Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 C 47HeimiliFasteignir Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. Breiðvangur - laus 3-4ra herb. íbúð á 3. hæð ásamt 1 herbergi í kjallara, 114,5 fm Íbúðin er stofa, 2 svefnherb., baðherb. með glugga, eld- hús og innaf því þvottaherb. Hægt er að hafa 3ja svefnherbergið við hlið stofu. Laus strax. Tilboð Raðhús - einbýlishús Hvassaberg Höfum í einkasölu einbýlishús, timbur- hús, 149 fm ásamt 43,8 fm bílskúr. Húsið er mjög gott og notalegt. Stofur, sjónvarpshol, 4 svefnherbergi, stórt eldhús, gott baðherbergi, gestasnyrt- ing, forstofa, þvottaherb. o.fl. Sérlega rólegur staður. Möguleg skipti á t.d. 3ja - 4ra herb. íbúð, gjarnan með bílskúr. Verð 19,8 millj. Eyktarsmári Höfum í einkasölu gullfallegt og vandað raðhús á þessum góða stað. Húsið er 140 fm með innbyggðum bílskúr. Húsið skiptist í stofu, 2 svefnherbergi (á teikn. 3), fataherbergi, stórt baðherbergi, stórt og glæsilegt eldhús, þvottaherb. og forstofa. Arinn í stofu. Garður er ekki stór en allur afgirtur með skjólveggjum, fín útiaðstaða. Þetta er aldeilis freist- andi hús fyrir t.d. þá er vilja minnka við sig en samt vera í sérbýli. Verð 21,3 millj. Esjugrund Parhús, 153 fm . Nýtt, ekki fullbúið hús. Há, hagstæð lán. Hagstætt verð. Atvinnuhúsnæði Snorrabraut Nýlegt, fallegt 67,1 fm verslunarhúsnæði á götu hæð. Jörfagrund Einbýlishús, ein hæð 179,4 fm ásamt tvöf. 44,4 fm bílskúr. Húsið skiptist í rúmg. stofur, stórt eldhús, 5 herbergi, baðher- bergi, gestasnyrtingu og forstofu. Nýtt, nánast fullbúið, huggulegt og vel skipulagt hús. Ath. Nánast allt kaupverðið í langtíma lánum! Verð 19 millj. Hörgslundur Höfum í einka- sölu mjög gott og fallegt einbýlishús á fínum stað! Húsið er 219,4 fm auk tvöfalds bílskúrs, 50,2 fm, og undir honum er jafnstór kjallari. Stór garð- skáli. Mjög skemmtilega hannað og vandað hús. Góð lán. Verð 23,8 millj. Efstaleiti - 60 ára og eldri Mjög vönduð, 4ra herb. 127 fm íbúð á 2. hæð í stórglæsilegu fjölbýlishúsi. Íbúðin er stórar, falleg- ar stofur, 2 rúmgóð svefnherbergi, gott eldhús, baðherbergi, þvottaher- bergi og forstofa. Lyftuhús. Út frá stofu eru mjög stórar svalir og aðrar minni frá svefnherb. Stæði í vel búnu bílahúsi. Í glæsilegri sameign eru m.a. sundlaug, heitir pottar, böð, saunabað, aðstaða fyrir líkam- rækkt, tómstundastarf o.fl. Einnig er góður veislusalur. Íbúð og öll sam- eign í fyrsta flokks ástandi. Einstak- lega spennandi valkostur fyrir þá er vilja þægindi, öryggi og góðan stað. Verð 25 millj. S. 562 1200 F. 562 1251 3 herbergja Skerjafjörður 3ja herbergja falleg íbúð á jarðhæð í þessu góða húsi. Sérinngangur. Sérhiti og sérþvottaherbergi. Góður sólpallur. Verð 11,5 millj. Vesturberg 3ja herbergja, 77,3 fm íbúð á 1. hæð (jarðhæð) í mjög góðu fjölbýlishúsi. Íbúðin er stofa, 2 ágæt svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og gangur. Mjög falleg og vel umgengin íbúð. Sérgarður, skjólgóður sólpallur. Verð 9,9 millj. Víkurás 3ja herb. 85,2 fm íbúð á 2. hæð í þessu ágæta húsi. Íbúðin er stofa, 2 góð svefnherb., eldhús, baðherb., hol og geymsla. Góðar suðursvalir. Stæði í bílageymslu fylgir. góð íbúð. Húsið klætt. Góð lán. Verð 11 millj. 4 herbergja og stærra Blöndubakki Vorum að fá í einkasölu 4ra herb. 114,6 fm bjarta og fallega íbúð á 2. hæð í góðu húsi. aukaherb. í kjallara. Íbúðin er góð stofa, 3 herb., eldhús, baðherb. með aðst. fyrir þvottavél, snyrting og hol. Góðar suðursvalir. Gott útsýni. Skóli og öll þjónusta í næsta nágrenni. Verð 12,2 millj. Fálkagata - laus 95,5 fm íbúð á tveim hæðum. Á neðri hæð er stofa, eldhús og forstofa. Uppi eru 2 herb., stórt baðherb. og sjón- varpshol. Svalir. Sérinngangur. Frá- bær staður. Laus. Tilboð óskast. Ástún 3ja herb. 79,4 fm íbúð á 4. hæð, efstu, í góðu fjölbýlishúsi. Íbúðin er stofa, 2 góð svefnherbergi, eldhús og baðherbergi með glugga. Þvottaherbergi á hæðinni. Góð íbúð á frábærum stað. Laus fljótlega. Stutt í skóla. Gott leikherbergi í kjall- ara. Góð lán Seljendur  Sölusamningur – Áður en fast- eignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að ganga frá sölu- samningi við eiganda hennar um þjónustu fasteignasala á þar til gerðu samningseyðublaði. Eigandi eignar og fasteignasali staðfesta ákvæði sölusamningsins með undirritun sinni. Allar breytingar á sölusamningi skulu vera skriflegar. Í sölusamningi skal eftirfarandi koma fram:  Tilhögun sölu – Koma skal fram, hvort eignin er í einkasölu eða al- mennri sölu, svo og hver söluþóknun er. Sé eign sett í einkasölu, skuldbind- ur eigandi eignarinnar sig til þess að bjóða eignina aðeins til sölu hjá ein- um fasteignasala og á hann rétt til umsaminnar söluþóknunar úr hendi seljanda, jafnvel þótt eignin sé seld annars staðar. Einkasala á einnig við, þegar eignin er boðin fram í maka- skiptum. – Sé eign í almennri sölu má bjóða hana til sölu hjá fleiri fast- eignasölum en einum. Söluþóknun greiðist þeim fasteignasala, sem sel- ur eignina.  Auglýsingar – Aðilar skulu semja um, hvort og hvernig eign sé auglýst, þ. e. á venjulegan hátt í eindálki eða með sérauglýsingu. Auglýs- ingakostnaður skal síðan greiddur mánaðarlega samkv. gjaldskrá dag- blaðs. Öll þjónusta fasteignasala þ. m. t. auglýsingar er virðisaukaskatt- skyld.  Gildistími – Sölusamningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með fyrirvara (hámark 30 dagar) og gera þarf það skriflega. Ef einkasölusamn- ingi er breytt í almennan sölusamn- ing þarf einnig að gera það með skrif- legum hætti. Sömu reglur gilda þar um uppsögn.  Öflun gagna/söluyfirlit – Áður en eignin er boðin til sölu, verður að út- búa söluyfirlit yfir hana. Seljandi skal leggja fram upplýsingar um eignina, en í mörgum tilvikum getur fast- eignasali veitt aðstoð við útvegun þeirra skjala sem nauðsynleg eru. Fyrir þá þjónustu þarf að greiða, auk beins útlagðs kostnaðar fasteignasal- ans við útvegun skjalanna. Í þessum tilgangi þarf eftirfarandi skjöl:  Veðbókarvottorð – Þau kosta nú 900 kr. og fást hjá sýslumannsemb- ættum. Opnunartíminn er yfirleitt milli kl. 10.00 og 15.00. Á veðbók- arvottorði sést hvaða skuldir (veð- bönd) hvíla á eigninni og hvaða þing- lýstar kvaðir eru á henni.  Greiðslur – Hér er átt við kvittanir allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem á að aflýsa.  Fasteignamat – Hér er um að ræða matsseðil, sem Fasteignamat ríkisins sendir öllum fasteignaeig- endum í upphafi árs og menn nota m.a. við gerð skattframtals. Fast- eignamat ríkisins er til húsa að Borg- artúni 21, Reykjavík sími 5155300.  Fasteignagjöld – Sveitarfélög eða gjaldheimtur senda seðil með álagn- ingu fasteignagjalda í upphafi árs og er hann yfirleitt jafnframt greiðslu- seðill fyrir fyrsta gjalddaga fast- eignagjalda ár hvert. Kvittanir þarf vegna greiðslu fasteignagjaldanna.  Brunabótamatsvottorð – Vott- orðin fást hjá því tryggingafélagi, sem eignin er brunatryggð hjá. Vott- orðin eru ókeypis. Einnig þarf kvitt- anir um greiðslu brunaiðgjalda. Ef fá þarf nýtt brunabótamat á fasteign, þarf að snúa sér til Fasteignamats ríksins og biðja um nýtt brunabóta- mat.  Hússjóður – Hér er um að ræða yf- irlit yfir stöðu hússjóðs og yfirlýsingu húsfélags um væntanlegar eða yf- irstandandi framkvæmdir. Formaður eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að út- fylla sérstakt eyðublað Félags fast- eignasala í þessu skyni.  Afsal – Afsal fyrir eign þarf að liggja fyrir. Ef afsalið er glatað, er hægt að fá ljósrit af því hjá viðkom- andi sýslumannsembætti og kostar það nú kr. 100. Afsalið er nauðsyn- legt, því að það er eignarheimildin fyrir fasteigninni og þar kemur fram lýsing á henni.  Kaupsamningur – Ef lagt er fram ljósrit afsals, er ekki nauðsynlegt að leggja fram ljósrit kaupsamnings. Það er því aðeins nauðsynlegt í þeim tilvikum, að ekki hafi fengist afsal frá fyrri eiganda eða því ekki enn verið þinglýst.  Eignaskiptasamningur – Eigna- skiptasamningur er nauðsynlegur, því að í honum eiga að koma fram eign- arhlutdeild í húsi og lóð og hvernig afnotum af sameign og lóð er háttað.  Umboð – Ef eigandi annast ekki sjálfur sölu eignarinnar, þarf umboðs- maður að leggja fram umboð, þar sem eigandi veitir honum umboð til þess fyrir sína hönd að undirrita öll skjöl vegna sölu eignarinnar.  Yfirlýsingar – Ef sérstakar kvaðir eru á eigninni s. s. forkaupsréttur, umferðarréttur, viðbyggingarréttur o. fl. þarf að leggja fram skjöl þar að lútandi. Ljósrit af slíkum skjölum fást yfirleitt hjá viðkomandi fógetaemb- ætti.  Teikningar – Leggja þarf fram samþykktar teikningar af eigninni. Hér er um að ræða svokallaðar bygg- ingarnefndarteikningar. Vanti þær má fá ljósrit af þeim hjá byggingarfull- trúa. Kaupendur  Þinglýsing – Nauðsynlegt er að þinglýsa kaupsamningi strax hjá við- komandi sýslumannsembætti. Það er mikilvægt öryggisatriði. Á kaupsamn- inga v/eigna í Hafnarfirði þarf áritun bæjaryfirvalda áður en þeim er þing- lýst.  Greiðslustaður kaupverðs – Al- gengast er að kaupandi greiði af- borganir skv. kaupsamningi inn á bankareikning seljanda og skal hann tilgreindur í söluumboði.  Greiðslur – Inna skal allar greiðslur af hendi á gjalddaga. Selj- anda er heimilt að reikna dráttarvexti strax frá gjalddaga. Hér gildir ekki 15 daga greiðslufrestur.  Lánayfirtaka – Tilkynna ber lán- veitendum um yfirtöku lána.  Lántökur– Skynsamlegt er að gefa sér góðan tíma fyrir lántökur. Það getur verið tímafrekt að afla tilskil- inna gagna s. s. veðbókarvottorðs, brunabótsmats og veðleyfa.  Afsal – Ef skjöl, sem þinglýsa á, hafa verið undirrituð samkvæmt um- boði, verður umboðið einnig að fylgja með til þinglýsingar. Ef eign er háð ákvæðum laga um byggingarsam- vinnufélög, þarf áritun bygging- arsamvinnufélagsins á afsal fyrir þinglýsingu þess og víða utan Reykjavíkur þarf áritun bæjar/ sveitarfélags einnig á afsal fyrir þing- lýsingu þess.  Samþykki maka – Samþykki maka þinglýsts eiganda þarf fyrir sölu og veðsetningu fasteignar, ef fjölskyldan býr í eigninni.  Gallar – Ef leyndir gallar á eigninni koma í ljós eftir afhendingu, ber að tilkynna seljanda slíkt strax. Að öðr- um kosti getur kaupandi fyrirgert hugsanlegum bótarétti sakir tómlæt- is. Gjaldtaka  Þinglýsing – Þinglýsingargjald hvers þinglýsts skjals er nú 1.200 kr.  Stimpilgjald– Það greiðir kaupandi af kaupsamningum og afsölum um leið og þau eru lögð inn til þinglýs- ingar. Ef kaupsamningi er þinglýst, þarf ekki að greiða stimpilgjald af af- salinu. Stimpilgjald kaupsamnings eða afsals er 0,4% af fasteignamati húss og lóðar, þ. e. 4.000 kr. af hverri milljón.  Skuldabréf – Stimpilgjald skulda- bréfa er 1,5% af höfuðstóli (heildar- upphæð) bréfanna eða 1.500 kr. af hverjum 100.000 kr. Kaupandi greiðir þinglýsingar- og stimpilgjald útgef- inna skuldabréfa vegna kaupanna, en seljandi lætur þinglýsa bréfunum.  Stimpilsektir– Stimpilskyld skjöl, sem ekki eru stimpluð innan 2ja mán- aða frá útgáfudegi, fá á sig stimp- ilsekt. Hún er 10% af stimpilgjaldi fyr- ir hverja byrjaða viku. Sektin fer þó aldrei yfir 50%.  Skipulagsgjald – Skipulagsgjald er greitt af nýreistum húsum. Af hverri byggingu, sem reist er, skal greiða 3‰ (þrjú pro mille) í eitt sinn af brunabótavirðingu hverrar húseignar. Nýbygging telst hvert nýreist hús, sem virt er til brunabóta svo og við- byggingar við eldri hús, ef virðing- arverð hinnar nýju viðbyggingar nemur 1/5 af verði eldra hússins. Þetta á einnig við um endurbætur, sem hækka brunabótavirðingu um 1/5. Húsbyggjendur  Lóðaumsókn – Eftir birtingu aug- lýsingar um ný byggingarsvæði geta væntanlegir umsækjendur kynnt sér þau hverfi og lóðir sem til úthlutunar eru á hverjum tíma hjá byggingaryf- irvöldum í viðkomandi bæjar- eða sveitarfélögum – í Reykjavík á skrif- stofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2. Skilmálar eru þar afhentir gegn gjaldi, ef tilbúnir eru. Umsækjendur skulu fylla út nákvæmlega þar til gert eyðublað og senda aftur til viðkom- andi skrifstofu. Í stöku tilfelli þarf í umsókn að gera tillögu að húshönn- uði en slíkra sérupplýsinga er þá get- ið í skipulagsskilmálum og á umsókn- areyðublöðum.  Lóðaúthlutun – Þeim sem út- hlutað er lóð, fá um það skriflega til- kynningu, úthlutunarbréf og þar er þeim gefinn kostur á að staðfesta út- hlutunina innan tilskilins tíma, sem venjulega er um 1 mánuður. Þar koma einnig fram upplýsingar um upp- hæðir gjalda o.fl. Skilyrði þess að lóðaúthlutun taki gildi eru að áætluð gatnagerðargjöld o.fl. séu greidd á réttum tíma. Við staðfestingu lóðaút- hlutunar fá lóðarhafar afhent nauð- synleg gögn, svo sem mæliblað í tví- riti, svo og hæðarblað í tvíriti og skal annað þeirra fylgja leyfisumsókn til byggingarnefndar, auk frekari gagna ef því er að skipta.  Gjöld – Gatnagerðargjöld eru mis- munandi eftir bæjar- og sveit- arfélögum. Upplýsingar um gatna- gerðargjöld í Reykjavík má fá hjá borgarverkfræðingi en annars staðar hjá byggingarfulltrúa. Að auki koma til heimæðargjöld. Þessi gjöld ber að greiða þannig: 1/10 innan mánaðar frá úthlutun, síðan 30% sex mán- uðum eftir úthlutun, 30% tólf mán- uðum eftir úthlutun og loks 30% átján mánuðum eftir úthlutun.  Framkvæmdir – Áður en unnt er að hefjast handa um framkvæmdir þarf framkvæmdaleyfi. Í því felst byggingaleyfi og til að fá það þurfa bygginganefndarteikningar að vera samþykktar og stimplaðar og eft- irstöðvar gatnagerðargjalds og önn- ur gjöld að vera greidd. Einnig þarf að liggja fyrir bréf um lóð- arafhendingu, sem kemur þegar byggingarleyfi er fengið og nauðsyn- legum framkvæmdum sveitarfélags er lokið, svo sem gatna- og holræsa- framkvæmdum. Í þriðja lagi þarf að liggja fyrir stað- setningarmæling bygginga á lóð en þá þarf einnig byggingarleyfi að liggja fyrir, lóðarafhending að hafa farið fram og meistarar að hafa skrifað upp á teikningar hjá byggingarfull- trúa. Fylla þarf út umsókn um vinnu- heimtaugarleyfi til rafmagnsveitu og með þeirri umsókn þarf að fylgja byggingarleyfi, afstöðumynd sem fylgir byggingarnefndarteikningu og umsókn um raforku með undirskrift rafverktaka og húsbyggjanda. Umsækjanda er tilkynnt hvort hann uppfyllir skilyrði rafmagnsveitu og staðfestir þá leyfið með því að greiða heimtaugargjald. Fljótlega þarf að leggja fram sökklateikningar hjá byggingarfulltrúa og fá þær stimpl- aðar en að því búnu geta fram- kvæmdir við sökkla hafist. Þá þarf út- tektir á ýmsum stigum framkvæmda og sjá meistarar um að fá bygginga- fulltrúa til að framkvæma þær. Minnisblað NOKKRIR hlutir úr matarstellinu Yoko sem fæst í Duka í Kringl- unni. Skál kostar 890, diskur kostar 1.200 og 1.700 krónur, Soya-diskur kostar 490. Drykkjarkönnur í stíl kosta 990 krónur stykkið. Yoko-matarstell Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.