Morgunblaðið - 30.12.2001, Síða 54

Morgunblaðið - 30.12.2001, Síða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR horft er eingöngu á þær kvikmyndir sem frum- sýndar eru á leigumyndbandi hér á landi verður að segj- ast alveg eins og er að ekki er um ýkja auðugan garð að gresja. Bróðurparturinn af því efni sem kemur okkur fyrir sjónir fyrst á myndbandi er nefnilega efni sem einhverra hluta vegna hefur ekki staðið undir væntingum og því ekki þótt boðlegt í kvikmyndahúsin eða átti aldrei að rísa svo hátt að gæðum hvort eð er, þ.e. var framleitt frá rót- um með leigumyndbandamarkaðinn í huga. Það eru samt einungis tveir angar af leigumynd- bandaflórunni, tveir af einum sex sé gróflega flokkað. Hinir fjórir eru blessunarlega öllu ánægjulegri því hver á sinn hátt gefa þeir leigumyndböndunum aukna vigt og gera þau að nauðsynlegum þætti í neyslukeðju kvik- myndaunnandans ef svo mætti að orði komast. Þessir fjórir þætti eru eftirfarandi; heimildarmyndir í fullri lengd, litlar og sjálfstæðar jaðarmyndir, myndir á öðru tungumáli en engilsaxnesku og sjónvarpsmyndir. Listi myndbanda- gagnrýnenda Morgunblaðsins yfir bestu myndirnar sem frumsýndar voru á myndbandi árið 2001 inniheldur, eins og sannreyna má við nánari athugun, fulltrúa allra þess- ara fjögurra anga. Listinn inniheldur myndir sem uppúr standa í huga myndbandagagnrýnenda sem skoðað hafa vel á þriðja hundrað myndir á árinu – myndir sem hiklaust er hægt að mæla með fyrir alla víðsýna og leitandi mynd- bandaunnendur. Leigumyndbönd ársins 2001 skarpi@mbl.is 1. WIT – Mike Nichols Snilldarvel gerð sjónvarpsuppfærsla samnefnds leikrits Margaret Edson, þar sem fjallað er af innsæi um vits- munaleg og tilfinningaleg viðbrögð enskuprófessors við ómannlegu sjúkdómsferli. Emma Thompson skilar stórleik í erfiðu hlutverki. 2. THE BOONDOCK SAINTS – Troy Duffy Hrein perla sem virðist hafa orðið undir í offlæði kvikmyndamarkaðar- ins. Frábærlega vel gerð spennu- mynd þar sem unnið er með spurn- ingar um glæpavandann í vestræn- um samfélögum. 3. CONSPIRACY – Frank Pierson Magnþrungið sjónvarpsleikrit um Wansee-fundinn svokallaða, sem haldinn var meðal ráðamanna í SS 20. janúar 1942 um „lausnir við gyð- ingavandanum“ á yfirráðasvæðum nasista. Handrit og leikur með því vandaðasta sem sést hefur í sjón- varpi. 4. BEST IN SHOW – Christopher Guest Skínandi gamanmynd frá gaman- smiðnum snjalla Christopher Guest, sem lýsir vonum og væntingum stoltra hundaeigenda á leið á hunda- sýningu. „Heimildarmyndaformið“ er notað hér á snjallan hátt. 5. ONE DAY IN SEPTEMBER – Kevin Macdonald Heimildarmynd um gíslatöku palest- ínskra hryðjuverkamanna á ísr- aelskum íþróttamönnum á Ólympíu- leikunum í München árið 1972. Einkar vel gerð mynd um sögulegan viðburð sem lifir í margra minni. 6. LAST NIGHT – Don McKellar Eftirminnileg kanadísk kvikmynd sem fjallar um hversdagsleikann andspænis heimsenda. Hér er tekið á áhugaverðan hátt á tilvistarlegum spurningum. 7. THE HOUSE OF MIRTH – Terence Davies Fáguð kvikmyndaaðlögun á sam- nefndri skáldsögu Edith Wharton, um yfirstéttarkonu í New York á fyrst fjórðungi 20. aldar. Samfélags- krufningu Wharton er miðlað á sterkan hátt. 8. JOE THE KING – Frank Whaley Áhrifamikil saga um dreng sem fetar þá braut glötunar sem fyrir honum liggur. Ólíkt mörgum hliðstæðum sögum leitar þessi ekki eftir ódýrum lausnum. 9. ASFALTO – Daniel Calparsoro Svöl og fersk spænsk spennumynd um persónur sem hafa lært að bjarga sér í hörðum heimi Madrid- borgar. 10. THE FILTH AND THE FURY – Julien Temple Áhugaverð heimildarmynd um bresku pönksveitina Sex Pistols. Kafað er í bakgrunn sveitarinnar og uppruna pönksins í Bretlandi. 1. SERIES 7: THE CONTENDERS – Daniel Minahan Nútíma dægurmenning fær hér al- gjört rothögg. Eftir að hafa horft á þessa mjög svo áleitnu háðsádeilu er ekki séns að maður geti litið raun- veruleikasjónvarp á borð við Sur- vivor og jafnvel Rescue 911 sömu augum. Við ættum bara öll að skammast okkar! 2. ONE DAY IN SEPTEMBER – Kevin MacDonald Sérdeilis vel gerð heimildarmynd um hryðjuverk á Ólympíuleikunum í München 1972 sem standa óhugnan- lega nærri hryðjuverkaöldu ársins sem nú er að líða, 30 árum síðar. Heimildavinnan er hreint ótrúlega yfirgripsmikil og framsetning þessa sögulega efnis er skólabókardæmi um hvernig hægt er að bera slíkt efni á borð fyrir almenning á aðgengileg- an máta. 3. TIGERLAND – Joel Schumacher Ótrúlegt en satt. Góð og innihalds- rík Víetnammynd eftir glansmynda- sérfræðinginn Jo- el Schumacher! Gleðilegt að slík- ur reynslubolti skuli loksins sjá ljósið og huga að fleiru en útliti og stæl. 4. DIRTY PICTURES – Frank Pierson Frábærlega leikin og virkilega áhugaverð kapalsjónvarpsmynd um minnisstæð málaferli út af sýningu á ljósmyndum Roberts Mapplethorp- es sem velti upp spurningunum um tjáningarfrelsi í listum. 5. BUTTERFLY – José Luis Cuerda Saklaust smábæjarlíf á Spáni skömmu fyrir borgarastyrjöldina. Yndisleg mynd sem sýnir alla bestu eiginleika suður-evrópskrar kvik- myndagerðar. 6. THE TAO OF STEVE – Jennipher Goodman Smellin og vel skrifuð gamanmynd um skothelda leið fyrir karla að ná sér í konur. Donal Logue er karl- mennskan í hnotskurn með sanna bjórvömb og mannasiði til eftir- breytni. 7. WAKING THE DEAD – Keith Gordon Óvenju trúverðug ástarsaga með al- varlegum pólitískum undirtóni. Frá- bær leikur hins vaxandi Billy Cudrup og örugg leikstjórn hins óuppgötvaða leikstjóra Keiths Gord- ons. 8. KURT & CORTNEY – Nick Broomfield Athyglisverð heimildarmynd í meira lagi eftir hinn umdeilda Nick Broom- field sem fékk ekki jólakort frá Courtney Love. Hæpin efnistök en krassandi stúdía samt sem áður á lífi og dauða Kurts Cobain. 9. THE BOONDOCK SAINTS – Troy Duffy Töffaramynd ársins. Uppfull af frá- bærum krimmastælum, blóðugum og óábyrgum. Undir niðri blundar síðan heilbrigður boðskapur um holl- ustu og tryggð við sína nánustu. 10. THE YARD – James Gray Þétt og gott spennudrama um vand- kvæði sem geta verið bundin því að reyna að snúa baki við vafasamri for- tíð. Leikur Marks Wahlbergs er lág- stemmdur en lúmskur. Skarphéðinn Guðmundsson Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.