Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VINÁTTAN er alltaf mikils virði, en samt aldrei jafnmikils virði eins og þegar við eigum enga vini. Þá vantar eitthvað í tilveruna, einhver sam- skipti sem gera lífið skemmtilegt. Og það merkilega við vináttuna er að hún á sér engin landamæri. Fólk af mis- munandi þjóðerni, sem tilheyrir ólík- um trúarbrögðum getur orðið vinir sem og menn og dýr. Bestu vinir er heitið á bók sem hef- ur að geyma kafla úr bókum þekktra barnabókahöfunda sem fjalla með einum eða öðrum hætti um vináttuna. Þetta eru sögur um margs konar vin- áttu, um bestu vini, það að eignast vin, um leynivini, um baldna vini, um það hvernig vinir verða óvinir og loks er kafli úr hinni heimsþekktu bók An- toine de Saint-Exupéry um Litla prinsinn, þar sem efnið er vináttan en í henni reyna Litli prinsinn og ref- urinn að blanda geði. Bókin er þýdd úr sænsku og segja má að hugmyndin að henni sé skemmtileg og veki lesendur á öllum aldri til umhugsunar um mannleg samskipti. Höfundarnir eru sumir vel þekktir hér á landi, eins og Sören Ol- son og Anders Jacobsson, Astrid Lindgren, Barbro Lindgren og de Saint-Exupéry, en bók hans um Litla prinsinn er fyrir löngu orðin sígilt listaverk. Nokkrir af þessum höfund- um eru meðal bestu barnabóka-höf- undum allra tíma og nægir þar að nefna Astrid Lindgren. Kosturinn við þessa sögukafla er, að þeir eru í senn broslegir og fullir af tilfinningum sem eðlilega fylgja vin- áttunni hvernig svo sem hún er til komin. Bestu vinir er skemmtileg bók sem full ástæða er til að mæla með. Vilborg Dagbjarts- dóttir kynnir þarna í einni bók marga góða og áhugaverða barnabóka- höfunda. Hún hefur lengstan hluta ævinnar lagt sig fram við að kynna börnum í skólum landsins og raunar öðrum börnum líka leyndardóma barnabókanna. Myndskreytingar í bókinni eru eftir tíu listamenn, en sögukaflarnir eru tólf talsins. BERT OG AÐDÁENDURNIR Eftir Sören Olsson og Anders Jacobsson. Íslensk þýðing Jón Daníelsson. Teikningar Sonja Härdin. 227 bls. Skjaldborg 2001. Bækurnar um Bert hafa verið mjög vinsælar meðal íslenskra barna á undanförnum áratug. Bert og aðdá- endurnir er sú þrettánda í röðinni og víst mun hún fá einhverja til að brosa út í bæði. Höfundarnir tveir, Sören Olsson og Anders Jacobsson, hafa lag á að segja sögu með óvenju skemmti- legum hætti. Þeir eru báðir hálffer- tugir og ef marka má upplýsingar á heimasíðu þeirra www.soren-and- ers.se kemur augljóslega fram að þeir eru miklir gárungar og stutt í glens og gaman hjá þeim. Í sögunum um Bert hafa þeir notað dagbókarformið, sem er á margan hátt hent- ugt til að ná fram hugs- unum Berts Ljungs, sem er þegar hér er komið sögu í síðasta bekk grunnskólans. Hugsanir hans snúast eins og verða vill dálítið mikið um hitt kynið, og að þessu sinni er hann talsvert upp- tekinn af kvenkyns aðdáendum sín- um, sem virðast bara vera talsvert margir þegar allt kemur til alls. Ungir piltar í tíunda bekk eru oft talsvert óöruggir með sig, af því að þeir vita ekki hvenær þeir hætta að vera börn og verða fullorðnir. Þessi óvissa getur verið nagandi og það á svo sannarlega við um Bert. Hugs- anir hans og heimsmynd koma skýrt fram í þessari bók. Hann veltir ótrú- legustu hlutum fyrir sér, meðal ann- ars því hvers vegna dagbók heiti dag- bók, af því að hann skrifi hana yfirleitt á nóttunni. Og svo eru hann og félagar hans í hljómsveit sem ber hið einfalda nafn ,,13 kýr og ein fata“ og þeir félagar vonast til að komast í hljómleikaferðalag, en þeim verður ekki að ósk sinni. Hljómsveitin held- ur hins vegar tónleika, sem ganga vel. Bert segir frá að þar hafi verið fullt af stelpum sem langaði til að kyssa tónlistarmennina. En því mið- ur voru þær bara 12 ára. Þannig læt- ur hann dæluna ganga og segir frá hversdagslegum og óvenjulegum at- vikum. Bert og aðdáendurnir er skemmti- leg bók. Höfundar hafa augljóslega meiri kímnigáfu heldur en gengur og gerist og þýðandinn, Jón Daníelsson, hefur greinilega gott lag á að ná því fram í textanum. Það er öruggt að margir eiga eftir að skemmta sér við lestur þessarar bókar. SVANUR ELSKAR SOFFÍU Eftir Sören Olsson og Anders Jacobsson. Íslensk þýðing Jón Daníelsson. 165 bls. Skjaldborg, Reykjavík, 2001. Önnur bók úr smiðju þeirra Sören Olsson og Anders Jacobssen er Svan- ur elskar Soffíu. Svanur er tíu ára en á sér samt vonir og þrár um vinkonu sína Soffíu. Hann finnur til einhvers sérkennilegs titrings í líkamanum á vorin. Hann veltir fyrir sér hvort allir finni fyrir slíku eða hvort það sé bara hann. Og Svanur verður alltaf ást- fanginn á vorin. Það er ekkert auðvelt að vera tíu ára og eiga tvö yngri og eitt eldra systkini. Litli bróðir, Hákon, sem er sjö ára býr yfir mikilli djörfung og hetjulund í anda teiknimyndanna og svo virðist sem hann geri ekki alveg skýran greinarmun á þeim og raun- veruleikanum. En Svanur er engin hetja. Eða að minnsta kosti heldur hann það. Hann þarf að þola stríðni og hrekki skólafélaga, sem núna hef- ur fengið hið virðulega fræðiheiti ein- elti. Og fram kemur í sögunni að styrkur hvers og ein byggist á hug- arfari og vilja til að standa upp í hárinu á hinum, því að þetta eru allt litlir strákar, jafnvel þótt þeir viðhafi stór orð yfir hópinn. Fjölskyldulífið er líflegt. Snemma í sögunni fær Hákon hlaupabólu að því er talið er og það setur allt heimilið á annan endann, því að allir eru sótt- hræddir og óttast að tilvera sín fari úr skorðum ef þeir leggist í rúmið. Og margt skemmtilegt kemur fyrir og dæmi um kímnigáfu höfunda er eft- irfarandi tilvitnun: ,,Mamma og pabbi eiga brúðkaupsafmæli í dag. Þau halda alltaf upp á brúðkaupsaf- mælið með því að fara út að borða á fínu veitingahúsi. Lengi vel fóru þau alltaf þangað sem pabbi bað mömmu um að giftast sér. En á endanum varð mamma leið á að halda upp á brúð- kaupsafmælið sitt fyrir utan pylsu- vagn.“ Og önnur lýsing: ,,Á mömmumáli fara útskýringar þannig fram að hún lyftir Hákoni upp á hárinu og lætur fæturna dingla smástund.“ Svo segir hún honum með sínum hætti það sem segja þarf. Lýsing á diskótekinu í skólanum. ,,Þar þurfa alltaf einhverjir fullorðnir að vera viðstaddir. Því miður eru hin- ir fullorðnu í kvöld með stóran líkama en lítinn heila. Að minnsta kosti einn. Rúdolf Helgi Andersson (pabbi Svans) er algjörlega misheppnaður frá náttúrunnar hendi.“ Þetta er leiftrandi skemmtileg saga, full af kímni og skemmtilegum tilsvörum. Og skemmtilegum þönk- um söguhetjunnar Svans. Þessu skil- ar þýðing Jóns Daníelssonar prýði- lega. BÆKUR Barnabækur Margir höfundar. Íslensk þýðing Vilborg Dagbjartsdóttir. Myndskreytingar ýmsir listamenn. Skjaldborg 2001. 129 bls. BESTU VINIR Sigurður Helgason Um vináttu, ást og aðdáun ÞAÐ sem er sérstaklega eftirtekt- arvert við þessa bók er hversu fal- legar myndinar eru. Um leið og mað- ur flettir bókinni hlýnar manni um hjartarætur við að sjá litla apann Núma og félaga hans í frumskógin- um. Þetta eru vatnslitaðar blýants- teikningar með skemmtilega hring- laga og mjúkum línun og ljúfum og smekklegum litum. Nostrað er við skemmtilegustu smáatriði sem enn lífga myndirnar við og fígúrurnar eru yndislegar. Þannig er að Númi er lítill api sem fer einn síns liðs að veiða. Við ána bíða Núma margvíslegar hættur, grimm dýr og hættulegir staðir sem pabbi hans var þegar búinn að vara hann við. Það eru ekki bara teikningarnar sem eiga eftir að heilla unga lesendur sem taka þessa bók upp úr jólapakk- anum sínum. Sagan er einföld og fjallar um það sem bíður allra barna, stóra skrefið í áttina að verða stór, að fara einn út í veröldina, án mömmu og pabba. Hvort sem það er til að sofa heima hjá frænku eða fara einn út í búð. Og einsog pabbi hans Núma, vara foreldrar litlu krílin sín við öllum hættunum, já, maður verður að passa sig. Þetta er gangur lífsins og hann er alltaf spennandi fyrir misstór hjörtu sem slá í litlum barnsbrjóstum. Boðskapur bókarinnar er fallegur og jákvæður. Númi er tortrygginn í garð allra dýranna, þau eru öðruvísi en hann, og hljóta því að vera hættu- leg einsog pabbi hans sagði. Þetta eru vissulega „innpökkuð“ skilaboð á móti kynþáttahatri og fordómum gagnvart þeim sem eru á einhvern hátt öðruvísi en við sjálf. Maður á að vera opinn fyrir fólki því sönn vinátta leynist bakvið næsta horn, opinn fyrir ævintýrunum og fegurðinni sem lífið býður upp á. Það er nú varla til fallegra veganesti fyrir litlar sálir. Einn og lít- ill í frum- skóginum BÆKUR Barnabók Eftir Quentin Greban. Bjartur 2001. 24 bls. NÚMI Hildur Loftsdóttir ÞETTA eru stuttir frásöguþættir frá liðinni öld, mest frá síðari hluta aldarinnar, en einnig nokkuð frá fjórða og fimmta áratugnum. Höf- undur man eftir tilkomu útvarpsins, en hann kveðst hafa verið sex ára þegar það tók til starfa. Útvarpið hafði hvarvetna mikil áhrif, en mest í strjálbýli þar sem samgöngur voru erfiðar. Landslag og veðrátta við Djúp ollu því að ferðalög og vöru- flutningar voru þar með því torveld- ara sem þá gekk og gerðist á landi hér. Guðvarður lýsir t.d. mjólkur- flutningum eftir að mjólkursala hófst. Fyrst þurfti að flytja mjólkina til sjáv- ar, mislanga leið, þaðan sem hún var svo flutt sjóleiðis í kaupstaðinn. Í bók þessari gefur og að líta fáein- ar nútímadraugasögur. Jón Árnason bað menn að trúa ekki sögum þeim sem hann safnaði. Kynslóð Guðvarðar ólst upp við þjóðsagnalestur og munnlega frásagnarlist. Þótt mjög væri tekið að draga úr draugatrú á uppvaxtarárum hans kunni margur að segja frá reynslu sinni af dularfull- um fyrirbærum. Myrkfælni var líka algeng, einkum meðal barna og ung- linga. Guðvarður fór ekki varhluta af henni. Sjálfur varð hann fyrir óvænt- um aðsóknum. En hann og sveitungar hans leituðu jafnan skýringa á því sem fyrir augu og eyru bar. Og skýr- ingarnar voru oftast nærhendis. Ekki þurfti annað en skuggann af saklaus- um heimalningi eða geisla frá tungli sem stafaði niður um smágat á fjár- húsþaki til að skelfa þann sem fyrir varð – þar til skýringin var fundin. En »stundum gerðust atvik sem engin skýring fannst á«, eins og Guðvarður kemst að orði. Þar með fylgir frásögn af einu slíku. Lífsbaráttan var þarna hörð eins og víðar og aðstoð við þá, sem á þurftu að halda, var hvergi að hafa nema segja sig til sveitar. En að leggjast á framfæri sveitarfélagsins taldist vera – og var – neyðarúrræði. Því var almennt trúað að sveitar- ómagar væru aumingjar sem nenntu ekki að sjá fyrir sér. Guðvarður segir frá sveitarstólpa sem var á annarri skoðun. Sá leitaðist við að aðstoða menn til að koma undir sig fótunum. Og það tókst svo vel að jafnskjótt sem fór að rætast úr fyrir þeim áttu sumir þeirra eftir að efnast og geta af sér af- komendur sem urðu aflamenn og há- tekjufólk. Viðleitni þessi gekk þó hvergi þrautalaust því önnur sveitar- félög, þar sem menn þessir reyndu að koma sér fyrir, áttu til að senda fjöl- skyldurnar snarlega til baka, snúa þeim aftur heim á sveit sína en til þess höfðu þau fulla heimild lögum og venju samkvæmt. Þættir Guðvarðar geta vissulega flokkast undir þjóðleg fræði. En þetta er ekki hefðbundin fræðimennska. Þar sem fræðimenn skrifa tíðast um karla og konur, sem voru á einhvern hátt öðruvísi en fjöldinn, og atburði sem skiptu sköpum fyrir einstaklinga og fjölskyldur, heldur Guðvarður sig við daglega lífið og blandar þá saman eigin endurminningum og fróðleik sem hann hefur þegið frá öðrum. Les- andinn verður því margs vísari um hversdagslífið eins og því var lifað í vestfirskri sveit fyrir og eftir miðja síðustu öld. En lífið gekk þarna eftir föstum skorðum, húsfreyjan réð inni, bóndinn utanhúss, þannig hafði það verið frá ómunatíð, og minnist höf- undur þess ekki að þeirra hluta vegna hafi verið þarna »um neina stjórn- sýsluárekstra að ræða«. En þrátt fyrir skorður og hefð var lífið í vestfirskri sveit síður en svo við- burðasnautt. Alltaf var eitthvað að gerast. Pólitíkin snart dýpstu rætur tilfinningalífsins. Guðvarður lýsir því vel hvernig togstreita pólitískra and- stæðinga gat bitnað á þeim er síst skyldi. Fólk úr fjarlægum landshlut- um, sem sumt hvað kom aðvífandi með óleyst vandamál sín á herðunum, gat ennfremur raskað ró daganna. Guðvarður segir minnisstæðar sögur af því. Bættum samgöngum fylgdu ýmiss konar þægindi en einnig at- gangur og spenna. Margar myndir eru í bókinni, vafa- laust teknar á kassavélarnar gömlu, þar með taldar nokkrar hópmyndir sem njóta sín ekki til fulls, þótt skýrar séu, vegna smæðar. Sé rýnt í þær má þó vel sjá hvernig vestfirskt sveita- fólk gekk til fara á sögutímanum, jafnt hversdags sem við hátíðlegri tækifæri. Daglega lífið fyrir vestan BÆKUR Frásöguþættir Eftir Guðvarð Jónsson frá Rauðamýri. 159 bls. Vestfirska forlagið. Prentun: Oddi hf. Hrafnseyri, 2001. ÞEIR VORU SVONA Í DJÚPINU Erlendur Jónsson SÖGURNAR um Bangsímon, Winnie the Pooh á frummálinu ensku, komu fyrst út hinn 14. októ- ber árið 1926 og hafa svo sannar- lega náð að fanga hug og hjörtu stórra sem smárra frá því þau litu fyrst dagsins ljós fyrir 75 árum. Höfundurinn, A.A. Milne, byggði persónurnar að hluta á nokkrum tuskudýrum sonar síns Róberts. Bangsinn sjálfur átti hins vegar fyr- irmynd sína í birni einum í dýra- garði Lundúna, sem fluttur hafði verið frá Winnipeg í Kanada árið 1919. Lifði hann til ársins 1934 og var í miklu uppáhaldi hjá Róberti litla Milne. Nafn bjarnarins var Winnipeg, eftir heimabæ gefandans, síðar stytt í Winnie. Pooh þýðir uss eða svei á ensku og var upphaflega heiti á svani nokkrum sem hélt til á tjörn í ná- grenni við heimili fjöl- skyldunnar í Sussex. Fyrstu sögunum af Bangsímon og vinum hans fylgdu teikningar eftir E.H. Shepard og náði hvort tveggja tök- um á ímyndunarafli barna og fullorðinna þegar í stað. Sá Bangsímon sem þar blasti við les- endum er hins vegar um margt frá- brugðinn þeim hinum sama buxna- lausa bangsa og nú ber fyrir augu nánast hvert sem litið er, enda við- urkenndu forráðamenn Disney árið 1993 að eina ævintýrapersóna fyr- irtækisins vinsælli en Bangsímon væri Mikki mús. Börn Walts Disney höfðu líkt og önnur mikið dálæti á ævintýrum bangsa og vina hans og svo fór að Disney keypti kvikmyndarétt- inn að sögunum árið 1961 og lét gera eftir þeim þrjár stuttmynd- ir. Bangsímon og hun- angstréð var frumsýnd árið 1966, Bangsímon og rokið árið 1968 og Bangsímon og Tígur árið 1974. Þessar myndir voru felldar saman í eina kvikmynd í fullri lengd árið 1977, Ævintýri Bangsímons, og árið 1983 var kvik- myndinni Bangsímon og afmælis- dagur Eyrnaslapa bætt í hópinn. Bókin um Bangsímon og vini hans sem Vaka-Helgafell hefur gefið út nefnist Ævintýri Bangsímons og er með fyrrgreindu Disney-sniði. Hún geymir sögurnar um hunangstréð, rokið, Tígur (nú Tumi tígur) og af- mælisdag Eyrnaslapa, sem fyrr er vikið að. Sögurnar fjórar eru skrif- aðar og teiknaðar af mismunandi höfundum en eiga allar sammerkt að vera ágætlega íslenskaðar, hug- ljúfar og skemmtilegar, sem og góð og kærkomin viðbót við sjónvarps- og myndbandsútgáfuna af Bangsím- on og skemmtilegu vinum hans. Kannski hefði ekki sakað að setja nafn A.A. Milne á kápu bókarinnar undir yfirlýsingunni um „sígildar perlur úr ævintýrasjóði Disney“, en á móti kemur hins vegar ítarlegur formáli um tilurð Bangsímons og Milne-fjölskylduna. Hinn upprunalegi Bangsímon (til skamms tíma bitbein breskra og bandarískra stjórnvalda) er til sýnis ásamt fleiri tuskudýrum Róberts Milne í Barnaherberginu á bóka- safni New York borgar og koma þúsundir barna og fullorðinna í heimsókn árlega til þess að sjá hvernig hann lítur út. Heimasíða: www.nypl.org/branch/ kids/pooh/winnie.html. Helga Kr. Einarsdóttir Sígild ævintýri Bangsímons BÆKUR Börn á öllum aldri Byggt á sögu A.A. Milne um Winnie the Pooh. Teikningar, ýmsir. Íslensk þýðing: Sigrún Árnadóttir. 192 síður. Vaka- Helgafell 2001. ÆVINTÝRI BANGSÍMONS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.