Morgunblaðið - 28.03.2002, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 28.03.2002, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 9 ÁRLEG ráðstefna samtakanna European Cities Against Drugs verður haldin í Reykjavík dagana 25.-27. apríl á Grand Hótel í Reykja- vík. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Grundvallarmannréttindi – málefni Evrópu. Fjallað verður um mann- réttindi í víðum skilningi, áhrif Schengen-samkomulagsins, opnun landamæra í Evrópu og áhrif þess á flutning ólöglegra fíkniefna á milli landa. Ennfremur stöðu kvenna, ekki síst frá löndum Austur-Evrópu, sem fluttar eru á milli landa og hætta er á að verði fórnarlömb kynlífsþrælkun- ar. Rædd verða fjögur meginefni á að- aldegi ráðstefnunnar, föstudaginn 25. apríl: Mannréttindi – nútíma þrælahald, Opin landamæri – hættur og tækifæri, Hinir nýju ráðamenn heimsins og loks Nýir tímar: Hvern- ig borgir – hvernig samfélög eru í þróun? Meðal frummælenda verða: Guðrún Agnarsdóttir, læknir, sem hefur lengi látið sig mannréttindamál varða og m.a. leitt nefndarstarf á vegum jafnréttisnefndar Evrópu- ráðsins, sem nýverið skilaði ráð- herranefnd ráðsins tillögum um úr- bætur á lagasetningu og öðrum framkvæmdum til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og ungum stúlk- um, bandaríski sjónvarpsfréttamað- urinn Wade West, sem jafnframt er forseti alþjóðasamtakanna The Media Power Group, dr. Kazimiera Prunskiene, sem tók stöðu forsætis- ráðherra í Litháen eftir að landið varð að lýðveldi, og prófessor Melvin Lewitsky, sem gegnt hefur starfi sendiherra Bandaríkjanna víða um heim og er jafnframt í stjórn ýmissa ráða, s.s. The Drug Free America Foundation, The Drug Prevention Network of the Americas og The Institute on Global Drug Policy. Dómsmálaráðherrar Íslands og Lettlands, Sólveig Pétursdóttir og Ingrida Labucka, og borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, verða meðal þátttakenda í pallborðsumræðum á ráðstefnunni. Verndari ráðstefnunnar, sem er öllum opin, er Vigdís Finnbogadóttir. Samhliða ráðstefnu samtakanna verður haldin 23. apríl næstkomandi ráðstefna fyrir ungt fólk í Evrópu. Málefni ráðstefnunnar er almenn mannréttindi – málefni Evrópu. Sér- staklega verður fjallað um vímuefna- notkun ungs fólks og afleiðingar hennar. Reykjavíkurborg hefur verið aðili að samtökunum frá árinu 1994 og tekið virkan þátt í starfi þeirra. Aðildarborgir hafa skuldbundið sig til þess að leita allra leiða í barátt- unni gegn ólöglegum fíkniefnum og hafa með sér samstarf þar að lútandi. Skáning er á heimasíðu Congress Reykjavík, www.congress.is, segir í fréttatilkynningu. Ráðstefna samtakanna European Cities Against Drugs Grundvallarmannrétt- indi – málefni Evrópu STJÓRN Félags íslenskra heimilis- lækna telur breytingu á reglugerð vegna greiðslu fyrir læknisvottorð þýða skert kjör og skerta þjónustu heilsugæslustöðva. Telur stjórnin að sú ákvörðun kjaranefndar að vinna við vottorð sé alfarið hluti af aðal- starfi lækna sé gjörbylting á margra áratuga hefð í vottorðavinnu þeirra. „Þetta leiðir til þess að hluta af þeim tíma sem áður var varið í mót- töku sjúklinga mun nú þurfa að verja í vinnu við vottorð. Áætla má að þessar breytingar á vinnulagi sam- svari fækkun á stöðugildum heilsu- gæslulækna um 15-20 á landsvísu. Munu þessar aðgerðir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og kjaranefndar hafa mikil og neikvæð áhrif á þjónustu heilsugæslunnar,“ segir í frétt frá stjórn FÍH. Segir þar einnig að frumkvæði ráðuneytisins hafi orðið til þess að nokkrir tugir heilsugæslulækna hafi nú undirbúið að segja upp störfum. Heilsugæslulæknar um breytta skipan vottorðavinnu Leiðir til fækkunar 15–20 stöðugilda KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16.                Vorlínan 2002 er komin Mjúkir leðurskór fyrir litla fætur Frábær páskagjöf fyrir minnstu börnin. Laugavegi 56, sími 552 2201 Langholtsvegi 82, 104 Rvík, sími 568 4545. Vönduð nett sófasett og sófaborð úr eik, natur- eða kirsuberjaáferð. Áklæði úr 100% pólyester sem auðvelt er að þrífa, fæst í bláu og rauðu. Skandinavísk hönnun. Tilvalið í stofuna, sumarbústaðinn eða sólstofuna. Verð aðeins 39.900 kr. Sími 553 3366 www.oo.is Opið lau. 30.03. kl. 11-16 20 gerðir - 19 litir 15 gerðir - 9 litir7 gerðir - 11 litir TILBOÐ m. 20% afsl. Tannstönglabox Verð kr. 2.590 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18, laugardag 11-15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.