Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Berg ValdimarAndrésson fæddist á Norðfirði 21. september 1909. Hann lést í sjúkra- húsinu í Neskaup- stað 29. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Helga Jónsdóttir, ættuð úr Vöðlavík, og Andrés Runólfsson, sem átti ættir að rekja til Helgustaða í Reyð- arfirði. Fósturfor- eldrar hans voru Vilborg Þorsteins- dóttir og Björn Eiríksson á Norð- firði. Valdimar átti sjö bræður og eina systur, samfeðra. Eignaðist Andrés fimm börn með fyrri konu sinni, Maríu Elísabetu Nielsdóttur Beck, þau Andrés Björgvin Eyjólf, f. 1900, Kristin Eyjólf, f. 1901, Björgvin, f. 1902, Einar Lars, f. 1904, og Soffíu, f. 1906. Með seinni konu sinni, Mar- íu Kristjánsdóttur, eignaðist hann þrjú börn, þau Harald Bergljót, f. 1911, Sumarliða, f. 1913, og Kristján, f. 1914. Þau eru öll látin. Valdimar kvæntist árið 1939 Pálínu Hildi Ísaksdóttur, f. á Raufarhöfn 5. febr. 1909. For- eldrar hennar voru Ísak Friðriks- son og Rannveig Stefánsdóttir. Valdimar og Pálína eignuðust fjóra syni og einnig fæddist þeim andvana stúlkubarn 19. apríl 1947: 1) Sigurjón Björn skip- stjóri, f. 29. október 1938, kvænt- ur Unni Jónsdóttur þroskaþjálfa, f. 12. júní 1945. Synir þeirra eru: Berg Valdimar tannlæknir, f. 13. sept. 1974, kona hans er Berglind geir, Jóhann Óli og Axel Rúnar. Sonur Hugrúnar og fóstursonur Ólafs er Ísak Fannar Sigurðsson. c) Pálína Hildur hárgreiðslukona, f. 7. sept. 1969, gift Þórhalli Helgasyni sjómanni, f. 8. apríl 1968. Dætur þeirra eru Kristín Salín, Jóhanna Rannveig og Þór- hildur Ösp. d) Guðrún Valdís, f. 23. jan. 1976, gift Magnús Baldri Kristjánssyni byggingatækni- fræðingi, f. 25. mars 1974, dóttir þeirra er Embla Rán. e) Helena, f. 10. nóv. 1962, dóttir Ísaks fyrir hjónaband með Geirlaugu Þor- grímsdóttur, f. 6. febrúar 1937. Synir Helenar eru Guðmar Val- þór Kjartansson og Adrian Freyr. 3) Hjörvar Guðjón, starf- maður á netaverkstæði, áður skipstjóri, f. 23. sept. 1941, kvæntur Sesselju Lúðvíksdóttur húsmóður, f. 25. nóv. 1932. Dóttir hennar og fósturdóttir Hjörvars er Ingibjörg Magnúsdóttir há- skólanemi, f. 7. apríl 1956. Dóttir hennar er Margrét Róbertsdóttir hárgreiðslunemi, f. 6. maí 1984. 4) Helgi Geir skipstjóri, f. 21. sept. 1948, kvæntur Guðríði Kristjánsdóttur kennara, f. 28. apríl 1943. Dætur þeirra eru Jó- hanna stjórnmálafræðingur, f. 13. apríl 1977, sambýlismaður Valdimar Fjörnir Heiðarsson matreiðslumeistari, f. 19. marz 1969; og Dagbjört menntaskóla- nemi, f. 6. febrúar 1983. Sonur Guðríðar og fóstursonur Helga er Kristján Halldórsson rafeinda- virki, f. 4. apríl 1968, sambýlis- kona Lisbeth Borg fóstra, f. 3. febr. 1971. Valdimar var búsettur í Nes- kaupstað alla sína tíð og stundaði sjómennsku í tugi ára og vann síðan í landi við saltfiskvinnslu til áttræðisaldurs. Útför Valdimars fer fram frá Norðfjarðarkirkju á morgun, mánudaginn 4. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 14. Harpa Sigurðardóttir háskólanemi, f. 28. nóv. 1975, og eiga þau einn son, Sigur- jón Svavar; og Jón Hafliði háskólanemi, f. 1. maí 1981. Synir Unnar með fyrri eig- inmanni sínum, Kára Guðmundssyni flug- umferðarstjóra, sem lést í flugslysi 18. júlí 1972 eru: a) Tómas stýrimaður, f. 29. ágúst 1965, kona hans er Dagmar Helga Traustadóttir hárgreiðslukona, f. 10. febrúar 1970, börn þeirra eru Alexandra, Unnur Ólöf og Kári. b) Ágúst, stýrimanns- og vélstjóramenntað- ur, f. 27. sept. 1966. Sonur hans með Guðrúnu Sigríði Guðmunds- dóttur, f. 2. maí 1962, er Guðmar. Ágúst býr í Taivan ásamt eig- inkonu sinni Ning. c) Kári flug- maður, f. 29. desember 1971. Kona hans er Ragnhildur Reyn- isdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, f. 21. nóvember 1971. Dætur þeirra eru Birta og Sunna. Sonur Ragnhildar og fóstursonur Kára er Kristinn Þorri Þrastar- son. 2) Ísak Randver skipstjóri, f. 19. ágúst 1940, kvæntur Jóhönnu Axelsdóttur húsmóður og leið- beinanda, f. 2. okt. 1945. Börn þeirra eru: a) Axel viðskiptafræð- ingur, f. 22. sept. 1964. Kona hans er Þuríður Jónsdóttir við- skiptafræðingur, f. 31. jan. 1968. Sonur þeirra er Andri Gunnar. b) Hugrún verslunarmaður, f. 22. febrúar 1966, gift Ólafi Gunnari Guðnasyni stýrimanni, f. 29.okt. 1966. Synir þeirra eru Guðni Val- Heiðursmaður er fallinn frá. Heiðursmaður eins og þeir gerast beztir. Maður sem ekki vissi hvað kynslóðabil var í samskiptum við annað fólk. Skipti hann engu máli hvaða titlum menn skreyttu sig með, persónan sjálf, hin mannlega vera var sú sem var samskiptanna virði, ekki tildur og prjál. Tengdafaðir minn, Berg Valdimar Andrésson, eins og hann hét fullu nafni, bjó alla sína ævi á Norðfirði. Foreldrar hans, Helga Jónsdóttir saumakona og Andrés Runólfsson, stofnuðu ekki heimili saman og á unga aldri var Valdimar settur í fóstur til hjónanna Vilborgar Þor- steinsdóttur og Björns Eiríkssonar á Norðfirði. Móðir hans, Helga, vann í svokölluðu Stefánshúsi og fluttist síðan til Reykjavíkur og vann þar við saumaskap og dó þar. Fósturforeldrar hans bjuggu í litlu tvíbýlishúsi, sem var þar sem kaupfélagshúsið stendur nú í Nes- kaupstað. Leið honum vel hjá fóst- urforeldrunum þótt efnin hafi ekki verið mikil. Ekki naut hann fóstur- föður síns lengi, því hann drukknaði þegar Ötull, bátur sem hann var á, fórst. Þá var Valdimar ellefu eða tólf ára gamall. Bjuggu þau áfram í húsinu, Vilborg og hann, eftir að Björn dó. Fjaran og bryggjurnar voru leikvöllurinn hjá tengdaföður mínum. Sagðist hann hafa verið blautur í lappirnar á hverjum degi í sjö eða átta ár og hafa dottið tvisvar eða þrisvar í sjóinn og verið bjargað af Fransmanni í eitt skiptið og af Ís- lendingi í annað og vissi hann ekki hversu hætt hann var þá kominn. Hann fór ungur á sjó og var hann viðloðandi hann, eins og hann sagði sjálfur, í um það bil 50 ár. Hann var 15 ára þegar hann hóf sjósóknina og fyrsti báturinn sem hann reri á hét Gauti og því næst á stærri bát, Birninum. Báta þessa átti Gísli Kristjánsson. Hann og Fanney Ingvarsdóttir, kona hans, bjuggu á Bjargi, sem er inn með Norðfirði, og bjó Valdimar, ásamt öðrum sjó- mönnum þeirra, hjá þeim. Hann var um 10 ár í vinnu hjá þeim. Lét hann vel af dvölinni hjá þeim og virti þau mikils og var á honum að heyra að það hafi verið gagnkvæmt. Valdi- mar stundaði sjó á ýmsum bátum eftir það. Um miðjan fjórða áratug- inn, í upphafi kynna þeirra Pálu og Valda, voru þau saman í vinnu á Hornafirði, hún sem ráðskona í landi við bátinn en hann á sjó. Pála hafði flutzt með foreldrum sínum frá Raufarhöfn til Norðfjarð- ar 2. júní 1923. Í mörg ár fór hann á vertíð á Hornafirði og einnig fór hann á ver- tíð í Hafnarfirði. Seinni árin var hann á gamla Barða, Berki, Bjarti og Birtingi og var hann á sjó með öllum sonum sínum. Og í lokin stundaði hann sjó á trillu. Kominn í land fór hann að vinna við saltfiskverkun og saltfiskmat. Hætti hann ekki störfum fyrr en hann var orðinn áttræður og sá mest eftir því að hafa ekki minnkað við sig vinnu fyrr og geta þá unnið hluta úr degi áfram. Pála hefur alla tíð séð um heim- ilið, en einnig unnu þau saman þrjú sumur við að verka saltfisk, breiða og þurrka, þegar synir þeirra voru ungir. Seinasta árið sem Vilborg, fósturmóðir Valda dvaldi á Norð- firði, bjó hún hjá þeim hjónum, fór síðan til lækninga í Reykjavík, en dó þar. Tengdafaðir minn las ógrynni bóka um ævina og kenndi margra grasa í bókahillunum. Er ég spurði hann hvort það væri einhver bók sem hann langaði til að fá í afmæl- isgjöf í haust er leið, sagði hann sig alltaf hafa langað í Vísnabók Káins og var hann mér innilega þakklátur þegar mér tókst að hafa upp á henni, sagðist hafa vitað að hún lægi ekki lengur á lausu. En reyndar kunni hann mikið af vísum Káins. Alla tíð fylgdist hann vel með þjóðmálunum og mátti ekki missa af neinum fréttatíma í útvarpi eða sjón- varpi eftir að það kom á heimilið. Og alltaf, þegar símasamband var við skipin sem synir þeirra hjóna hafa verið á, féll vart úr dagur að hann hringdi ekki og spyrði frétta af afla- brögðum. Hann vann hörðum höndum alla sína starfsævi. Hann vildi ekki vera upp á neinn kominn, sjálfstæðið var dýrmætt. Sjálfstæðisflokkurinn var hans flokkur, en ekki alla ævina. Átt- um við oft í góðlátlegum deilum um áherzlur vinstri manna og sjálfstæð- ismanna. En hann kom mér á óvart í síðustu alþingiskosningum, sem sannaði að hann lét engan segja sér fyrir verkum, hann var sjálfstæður maður, því hann lét Sjálfstæðisflokk- inn lönd og leið, sagðist ekki styðja flokk sem sýndi ellilífeyrisþegum lít- ilsvirðingu. Ung, ellefu ára dama, góð vinkona dóttur okkar, spurði hana hvað hún ætlaði að gera um helgina. Svaraði hún því til að hún ætlaði að fara austur á land til að fylgja afa sínum til grafar. Sú litla þagði um stund en spurði svo: „Var hann skemmtilegur, hann afi þinn? Og svarið var: „Já.“ Vart þarf að taka það fram að bæði þau hjón hafa verið barnabörnum sínum afskaplega góð og viljað allt fyrir þau gera. Já, í vinnu sinni í saltfiskinum vann Valdimar með fólki á öllum aldri og var góður andi milli hans og samstarfsmanna. Hann talaði við unglingana eins og fullorðið fólk og í sérstöku uppáhaldi voru að sjálf- sögðu þeir sem kunnu að spila brids og mun hann hafa kennt mörgum. Margir af nemendum mínum unnu með honum og hefur mér heyrzt á mörgum þeirra að aldur Valda hafi verið afstæður, hann var jafningi þeirra. Margur maðurinn hváði, þeg- ar það fréttist að þau hjón, Valdi og Pála, 81 árs að aldri, væru flutt úr einbýlishúsi sínu og í íbúð í Breiða- blik, þar sem aldraðir búa. Hvers vegna væri Valdi að fara þangað? Hann, enn svona ern, hann ætti varla erindi þangað strax! Þannig var hann, öðlingurinn, hægt að tala við hann um alla hluti og minnið ótrúlegt fram á síðustu stund. Skólaganga Valdimars var ekki löng, 10 ára byrjaði hann í barna- skóla og var þar í fjögur ár. Það sannast kannski bezt á fólki eins og tengdaföður mínum, að sitthvað er menntun og vizka. Þrátt fyrir þessa stuttu skólagöngu var hans vizka sízt minni heldur en hálærðra menntamanna. Lífsins skóli, sem var oft harður skóli á köflum, hafði veitt honum þá þekkingu á mannlífinu, sem fæstir læra í skóla. Megi Valdimar, tengdafaðir minn, hvíla í friði með þökk fyrir samfylgd- ina. Guðríður Kristjánsdóttir. Þrátt fyrir háan aldur og eðlilegan gang náttúrunnar er erfitt að kveðja mann eins og afa. Hann var bæði góður maður og frábær persóna eins og allir afar eru eflaust. Hann var áhugasamur um um- hverfi sitt, fólkið sitt og fólk sem varð á vegi hans og ekki má gleyma veðrinu. Fyrir honum var veðrið ekki bara umræðuefni til að brjóta ísinn heldur skipti það hann máli, auðvitað vegna starfa sona hans og áreiðanlega af gömlum vana vegna fyrri starfa. Afi gerði ekki mannamun, hvorki setti hann fólk á stall né leit hann niður á nokkurn mann. Hann talaði við alla eins og vini sína, hvort sem það voru fjölskyldumeðlimir eða aðr- ir, háir sem lágir, vinnufélagar eða konurnar í búðinni og ekki talaði hann illa um nokkurn mann í okkar áheyrn. Eins og eðlilegt er í margra ára- tuga hjónabandi eins og hjá ömmu og afa skapast hefðir og venjur, en samt hafa þau verið óhrædd við að prófa nýja hluti, eins og þegar þau tóku upp á því að stunda utanlands- ferðir að verða áttræð. En þau skelltu sér þrisvar til Kanarí og höfðu gaman af, þótt þeim þætti gott að koma heim aftur. Auk þess sigldi afi í eitt skipti með syni sínum til Englands til að selja fisk, orðinn áttræður. Hann kunni að sjálfsögðu vel að meta góðan félagsskap og spilaði hann löngum brids með vinum sínum og kom það fyrir að þeir vættu kverkarnar stöku sinnum með guða- veigum til hressingar í bland. Seinna fór hann svo að stunda bridskvöld hjá Bridsklúbbi Norðfjarðar og eign- aðist ófáa verðlaunagripi í íþróttinni. Afi keyrði bíl alveg til hins síðasta og notaði oft ferðina, þegar hann fór í búð, til að koma við í sjoppunni og fékk sér þá sæti með öðrum gestum eða starfsfólki til að spjalla, fá fréttir og fá sér að reykja, rétt eins og ungt fólk á kaffihúsunum. En þá iðju, reykingarnar, sagðist hann hafa stundað með litlum hléum frá fermingu. Bíltúrar með ömmu og afa voru alltaf skemmtilegir og kenndu þau okkur nöfnin á bæjunum í sveitinni og hlýddu okkur svo yfir á leiðinni. Oftar en ekki var stoppað inni í sveit við Kirkjubólsána á góðviðr- isdögum, sest niður og borðað nesti sem var þá kók og prins póló. Þolinmóður var hann, og auðvitað amma líka, við okkur barnabörnin, sem fengum að gera nánast allt hjá þeim, sem okkur datt í hug. Og þó að afi kæmi þreyttur heim úr vinnunni, gaf hann sér alltaf tíma til að „leita“ að okkur og þóttist alltaf vera jafn hissa þegar hann fann mann bak við gardínuna í sjónvarpsholinu og lét mann halda að maður hefði nú ald- eilis platað hann. VALDIMAR ANDRÉSSON ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.