Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR munlána til kaupa eða byggingarallt að 700 leiguíbúða á ári ánæstu árum. Um er að ræða þrjár tegundir lána. Lán vegna sérstaks átaks til fjölgunar leigu- íbúða, lán til almennra leiguíbúða og lán til leiguíbúða sem háðar eru tekju- og eignamörkum. Nokkuð hefur verið um fyrir- spurnir til Íbúðalánasjóðs vegna þessara leiguíbúðalána, sérstaklega vegna hins sérstaka átaks sem auglýst hefur verið. Ekki bein lán til einstaklinga Að gefnu tilefnir skal tekið fram að lánin eru ekki veitt einstak- lingum beint. Íbúðalánasjóði er heimilt að veita sveitarfélögum, félögum og félagasamtökum, þar á meðal hús- næðissamvinnufélögum, lán til byggingar eða kaupa leiguíbúða til útleigu fyrir félagsmenn í hlut- aðeigandi félögum eða félaga- samtökum eða aðra leigjendur hjá slíku félagi. Markmið félaga og félagasam- taka skal meðal annars vera að koma á fót, leigja út, halda við og endurnýja íbúðarhúsnæði ásamt sameiginlegri aðstöðu. Hyggist félag eða félagasamtök koma á fót leiguíbúðum og sækja til þess um lán frá Íbúðalánasjóði skal senda samþykktir eða lög hlutaðeigandi félags eða félaga- samtaka til félagsmálaráðherra til staðfestingar. Staðfesting þessi skal liggja fyrir áður en sótt er um lán hjá Íbúða- lánasjóði. Húsnæðissamvinnufélög sem fengið hafa staðfestingu fé- lagsmálaráðherra á samþykktum sínum samkvæmt lögum um hús- næðissamvinnufélög eru undan- þegin sérstakri staðfestingu á sam- þykktum sínum. Sérstök skilyrði leigufélaga Auk almennra skilyrða þurfa fé- lög eða félagasamtök að hafa eft- irfarandi atriði í samþykktum eða lögum sínum til að hljóta samþykki félagsmálaráðherra: 1. Að tilgangur félagsins eða samtakanna sé meðal annars að koma á fót og reka leiguíbúðir. Verkefnið sé langtímaverkefni. 2. Hvert sé stofnfé og hver sé fjárhagsleg ábyrgð félagsins eða félagasamtakanna. 3. Hvernig háttað sé endur- skoðun reikninga og reiknings- skilum. 4. Að reikningar séu áritaðir og endurskoðaðir af löggiltum endur- skoðanda. 5. Hvernig farið verði með eigur félagsins eða samtakanna við slit. 6. Skipulagsskrár félaga og fé- lagasamtaka sem rekin eru að hætti sjálfseignarstofnana skulu hafa hlotið staðfestingu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, sbr. 1. gr. laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipu- lagsskrá nr. 19/1988, eða verið skráð á sjálfseignarstofnanaskrá Hagstofu Íslands, sbr. 37. gr. laga nr. 33/1999, um sjálfseignarstofn- anir sem stunda atvinnurekstur. 7. Hvernig skuli fara með endur- greiðslu afnotaréttar, sbr. 42. gr. Sérstakt átak til fjölgunar leiguíbúða Samkvæmt sérstöku átaki til fjölgunar leiguíbúða mun Íbúða- lánasjóður veita allt að 150 lán til leiguíbúða á ári á árunum 2002, 2003, 2004 og 2005 eða lán til alls 600 íbúða á fjórum árum. Vextir af lánum til sérstaks átaks til fjölgunar leiguíbúða mun verða 4,5%. Við úthlutun verður tekið tillit til þarfar til leiguhúsnæðis í viðkom- andi sveitarfélagi og þátttöku sveitarfélagsins til átaksins. Sér- stök áhersla skal lögð á að auka framboð á minni íbúðum. Athygli er vakin á því að með lánsumsókn skal fylgja: · Staðfesting sveitarfélags á þörf til leiguhúsnæðis í sveitarfélaginu. · Staðfesting félagsmálaráðu- neytisins á samþykktum leigu- félags · Staðfesting á skráningu leigu- félags í fyrirtækjaskrá Hagstofu Íslands · Teikning samþykkt af bygg- inganefnd viðkomandi sveitarfélags · Skráningartafla · Nákvæm kostnaðaráætlun · Verklýsing · Verkáætlun Umsóknarfrestur vegna þessara lána fyrir árið 2002 er til 15. mars 2002. Önnur leiguíbúðalán Búið er að úthluta öllum lánslof- orðum fyrir árið 2002 vegna al- mennra leiguíbúða og leiguíbúða háðum tekju- og eignarmörkum. Umsóknir vegna ársins 2003 verða að berast Íbúðalánasjóði fyrir 1. október á sérstökum rafrænum eyðublöðum sem munu verða sett á vef Íbúðalánasjóðs www.ils.is í vor. Sérstakt átak til fjölgunar leiguíbúða Markaðurinn eftir Hall Magnússon, yfirmann gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs/hallur@ils.is S UMIR menn eru slyngari en aðrir að móta umhverfi sitt og vera öðrum til fyr- irmyndar á því sviði. Carl Larson hét málari sem mikil áhrif hafði á landa sína Svía í hönnun og heimilisumhverfi. Myndir hans eru enn vinsælar sem veggprýði í Svíþjóð og víðar, t.d. hér á landi og enn er verið að framleiða húsgögn sem komu fyrst fyrir almenningssjónir á myndum sem hann málaði á heimili sínu. Þær eru glaðlegar og sýna heimili, hús- muni og heimilislíf af því tagi sem allir vildu gjarnan að væri þeirra – en Carl Larsson átti ekki alltaf sjö dagana sæla. Þessi þekkti listamaður fæddist 1853 og dó 1919. Hann var bæði list- málari og grafiklistamaður. Hann málaði m.a. freskur í ríkislistasafnið í Stokkhólmi. Það gerði hann árið 1896 og hann gaf út bækur þar sem hann lýsti nánasta umhverfi sínu og heimilislífi í máli og vatnslitamynd- um sem enn þykja einkar hugljúfar sem fyrr sagði. Fræg er t.d bókin „Ett Hem“ sem út kom 1899. Carl Larsson hafði með myndum sínum töluverð áhrif á þró- un innanhússarkitektúrs í Svíþjóð. Renata Puvogel hefur ritað bók um Carl Larsson, vatnslitamyndir hans og teikningar. Þar rekur hún stuttlega æviatriði Larssons. Hann fæddist í Prastgatan númer 78 í hin- um gamla hluta Stokkhólms. Móðir hans var síðar vísað úr þessari íbúð ásamt sonum sínum Carli og Johan og fjölskyldan flutti inn í íbúð að Grev Magnigrand 7, síðar nr. 5, ef einhvern langar til að skoða þessar æskustöðvar Larssons. Þetta var á þeim árum sem Svíar og raunar Íslendingar líka flykktust til Ameríku í leit að betri kjörum. Carl er ekki að skafa utan af þeim erfiðleikum sem mættu honum í æsku. „Þetta var helvíti á jörð. Hungur var ekki það versta – venju- lega skorti okkur allt, við lifðum í umhverfi vændis, meðal þjófa og morðingja,“ segir í ævisögu málar- ans „Me“. Faðir Carls sinnti fjölskyldunni ekki mikið og nánast að eigin sögn harmaði þann dag sem Carl var fæddur. Til endurgjalds var móðir hans sívinnandi og sinnti sonum sín- um af mikilli kostgæfni. Afi Carls sagði honum ævintýri sem urðu honum uppspretta dag- drauma meðan hann vann sín hvers- dagslegu verk, svo sem að sækja vatn og höggva við í eldinn. Það vildi Carli til að kennari hans Jacobsen, í skóla fyrir fátæklinga, kom auga á frábæra hæfileika hans í myndlist og kom honum í listaskóla í Stokkhólmi. Þar gekk honum mjög vel, meðfram náminu teiknaði hann fyrir blaðið Kasper og einnig gerði hann grafikmyndir fyrir Ny Illustr- erad Tidning. Eiginkonan varð hans hamingjudís Carl Larsson fór með vini sínum Ernst Josephson málara, sem einnig ritaði um listræn efni, til Parísar 1877, þar sem hann kynntist því sem efst var á baugi í vestrænni list. Carl bjó í Grez um nokkurn tíma, sem er lítill bær um 70 kílómetra frá París. þar sem hann starfaði við list sína. Árið 1879 kynntist hann sænsku listakonunni Karin Bergö og þar fann hann sannarlega sína ham- ingjudís. Þau giftu sig 1883 og um 1890 gaf tengdafaðir hans þeim Lilla Hyttnas í Sundborn. Þangað fluttu Larssonshjónin 1901 með börn sín og buru. Þau eignuðust sjö börn og lifðu afar hamingjuríku fjölskyldu- lífi, ef marka má myndir Larssons af heimili sínu og fjölskyldu. Ekki aðeins mótaði Carl Larsson að vissu leyti stefnu Svía í hönnun á húsgögnum og umhverfi heldur á kona hans þar einnig talsverðan hlut að máli. Hún átti margar góðar hug- myndir í þessum efnum. Í ævisögu sinni „Me“ sagði Carl Larsson: „Að mála málverk er eitt það versta sem ég veit, mér líður þá rétt eins og ég sé á leið á höggstokk- inn“ – í ljósi þessara ummæla má gleðilega furðulegt teljast hversu af- kastamikill hann var og hversu mikil hugmyndauðgi og hamingja virðist ríkjandi í myndum hans. Lista- verk og hönnun Sumir listamenn ná því að móta umhverfi sitt og verða leiðandi í hönnun. Einn slíkra var Carl Larsson, sænskur málari sem Guðrún Guðlaugs- dóttir segir hér stuttlega frá. Carl Larsson að störfum. Á afmæli Karinar í Sundborn 2. ágúst 1894. Vísunni hans Carls Larssons má snara lauslega þannig: Ó Karen káta, góða, Karen vinkona mín, Með okkur myndin þína hljóða, í miðju hjarta skín. Elsta dóttir Carls Larssons skrifar bréf. Takið eftir grænu blómahillunni, hún var hönnuð af Karin Larsson og hefur orðið fræg. Lilli Hyttenas, bústaður Larssons- hjónanna og sjö barna þeirra. Karin Larsson 1898 með hina tveggja áru gömlu Kersti, dóttur þeirra Carls, en hún var sjötta í röð sjö barna þeirra. Ás ............................................ 18–19 Ásbyrgi ......................................... 15 Berg .............................................. 40 Bifröst ............................................. 6 Borgir ...................................... 13–13 Eign.is .............................................. 4 Eignaborg .................................... 44 Eignamiðlun ........................ 24–25 Eignaval ........................... 22 og 45 Fasteign.is ..................................... 8 Fasteignamarkaðurinn ............... 7 Fasteignamiðlunin ..................... 31 Fasteignamiðstöðin ................... 19 Fasteignasala Mosfellsbæjar ... 11 Fasteignasala Íslands ................ 13 Fasteignastofan ........................... 3 Fasteignaþing ............................... 5 Fjárfesting .................................. 33 Fold ............................................... 23 Foss .............................................. 34 Garðatorg .................................... 37 Garður .......................................... 47 Gimli ........................................ 16–17 H-gæði ......................................... 45 Híbýli ............................................ 29 Híbýli og Skip ............................. 24 Holt ................................................ 41 Hóll ................................................ 32 Hraunhamar ......................... 20–21 Húsakaup ..................................... 42 Húsið ............................................ 35 Húsin í bænum .............................. 9 Höfði ............................................. 27 Höfði Hafnarfirði ....................... 36 Kjöreign ....................................... 39 Laufás .......................................... 48 Lundur ..................................... 10–11 Lögmenn Suðurlandi ................. 24 Lyngvík ........................................ 43 Miðborg ........................................ 38 Óðal-Framtíðin ........................... 17 Skeifan .......................................... 14 Stakfell ........................................ 44 Valhöll .................................. 28–29 Efnisyfirlit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.