Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 23 Létt & laggott er viðbit með litlu fituinnihaldi og bragðast líkt og smjör. Nú á 20% afslætti í næstu verslun. N O N N I O G M A N N I • 5 1 3 2 / sia .is CAMILO José Cela, Nóbelshöf- undurinn spænski sem nú er látinn 85 ára að aldri, var alla tíð um- deildur höfundur. Hann fékk snemma viðurnefnið vandræðabarn spænskra bók- mennta. Cela var frá Galisíu, sonur enskrar móður og spænsks föður. Hann varð snemma hrifinn af hinni svokölluðu spænsku pík- aresku, hrekkjasögunni sem ættuð er frá Lazarillo de Tormes (1554), verki óþekkts höfundar. Áhrifanna gætir í kunnustu skáldsögu Cela, Fjölskyldu Pasc- ual Duarte (1942), sem gerist með- al bænda og fjallar um mann sem endar með því að fremja morð til þess að geta sjálfur ráðið örlögum sínum. Þetta er litrík og ofsafull saga um spænska einstaklings- hyggju eða sjálfstæðisþráhyggju sem nærist á vanþekkingu og fá- kunnáttu og sögupersónurnar búa í skjóli eymdar. Bókin er ádeilu- saga þótt leynt fari. Önnur frægasta saga Cela er Býflugnabúið (1951) sem prentuð var í Argentínu og um tíma bönnuð á Spáni. Bókin er til í íslenskri þýðingu Kristins R. Ólafssonar. Það var með þessari skáldsögu sem orðið tremendismo varð til en það merkir harðsoðna beinskeytta frásögn og ómengað raunsæi. Sjálfur mótmælti Cela orðinu. Býflugnabúið er hópsaga, per- sónur eru kringum 170 svo að margar sögur eru í sögunni. Á köflum verður erfitt að fylgjast með og ná söguþræði en sagan er meistaralega skrifuð og hefur ver- ið líkt við James Joyce og Dos Pas- sos, en rökréttara er að nefna landa Cela, Baroja. Stíll Cela í þessari sögu er grót- eskur og hann verður að kallast kjaftfor í ádeilu sinni. Íbúar í Madríd stíga fram í hversdagslífi sínu og tengjast, ekki síst í samtöl- unum sem Cela er töframaður í. Cela vakti ekki síst athygli fyrir smásögur sínar og ritgerðir og einnig ferðalýsingar sínar á liðnum áratugum og blaðaskrif, en hann skrifaði vikulega í dagblaðið ABC þar sem hann fjallaði m.a. lofsam- lega um norræna ljóðlist einu sinni. Vandræðabarnið spænska átti það til að koma fólki úr jafnvægi með yfirlýsingum sínum og einka- líf hans var stormasamt. Að mörgu leyti stóð hann sér í spænsku menningarlífi. Býflugnabú- ið í Madríd Reuters Camilo Jose Cela með Cervantes-bókmenntaverðlaunin sem Jóhann Karl Spánarkonungur afhenti honum í apríl 1996. Spænski rithöfundurinn Camilo José Cela er látinn, 85 ára að aldri. Jóhann Hjálmars- son rifjar upp nokkrar staðreyndir úr lífi þessa umdeilda Nóbelshöfundar. johj@mbl.is MYNDLISTARMAÐURINN Tetsuya Yamada heldur fyrirlestur í LHÍ, Laugarnesi, á mánudag, kl. 12.30, stofu 024. Yamada hlaut menntun sína í Jap- an og Bandaríkjunum þar sem hann hefur búið og starfað að undanförnu, nú síðast sem prófessor við leir- og skúlptúrdeild Knox College Gales- burg, Illinois. Hann hefur hlotið við- urkenningar fyrir verk sín og haldið sýningar víða um heim. Fyrirlestur- inn verður fluttur á ensku og þar fjallar Yamada um eigin verk. Ólafur Jóhann Engilbertsson, sagnfræðingur og leikmyndahöfund- ur, flytur fyrirlestur í LHÍ, Skipholti 1, stofu 113, nk. miðvikudag kl. 12.30. Í fyrirlestrinum verður fjallað um sögu íslenskrar leikmyndlistar og átök þjóðerniskennds natúralisma og nútímavæðingar í greininni. Námskeið Myndvinnsla I. Stafræn ljósmynd- un, grunnnámskeið, hefst 4. febrúar. Kennari er Sigurður Stefán Jónsson ljósmyndari. Farið verður m.a. í uppsetningu vélbúnaðar og kennd myndataka á stafræna myndavél og innfærsla mynda í tölvu. Markmiðið er að nemendur öðlist grunnþekkingu til að vinna með helstu þætti Photoshop-hugbúnað- arins. Fyrirlestr- ar og nám- skeið í LHÍ Skaftfell, Menningarmiðstöð Seyðisfjarðar Guðrún Hallfríður Bjarnadóttir, Hadda, heldur fyr- irlestur og slidesmyndasýningu um þjóðlegt handverk kl. 20. Umræður um stöðu íslensks handverks verða eftir fyrirlesturinn. Í DAG TÉKKÓSLÓVAKÍA, sérstaklega Bæheimur, hefur oft verið nefnd tón- listarskóli Evrópu og þaðan komu tónskáldin Gluck og Stamitz. Gluck hafði afgerandi áhrif á þróun óper- unnar og gaf Mozart í raun tóninn en sá síðarnefndi, Stamitz, lagði grund- völlinn að skipan sinfóníuhljómsveit- arinnar. Þeir voru samt ekki þjóð- legir í tónmáli sínu, eins og Smetana, sem telst vera fyrstur þeirra sem kalla má tékkneskt tónskáld. Hann átti mjög erfitt með að lifa við austur- ríska ánauð og fór því í eins konar sjálfviljuga útlegð til Svíþjóðar. Hann sneri ekki heim fyrr en 1861 og vann þá að framgangi menningarlegs sjálfstæðis þjóðar sinnar. Sex tón- ljóðin, sem bera nafnið Föðurland mitt, og óperurnar Libuse og Selda brúðurin eru gott sýnishorn þessarar menningarviðleitni hjá Smetana. Annað tónaljóðið í Föðurlandið mitt er óðurinn um Moldá, sem var fyrsta viðfangsefnið á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands í gær- kvöld. Þetta fallega og áhrifamikla tónverk var vel flutt undir stjórn An- issimov, sem náði að gefa þessu verki skýrleika og fallega áferð. Annað verkið var Sinfóníetta, lítil sinfónía, op. 60 eftir Janacek, eitt sérkennilegasta tónskáld Tékka. Hann leitaði í blæbrigði tungumáls- ins og notkun fólks á tungumálinu til túlkunar á margbreytilegu skapferli þess og trúði því að öll samskipti mannsins við náttúruna væru hinn eini og sanni listsköpunarkraftur. Sagt var að hann hefði skráð hjá sér tónbrigði í fossnið og einnig reynt að tónfesta talsmáta fólks. Sinfóníettan er sérkennilegt verk og eins konar tónsettar minningar, sérkennilega skýrar og oft áhrifamiklar í mótun blæbrigða og hljómmikilla átaka, eins og t.d. lúðrakallið í upphafi verksins sem einnig bregður fyrir í lokakaflanum. Þetta verk var mjög vel flutt og þar kom fram hæfileiki stjórnandans til að ná fram skýru tónferli í mótun tónhendinga og blæ- brigða. Lokaverk tónleikanna var selló- konsertinn frægi í h-moll eftir Dvo- rák. Þessi konsert er meðal mestu sellóverka sögunnar og afburðagóð tónsmíð, geislandi af snjöllum stefj- um eins og t.d. hornstefið, sem lík- lega er ein fegursta tónhending rituð fyrir horn og var sérlega fallega flutt af Jósef Ognibene. Einleikarinn Bryndís Halla Gylfa- dóttir lék konsertinn frábærlega vel með syngjandi tóntaki, töluverðum tilþrifum og af öryggi. Það þarf í raun ekki að tiltaka neitt sérstakt því að verkið í heild er svo viðburðaríkt en með frábærum leik sínum í þessu stórbrotna verki sýndi Bryndís Halla að hún er glæsilegur sellisti og var uppfærsla hennar í einu orði sagt mikill „success“. Hljómsveitin, undir stjórn Alex- anders Anissimovs, lék mjög vel, svo að tónleikarnir í heild, ekki síst fyrir glæsilega frammistöðu Bryndísar Höllu, verða tónleikagestum eftir- minnilegir. Eftirminnilegir tónleikar TÓNLIST Háskólabíó Flutt voru verk eftir Smetana, Janacek og Dvorák. Einleikari: Bryndís Halla Gylfadóttir. Stjórnandi: Alexander Anissimov. Fimmtudagurinn 17. janúar, 2002. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Morgunblaðið/Ásdís „Bryndís Halla Gylfadóttir lék konsertinn frábærlega vel, með syngjandi tóntaki, töluverðum tilþrifum og af öryggi.“ KARLAKÓRNUM Stefni hefur verið boðið að taka þátt í Alþjóð- legu tónlistarhátíðinni í Llangollen í Wales í júlí næstkomandi og keppa þar í flokki karlakóra. Keppni þessi hefur verið haldin árlega í 55 ár og er lögð áhersla á að fá þátttakendur víðs vegar að úr heiminum. Auk karlakóra keppa kvennakórar, barnakórar, blandaðir kórar, kammerkórar, einleikarar, ein- söngvarar, þjóðlagahópar og þjóð- dansahópar. Stefnir mun á ferð sinni til Wales einnig heimsækja nokkra kóra og halda með þeim tónleika. Aðaltónleikar kórsins hér á landi á þessu starfsári verða í Grafar- vogskirkju 14. og 16. mars n.k. Stefnir til Wales
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.