Morgunblaðið - 21.03.2002, Page 41

Morgunblaðið - 21.03.2002, Page 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 41 TINDRANDI STJÖRNUR THE STELLARS GLITRANDI HÁMARKSGLJÁI Stellars eru skrefinu framar hvað varðar gljáa varanna vegna þúsunda tindrandi ljósa. Silfurhúðaðar, glitrandi agnir, létt áferð og glampandi gljái. Grímsbæ, sími 553 1262. Ráðgjafar frá Helena Rubinstein kynna nýjungar í dag og á morgun. Amazonia, vor- og sumarlitirnir eru komnir. Prodigy, glænýtt krem sem uppfyllir allar þarfir húðarinnar. Stellars, nýir, ómótstæðilegir varalitir. Við gleðjum viðskiptavini Helena Rubinstein með glæsilegum kaupaukum. Hamraborg 14A, sími 564 2011. HVERSU áhrifarík- ir eru fundir í fyrir- tækjum og stofnunum? Fundirnir eru svo rík- ur þáttur í daglegu um- hverfi að rekstur væri nánast óhugsandi án margra og stífra funda – eða svo mætti ætla. Stjórnandi sem setur upp marga fundi er oft- ast álitinn sýna með því dugnað og að hann eða hún vilji stjórna og fylgjast með öllu mark- verðu sem gerist. Á fundum hafa starfs- menn líka tækifæri til að koma tillögum sín- um, málum og skoðunum á fram- færi. Þó mætti spyrja: ná fundirnir markmiðum sínum eða eru þeir oft á tíðum hrein tímasóun? Fundir eru auðvitað nauðsynlegir því þeir eru vettvangur þar sem hópur eða hópar geta mæst og unnið saman að tilteknum verkefnum. Fundarstjóri, sem oftast er t.d. framkvæmdastjóri, deildarstjóri, forstjóri eða annar háttsettur yfir- maður, er venjulega verkstjóri fund- arins. Hlutverk fundarstjóra, undir- búningur funda, hvernig gera má fundi skilvirkari o.s.frv. er vel þekkt og kennt á stjórnunarnámskeiðum af ýmsu tagi. Ég tel þó ástæðu til að ætla að margir fundir séu næsta gagnslitlir, þrátt fyrir góðan vilja og þekkingu þeirra sem að þeim koma. Í fyrsta lagi verða margir fundir, sérstaklega þeir sem haldnir eru samkvæmt fastri dagskrá, svo sem vikulegir fundir, fljótlega of hefð- bundnir og fastmótaðir. Fundirnir eru samt hluti af innri og ytri ímynd fyrirtækis eða stofnunar og þá um leið nauðsynlegur þáttur í að við- halda þeirri ímynd. Þegar banda- rískir vinnu- og iðnaðarsálfræðingar fóru að kanna þessi mál um miðja síðustu öld komust menn að því að fyrirtæki og stofnanir hafa ríka þörf á að viðhalda sjálfum sér og réttlæta tilvist sína. Til að réttlæta sig er haldið uppi stífri dagskrá, sem hægt er að vitna til þegar þörf krefur. Réttlæting stofnana fyrir eigin til- vist verður ljós þegar við skoðum þann mótþróa sem kemur upp þegar breyta á gömlum og grónum stofnunum eða fyrirtækjum, leggja þau niður eða láta tvö fyrirtæki eða fleiri renna saman í eina heild. Þá koma upp ótal rök sem réttlæta það að viðhalda status quo eða óbreyttu ástandi. Hvernig koma fund- irnir inn í þessa mynd? Jú, þeir eru ein meg- inumgjörðin fyrir starfið. En því miður verða sumir fundir fal- leg umgjörð utan um ekki neitt. Fundir geta fljótlega far- ið að réttlæta sjálfa sig og tilvist sína óháð árangri. Ef fundir hafa t.d. ver- ið haldnir með sama formi í langan tíma, myndi það jafngilda einhvers konar byltingu að hrófla við því. Í fastmótuðum kerfum er slík breyt- ing nánast óhugsandi, nema með miklu brambolti. Hvernig geta starfsmenn og stjórnendur þá áttað sig á hvort fundir séu skilvirkir? Ef menn hafa það oft á tilfinningunni að fundirnir séu leiðinlegir er það til marks um að viðkomandi hefur ekki áhuga á því sem þar gerist, og skortir þar af leiðandi trú á að nokkur tilgangur sé með þeim. Ef fólk hefur þessa af- stöðu er heldur ekki líklegt að það hafi nokkurt gagn af fundarsetunni. Að hafa slíka afstöðu er ekki rangt, og þarf alls ekki að vera dæmi um að fólki finnist ekki vænt um fyrirtækið eða stofnunina, þetta sýnir einfald- lega að fundirnir ná ekki tilgangi sínum: fundarstjórinn eða efnið nær ekki áhuga fólksins. Fundirnir geta auðveldlega orðið að „ritúali“. Þeir munu auðvitað vera fáir sem vilja viðurkenna opinberlega eða fyrir öðrum en sjálfum sér að fundir séu leiðinlegir og tilgangslausir, því það myndi jafngilda uppreisn gegn þeim sem ráða. Þó eru til mörg dæmi um einangraða stjórnendur, sem vita ekki af því þótt undirmenn ræði sín á milli um leiðinlega og tilgangs- lausa fundi. Slík umræða er dæmi um heilbrigði í fyrirtækinu, og ætti að nota aflið sem í henni felst til að virkja krafta og hugmyndir starfs- manna. Dæmin sýna þó að slíkt ástand getur varað árum saman, án þess að stjórnendur hafi hugmynd um. Annað vandamál þessu tengt er það sem ég vil nefna lokaður hópur. Þá eru samskiptaleiðir ekki opnar, menn segja ekki skoðun sína vegna hættu á að koma sér í ónáð hjá yf- irmönnum sínum. Í hópi þar sem tjá- skiptaleiðir eru að hluta lokaðar er hætta á að ákvarðanir séu teknar á grundvelli uppástungu eða tillögu eins manns, þá oftast æðsta manns- ins, sem tekur þögn hinna sem sam- þykki. Í slíkum hópi finnast oft að- ilar sem samþykkja eða styðja allt sem æðsti maðurinn segir, til að slá sig til riddara og öðlast trúnað yf- irmannsins. Hinir sem eru óánægðir þegja þá eða segja lítið sem ekkert, því þeir vilja forðast vandræði. Það eru þó þessir síðastnefndu aðilar sem eiga að sjá til að hlutirnir séu framkvæmdir, en framkvæmdin verður þá eðlilega með hangandi hendi, gerð án áhuga á að hún heppnist. Falleg umgjörð utan um ekki neitt? Egill Héðinn Bragason Fundir Ég tel ástæðu til að ætla, segir Egill Héðinn Bragason, að margir fundir séu næsta gagnslitlir. Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.