Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES BÆJARRÁÐ Grindavíkur hefur samþykkt að hverfa frá hugmyndum um að nýta hluta af húsnæði nýs leik- skóla til kennslu sex ára barna, vegna andstöðu innan grunnskólans. Sex verktakar hafa áhuga á að byggja leikskólann. Unnið er að undirbúningi bygging- ar nýs fjögurra deilda leikskóla í Lautahverfi, í stað tveggja deilda skóla sem er í gömlu húsnæði við Dalbraut. Fyrirhugað var að nýta hluta af húsnæðinu fyrir kennslu yngstu barnanna í grunnskóla en frá því hefur nú verið fallið. Annarra leiða verður leitað til að nýta þann hluta húsnæðisins sem ekki er brýn þörf fyrir vegna reksturs leikskóla í upphafi, bæjarráð lýsir yfir vilja til að nýta það meðal annars til að auka leikskólaþjónustu í bæjarfélaginu. Einn verður valinn Auglýst hefur verið eftir áhuga- sömum verktökum í forvali og gáfu sex verktakar sig fram. Það eru Grindin ehf., FM-Hús í samvinnu við Fjarðarmót, Meistarahús, Keflavík- urverktakar, Íslenskir aðalverktar í samvinnu við RV-Ráðgöf og Ístak í samvinnu við Nýsi. Að sögn Einars Njálssonar bæj- arstjóra verða valdir verktakar úr hópnum til að taka þátt í útboði. Þeir munu bjóða tilhögun og verð. Verkið er boðið út sem einkaframkvæmd en einnig kemur til greina að Grindavík- urbær fjármagni sjálfur bygginguna, ef það verður talið hagfelldara. Sex vilja byggja leikskóla Ekki nýttur fyrir grunn- skólann Grindavík STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja hf. gerir tillögu um að fækkað verði í stjórn félagsins úr ellefu í sjö. Er það liður í samningum um kaup á Bæj- arveitum Vestmannaeyja og samein- ingu fyrirtækjanna. Nú eru ellefu menn í stjórn Hita- veitu Suðurnesja og eru það fulltrúar sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Hafnarfjarðarkaupstaðar og ríkisins. Eiga allir hluthafar mann í stjórn, samkvæmt hlutafasamningi sem gerður var við breytingu á fyrirtæk- inu í hlutafélag. Samkomulag var um að stjórnarmönnum fækkaði í sjö eftir aðalfund 2003 og þá gætu eigendurnir nýtt sér að fullu atkvæðavægi sitt við stjórnarkjör. Í samningnum við Bæjarveitur Vestmannaeyja er gert ráð fyrir að þessi breyting á fjölda stjórnarmanna og stjórnarkjöri nái strax fram að ganga og gerir stjórn HS það að til- lögu sinni á hluthafafundi sem boðað hefur verið til vegna sameiningarinn- ar. Ef einhver eignaraðili hreyfir mót- mælum á grundvelli gildandi hlut- hafasamnings verður tillagan dregin til baka og lagt til að fjölgað verði um einn mann í stjórninni og Vestmanna- eyingar fái tólfta stjórnarmanninn. Tillaga um að fækka stjórn- armönnum Reykjanes SAMKOMUHÚSIÐ í Garði hefur verið auglýst til leigu eða sölu. Jóhann Þorsteinsson hefur rekið Samkomuhúsið í sex ár. Hann hefur nú sagt upp leigusamningi við Gerðahrepp og óskar eftir að af- henda húsið 1. apríl næstkomandi. Hreppsnefnd Gerðahrepps ákvað af því tilefni að auglýsa eftir nýjum rekstraraðilum. Samkomuhúsið til leigu eða sölu Garður ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Gistiheimili í Danmörku til sölu Gistiheimilið er á góðum stað á Jótlandi. Eignin er ca 400 m² með íbúð aðskilinni frá gistiheimilinu. Upplýsingar í s. 462 6946, 891 6946 eða 004596814177. 7 dagar í Slava Miðasala opin alla virka daga kl 13-17 og fram að sýningu sýningardaga. Sími 4621488. www.leikfélag.is TÓNLISTARHÚSIÐ Laugarborg verður formlega tekið í notkun laug- ardagskvöldið 19. janúar. Björn Bjarnason menntamálaráðherra verður viðstaddur og flytur ávarp. Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri flyt- ur einnig ávarp og Eiríkur Hreiðars- son segir sögu hússins. Tónlistar- flutningur verður í fyrirrúmi, boðið verður upp á einleik á píanó og gítar, einsöng, kórsöng, djasshljómsveit kemur fram og að lokum koma fé- lagar úr hljómsveit Ingimars Eydal eins og hún var skipuð árið 1993 fram. Félagsheimili hefur verið í Laug- arborg frá árinu 1959, en það fékk aukið hlutverk með ákvörðun sveit- arstjórnar og hússtjórnar síðasta vet- ur um að ráðast í viðamiklar breyt- ingar á húsinu til að bæta aðstöðu til tónlistarflutnings í húsinu. Helsti hvati að breytingunum var ósk Tón- listarfélags Akureyrar haustið 2000 þess efnis að flygli í eigu minningar- sjóðs um Ingimar Eydal yrði komið fryrir í húsinu. Leggja þurfti í umtalsverðan kostnað vegna breytinga til að bæta húsið til tónlistarflutnings. Raunar má segja að húsið hafi verið endur- byggt frá grunni og klætt var upp í loft í sal samkvæmt tillögum sérfræð- inga á sviði hljómburðar. Þá voru gerðar lagfæringar á forstofu, vegg- klæðningum í sal og fleiru. Tónlist- armenn sem haldið hafa tónleika í húsinu telja það nú með bestu tónlist- arhúsum í landinu. Tónlistar- húsið Laug- arborg tekið í notkun HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra heldur fyrirlestur um sjáv- arútvegsstefnu ESB í Háskólanum á Akureyri á morgun, föstudaginn 18. janúar. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði háskólans á Sólborg, í stofu L201, og hefst klukkan 15.00. Áður en fyrirlesturinn hefst mun Jón Þórðarson, forseti Sjávarútvegs- deildar, flytja stutt ávarp og eftir fyrirlesturinn verður orðið gefið laust og fyrirspurnir leyfðar. REKI, félag rekstrardeildar- nema, efnir til fyrirlestursins og býð- ur upp á veitingar. Fyrirlestur um sjávarútvegs- stefnu ESB ÞÓRGNÝR Dýrfjörð hefur verið ráðinn menningarfulltrúi Akureyrar- bæjar en hann var valinn úr hópi rúmlega 20 umsækjenda um stöðuna. Þórgnýr starfar sem deildarstjóri búsetu- og öldrunardeildar Akureyr- arbæjar en tekur við nýja starfinu innan tíðar. Þórgnýr tekur við starfi menningarfulltrúa af Ingólfi Ár- mannssyni sem kominn er á aldur. Þórgnýr ráðinn menningarfulltrúi STÓRMEISTARARNIR Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Ólafsson verða leiðbeinendur á skáknám- skeiði Skákskóla Íslands og Skák- félags Akureyrar um helgina. Námskeið fyrir grunnskólanem- endur hefst á laugardag kl. 11.00 og stendur fram til kl. 17 en einnig verð- ur kennt á sunnudag. Skráning fer fram á staðnum og er námskeiðs- gjaldið kr. 800 en veittur er systk- inaafsláttur. Innifalin er m.a. máltíð báða dagana. Skáknámskeið Skákskóla Íslands hafa farið fram á Akureyri til fjölda ára og hefur þátttaka barna og ung- linga verið mjög góð. Þátttakendur á námskeiðinu þurfa að kunna mann- ganginn og helst að hafa verið með í námskeiðum eða í mótum grunn- skóla áður. Skáknámskeið fyrir grunnskólabörn Stórmeistarar leiðbeina BLIKKRÁS hlaut jafnréttisvið- urkenningu jafnréttisnefndar Ak- ureyrarbæjar fyrir árið 2001, en við- urkenningin var nú veitt í fyrsta sinn og er stefnt að því að um árleg- an viðburð verði að ræða. Sigrún Stefánsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði að tilgangurinn væri fyrst og fremst að hvetja fyr- irtæki, stofnanir og félagasamtök til virks jafnréttis, en jafnréttissjón- armið vildu oft gleymast eða væru lögð til hliðar við áætlanagerð og stefnumörkun. Með viðurkenning- unni vildi jafnréttisnefnd Akureyrar vekja athygli á því sem vel væri gert í þágu jafnréttismála og liti á hana sem hvatningu til fyrirtækja, stofn- ana og félagasamtaka að gera átak í þessum efnum. Sigrún sagði að Blikkrás væri hefðbundinn karlavinnustaður en allt frá upphafi hafi konur starfað hjá fyrirtækinu við iðnina sjálfa. Að- eins tvær konur á landinu eru lærðir blikksmiðir og er önnur þeirra meistari í greininni, en hún vinnur hjá Blikkrás. Fyrirtækið hefur frá því það var stofnað 1986 viðhaft jafnlaunastefnu og greitt sömu laun fyrir sömu störf. Fjölskyldan er í fyrirrúmi hjá fyr- irtækinu, þegar starfsfólki er gerð- ur dagamunur er fjölskyldum þeirra boðið með. „Fjölskylduvæn stefna fyrirtækja er hluti af jafnrétt- isstefnu, það að karlmenn fái sömu tækifæri og konur til að sinna börn- um sínum og fjölskyldu og það um- burðarlyndi og sveigjanleiki sé bor- inn fyrir því að þeir þurfi að vera frá vinnu vegna þessa er jafnréttissjón- armið sem ætti að vera til staðar í öllum fyrirtækjum,“ sagði Sigrún. Oddur Helgi Halldórsson, eigandi Blikkrásar, sagði viðurkenninguna hafa komið á óvart. „Við tökum við þessari viðurkenningu með stolti og gleði. Það er hvetjandi að fólk hafi tekið eftir því sem við erum að gera í fyrirtækinu,“ sagði Oddur Helgi. Viðurkenning Jafnréttisnefndar Akureyrarbæjar Morgunblaðið/Kristján Sigrún Stefánsdóttir, formaður jafnréttisnefndar Akureyrarbæjar t.h., með systkinunum Oddi Helga Halldórs- syni, framkvæmdastjóra Blikkrásar, og Freydísi Halldórsdóttur. Blikkrás hlaut fyrstu viðurkenninguna ÞAÐ fer heldur lítið fyrir skíðafólki í Hlíðarfjalli þessa dagana. Þar er jörð þó orðin hvít og er göngubrautin op- in en hún er sporlaus ennþá. Á sama tíma í fyrra hafði verið opið í fjallinu í um 30 daga. Björn Einarsson starfs- maður Skíðastaða í Hlíðarfjalli sagði að enn vantaði töluvert af snjó í fjall- ið. „Það þýðir ekkert að fara á taug- um yfir ástandinu, það batnar ekkert við það. Við höfum engin áhrif á veðrið og þetta bara hefur sinn gang. Það gæti eitthvað farið að gerast eft- ir helgina en við höfum nóg að gera hér.“ Björn sagði að þó nokkuð væri um fyrirspurnir frá fólki að sunnan, þar sem m.a. væri verið að athuga með gistingu fyrir hópa og einstaklinga, bæði uppi í Hlíðarfjalli og í bænum. „Mér sýnist að þetta geti því orðið líflegt þegar það fer af stað.“ Björn sagði að hótel- og gistihúsa- eigendur væru orðnir nokkuð óþreyjufullir yfir ástandinu. Páll Sig- urjónsson hótelstjóri Hótel KEA og Hótel Hörpu sagði að vissulega væru menn farnir að horfa til fjallsins og undir það tók Anna Kristín Haralds- dóttir á Lylkilhóteli Norðurlands. Áhugi fyrir páskunum að aukast Páll sagði að þegar skíðafæri væri í Hlíðarfjalli gæti hann reiknað með gestum í tengslum við það. Hins veg- ar kannaðist hann ekki við afpant- anir á gistingu vegna snjóleysis og Anna Kristín ekki heldur. Páll sagði að þegar væru farnar að berast bókanir fyrir páskana og hefði áhuginn fyrir páskum á Akur- eyri verið að aukast ár frá ári. Á öðr- um tímum væri fólk að ákveða sig með mun skemmri tíma og að þá hefði veðurspáin fyrir helgar mikil áhrif. Anna Kristín sagði að það væri heldur daufara yfir hlutunum nú þegar skíðafólkið vantaði. Hún sagði að lítið hefði verið um fyrirspurnir vegna páskanna og að þar hafi tíð- arfarið vafalítið áhrif á. Enn snjólítið í Hlíðarfjalli Þýðir ekkert að fara á taugum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ RAGNAR Hólm Ragnarsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri kynn- ingar- og upplýsingamála hjá Akur- eyrarbæ. Hér er um nýja stöðu að ræða og mun Ragnar hefja störf fljótlega. Mikill áhugi var fyrir stöðunni og alls bárust 47 umsóknir um hana en þrír umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. Ragnar hefur m.a. starfað sem kynningarstjóri Norðurljósa og sem deildarstjóri kynningardeildar Ís- lenska útvarpsfélagsins. Ragnar Hólm verkefnisstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.