Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGINN 20. janúar 2002 birtist í Morgunblaðinu grein með yfirskrift- inni „Lögmenn gagn- rýna örorkunefnd fyr- ir álitsgerðir sem sé nær ávallt hnekkt ef á reyni“ og þar undir svohljóðandi fyrir- sögn: „Telja grund- völl miska og örorku- mats óskýran“. Örorkunefnd er stjórnsýslunefnd, skipuð af dómsmála- ráðherra til 6 ára í senn. Nefndin lætur í té álitsgerðir um af- leiðingar slysa samkvæmt 10. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Und- irritaður er formaður nefndarinnar og telur óhjákvæmilegt að koma á framfæri nokkrum athugasemdum vegna efnis þessarar blaðagreinar og ummæla tveggja lögmanna sem blaðamaður Mbl. augljóslega byggði grein sína á. Í tengslum við setningu skaða- bótalaga á sínum tíma varð mjög mikil umræða um þá meginstefnu laganna að færa mat á varanlegum afleiðingum líkamstjóna frá sjálf- stætt starfandi læknum, sem unnið höfðu slík matsstörf um langt ára- bil, í hendur nefndar eins og ör- orkunefndar. Í þeirri umræðu kom skýrt fram, að slík möt þóttu þá vera orðin mjög há hér á landi og farin að valda ofgreiðslu bóta í mjög ríkum mæli. Þetta leiddi m. a. til þess að matsmenn voru dóm- kvaddir við rekstur mörg hundruð skaðabótamála út af líkamstjónum vegna ágreinings um matsgerðir sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Þessi saga verður ekki nánar rakin hér, en þeir sem fengust við með- ferð slíkra mála á árunum um og eftir 1990 þekkja hana vel. Þegar fyrst var skipað í örorku- nefnd eftir gildistöku skaðabóta- laga hafði hópur lögmanna uppi stór orð um vanhæfi og eftir atvik- um vanhæfni einstakra nefndar- manna til þessa verkefnis og leit- aði í því sambandi til embættis umboðsmanns Alþingis. Eftir að álit umboðsmanns lá fyrir, þess efnis að viðkomandi væru ekki vanhæfir til setu í nefndinni, dró smám saman úr aðfinnslum í garð nefndarinnar á opinberum vett- vangi. Gagnrýni á efni skaðabóta- laganna sjálfra hélt hins vegar áfram, enda var sýnt fram á að bótareglur þeirra færðu mönnum í mörgum tilvikum ekki fullar bætur vegna líkamstjóna. Hefur þetta leitt til þess að bótareglum lag- anna hefur tvívegis verði breytt verulega. Örorkunefnd ákveður ekki bóta- greiðslur. Nefndinni er ætlað að meta afleiðingar slysa til hundr- aðshluta í samræmi við fyrirmæli skaðabótalaganna. Ég tel að gagn- rýni sem beint var að nefndinni á sínum tíma hafi einkum tengst mjög útbreiddri óánægju með þær skaðabætur sem tjónþolar fengu greiddar á grundvelli álitsgerða nefndarinnar. Nefndarmenn hafa aldrei litið þannig á hlutverk sitt að þeir eigi að haga niðurstöðum sínum þannig að viðkomandi fái ákveðna upphæð í bætur á grund- velli álitsgerða nefndarinnar. Það er hins vegar staðreynd, að óánægjuraddir í garð nefndarinnar frá lögmönnum hafa að mestu hljóðnað eftir að reglum skaða- bótalaganna um tjónsbætur var breytt verulega á árinu 1999. Hins vegar hafa sumir stjórnendur vá- tryggingafélaga sent nefndinni tóninn á opinberum vettvangi og talið niðurstöður hennar – ásamt fleiru – hafa leitt til þess að þeir hafi þurft að hækka iðgjöld af þeim vátryggingum sem mestar bóta- greiðslur fylgja. Af því má sjá að ekki er auðvelt fyrir örorku- nefnd að gera svo öll- um líki. Nauðsynlegt að sjá hvaða reglum er fylgt Þetta er ein milli- fyrirsögnin í Morgun- blaðsgreininni. Í þeim kafla greinarinnar er haft eftir Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, hrl. (hér á eftir skammst. VHV), að ómögulegt sé að átta sig á vinnubrögðum nefnd- arinnar, því hún hafi ekki gefið úr- skurði sína út. Því er til að svara, að nefndin lætur ekki frá sér neina úrskurði. Ég leyfi mér að benda VHV á það, að um starfsháttu nefndarinnar hefur dómsmála- ráðuneytið sett sérstaka reglu- gerð, nr. 335/1993, og þar eru fyr- irmælin um þessi efni. Ég vísa því á bug, að nefndin hafi ekki farið eftir gildandi reglum í starfsemi sinni. Örorkunefnd hefur það ekki á valdi sínu að gefa út efni álits- gerða sinna. Samkvæmt skaða- bótalögum getur dómsmálaráðu- neytið með reglugerð mælt fyrir um það að efni helstu álitsgerða nefndarinnar verði gefið út. Slík reglugerð hefur ekki verið sett. Þegar af þeirri ástæðu hefur ekki orðið af neinni slíkri útgáfu. Í þessum kafla viðtalsins lætur lögmaðurinn nefndarmenn hafa það óþvegið og segir það orka tví- mælis að þeir skuli hafa verið skipaðir aftur í nefndina eftir fyrsta sex ára tímabilið. Örorku- nefnd getur ekki svarað fyrir þetta – nefndarmenn skipa sig ekki sjálfir til þessara starfa. Um miskatöfluna og gagnrýni VHV VHV sendir nefndinni líka tón- inn vegna töflu um miskastig, sem nefndin gaf út árið 1994. Í 10. gr. skaðabótalaga eru bein fyrirmæli til nefndarinnar um að gefa út slíka töflu. Það er allt að því bros- legt, að VHV sendir nefndinni – og löggjafanum líka – tóninn fyrir að sækja alltaf allar fyrirmyndir til Danmerkur. En þegar svo nefndin fer ekki nákvæmlega eftir því sem gert er í Danmörku í sambandi við miskatöflunar, verður það lög- manninum líka tilefni til að setja ofan í við hana. Í Morgunblaðsgreininni er m. a. vísað til gagnrýni VHV á störf ör- orkunefndar sem hann birti með grein í Tímariti lögfræðinga, 3. hefti 1998. Til þess að varpa nokkru ljósi á það, hvort gagn- rýnin sé alltaf sanngjörn eða mál- efnaleg leyfi ég mér að taka hér orðrétt upp úr þeirri grein um- mæli höfundarins þar sem hann fjallar um miskatöfluna: Í inngangi segir nefndin m. a. að hliðsjón hafi verið höfð af „sams konar töflum sem notaðar eru í ýmsum löndum“. Kunnuglegar röksemdir. Ekkert er sagt hvaða lönd þetta eru, hvaðan þessar töfl- ur koma, hver gerði þær og fyrir hvern. Á bls. 12 í miskatöflunni er listi yfir rit sem höfð voru til hliðsjónar við samningu töflunnar. Til upp- lýsingar skal þess getið hér, að hliðsjónarritin eru dönsk, sænsk, finnsk, þýsk og bandarísk. Ég verð að viðurkenna, að ég nennti ekki að svara umræddri tímaritsgrein VHV á þeim tíma sem hún kom út – ég taldi mig verja tíma mínum betur til annars. En með því að hún er nú tekin til umræðu verð ég að benda á, að ein af forsendum fyrir stóru orðunum í garð örorkunefndar þar er röng. Þar á ég við samanburð VHV á ís- lensku miskatöflunni annars vegar og hinni dönsku hins vegar. Í grein sinni ber VHV saman kafla úr íslensku og dönsku töflunum um hryggsúlu. Í framhaldi af þeim samanburði segir greinarhöfund- ur: Þegar þessar töflur eru bornar saman kemur eftirfarandi í ljós. Örorkunefnd telur afleiðingar áverka á háls og hrygg almennt ekki eins alvarlegar og gert er samkvæmt dönsku töflunni. Mér kom þetta nokkuð nýstár- lega fyrir sjónir og bar þetta sam- an sjálfur. Þá kom í ljós að VHV hefur ekki tekist að stilla upplýs- ingunum úr töflunum rétt upp! Það er villa í samanburðartöflu hans og hún veldur því að álykt- anir sem hann dregur af saman- burðinum eru byggðar á röngum forsendum. Rökstuðningur fyrir niðurstöðum Í Morgunblaðsgreininni finna þeir tveir lögmenn sem rætt er við að því að rökstuðningur örorku- nefndar fyrir niðurstöðum sínum sé ófullnægjandi. Nú veit ég auð- vitað ekkert um það, hversu ít- arlegur rökstuðningur þarf að vera til þess að þessum ágætu lög- mönnum þyki hann nægilega skil- merkilegur. Ég fullyrði hins vegar, að rökstuðningur nefndarinnar sé að minnsta kosti nægilega ítarleg- ur til að uppfylla þær kröfur sem gerðar verða á grundvelli reglu- gerðar um starfsháttu örorku- nefndar. Þetta atriði kom til álita í dómi Hæstaréttar 10. febrúar 2000 í máli nr. 362/1999 sem ég býst við að VHV þekki, því að hann flutti málið sjálfur fyrir áfrýjandann. Í því máli var m.a. deilt um það, hvort bótauppgjör skyldi fara fram á grundvelli álitsgerðar örorku- nefndar eða annarrar matsgerðar sem fyrir lá í málinu. Um það seg- ir í dóminum: Ekki er fullt samræmi í lýsingu [læknisins] annars vegar og ör- orkunefndar hins vegar á líðan áfrýjanda og bata hennar í kjölfar fyrrnefndrar skurðaðgerðar. Áfrýjandi hefur ekki hnekkt þeirri lýsingu örorkunefndar með nýrri læknisfræðilegum gögnum. Þótt fallast megi á með áfrýjanda að röksemdir fyrir niðurstöðum í mati [læknisins] séu í nokkrum at- riðum ítarlegri en í álitsgerð ör- orkunefndar, er rökum nefndar- innar engan veginn áfátt. Tveir sérfræðingar í læknisfræði stóðu að áliti örorkunefndar, sem sinnti með gerð þess lögákveðnu hlut- verki sínu. Að virtu þessu í heild verður álit örorkunefndar lagt til grundvallar við ákvörðun varan- legrar örorku og varanlegs miska áfrýjanda. Rökstuðningur fyrir niðurstöðu örorkunefndar í þessu máli var með svipuðu sniði og algengast hefur verið hjá nefndinni. Matið nær alltaf hækkað Undir þessari fyrirsögn er haft eftir VHV í umræddri grein, að niðurstöðu nefndarinnar sé „nær alltaf“ hnekkt af dómkvöddum matsmönnum og dómstólum. Þetta er að mínu áliti hæpin fullyrðing. Ég hef ekki tölur um það, hve stór hluti slysamála sem örorkunefnd hefur fjallað um hefur farið áfram í hendur dómkvaddra matsmanna, en ég skora á VHV að færa ein- hver rök fyrir þessari staðhæfingu – þau koma ekki fram í blaða- greininni. Undir þessari fyrirsögn gerir VHV einnig að sérstöku umtals- efni dóm í máli umbjóðanda síns, sem dæmt var í Hæstarétti árið 1999. Um var að ræða 66 ára gamlan mann, sem lenti í bifreiða- árekstri þegar ekið var aftan á bif- reið hans. Örorkunefnd mat var- anlegan miska hans 15% og varanlega örorku 10%. Tjónþolinn vildi ekki una þessu mati og og fékk dómkvadda þrjá matsmenn. Þeir mátu varanlegan miska hans 20% en varanlega örorku 100%. Hér er sláandi munur á, og þetta þarfnast nokkurrar skýringar sem lögmaðurinn sá ekki ástæðu til að láta koma fram í viðtalinu. Við mat á varanlegri örorku ber að líta til þess, hvort og þá að hvaða marki líkamstjón hefur í för með sér skerðingu á getu til öfl- unar vinnutekna í framtíðinni. Ber við matið að líta til þeirra kosta sem tjónþoli hefur til að afla vinnutekna „við vinnu sem sann- gjarnt er að ætlast til að hann starfi við“ eins og það er orðað í 2. mgr. 5. gr. skaðabótalaga. Tjónþolinn í þessu dómsmáli var starfsmaður á bensínstöð. Upplýst var í málinu að hann hafi verið í góðu líkamlegu formi fyrir slysið og verið mjög góður starfsmaður. Hann kvaðst ekki hafa treyst sér aftur til starfa á bensínstöðinni vegna þess að því fylgdi talsverður burður sem hafi verið sér erfiður. Hann var eins og áður segir 66 ára á slysdegi. Það blasir við, að ör- orkunefnd taldi þennan mann ekki óvinnufæran til loka venjulegs starfsaldurs vegna afleiðinga þessa slyss. Þetta er eitt af því sem nefndin verður að meta – hún rekur engan mann til þess að vinna, en hún verður að mynda sér skoðun á því hvort hann hefur hætt að vinna vegna afleiðinga slyssins eða af einhverjum öðrum orsökum. Ég legg á það áherslu, að enginn nefndarmanna úr ör- orkunefnd kom fyrir dóm við með- ferð þessa máls. Hinir dómkvöddu matsmenn komust að annarri niðurstöðu. Tveir þeirra hafa augljóslega talið að afleiðingar slyssins hafi valdið því að tjónþoli átti ekki aftur- kvæmt á vinnumarkað. Hæstirétt- ur dæmdi málið að þessu leyti til í samræmi við niðurstöður þeirra. Ég get ekki stillt mig um að fjalla aðeins nánar um þetta tilvik, úr því að VHV gerir þennan sér- staka dóm að umtalsefni með þeim hætti sem hann gerir og telur hann sérstakan áfellisdóm yfir ör- orkunefnd. Það er stundum sagt, að best væri að meta afleiðingar slysa eftir miklu lengri tíma en gert er og þá sjái menn betur hverjar afleiðingarnar verða í raun. Slíkt kerfi er hins vegar óframkvæmanlegt, því að ekki geta tjónþolar beðið til eilífðar eft- ir að fá tjón sitt bætt. Einmitt þess vegna þarf að meta hvert tjónið er, vegna þess að ekki er hægt að reikna það út með vissu. Ég tel auðvelt að sýna fram á, að örorkumatið sem Hæstiréttur lagði til grundvallar dómi sínum í þessu máli sé frekar hæpið. Ég hygg að mörgum fleirum en mér sé það vel kunnugt, að umræddur tjónþoli hefur allt frá því hann hafði jafnað sig eftir umrætt slys stundað erfiðar íþróttir með ágæt- um árangri. Hann er allþekktur golfleikari í hópi eldri kylfinga, og hefur a.m.k. til skamms tíma stundað skíðaíþróttina talsvert. Ég gerði mér það til skemmtunar, eft- ir að hafa lesið margnefnda Morg- unblaðsgrein, að fara yfir upplýs- ingar sem fram koma á Netinu um þátttöku umrædds manns í golf- mótum árið 2001. Hann er núna 73 ára og þátttaka hans í mótum á síðasta sumri bendir ekki til þess að þar sé öryrki á ferðinni. Ég dreg það ekki í efa, að hinir dóm- kvöddu matsmenn hafa eftir bestu sannfæringu komist að sínum nið- urstöðum um vinnugetu tjónþola. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að sá sem getur stundað erfiðar íþróttir með þeim hætti sem þessi ágæti maður hefur gert á þessu árabili, hann geti líka afgreitt á bensínstöð ef hann vill. Haft er eftir VHV í Morgun- blaðsgreininni, að umræddur dóm- ur Hæstaréttar hljóti að hafa verið „kjaftshögg“ fyrir örorkunefnd og að rétturinn hafi með því að taka upp röksemdir hinna dómkvöddu matsmanna „verið að senda ör- orkunefnd mjög skýr skilaboð“. Þetta tal er algerlega út í bláinn. Hæstiréttur tekur t.d. rökstuðning örorkunefndar varðandi varanleg- an miska fram yfir rökstuðning hinna dómkvöddu matsmanna í þessu tiltekna dómsmáli. Engum dettur í hug að með því sé rétt- urinn að senda hinum dómkvöddu matsmönnum einhver „skilaboð“. Dómurinn er einfaldlega að leggja mat á þau gögn sem fyrir hann eru lögð. Mér þykir þessi „kjafts- höggskenning“ svolítið framandi – eða er VHV þeirrar skoðunar að Hæstiréttur sé að úthluta héraðs- dómurum slíkum höggum þegar niðurstöðum héraðsdómara er snú- ið við í Hæstarétti? Lokaorð Í Morgunblaðsgreininni er því slegið upp að örorkunefnd hafi mistekist að ávinna sér traust. Um þetta eru þó ekki færðar fram neinar sérstakar röksemdir aðrar en fullyrðingar VHV og orðréttar tilvitnanir í viðtal blaðamanns við Steingrím Þormóðsson hrl. VHV þykir örorkunefnd tortryggileg og vitnar í því sambandi til saman- tektar eða flokkunar Sambands ís- lenskra tryggingafélaga á slösuð- um ökumönnum á árunum 1988–1990 og ber saman við miskastig þeirra sem örorkunefnd mat á árunum 1995–1996. Þessi framsetning er með miklum ólík- indum, enda sjá allir sem eitthvað þekkja til að ekki er um sambæri- lega hluti að ræða. Ég get ekki fullyrt hvort ör- orkunefnd nýtur þess álits eða trausts sem æskilegt er að hún njóti. Þokkalegur friður hefur þó verið um starf nefndarinnar um alllangan tíma. Það er beinlínis rangt sem fram kemur í Morg- unblaðsgreininni, að meðferð mála fyrir nefndinni taki óeðlilega lang- an tíma eins og staðan er núna. Undanfarið hafa mál fengið frem- ur hraða afgreiðslu og nefndar- menn lögðu mjög hart að sér við afgreiðslu mála þegar mest barst af málum til nefndarinnar. Ég tel það sjálfsagt og eðlilegt að haldið sé uppi rökstuddri gagn- rýni á það sem menn telja betur mega fara í starfi nefndar eins og örorkunefndar. Ég tel hins vegar að mjög lítill hluti þeirrar gagn- rýni sem fram kom í umræddri blaðagrein sé heiðarlegur. Mér finnst VHV gefa í skyn, án þess að hann treysti sér þó til þess að segja það upphátt, að nefndar- menn starfi ekki af heilindum í nefndarstörfunum. Sennilega er það kjarni málsins, þegar upp er staðið, hvort menn vinna slík verk í samræmi við þekkingu sína og sannfæringu. Ef það er gert, þá er matið „rétt“ í þeim skilningi að viðkomandi getur ekki gert betur. Ef dómstólar komast síðan að ann- arri niðurstöðu í einstökum tilvik- um á grundvelli ítarlegri gagna eða betri er það auðvitað ágætt. Það er hins vegar þannig, að þótt dómstólar séu góðir eru þeir ekki óskeikulir – ekki frekar en VHV eða örorkunefnd. UM GAGNRÝNI Á STÖRF ÖRORKUNEFNDAR Ragnar Halldór Hall Ég tel hins vegar að mjög lítill hluti þeirrar gagnrýni sem fram kom í umræddri blaðagrein, segir Ragnar Halldór Hall, sé heiðarlegur. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.