Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 33 benda þær heimildir sem hún notar í bók sinni engu að síður til þess að konur, sem þjóðfélags- hópur, hafi orðið illa fyrir barðinu á forræðishyggu og tvöfaldri siðferðiskennd íslenskra karla á þess- um tíma og að yfirvöld (í flestum tilfellum karl- menn) hafi leynt og ljóst notað yfirburðastöðu sína til þess að koma í veg fyrir að konu nytu sjálfræðis til jafns við karlmenn eða jafnvel sannmælis fyrir það hlutskipti sem þær völdu sér – ef það sam- ræmdist ekki opinberum viðhorfum. Það gat því haft afar afdrifaríkar afleiðingar fyrir konu að brjóta í bága við almenningsálitið á þessum tíma, sem mótað var af öfgakenndum fullyrðingum um spillingu og undirlægjuhátt allra þeirra kvenna sem áttu samneyti við erlenda menn eða sýndu til- burði í þá átt að hafna hefðbundnum og viðkennd- um kvenhlutverkum þar sem vinnuframlag kven- fólks var lítils eða einskis metið. „Ástandið“: nýir valkostir fyrir konur Eins og nafn bókarinn- ar, „Úr fjötrum“ bend- ir til, færir Herdís góð rök fyrir því að her- námið hafi í rauninni fært íslenskum konum langþráð sjálfræði. Með hernámsliðinu komu ný atvinnutækifæri, ekki aðeins fyrir karla heldur einnig fyrir konur. Í fyrsta sinn stóðu konur frammi fyrir ýmsum valkostum, jafnvel þó þeir hafi stundum verið dýru verði keyptir, ef höfð var hliðsjón af almenningsálitinu. Með þessu sjálfs- ákvörðunarvaldi og þeirri athygli sem þúsundir hermanna veittu kvenfólkinu, var grafið undan sjálfstrausti og valdi íslenskra karla, vegið að sjálfsmynd þeirra á máta sem fæstir þeirra gátu sætt sig við. Viðbrögð ráðamanna þjóðarinnar voru með ólíkindum frá sjónarhóli okkar í dag, opinbert eft- irlit með kvenfólki á öllum aldri varð svo strangt að tæpast er hægt að kalla það annað en vald- níðslu, boð og bönn voru gefin út um flest það er varðaði eðlileg samskipti við svo fjölmennt setulið. Svo langt gekk þetta athæfi að stofnuð var sérstök „ástandsnefnd“ sem samdi fyrstu drög að lögum sem miðuðust við að hindra samgang íslenskra kvenna og hermanna. Settur var á laggirnar ung- mennadómur og komið á fót vinnuhæli (sem í raun fól í sér e.k. refsivist) á Kleppjárnsreykjum fyrir stúlkur sem ástæða þótti til að hafa afskipti af fyr- ir óæskilega hegðun. Þess má geta að þó lögin hafi í endanlegri gerð átt að eiga bæði við drengi og stúlkur, var þeim einungis beitt gegn kvenfólki, svo vitað sé. Þótt ýmsir hafi á sínum tíma orðið til þess að beita sér gegn þessum yfirgangi, sem einkum beindist gegn efnalitlum stúlkum sem áttu í engin hús að venda, eru aðgerðirnar samt sem áður lýs- andi fyrir tíðaranda sem einkenndist af fáfræði, öryggisleysi og ótta við framandi áhrif á þjóðlífið. Samskiptin við varnarliðið Þetta tímabil í sögu ís- lenskra kvenna virðist að sönnu ótrúlegt. En þrátt fyrir það er víst að langt fram á okkar daga hafa ríkt fordómar í garð íslenskra kvenna sem áttu náin kynni við her- menn, ekki síst ef þeir tilheyrðu varnarliðinu í Keflavík. Viðbrögð íslensks samfélags voru harka- leg gagnvart samneyti við hermenn á hernáms- árunum, og óhætt að segja að svipuð viðhorf hafi ríkt á fyrstu árum veru varnarliðsins. Í nýútkominni bók Vals Ingimundarsonar, „Uppgjör við umheiminn, íslensk þjóðernis- hyggja, vestrænt samstarf og landhelgisdeilan“, er nokkuð fjallað um það sem hann kallar heið- ursmannasamkomulag íslenskra stjórnvalda við bandarísk yfirvöld, sem miðaði að því að koma í veg fyrir að blökkumenn væru í varnarliðinu. Í kafla sem Valur nefnir, „Íslensk „kvenhelgi“ og kynþáttahyggja“, rekur hann hvernig „ástand- shugmyndir“ stríðsáranna lifðu enn góðu lífi á sjötta og sjöunda áratugnum, m.a. í táknrænu myndmáli þar sem þjóðernið er kvengert í fjall- konunni og saurgun hennar. Líta má á þá tákn- rænu yfirfærslu sem beina vísun í „ástandið“ og þau neikvæðu viðhorf sem þar birtust. Eins og Valur bendir á höfðu hernámsandstæðingar „áhyggjur af því að þjóðin væri að „missa íslensk- ar konur úr landi“,“ og þau rök sem færð voru fyr- ir því að vernda bæri íslenskar konur voru ákaf- lega „karllæg“ eins hann orðar það. Það er hins vegar athyglisvert að þeir, sem héldu fram slíkum hugmyndum, þegar hér var komið sögu, voru flestir herstöðvarandstæðingar og helstu talsmenn þeirra, sem flestir fylgdu Sósí- alistaflokknum og síðar Alþýðubandalaginu að málum. Þetta gekk svo langt að á framboðsfundi í kjördæmi utan Reykjavíkur á sjötta áratugnum veittist frambjóðandi Sósíalistaflokksins að fram- bjóðanda annars flokks á þeirri forsendu, að hann væri kvæntur bandarískri konu og kallaði hana ill- um nöfnum. Allt frá því að umræðan um „ástandið“ hófst á stríðsárunum var ljóst að hún litaðist af viðhorfum sem ekki gerðu ráð fyrir sjálfstæðum vilja ís- lenskra kvenna til að velja sjálfar hlutskipti sitt. Þær voru í besta falli álitnar brjóstumkennanlegir leiksoppar óprúttinna hermanna en í versta falli siðspilltir fulltrúar hins „veika“ kyns. Eftir komu varnarliðsins 1951 voru þessar röksemdir notaðar um skeið af hálfu þeirra, sem börðust gegn varn- arsamningnum. Valur heldur því fram að í viðhorfum Íslendinga til íslenskra kvenna sem gengu að eiga Banda- ríkjamenn eftir stríðið, á árunum 1946–1960, hafi mátt „finna sömu afstöðu og viðtekin var á stríðs- árunum, þegar mönnum þótti „vegið að“ íslensku þjóðerni og þjóð með blóðblöndun við erlenda her- menn“. Þjóðernishyggjan og forsjárhyggja ís- lenskra karlmanna gagnvart íslensku kvenfólki rann þarna saman í einn farveg þar sem fram- andleiki hins erlenda var óæskilegur andspænis kunnuglegum innlendum gildum. Sá aukni fram- andleiki sem fylgdi erlendum blökkumönnum í af- ar einsleitu íslensku samfélagi birtist því sem enn meiri ógn við íslenskt þjóðerni og þjóðarvitund. Þetta virðast yfirvöld hafa skynjað og því neytt allra ráða til að forðast hugsanlega árekstra og þá athygli sem vera þeirra hér í varnarliðinu kynni að valda. Fyrstu ár varnarliðsins hér kom til margvís- legra árekstra á milli þess og Íslendinga. Smátt og smátt skapaðist samstaða um það meðal íslenskra ráðamanna að takmarka mjög frelsi þeirra til að vera á ferð utan varnarsvæðisins. Markmiðið með því var að skapa sem mestan frið um dvöl þess hér og það tókst að verulegu leyti. Fyrir rúmum tveimur áratugum var gerð tilraun með að slaka á þessum reglum, þeirri tilraun var illa tekið og horfið var frá henni. Sú tilraun var gerð í tíð síðari vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar. Á síðari ár- um eru þó allar forsendur breyttar, í ljósi þess að hingað koma nú í dag tugir þúsunda ferðamanna, m.a. frá Bandaríkjunum, á hverju ári og varnar- liðsmenn utan vallar falla mun betur inn í hina al- mennu ferðamannaflóru og minni ástæða er til að takmarka ferðafrelsi þeirra. Viðhorf fortíðar á forsendum nútíðar Sú gagnrýna umræða sem nú hefur verið í ís- lensku samfélagi um umrætt „heiðurs- mannasamkomulag“ varðandi blökkumenn í varnarliðinu er tvímælalaust merki um mikilvæga hugarfarsbreytingu. Hún ber vott um vilja sam- tímans til að líta kynþáttafordóma þeim alvarlegu augum sem vera ber og uppræta þá. Það sama má segja um þá upprifjun á fordómum sem hér hefur verið reifuð varðandi braggabúa og „ástandið“. Þó eru í þessum umræðum sérkennilegar and- stæður. Enginn vafi leikur á því, að tilraun til að koma í veg fyrir eða takmarka fjölda blökku- manna í varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli átti sér ekki fyrst og fremst rætur í kynþáttafordómum heldur í viðleitni ráðamanna á Íslandi til að útiloka alla hugsanlega þætti í samskiptum Íslendinga og varnarliðsins, sem leitt gætu til árekstra. Á þess- um sömu árum fylgdust landsmenn með réttinda- baráttu blökkumanna í Bandaríkjunum og sjálf- stæðisbaráttu nýlenduþjóðanna í Afríku og fór ekki á milli mála hver afstaða landsmanna var. Ís- lendingar fordæmdu almennt kynþáttafordóma í öðrum löndum. Þótt talað væri um það manna á meðal að reynt væri að takmarka fjölda blökku- manna í varnarliðinu var það ekki á almannavit- orði og aldrei staðfest opinberlega á þeim tíma. Hins vegar var vitneskja um þessa viðleitni nægi- lega útbreidd í Bandaríkjunum til þess að George Wallace, ríkisstjóri í Alabama, sagði við blaða- mann Morgunblaðsins, sem heimsótti hann sum- arið 1967: Þið viljið ekki blökkumenn á Íslandi og fór velþóknun hans ekki fram hjá neinum. Nú á tímum, þegar fólk hefur tilhneigingu til þess að býsnast yfir þessum liðna tíma, er hægt að færa rök að því að meiri hætta sé á því að kyn- þáttafordómar breiðist út á Íslandi en var á þeim tíma, sem hér er til umræðu. Öll eru þessi mál nátengd innbyrðis og lúta að þeim ótrúlegu umskiptum sem urðu hér á landi á síðari hluta tuttugustu aldar, þar sem stríðið markaði upphaf mestu umbrotatíma síðari tíma á Íslandi. Í kjölfarið viku gömul gildi og aldagamlir lífshættir fyrir nútímalegum viðhorfum, fjöl- breytni í atvinnulífi og samsömun við önnur vest- ræn ríki í efnahagslegum, félagslegum og hug- myndafræðilegum skilningi. Að sjálfsögðu gengu þessi umskipti ekki átakalaust fyrir sig, þó okkur sem búum við betri menntun, meiri upplýsingu og víðari sýn á umheiminn en gengnar kynslóðir, reynist auðvelt að benda á hvað fór úrskeiðis í dómgreind manna fyrir hálfri öld. Umræðan sem slík er afar mikilvæg og ómet- anleg fyrir mótun sjálfsmyndar okkar í dag. Sögu- rýni nútímans byggist að nokkru á viðleitni til að skoða fortíðina út frá jaðrinum frekar en frá miðju hefðarinnar. Ný sjónarmið koma því stöðugt fram, sjónarmið sem óhjákvæmilega varpa afhjúpandi ljósi á fortíð okkar. Ef hægt er að nota þau nýju sjónarmið til að kenna okkur eitthvað um sjálf okkur og samtímann er það mikils virði. Mun meira virði en ef umræðan verður einungis tilefni til áfellisdóma um fólk sem tilheyrði öðrum veru- leika en við sjálf. Mistök fortíðar verða aldrei leið- rétt, við getum einungis komið í veg fyrir að þau endurtaki sig. En tekst okkur það? Morgunblaðið/RAX Tjaldur á flugi. Sögurýni nútímans byggist að nokkru á viðleitni til að skoða fortíðina út frá jaðr- inum frekar en frá miðju hefðarinnar. Ný sjónarmið koma því stöðugt fram, sjónarmið sem óhjá- kvæmilega varpa af- hjúpandi ljósi á for- tíð okkar. Ef hægt er að nota þau nýju sjónarmið til að kenna okkur eitt- hvað um sjálf okkur og samtímann er það mikils virði. Laugardagur 22. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.