Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MIKLAR umbætur hafa nú orðið í tölvusambandi Landbúnaðarháskól- ans á Hvanneyri við umheiminn með því að skólanetið á staðnum hefur verið fært yfir á RHnet – Rann- sókna- og háskólanet Íslands. Þessi nýja tenging er margfalt öflugri en sú sem var fyrir. Hún tengist frá húsi heimavistarinnar á Hvanneyri með örbylgju upp að Vatnshömrum í Andakíl í mastur fjarskiptafélagsins Fjarska hf., dótturfélags Lands- virkjunar, á 10.000kbit/s sambandi. Netsambandið er um 40 sinnum öfl- ugra nú en það var áður og nýtist starfsfólki og nemendum Landbún- aðarháskólans margfalt betur en sú gamla. Um hundrað nemendur stunda nú nám við Landbúnaðarhá- skólann, þar af um 25 í fjarnámi. Kennt er á þremur námsbrautum við háskólann auk þess sem þar er rekin bændadeild á framhaldsskólastigi. Öflugri tölvu- tenging á Hvanneyri Morgunblaðið/Pétur Davíðsson Kennararnir Susanne Greef og Þorsteinn Guðmundsson við vinnu sína. Skorradalur AÐALFUNDUR Félags ferðaþjón- ustubænda var haldinn á Arnarstapa 12. og 13. mars. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa var fjallað um stöðu greinarinnar, samstarf milli ferða- þjónustubænda, markaðsmál og fleira. Einn mikilvægasti liður fund- arins var þó samhljóma samþykkt fundarmanna á yfirlýsingu sem snýr að umhverfismálum ferðaþjónustu- bænda og er Félag ferðaþjónustu- bænda þar með fyrsta búgreina- félagið sem mótar sér umhverfis- stefnu, þar sem segir m.a.: „Umhverfismál eru ofarlega á baugi í samfélagslegri umræðu og Ísland hefur eins og svo margar aðr- ar þjóðir samþykkt að fylgja eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróun- ar. Félag ferðaþjónustubænda horfir enn á ný til framtíðar og stefnir að því að verða til fyrirmyndar í um- hverfismálum ferðaþjónustu á lands- byggðinni. Með viljayfirlýsingu sam- takanna er það haft að markmiði að hvert einasta fyrirtæki sem starfar innan vébanda Félags ferðaþjón- ustubænda hafi innan 2ja ára mótað sér umhverfisstefnu. Telja samtökin slíka stefnu og framkvæmd hennar í daglegum rekstri fyrirtækjanna verða eitt mikilvægasta gæðatákn framtíðar í ferðamálum...“ Í fararbroddi í umhverfismálum Einar Sveinbjörnsson, aðstoðar- maður umhverfisráðherra, ávarpaði fundinn í forföllum ráðherra og sagði meðal annars að Ferðaþjónusta bænda væri að vissu leyti umhverf- isvæn nú þegar þar sem hún stuðlaði að dreifingu álags og opnaði fleiri dyr að landinu. Fagnaði Einar þess- ari framsæknu stefnumörkun Fé- lags ferðaþjónustubænda í umhverf- ismálum og sagði hana í samræmi við stefnumótun umhverfisráðuneyt- isins fram til ársins 2024. Með þess- ari ákvörðun væru ferðaþjónustu- bændur til fyrirmyndar og ættu möguleika á að vera í fararbroddi í öllu því sem lyti að umhverfi og ásýnd landsins. Forseti bæjarstjórnar Snæfells- bæjar, Ásbjörn Óttarsson, tók í sama streng og Einar og óskaði ferðaþjónustubændum til hamingju með stefnumörkunina. Sagði hann náttúruna vera auðlind og færri búa í nánari tengslum við hana en ferða- þjónustubændur og væri það ánægjulegt að þeir vildu leggja mik- ið af mörkum til að vernda hana. Hann fagnaði því að yfirlýsingin skyldi undirrituð í Snæfellsbæ, þar sem bæjarfélagið hefði staðið fram- arlega að umhverfismálum, allt frá því að það samþykkti Staðardagskrá 21 fyrst allra bæjarfélaga á landinu. Kynningar á svæði og fólki Ferðaþjónustubændur á Snæfells- nesi höfðu veg og vanda af undirbún- ingi og framkvæmd fundarins og buðu m.a. upp á skoðunarferð um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul í sólskini og björtu vetrarveðri. Fiskrétta- verksmiðjan Humall í Ólafsvík kynnti djúpsteikta hörpuskel, fisk- nagga úr ýsu og rækjum og fisk- stauta úr ýsu fyrir hátíðarkvöldverð og gestir fengu einnig að smakka há- karl frá Hildibrandi í Bjarnarhöfn og þurrkuð sandsíli frá ferðaþjónustu- bændum á Brekkubæ. Veislustjóri kvöldsins var Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Samkoman heiðraði sérstaklega Kristleif Þorsteinsson, fyrrverandi ferðaþjónustubónda á Húsafelli, fyr- ir framlag hans til Ferðaþjónustu bænda, en hann var einn fyrsti bóndi á landinu til að taka upp ferðaþjón- ustu. Helstu skemmtiatriði kvölds- ins fluttu Ingi Hans Jónsson, sagna- maður frá Grundarfirði, og söngva- skáldið Ólína Gunnlaugsdóttir frá Hellnum, en Durgarnir sungu bak- raddir hjá henni. Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Frá fjölmennum aðalfundi Félags ferðaþjónustu bænda á Arnarstapa. Í fararbroddi í umhverf- isvænni ferðaþjónustu Hellnar „ÉG er virkilega stolt af krökk- unum og gaman að fylgjast með því hvað þeir læra ótrúlega mikið á stuttum tíma segir Ásrún Krist- jánsdóttir danskennari en hún hef- ur komið árlega til Hólmavíkur í um tuttugu ár og kennt dans. Það eru nemendur í grunnskólanum á Hólmavík og í Broddanesi svo og leikskólabörn sem fá danskennslu í eina viku á ári. „Ég kom fyrst hingað norður á Strandir að kenna þegar ég var að læra dans hjá Sigurði Hákonarsyni árið 1982 og hef alltaf jafn gaman af því að koma og sjá hvað nem- endunum fer fram. Ásrún, sem býr á Akranesi, kennir dans við nokkra skóla í Borgarfirðinum svo og á sunn- anverðu Snæfellsnesi. Hún kennir einnig í Reykjavík hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Þá kennir hún eldri borgurum á Akranesi svo fátt eitt sé nefnt. „Það er ákveðinn hópur sem er búinn að vera hjá mér í fjögur ár og þau láta sig aldr- ei vanta á æfingu,“ segir Ásrún. Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Ásrún kennir yngstu börnunum, sem eru fjögurra ára, að dansa. Hefur kennt árlega í tuttugu ár Strandir ÞAÐ var mikið að gera hjá fimleika- iðkendum helgina 16. og 17. mars. Á laugardaginn var innanfélagsmót þar sem fimleikafólk á aldrinum 6 – 15 ára keppti. Alls tóku 67 krakkar þátt í mótinu. Á sunnudaginn var byrjenda- trompmót. Trompmót er annað nafn yfir hópakeppni. Á trompmóti er ekki keppt í einstaklingsgreinum heldur eingöngu hópakeppni. Kepp- Fimleikar alla helgina Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Sigurliðið á trompmóti Hamars, Gerpla 3P. Hveragerði víkur. Sigurliðin voru: 1. sæti Gerpla 3P, 2. sæti Gerpla 4P og 3. sæti Sel- foss1. endur voru 121 og komu þeir frá fim- leikadeildum Fylkis, Gróttu, Gerplu, Bjarkar, Hamars, Selfoss og Kefla- LOKAHÁTÍÐ stóru upplestrar- keppninnar í Austur-Skaftafells- sýslu var haldin á Höfn fyrir skömmu. Allir keppendur voru úr 7. bekk og komu úr fjórum skólum á Suðausturlandi, það er að segja Djúpavogi, Hafnarskóla, Hrollaugs- staðaskóla í Suðursveit og Hofgarðs- skóla Öræfum. Sigurvegari keppn- innar varð Katrín Líf Sigurðardóttir úr grunnskólanum í Öræfum. Þessi mynd af henni var tekin skömmu eft- ir að heim var komið með verðlauna- skjalið. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Sigurvegari keppninnar, Katrín Líf Sigurðardóttir úr grunn- skólanum í Öræfum. Lokahátíð upplestr- arkeppn- innar Öræfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.