Morgunblaðið - 30.12.2001, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 30.12.2001, Qupperneq 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 39 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Starfsfólk Eignamiðlunarinnar. eru  Hreinsivörur  Andlitsvörur  Unglingavörur  Líkamsvörur Óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs með von um að þetta nýja ár megi vera ár nýrra tækifæra fyrir alla landsmenn. Noëlle og Karin Herzog RAÐGREIÐSLUR Áramótaútsala Í dag, sunnudaginn 30. desember kl. 13-19 Allt að 40% afsláttur ef greitt er með korti 5% aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu Sími 861 4883 á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel, Reykjavík, Verðdæmi Stærð Verð áður Nú staðgr. Pakistönsk 60X90 cm 9.800 6.800 Pakistönsk ca 90x150 cm 29.800 18.700 Rauður Afghan ca 200X260 cm 90.000 64.100 og margar fleiri gerðir www.valholl.is Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í dag og á morgun í s. 899 9271 Fjárfestar - þurfið þið að fjárfesta fyrir áramót? Erum með mjög vandaðar og góðar eignir, vel staðsettar. Allt að 10 ára leigusamningar með traustum leigutökum. Á eftirfarandi verði: 15, 30, 50, 100 milljónir. Gleðilegt ár! hópsins, Tony, sem var brunaliðsmað- ur frá Brooklyn, spurði hvort ég væri á leiðinni á svæðið og ég jánkaði því. Spurði hann þá hvort ég vildi ekki slást í hópinn með þeim, sem ég og gerði,“ segir Gunnlaugur. Hópurinn sem Gunnlaugur til- heyrði var undir stjórn brunaliðs New York borgar og voru þeir komn- ir niður á Ground Zero um hádegið á föstudaginn. Biðu þeir þar til George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, færi af svæðinu en á meðan lá björgunar- starfið að mestu leyti niðri. „Þegar okkur var hleypt inn á svæðið leit það út eins og atóm- sprengja hafði sprungið þarna. Algjör eyðilegging blasti við, snúnir málm- bitar lágu eins og hráviði út um allt og grindur turnanna stóðu upp úr eins og dómkirkjur. Brunaliðs- og lög- reglumenn klifruðu út um allt í rúst- unum og langar raðir manna teygðu sig yfir hóla og dali eyðileggingarinn- ar. Leitarhundar þefuðu eftir fólki sem gæti verið á lífi undir rústunum og fyrir ofan blakti bandaríski fáninn hvert sem litið var,“ lýsir Gunnlaugur og segir að reykur og geysileg nálykt hafi legið yfir öllu svæðinu. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en nokkrum dögum síðar að í rykinu sem lá yfir öllu voru líkamsleifar fólksins sem dó. Fall turnanna, sem voru yfir hundrað hæðir, myndaði svo mikinn hita og þrýsting að allt innan þeirra fuðraði upp og er það ástæðan þess að líkamsleifar svo fárra hafa fundist,“ segir Gunnlaugur. „Strax og við komum á Ground Zero var okkur skipað í svokallað „bucket brigade“ þar sem langar rað- ir brunaliðs- og lögreglumanna hand- lönguðu fötur sín á milli. Fullar fötur gengu frá einum til annars niður röð- ina til að verða tæmdar og tómar föt- ur fóru upp. Ef eitthvað vantaði, rafal, ljós, vélsög, vatn, líkpoka eða hvað- eina, þá fór það í fötu upp röðina þar sem verið var að grafa.“ Gunnlaugur stóð í slíkri röð þegar fyrsti líkpokinn kom en pokinn var svo þungur að margir sterkir menn áttu í mesta basli við að halda á honum. „Þegar kom að mér að selflytja líkpokann fór ég ósjálfrátt með bæn en fleiri pokar komu brátt á eftir, sumir aðeins með líkamsparta innbyrðis enda voru þeir margir hálftómir.“ Mikil óreiða var á svæðinu og það vantaði sífellt margvísleg tæki og tól til að halda áfram björgunarstarfinu þegar leið á nóttina. Eina leiðin til að fá það sem skorti var að kalla það nið- ur röðina og lenti Gunnlaugur í því hlutverki. „Ég var með öndunar- grímu til að sía eiturefnin í loftinu en varð að taka hana af mér til að hrópa beiðnir sem svo voru endurteknar niður röðina. Lyktin sem ég fann í hvert sinn er mér ógleymanleg,“ segir Gunnlaugur. Sumir björgunarmenn höfðu unnið látlaust svo dögum skipti og verið var að skipta þeim út fyrir óþreytta. Eftir nokkra tíma var Gunnlaugur kominn á endann á röðinni þar sem verið var að leita að fólki. „Þar sem leitar- hundarnir fundu lykt, þar var farið að grafa“, segir hann. Brunaliðsmenn grófu svo klukkustundum skipti niður í þrengstu gjótur með litlum skóflum við ólýsanlegar aðstæður til að finna hugsanlega fólk á lífi. „Oft kom skip- un um að hafa algjörlega hljótt til að heyra í þeim sem voru kannski grafn- ir fyrir neðan en ekkert heyrðist. Að- eins fleiri líkpokar fóru niður röðina,“ segir Gunnlaugur. Vonina þraut eftir miðnætti „Á svæðinu var mikil eftirvænting umað finna fólk á lífi í rústunum en augljóslega var þetta síðasta stóra at- rennan enda hafði enginn fundist síð- an á miðvikudegi, tveimur sólarhring- um áður. Björgunarmennirnir voru þó ekki tilbúnir að gefa upp vonina al- veg strax þó að hún hafi farið fljótt dvínandi þegar leið á kvöldið.“ Gunn- laugur vann í rústunum fram yfir miðnætti og ætlaði hópurinn að vera þarna um nóttina en um eittleytið var hringt viðvörunarbjöllum og öllum sagt að yfirgefa svæðið. „Áhyggjur voru um að nálæg bygging myndi hrynja á okkur og því vorum við kall- aðir til baka,“ segir Gunnlaugur. Eftir nokkra bið sagði brunaliðs- maðurinn Tony, yfirmaður hópsins, uppgefinn eftir að hafa unnið í nær fjóra sólarhringa, að hann vildi ekki fara aftur inn á svæðið. „Hann sagði það sem við vorum allir að hugsa, að það væri enginn lengur á lífi undir rústunum. Nokkrir brunaliðsmenn héldu þó áfram að grafa eftir að þeim var aftur hleypt inn á svæðið en að lokum gáfust þeir einnig upp þótt sumir þeirra neituðu að gefast upp í marga daga enda vinir þeirra grafnir í rústunum,“ segir Gunnlaugur. Talið er að nær allir sem voru í turnunum hafi látist samstundis og enginn fannst á lífi meira en sólarhring eftir að þeir féllu. Aðspurður segist Gunnlaugur sjá þessa daga í huga sér líkt og atburð- irnir hefðu átt sér stað í gær, og hann geti ávallt fundið lyktina sem var á rústasvæðinu. „Mér finnst ég einnig hafa breyst á einhvern hátt en ég veit ekki enn hvernig. Þetta var svo mikil lífsreynsla að ég er enn að ganga í gegnum hana,“ segir hann. Gunn- laugur segir að lífið í New York gangi nú að mestu sinn vanagang. Rústa- svæðið sé afgirt og einangrað frá borginni. Nokkrir íbúar hafa flutt burt enda er viss ótti um að eitthvað svipað gæti gerst aftur. „Ég vil taka fram að ég tel mig alls ekki einstakan í mínum verkum enda vorum við fjölmargir í þeirri baráttu sem fór fram dögum saman eftir að turnarnir miklu féllu. Þrátt fyrir til- raunir okkar að bjarga fólki úr rúst- unum náðum við aðeins að draga út líkin. Án efa á þessi lífsreynsla, á þessum helga reit þar sem þúsundir saklausra einstaklinga létust, eftir að marka djúp spor í sál minni og margra annarra um ókomna tíð,“ seg- ir Gunnlaugur að síðustu. ’ Allir vildu allt fyrir alla gera og borgin minnti fremur á vinalegan smábæ en hina grimmu New York. ‘ KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16. Alltaf á þriðjudögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.