Gengu vel fyrir sig í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi LOFTLOKI í vél Dettifoss, flutn- ingaskips Eimskips, bilaði undan Gróttu á Seltjarnarnesi snemma í gærmorgun og var skipið stöðvað vegna þessa. Koppalogn var undan Gróttu og því engin hætta á ferð- um. Haukur Már Stefánsson, for- stöðumaður skiparekstrardeildar Eimskips, sagði að þar sem ljóst var að viðgerð yrði tímafrek hefði verið ákveðið að kalla út hafnsögubáta til að draga Dettifoss að bryggju í Sundahöfn enda var skipið innan hafnarsvæðisins þegar vélin bilaði. Haukur sagði að áætlun skipsins myndi ekki raskast vegna bilunar- innar. Aðspurður sagði hann að hefði veður verið verra hefði verið hægt að sigla skipinu fyrir eigin vélarafli. Að sögn Lúðvík Lúðvíkssonar, yfirhafnsögumanns gekk hafn- sögubátunum Magna og Jötni ljóm- andi vel að draga Dettifoss sem er 14.664 brúttótonn og stærsta skip íslenska flotans. Skipið lagðist að bryggju við Kleppsbakka á níunda tímanum. Dettifoss dreginn til hafnar Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.