Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 11 SAMRÆMD gjaldskrá hafna verð- ur aflögð og ákvæði samkeppn- islaga munu gilda um gjaldtöku þeirra, ef frumvarp samgönguráð- herra til hafnalaga, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, nær fram að ganga. Þá verða hafnir virð- isaukaskattskyldar og heimilt verður að reka hafnir sem hluta- félög sem geta verið í meiri- hlutaeigu einkaaðila. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að auk ofangreindra nýmæla feli frumvarpið í sér að rík- isafskipti af höfnum verði minnkuð, en áfram verði gert ráð fyrir að lag- færingar og viðhald á skjólgörðum verði greitt að hluta til úr rík- issjóði. Þá verði gert ráð fyrir að frumvarpið taki til allra hafna sem reknar eru í atvinnuskyni, mót- tökuskylda hafna verði skilgreind og framtíð smærri hafna verði bet- ur tryggð en í núgildandi lögum. Þrenns konar rekstrarform hafna Samkvæmt frumvarpinu má reka höfn með þrennu móti, sem höfn án sjálfstjórnar í eigu sveitar- félags, sem höfn með sjálfstjórn í eigu sveitarfélags og á rekstr- arformi sem ekki falli undir op- inberan rekstur, en þá sé átt við hlutafélög hvort sem þau séu í eigu opinberra aðila eða ekki, einka- hlutafélög, sameignarfélög eða einkaaðilar með sjálfstæðan rekst- ur. Hvað fyrsta formið varðar kem- ur fram að það sé einkum ætlað fyrir smábátahafnir og jafnvel skemmtibátahafnir. Þessar hafnir muni ekki taka þátt í samkeppni og reglur um gjaldtöku opinberra fyr- irtækja gildi um þær. Þá er í frum- varpinu ekki gert ráð fyrir að nein starfsemi önnur en rekstur hafn- arinnar sjálfrar verði í þessum höfnum. Annað formið er hafnir með sjálfstjórn í eigu sveitarfélags, en það er í raun það form sem nú- gildandi hafnalög leyfa. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að séu slíkar hafnir ekki reknar í samkeppni gildi reglur um gjald- töku opinberra fyrirtækja, en séu þær í samkeppnisrekstri gildi ákvæði samkeppnislaga. Slíkar hafnir hafa sömu starfsheimildir og í dag samkvæmt frumvarpinu, en þar er átt við hafntengda atvinnu- aðstöðu og hafntengda þjónustu að hluta til. Stærri hafnarsjóðir geta valið um form Loks er í þriðja lagi gert ráð fyr- ir að stærri hafnarsjóðir landsins geti valið um núverandi form eða ákveðið að stofna sérstök félög, til dæmis hlutafélög, sem yfirtaka rekstur hafnarinnar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þær hafnir hafa rýmri starfsheimildir og geta rekið hafntengda atvinnuaðstöðu og hafntengda þjónustu án tak- markana. Í frumvarpinu eru settar stærðartakmarkanir á núverandi hafnir með sjálfsstjórn í eigu sveit- arfélaga um hvort þær geti fram- selt rekstur sinn til annars rekstr- arforms. Ekki er þannig heimilt að hafnir með sjálfstjórn framselji rekstur sinn til annars rekstrarforms nema einhver samkeppni sé til staðar, annaðhvort séu þær á samkeppn- issvæði eða taki þátt í samkeppni með einum eða öðrum hætti. Um gjaldtöku í þessu rekstrarformi gilda samkeppnislög. Jafnramt gerir frumvarpið ráð fyrir því að einkafyrirtæki geti rek- ið hafnir. Fram kemur að slíkar hafnir geti verið einkafyrirtækjum nauðsynlegar vegna annarrar starfsemi, svo sem olíudreifingar eða stóriðju. Einnig gæti einkafyr- irtæki haft hafnarekstur sem aðal- verkefni. Engar kröfur eru gerðar um stærð slíkra fyrirtækja í veltu talið og takmarkar frumvarpið ekki starfsheimildir slíkra hafna og samkeppnislög gilda einnig um verðlagningu á þjónustu þeirra. Þá kemur fram að almennt sé gert ráð fyrir að félög um rekstur hafnanna verði áfram í eigu sveit- arfélaga, en þó séu í frumvarpinu engar takmarkanir settar á sveit- arfélög um að þau geti síðar selt hlut sinn öðrum aðilum. Hins vegar er einungis hægt að yfirfæra stærri hafnarsjóði í eigu sveitarfélaga í sjálfstætt félagsform. Ríkissjóður greiðir alfarið frumrannsóknir Þá segir í frumvarpinu að taka skuli mið af hagrænu verðmæti hafnarmannvirkja í eignfærslu þeirra í efnahagsreikningi félags- ins. Með því sé átt við núvirðingu fjárstreymis hafnarinnar út frá gefnum forsendum um arðsemi og áhættu. Einungis sé gerð krafa um að verðmæti hafnarmannvirkja sé metið og þurfi að reikna frá fjár- streymi vegna taps eða hagnaðar af hafntengdri þjónustu eða hafn- tengdri atvinnuaðstöðu við þetta verðmætamat og meta það sér- staklega. Sömuleiðis ef landsvæði sem hefur sértækt verðmæti er framselt til félags skuli það metið á markaðsverði. Frumvarpið taki ekki fyrir að aðrar matsaðferðir séu einnig notaðar, en í öllum til- fellum skuli útkoma sannreynd með aðferðum hagræns mats. Einnig kemur fram í grein- argerð með frumvarpinu að sam- kvæmt því sé gert ráð fyrir að starfsemi hafna, sem séu starf- ræktar af félögum þar sem sveit- arfélög eigi meirihluta, takmarkist við rekstur hafnarinnar, hafn- tengda atvinnuaðstöðu og hafn- tengda þjónustu. „Markmið sveitarfélaga með hafnarekstri er takmarkaðra en markmið einkaaðila. Það sjónarmið kemur fram í frumvarpinu að slíkar hafnir haldi sig við þetta hlutverk á meðan þær eru í eigu opinberra að- ila. Engar takmarkanir eru á starfsheimildum hafna sem eru að minnihluta í eigu sveitarfélaga eða í eigu einkaaðila,“ segir síðan. Þá kemur fram að ákvæði nú- gildandi hafnalaga um að rík- issjóður greiði alfarið fyrir frum- rannsóknir á þessu sviði eru látin halda sér. Ríkissjóði er jafnframt heimilt að styrkja endurbyggingu, end- urbætur og lagfæringu á skjólgörð- um í höfnum þar sem erfiðar nátt- úrulegar aðstæður valda því að lítið skjól er fyrir úthafsöldu og dýpkun í innsiglingu þar sem reglulegrar viðhaldsdýpkunar er þörf á minnst fimm ára fresti. Greiðsluþátttaka ríkissjóðs hvað þetta snertir getur þó aldrei orðið hærri en sem nemur 75%. Má styrkja framkvæmdir á vegum lítils hafnarsjóðs Ríkissjóði er einnig heimilt að styrkja framkvæmdir á vegum lít- ils hafnarsjóðs þar sem verðmæti meðalafla síðastliðinna þriggja ára er undir 400 millj. kr. og skatt- tekjur sveitarfélagsins eru undir 150 milljónum kr. Ríkisstyrktar framkvæmdir skulu takmarkast við merkingu innsiglingar, dýpi, varnarmannvirki og viðlegu. Greiðsluþátttaka ríkissjóðs getur numið allt að 90% og er ákvörðuð hverju sinni í samgönguáætlun sem samþykkt er á Alþingi. Loks er ríkissjóði heimilt að styrkja stofndýpkanir á vegum hafnarsjóða innan skilgreinds byggðasvæðis samkvæmt ákvörð- un Eftirlitsstofnunar EFTA þar sem meðaltal vöruflutninga síðast- liðinna þriggja ára sem um höfnina fara er undir 100 þús. tonnum. Greiðsluþátttaka samkvæmt þess- um lið getur aldrei orðið hærri en 17% og nær til dýpkana sem fram- kvæmdar eru 2007 eða síðar. Samræmd gjaldskrá hafna aflögð og samkeppnislög gilda Frumvarp samgönguráðherra að nýjum hafnalögum Morgunblaðið/Sverrir sérstakar barnabætur til einstæðra foreldra. Í þessu samhengi er einnig athygl- isvert að skoða hvernig útgjöld vegna barnabóta hafa þróast hér á landi undanfarinn áratug. Þegar það er skoðað kemur í ljós að útgjöld vegna barnabóta hér hafa farið lækkandi í krónutölu frá árinu 1996, en þá er árið í ár undanskilið þegar útgjöldin aukast um rúmar 800 millj- ónir króna frá árinu 2000 í kjölfar lagabreytinga sem gerðar voru síð- astliðinn vetur og áður var drepið á. Samt sem áður ná útgjöld vegna barnabóta í ár ekki útgjöldunum eins og þau voru í krónutölu fyrir 10 árum síðan. Útgjöldin í ár eru rúmir 4,4 milljarðar kr. og hækka úr 3,6 millj- örðum kr. árið 2000 samkvæmt upp- lýsingum ríkiskattstjóraembættis- ins. Útgjöld vegna barnabóta voru hins vegar rúmir 4,8 milljarðar kr. árið 1991 eða 400 milljónum kr. hærri heldur en í ár. Framreiknað til meðalverðlags í ár, samkvæmt spá Seðlabankans, jafngildir sú upphæð til barnabóta rúmum 6,5 milljörðum króna eða rúmum tveimur milljörð- um kr. hærri upphæð en varið var til barnabóta í ár. Stærri hlutinn var ótekjutengdur Barnabótakerfið er ekki gamalt í því formi sem við þekkjum það hér á landi, en á þrátt fyrir ungan aldur nokkuð fjölskrúðugan feril að baki. Það var tekið upp samfara stað- greiðslukerfi skatta árið 1987 fyrir hálfum öðrum áratug. Framan af var það tvískipt. Annars vegar var um að ræða ótekjutengdar barnabætur vegna allra barna yngri en 16 ára og voru hærri bætur vegna barna yngri en 7 ára. Hins vegar var um að ræða tekjutengdan barnabótaauka sem bættist við hjá þeim sem voru undir tilteknum tekju- og eignamörkum. Á þessum tíma var stærri hluti bót- anna ótekjutengdur, eins og sést á því að af 4,8 milljarða kr. útgjöldum vegna þeirra á árinu 1991 voru 3,6 milljarða útgjöld vegna barnabót- anna og tæplega 1,2 milljarðar vegna barnabótaaukans. Bæturnar þá í krónutölu með hverju barni voru að lágmarki 25.204 kr. og 37.807 kr. með hverju barni umfram eitt. Til viðbótar komu síðan 25.204 kr. ef barnið var undir 7 ára aldri. Þá voru bætur með börnum einstæðra for- eldra að lágmarki 75.614 kr. án tillits til tekna. Barnabætur með einu barni undir sjö ára aldri voru þannig að lágmarki 50.404 kr. Framreiknað til meðalverðlags í ár jafngildir sú upphæð rúmlega 68.700 kr. Það er rúmlega tvöfalt hærri upphæð en nú er greitt í ótekjutengdar barnabæt- ur til barna yngri en sjö ára, en það eru 33.470 kr. eins og fyrr sagði. Á næstu árum var dregið úr út- gjöldum vegna barnabótanna, en á móti komu aukin framlög vegna barnabótaaukans. Þannig voru barnabætur að lágmarki 8.886 kr. með hverju barni undir 16 ára á árinu 1993 og 27.564 kr. með hverju barni umfram eitt. 28.917 kr. bætt- ust síðan við ef barn var undir sjö ára aldri. Bæturnar til barna undir sjö ára voru þannig 38.703 kr. að lág- marki á því ári, sem er nokkru hærri upphæð í krónutölu en greidd er í dag með börnum á þessum aldri. Barnabætur, þ.e.a.s. þær ótekju- tengdu, eru síðan lagðar niður á árinu 1998 og tekjutengdur barna- bótaauki tekur alfarið yfir undir nafninu barnabætur. Því var svo aft- ur breytt síðastliðinn vetur, eins og fyrr sagði, og ótekjutengdar bætur með börnum undir sjö ára aldri tekn- ar upp á nýjan leik. Það vantar þó mikið á að þessar ótekjutengdu bæt- ur nái þeim bótum sem greiddar voru vegna barna á fyrstu árum staðgreiðslukerfis skatta, eins og hér hefur verið rakið. Hins vegar voru ýmsar aðrar breytingar í þessum efnum einnig samþykktar síðastlið- inn vetur sem miða að því að draga úr tekjutengingu barnabótakerfis- ins. Þannig er eignaskerðing afnum- in og skerðingarhlutföll lækka í áföngum á næstu árum og er áætlað í frumvarpinu sem samþykkt var af þessu tilefni að þær breytingar sem það hafi í för með sér muni auka út- gjöld ríkissjóðs í það heila tekið um tvo milljarða króna þegar ákvæði þess eru að fullu komin til fram- kvæmda á árinu 2003, en útgjöld vegna barnabóta í ár eru rúmum 800 milljónum kr. hærri en á árinu 2000. hjjo@mbl.is gang að sjúkraskrám að uppfylltum nánar tilteknum skilyrðum sem nefndin gerir breytingatillögur um. Nefndin minnir á að aðgangur Tryggingastofnunar að heilsufars- upplýsingum byggist á greiðslu- þátttöku ríkisins í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Trygg- ingastofnun eigi auðvitað engan rétt til aðgangs í þeim tilvikum þeg- ar um er að ræða læknisverk og þjónustu sem ríkið tekur ekki þátt í að greiða. „Í fyrsta lagi setur nefndin það skilyrði að upplýsingar og aðgang- ur að sjúkraskrám verði aðeins veittur læknum og eftir atvikum tannlæknum stofnunarinnar. Frumvarpsgreinin uppfyllir þegar þetta skilyrði en samkvæmt henni skal einungis veita læknum stofn- unarinnar eða tannlæknum, þegar það á við, upplýsingar úr sjúkra- skrám. Sama gildir um skoðun á sjúkraskrám. Með þessu er tryggt að einungis læknar sem bera ríka þagnarskyldu samkvæmt lögum, sbr. 12. gr. laga um réttindi sjúk- linga og 15. gr. læknalaga, með- höndli þessar upplýsingar. Í öðru lagi setur nefndin það sem skilyrði að aðgangur verði aðeins veittur að þeim hluta sjúkraskrár sem reikningsgerð á hendur stofn- uninni byggist á. Ákvæðið eins og það er orðað í frumvarpinu gerir í raun ekki ráð fyrir víðtækari að- gangi, en nefndin telur engu síður ástæðu til að taka þetta skýrt fram og ber breytingartillaga nefnd- arinnar þess merki. Í þriðja lagi setur nefndin það skilyrði að læknum Trygg- ingastofnunar verði aðeins heimilt að skoða sjúkraskrá á þeim stað þar sem hún er varðveitt, sbr. 14. gr. laga um réttindi sjúklinga. Þetta er tekið skýrt fram í breytingatillögu nefndarinnar. Í fjórða lagi setur nefndin það sem skilyrði að við meðferð per- sónuupplýsinga sem Trygg- ingastofnun aflar með þessum hætti skuli þess gætt að uppfyllt séu skilyrði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og jafnframt að gætt skuli ákvæða laga um réttindi sjúklinga eftir því sem við á. Með framangreindri til- vísun til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga er heimild Tryggingastofnunar settar skýrar skorður.“ Vísað til tilmæla Evrópuráðsins Ákvæði 8. gr. frumvarpsins, með þeim breytingum sem nefndin legg- ur til í samræmi við framangreind skilyrði, setur að hennar mati skýr- an og traustan ramma utan um heimild Tryggingastofnunar rík- isins til aðgangs að upplýsingum úr sjúkraskrám og telur nefndin að með þeim hætti sé komið til móts við þá ólíku hagsmuni sem uppi eru. Segir í álitinu að þetta sé m.a. í samræmi við tilmæli Evrópuráðsins um vernd heilsufarsupplýsinga og að heimilt sé að miðla heilsufars- upplýsingum ef gert er ráð fyrir því í lögum og það er nauðsynleg ráð- stöfun í lýðræðisríki í nánar til- teknum tilgangi, m.a. vegna al- mannahagsmuna. „Ef litið er til þess aðgangs sem Tryggingastofnun hefur haft að upplýsingum úr sjúkraskrám á umliðnum árum og gerð var grein fyrir hér að framan felur ákvæðið, með þeim breytingum sem nefndin leggur til, í raun í sér skerðingu á heimildum stofnunarinnar til að- gangs að upplýsingum um heilsu- hagi manna, en tryggir að sama skapi betur hagsmuni og réttindi þeirra sem upplýsingarnar varða,“ segir ennfremur í nefndarálitinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.