Morgunblaðið - 18.12.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 18.12.2001, Síða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 27 ANTONIO Guterres, forsætisráð- herra Portúgals, sagði í gær af sér embætti en um helgina galt flokk- ur hans, Sósíalistaflokkurinn, af- hroð í sveitarstjórnarkosningum þar í landi. „Ég ber ábyrgð á þess- ari niðurstöðu,“ sagði Guterres á fréttamannafundi í gær en hann gekk síðar um daginn á fund Jorge Sampaio, forseta Portúgals, til að tilkynna honum formlega um af- sögn sína. Niðurstöður kosninganna um helgina eru þær verstu fyrir sós- íalista um áratuga skeið. Flokk- urinn tapaði meirihluta sínum í höfuðborginni Lissabon, sömuleið- is í næststærstu borg Portúgal, Oporto, og borgunum Coimbra og Faro. Jafnaðarmenn náðu völdum í öllum þessum borgum en í Set- ubal, í suðurhluta Portúgal, voru það kommúnistar sem báru sigur úr býtum, en þar höfðu sósíalistar ráðið ríkjum undanfarin sextán ár. Alls misstu sósíalistar meiri- hluta í þrjátíu bæjar- og sveit- arstjórnum, ráða nú aðeins ríkjum í 98 bæjar- og sveitarstjórnum. Miðhægri-menn í Jafnaðarmanna- flokknum hafa hins vegar meiri- hluta í 144 bæjar- og sveitarstjórn- um að afstöðnum þessum kosn- ingum. Segja fréttaskýrendur að niður- staðan sé til marks um óánægju kjósenda með frammistöðu ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum, en Portúgal hefur þurft að glíma við niðursveiflu eins og flest önnur ríki Evrópu. Hefur kaupmáttur minnkað verulega á undanförnum mánuðum á sama tíma og verð- bólga hefur vaxið hratt. Líklegt að boðað verði til þingkosninga Guterres sagði er hann tilkynnti um afsögn sína að mikilvægt væri að traust ríkti milli kjósenda og þeirra sem stýrðu landinu í þeirra umboði nú þegar veður væru vá- lynd í alþjóðamálum og blikur á lofti í efnahagsmálum. Hann myndi ekki skirrast við að axla sína ábyrgð á þessum úrslitum og leggja þannig sín lóð á vogarskál- arnar í þeim efnum. Óljóst var í gær hvort boðað yrði til kosninga eða hvort sósíal- istar myndu tilnefna nýjan for- sætisráðherra úr sínum röðum. Stjórnmálaskýrendur sögðu þó all- ar líkur á að Sampaio forseti myndi taka þann kost að slíta þingi og boða til kosninga en undir eðlilegum kringumstæðum hefðu ekki átt að fara fram þingkosn- ingar í landinu fyrr en árið 2003. Guterres hefur verið forsætis- ráðherra síðan 1995. Seinna kjör- tímabil hans á valdastóli hefur reynst honum og flokki hans erfitt. Þannig hafa flokkar stjórnarand- stöðunnar þrívegis staðið fyrir vantrauststillögum í þinginu und- anfarin tvö ár. Sósíalistar í Portúgal guldu afhroð í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum um helgina Guterres segir af sér embætti Reuters Antonio Guterres, forsætisráð- herra Portúgals, er hann greindi fréttamönnum frá af- sögn sinni í gær. Lissabon. AFP, AP. FLOKKAR mið- og vinstri- stjórnarinnar í Chile misstu nauman meirihluta sinn í öld- ungadeild þingsins í kosning- um á sunnudag en héldu meiri- hluta í neðri deildinni. Niðurstaðan er áfall fyrir stjórnina og gerir að engu von- ir hennar um að breyta stjórn- arskránni frá valdatíma Aug- ustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra. Bandalag hægriflokka, undir forystu Joaquins Lavins, borg- arstjóra Santiago, náði naum- um meirihluta í öldungadeild- inni með stuðningi smáflokka. Lavin tapaði naumlega fyrir sósíalistanum Ricardo Lagos í forsetakosningum á síðasta ári. Flokkur Lavins, Óháði lýð- ræðisflokkurinn, er nú stærsti flokkur landsins, fékk 25% at- kvæðanna. Einn stjórnarflokk- anna, Kristilegir demókratar, hafði verið stærstur frá því 17 ára valdatíma Pinochets lauk árið 1990 en fékk nú 19% fylgi. Kosið í Chile Hægri- menn eflast Santiago. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.