Morgunblaðið - 20.03.2002, Side 18

Morgunblaðið - 20.03.2002, Side 18
LANDIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MIKLAR umbætur hafa nú orðið í tölvusambandi Landbúnaðarháskól- ans á Hvanneyri við umheiminn með því að skólanetið á staðnum hefur verið fært yfir á RHnet – Rann- sókna- og háskólanet Íslands. Þessi nýja tenging er margfalt öflugri en sú sem var fyrir. Hún tengist frá húsi heimavistarinnar á Hvanneyri með örbylgju upp að Vatnshömrum í Andakíl í mastur fjarskiptafélagsins Fjarska hf., dótturfélags Lands- virkjunar, á 10.000kbit/s sambandi. Netsambandið er um 40 sinnum öfl- ugra nú en það var áður og nýtist starfsfólki og nemendum Landbún- aðarháskólans margfalt betur en sú gamla. Um hundrað nemendur stunda nú nám við Landbúnaðarhá- skólann, þar af um 25 í fjarnámi. Kennt er á þremur námsbrautum við háskólann auk þess sem þar er rekin bændadeild á framhaldsskólastigi. Öflugri tölvu- tenging á Hvanneyri Morgunblaðið/Pétur Davíðsson Kennararnir Susanne Greef og Þorsteinn Guðmundsson við vinnu sína. Skorradalur AÐALFUNDUR Félags ferðaþjón- ustubænda var haldinn á Arnarstapa 12. og 13. mars. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa var fjallað um stöðu greinarinnar, samstarf milli ferða- þjónustubænda, markaðsmál og fleira. Einn mikilvægasti liður fund- arins var þó samhljóma samþykkt fundarmanna á yfirlýsingu sem snýr að umhverfismálum ferðaþjónustu- bænda og er Félag ferðaþjónustu- bænda þar með fyrsta búgreina- félagið sem mótar sér umhverfis- stefnu, þar sem segir m.a.: „Umhverfismál eru ofarlega á baugi í samfélagslegri umræðu og Ísland hefur eins og svo margar aðr- ar þjóðir samþykkt að fylgja eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróun- ar. Félag ferðaþjónustubænda horfir enn á ný til framtíðar og stefnir að því að verða til fyrirmyndar í um- hverfismálum ferðaþjónustu á lands- byggðinni. Með viljayfirlýsingu sam- takanna er það haft að markmiði að hvert einasta fyrirtæki sem starfar innan vébanda Félags ferðaþjón- ustubænda hafi innan 2ja ára mótað sér umhverfisstefnu. Telja samtökin slíka stefnu og framkvæmd hennar í daglegum rekstri fyrirtækjanna verða eitt mikilvægasta gæðatákn framtíðar í ferðamálum...“ Í fararbroddi í umhverfismálum Einar Sveinbjörnsson, aðstoðar- maður umhverfisráðherra, ávarpaði fundinn í forföllum ráðherra og sagði meðal annars að Ferðaþjónusta bænda væri að vissu leyti umhverf- isvæn nú þegar þar sem hún stuðlaði að dreifingu álags og opnaði fleiri dyr að landinu. Fagnaði Einar þess- ari framsæknu stefnumörkun Fé- lags ferðaþjónustubænda í umhverf- ismálum og sagði hana í samræmi við stefnumótun umhverfisráðuneyt- isins fram til ársins 2024. Með þess- ari ákvörðun væru ferðaþjónustu- bændur til fyrirmyndar og ættu möguleika á að vera í fararbroddi í öllu því sem lyti að umhverfi og ásýnd landsins. Forseti bæjarstjórnar Snæfells- bæjar, Ásbjörn Óttarsson, tók í sama streng og Einar og óskaði ferðaþjónustubændum til hamingju með stefnumörkunina. Sagði hann náttúruna vera auðlind og færri búa í nánari tengslum við hana en ferða- þjónustubændur og væri það ánægjulegt að þeir vildu leggja mik- ið af mörkum til að vernda hana. Hann fagnaði því að yfirlýsingin skyldi undirrituð í Snæfellsbæ, þar sem bæjarfélagið hefði staðið fram- arlega að umhverfismálum, allt frá því að það samþykkti Staðardagskrá 21 fyrst allra bæjarfélaga á landinu. Kynningar á svæði og fólki Ferðaþjónustubændur á Snæfells- nesi höfðu veg og vanda af undirbún- ingi og framkvæmd fundarins og buðu m.a. upp á skoðunarferð um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul í sólskini og björtu vetrarveðri. Fiskrétta- verksmiðjan Humall í Ólafsvík kynnti djúpsteikta hörpuskel, fisk- nagga úr ýsu og rækjum og fisk- stauta úr ýsu fyrir hátíðarkvöldverð og gestir fengu einnig að smakka há- karl frá Hildibrandi í Bjarnarhöfn og þurrkuð sandsíli frá ferðaþjónustu- bændum á Brekkubæ. Veislustjóri kvöldsins var Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Samkoman heiðraði sérstaklega Kristleif Þorsteinsson, fyrrverandi ferðaþjónustubónda á Húsafelli, fyr- ir framlag hans til Ferðaþjónustu bænda, en hann var einn fyrsti bóndi á landinu til að taka upp ferðaþjón- ustu. Helstu skemmtiatriði kvölds- ins fluttu Ingi Hans Jónsson, sagna- maður frá Grundarfirði, og söngva- skáldið Ólína Gunnlaugsdóttir frá Hellnum, en Durgarnir sungu bak- raddir hjá henni. Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Frá fjölmennum aðalfundi Félags ferðaþjónustu bænda á Arnarstapa. Í fararbroddi í umhverf- isvænni ferðaþjónustu Hellnar „ÉG er virkilega stolt af krökk- unum og gaman að fylgjast með því hvað þeir læra ótrúlega mikið á stuttum tíma segir Ásrún Krist- jánsdóttir danskennari en hún hef- ur komið árlega til Hólmavíkur í um tuttugu ár og kennt dans. Það eru nemendur í grunnskólanum á Hólmavík og í Broddanesi svo og leikskólabörn sem fá danskennslu í eina viku á ári. „Ég kom fyrst hingað norður á Strandir að kenna þegar ég var að læra dans hjá Sigurði Hákonarsyni árið 1982 og hef alltaf jafn gaman af því að koma og sjá hvað nem- endunum fer fram. Ásrún, sem býr á Akranesi, kennir dans við nokkra skóla í Borgarfirðinum svo og á sunn- anverðu Snæfellsnesi. Hún kennir einnig í Reykjavík hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Þá kennir hún eldri borgurum á Akranesi svo fátt eitt sé nefnt. „Það er ákveðinn hópur sem er búinn að vera hjá mér í fjögur ár og þau láta sig aldr- ei vanta á æfingu,“ segir Ásrún. Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Ásrún kennir yngstu börnunum, sem eru fjögurra ára, að dansa. Hefur kennt árlega í tuttugu ár Strandir ÞAÐ var mikið að gera hjá fimleika- iðkendum helgina 16. og 17. mars. Á laugardaginn var innanfélagsmót þar sem fimleikafólk á aldrinum 6 – 15 ára keppti. Alls tóku 67 krakkar þátt í mótinu. Á sunnudaginn var byrjenda- trompmót. Trompmót er annað nafn yfir hópakeppni. Á trompmóti er ekki keppt í einstaklingsgreinum heldur eingöngu hópakeppni. Kepp- Fimleikar alla helgina Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Sigurliðið á trompmóti Hamars, Gerpla 3P. Hveragerði víkur. Sigurliðin voru: 1. sæti Gerpla 3P, 2. sæti Gerpla 4P og 3. sæti Sel- foss1. endur voru 121 og komu þeir frá fim- leikadeildum Fylkis, Gróttu, Gerplu, Bjarkar, Hamars, Selfoss og Kefla- LOKAHÁTÍÐ stóru upplestrar- keppninnar í Austur-Skaftafells- sýslu var haldin á Höfn fyrir skömmu. Allir keppendur voru úr 7. bekk og komu úr fjórum skólum á Suðausturlandi, það er að segja Djúpavogi, Hafnarskóla, Hrollaugs- staðaskóla í Suðursveit og Hofgarðs- skóla Öræfum. Sigurvegari keppn- innar varð Katrín Líf Sigurðardóttir úr grunnskólanum í Öræfum. Þessi mynd af henni var tekin skömmu eft- ir að heim var komið með verðlauna- skjalið. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Sigurvegari keppninnar, Katrín Líf Sigurðardóttir úr grunn- skólanum í Öræfum. Lokahátíð upplestr- arkeppn- innar Öræfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.