Morgunblaðið - 12.01.2002, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 12.01.2002, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 9 Allir fylgihlutir fyrir dömu og herra Mikið úrval af samkvæmisfatnaði Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Opið alla daga frá kl. 10-19, laugardaga frá kl. 10-14. Garðatorgi 3, sími 565 6680 Glæsilegir brúðarkjólar Engjateigi 5, sími 581 2141. Útsala Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. 30-50% afsláttur af öllum vörum Glæsilegt úrval í stærðum 36-52 Útsala Komið og gerið góð kaup!                Smáskór sérverslun með barnaskó í bláu húsi við Fákafen - Sími 568 3919 opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Ótrúlegt úrval 20-50% afsláttur ÚTSALA ÚTSALA Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-14 Málað með olíu, vatnslitum og akrýl. Teiknun. Byrjendahópur — Framhaldshópur — Fámennir hópar. Upplýsingar og innritun kl. 16-21 alla daga. Símar 561 1525 og 898 3536. B Ó K A B Ú Ð S T E I N A R S Ú T S A L A M Ö R G H U N D R U Ð E R L E N D I R T I T L A R Í t i l e f n i ú t s ö l u n n a r v e r ð u r o p i ð l a u g a r d a g i n n 1 2 . j a n ú a r f r á k l . 1 2 - 1 8 o g s u n n u d a g i n n 1 3 . j a n ú a r f r á k l . 1 3 - 1 7 M I K I L L A F S L Á T T U R B e r g s t a ð a s t r æ t i 7 S í m i 5 5 1 2 0 3 0 F a x 5 6 2 6 4 3 0 s t e i n b o o k @ h e i m s n e t . i s O p i ð v i r k a d a g a 1 3 - 1 8 1 0 1 0 .4 LÆKJARBOTNAÆTT Ritið er til sölu hjá útgefendum: Daði Ágústsson: sími 892 0025, tölvupóstfang: dadi@rafhönnun.is Guðbrandur Gíslason: sími 892 8400, tölvupóstfang: gghm@centrum.is Jónína M. Guðnadóttir: sími 567 1969, tölvupóstfang: joninamg@mi.is Stórútsala Allt að 50% afsláttur Maura Laugavegi 63, sími 551 4422 Kór, kór, kvennakór!                         !"    #$ % &$          '     $ #!                 Útsalan hefst á miðvikud. 16. janúar kl. 10 Klapparstíg 44 - sími 562 3614 GISTINÓTTUM á hótelum landsins fækkaði um rúm 6% síðastliðinn nóv- embermánuð miðað við sama mánuð árið 2000. Heildarfjöldi gistinátta á hótelum í nóvember var 45.666 sam- anborið við 48.813 árið 2000. Gesta- komum til landsins fækkaði hlutfalls- lega jafnmikið en þær voru 20.762 í nóvember á móti 22.237 gestakom- um í nóvember árið 2000. Meðaldval- arlengd gesta á hótelum var sú sama og árið á undan eða 2,2 nætur. Hlutfallsleg fækkun gistinátta og gesta á höfuðborgarsvæðinu nam rétt rúmum 3% en fækkun gistinátta og gesta var hlutfallslega nokkuð meiri á landsbyggðinni eða tæplega 18% og rúmlega 15%. Færri gista á hótelum JAKOB Yngvason, prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði við Vín- arháskóla, hlaut á dögunum við- urkenningu Ameríska stærðfræði- félagsins, AMS, ásamt félaga sínum Elliott H. Lieb frá háskól- anum í Princeton, fyrir grein sem birtist í blaði félagsins árið 1998. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir framúrskarandi greinar sem birst hafa undanfarin fimm ár í tímarit- unum „Notices of the AMS“ eða „Bulletin of the AMS.“ Ameríska stærðfræðifélagið er langstærsta félag sinnar tegundar í heiminum með um 30.000 félaga og tímarit þess útbreidd. Verðlaunin, AMS Conant Prize, voru veitt á sam- komu félagsins í San Diego 7. jan- úar sl. Greinin, A Guide to Enthropy and the Second Law of Thermo- dynamics, birtist í síðarnefnda tímaritinu árið 1998 og byggist á nokkurra ára rannsókn þeirra Jak- obs og Liebs á því sem kallað er „annað lögmál varmafræðinnar.“ Verðlaunin fengu þeir fyrir góða útlistun á viðfangsefninu í grein- inni, sem þykir skýra á auðsæjan og jafnframt hrífandi hátt tengslin milli hins „tæra“ heims stærð- fræðilegra óhlutstæðra hugtaka og hins „raunverulega“ heims eðlis- fræðinnar, efnafræðinnar og verk- fræðinnar. Jakob hefur gegnt stöðu pró- fessors við Vínarháskóla frá árinu 1996 en var áður prófessor við Há- skóla Íslands. Hann er jafnframt forseti Erwin Schrödinger stofn- unarinnar í Vínarborg, sem er al- þjóðleg rannsóknarstofun í stærð- fræði og stærðfræðilegri eðlisfræði. Í samtali við Morgun- blaðið sagði Jakob þessi verðlaun ekki hafa mikla þýðingu fyrir sig persónulega, nema hvað ánægju- legt væri að greininni hefði verið veitt athygli. „Fyrir mig þýðir þetta ekkert annað en ánægjuna af því að vita að þetta verk okkar, sem við unn- um að í mörg ár, hefur vakið at- hygli og eftirtekt. Það hefur enga þýðingu að öðru leyti,“ segir Jak- ob, sem hyggst starfa áfram við Vínarháskóla. Hlaut viðurkenn- ingu Ameríska stærðfræðifélagsins STJÓRN Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni skorar á Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra að fá auknar fjárveitingar í úthlutun á bifreiðakaupastyrkjum hið fyrsta. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu nýverið. Í bréfinu segir einnig að í janúar 1996 hafi aldursskilyrði fyrir úthlut- un á bifreiðakaupastyrk lækkað úr 75 ára niður í 70 ára og styrkjum fyr- ir hreyfihamlaða fækkað vegna þess að fjárveitingar í framlögum voru lækkaðar. „Það er þó nokkuð síðan þessi breyting var gerð en undanfarna mánuði hafa borist okkur mjög mikl- ar kvartanir vegna þessa,“ segir Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni. „Við teljum ástæðuna fyrir því að kvartanir eru margar núna vera þá að ýmis annar kostnaður þessa hóps sem ekki á lengur rétt á styrknum hefur aukist.“ Ólafur nefnir að t.d. frá því í júní árið 2000 hefur lyfjakostnaður auk- ist um 40-50% og kostnaður vegna heimsókna til sérfræðinga hefur aukist um 40-70%. „Þarna erum við að tala um veikasta hluta eldri borg- ara, sem missir með þessu styrk og verður sömuleiðis verst úti hvað varðar aukinn lyfjakostnað og sér- fræðiþjónustu.“ Ólafur segir að félagið hafi mót- mælt breyttum úthlutunarreglum áður, en nú sé það gert af meiri krafti þar sem óvenju margar kvart- anir hafi borist félaginu. „Við rekjum þessa auknu kvartanatíðni til þess að það er orðið dýrara að lifa og það kemur verst niður á þeim veikustu og hreyfihömluðum sem áttu rétt á styrknum.“ „Kemur niður á þeim veikustu“ Félag eldri borgara vill breytingar á úthlutun bifreiðakaupastyrks ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.