Morgunblaðið - 30.04.2002, Page 20

Morgunblaðið - 30.04.2002, Page 20
STYRKING íslensku krónunnar er enn ekki farin að hafa teljandi áhrif á starfsemi útflutningsfyr- irtækja. Talsmenn þeirra segja gengisþróunina vissulega slæma en telja að gengið muni leita jafn- vægis á næstu vikum, enda sé ekki grundvöllur fyrir frekari styrkingu. Lokagengi krónunnar var í gær 131,1 stig en var 141,88 stig um síðustu ára- mót og hefur því styrkst um 8,17% frá áramótum. Kristján Þorsteinsson, framkvæmdastjóri fjár- málasviðs Marel hf., segir að vissulega hafi styrk- ing íslensku krónunnar slæm áhrif á útflutnings- iðnaðinn. Hinsvegar sé ljóst að krónan sé að leita jafnvægis, því gengi hennar hafi fallið of mikið. Hann á hinsvegar ekki von á því að krónan styrk- ist mikið meira en orðið er. „Sjávarútvegurinn hef- ur að undanförnu flutt mikið út, á sama tíma og innflutningur á fjárfestingavörum hefur verið í lágmarki. Þannig hefur innstreymi gjaldeyris ver- ið langt umfram útstreymi. Það er væntanlega tímabundið ástand. En auðvitað hefur styrking krónunnar áhrif á starfsemi móðurfélagsins, enda um 95–99% af tekjum þess í erlendri mynt. Þessi Morgunblaðið/Kristinn Talsmenn útflutningsfyrirtækja telja ekki grundvöll fyrir frekari styrkingu krónunnar. þróun er hinsvegar ekki enn farin að valda veru- legum vanda í rekstrinum en hún er vissulega slæm,“ segir Kristján. Góðir markaðir og góð aflabrögð vega upp styrkinguna Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf., segir að geng- ishækkun krónunnar sé ekki enn farin að hafa veruleg áhrif á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. „Við erum vitanlega að fá minna fyrir afurðirnar, eða sem nemur gengisstyrkingunni, en á móti kemur að aðstæður á mörkuðum eru góðar og aflabrögð sömuleiðis. Það er reyndar mismunandi hversu mikil áhrif gengisbreytingarnar hafa. Þannig er sjófrystingin tiltölulega ónæm fyrir gengisbreytingum, á meðan við finnum meira fyr- ir þeim í landvinnslunni. Mér reyndar finnst einkennilegt hversu mikið krónan hefur styrkst að undanförnu, miðað við hversu mikið hún veiktist á síðast ári þegar rekst- ur fyrirtækjanna var nokkuð góður. Aðstæður eru Íslenska krónan hefur styrkst um 8,17% frá síðustu áramótum Ekki haft teljandi áhrif á útflutning nokkuð svipaðar í dag og þær voru í fyrra, nema markaðir fyrir uppsjávarfisk eru betri. Ytri að- stæður eru því eins góðar og þær geta orðið. Mað- ur fer því að velta fyrir sér hvað það er sem í raun ræður gengi krónunnar,“ segir Guðbrandur. VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTABLÖÐIN Financial Times og The Wall Street Journal fjölluðu um helgina um veika stöðu Bandaríkjadals og líklega lækkun hans á næstunni. Í hinu fyrrnefnda er sagt frá því að Bandaríkjadalur hafi átt í vök að verjast í nokkrar vikur og að í lok síðustu viku hafi evran náð yfir 0,90 dali. Þá spái því margir að dalurinn muni nú falla í verði. Arnar Jónsson, sérfræðingur á alþjóða- og fjármálasviði Lands- banka Íslands, segir að Bandaríkja- dalur sé á flesta mælikvarða of hátt metinn og sé búinn að vera það lengi. Ýmsar skýringar séu á því að hann hafi ekki lækkað. Menn hafi haft mikla trú á bandaríska hag- kerfinu og fjármagnsstreymi hafi verið inn í landið sem hafi fjár- magnað háan viðskiptahalla. Miklar vaxtalækkanir seðlabanka Bandaríkjanna í fyrra hafi einnig aukið bjartsýni á efnahagslífið og þannig stutt við Bandaríkjadal, þó að dalurinn hefði átt að lækka við vaxtalækkun samkvæmt hefð- bundnum kenningum. Arnar segist sammála því að Bandaríkjadalur muni lækka meira á árinu en hann hafi gert þegar. „Ég held hann muni lækka mikið og skarpt á árinu,“ segir hann, og bætir því við að það sem muni lík- lega ýta þeirri þróun af stað verði fyrsta vaxtahækkunin í Bandaríkj- unum, en hún verði sennilega í ágúst, en ef til vill fyrr, jafnvel í júní. Lækkun á hlutabréfamarkaði nú segir Arnar að grafi einnig undan gengi dalsins vegna þess að hún dragi úr trú erlendra fjárfesta og þar með úr fjármagnsstreymi er- lendis frá. Þá segir Arnar að til lengri tíma litið kyndi hinir lágu vextir sem nú eru í Bandaríkjunum undir verðbólgu, en aukin verð- bólga í Bandaríkjunum ætti að veikja Bandaríkjadal. Hann bætir því hins vegar við að ekki sé hægt að segja nákvæmlega til um hve- nær lækkunin verði. Spurður um áhrifin á Ísland seg- ir Arnar að almenn lækkun dalsins þýði að krónan eins og aðrar mynt- ir muni styrkjast gagnvart dalnum. Gagnvart krónunni geti þessi áhrif magnast upp haldi krónan áfram að styrkjast um leið og dalurinn lækki. Áhrifin á sjávarútveg telur Arnar að muni líklega jafnast út því salan fari ekki aðeins fram í Bandaríkja- dölum heldur sé einnig mikið selt í breskum pundum og evrum. Lækkun dalsins hafi hins vegar slæm áhrif á þá sem hafi fjárfest erlendis, en þær fjárfestingar séu mikið í Bandaríkjadölum. Þetta eigi til dæmis við um lífeyrissjóðina, ávöxtun erlendra fjárfestinga þeirra fari ekki vel út úr lækkandi Bandaríkjadal og lækkunin frá ára- mótum hafi til dæmis haft neikvæð áhrif á ávöxtun þeirra. Spáð er lækkun Bandaríkjadals Styrkir krónuna en hefur slæm áhrif á erlenda fjárfestingu Íslendinga OZ og bandaríska fyr- irtækið Atlas Telecom Mobile, ATM, hafa und- irritað samning um kaup ATM á OZ MCS sam- skiptahugbúnaði. Hugbún- aðurinn gerir fjarskipta- fyrirtækjum kleift að auka við samskiptamöguleika hópa og einstaklinga, við- skiptavina og þjónustuað- ila í gegnum farsíma og Netið. Fram kemur í frétta- tilkynningu frá OZ að ATM hafi í hyggju að nýta sér OZ MCS samskipta- hugbúnaðinn í tengslum við Heimsmeistarakeppn- ina í knattspyrnu. Við- skiptavinum fyrirtækisins verði sendar upplýsingar um gang mála í keppninni, úrslit leikja, stöðu í riðl- um og svo framvegis. Þeir greiði ATM fyrir þjónustuna með fyr- irframgreiddum HM símakortum sem verði seld í Bandaríkjunum og Evrópu af fjölda fjarskiptafyr- irtækja auk íþróttavöruverslana. Von á fleiri samningum „Við erum afar ánægðir með að Atlas Telecom Mobile hafi kosið OZ MCS samskiptahugbúnaðinn til að leyfa viðskiptavinum sínum að fylgj- ast með og taka þátt í HM 2002,“ segir Skúli Mogensen, for- stjóri OZ. “Samningurinn sýnir okkur að við erum á réttri leið og að markaður- inn hafi trú á því sem við höfum fram að færa.“ Skúli segir þetta vera þriðja samninginn sem OZ greini frá á skömmum síma. Von sé að því að fyr- irtækið muni gera fjölda samninga við fjarskipta- félög og samstarfsaðila víðs vegar um heiminn á næstunni. Vörur OZ séu til- búnar og verið sé að selja þær í Norðu-Ameríku og Evrópu. Endanlegar tekjur OZ af samningnum við ATM koma ekki í ljós fyrr en að heims- meistarakeppninni lokinni en fyr- irtækið fær hlutdeild í notkun sam- skiptahugbúnaðarins. Skúli segir að þannig vilji OZ hafa það, þ.e að fyr- irtækið fái hlutdeild í árangri. Í fréttatilkynningu OZ er haft eft- ir Paul Fortowsky, forstjóra ATM, að HM símakortið sé aðeins það fyrsta í röð sérhæfðra þjón- ustukorta sem fyrirtækið muni senda frá sér á næstu árum. „Mark- mið okkar er að verða fremstir á þessu sviði og val okkar á OZ MCS samskiptahugbúnaðinum skiptir sköpum í þeirri viðleitni.“ Atlas Telekom kaupir sam- skiptalausn OZ fyrir HM 2002 Femin.is kaupir visi.is FEMIN.IS hefur keypt rekstur fréttavefjarins visis.is af Frjálsri fjölmiðlun. Íris Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri og annar stofnenda femin.is, segir að visir.is verði áfram rekinn í nær óbreyttri mynd. Nokkrar áherslubreytingar verði gerðar en ekki sé tímabært að út- lista þær. Eitt af aðalmarkmiðum nýrra eigenda verði að byggja upp sterkari fréttavef, með áherslu á öfl- uga uppfærslu frétta, viðskipta- frétta og íþrótta og áfram verði byggt á samningi við Fréttablaðið. „Kaupin á visi.is fela ennfremur í sér tækifæri til að bjóða upp á aukna þjónustu, bæði þeim sem heimsækja báða vefina og einnig þeim sem aug- lýsa á þeim,“ segir Íris. „Visir.is er mjög sterkt vörumerki, ein af mest heimsóttu vefsíðum landsins, líkt og femin.is, og tækifærin eru gríð- armörg. Femin.is er markaðssettur fyrst og fremst fyrir konur og er upplýsinga- og afþreyingarvefur ásamt netvinnslu. Við stofnendurnir erum mjög stoltar af því hvernig til hefur tekist með rekstur þess fyr- irtækis, sem hefur skilað jákvæðum rekstri um nokkurt skeið.“ Íris vill ekkert segja til um kaup- verðið á visi.is annað en að verðið hafi verið sanngjarnt. Íris og Soffía Steingrímsdóttir stofnuðu femin.is og eiga tæplega 40% í félaginu. Aðrir eigendur eru Baugur.net, Norðurljós og Talenta Internet. Viðræðum slitið um yfirtöku Res- Med á Flögu FLAGA hf. hefur slitið viðræðum um yfirtöku bandaríska fyrirtækisins ResMed á Flögu. Svanbjörn Thor- oddsen, forstjóri Flögu, segir að ljóst hafi verið að ekki hefði náðst sam- þykki 90% hluthafa félagsins fyrir yf- irtökunni samkvæmt þeim hugmynd- um sem ResMed hafði um verð og endanlega útfærslu tilboðs. „Þótt viðræðum sé slitið um hugs- anlega yfirtöku á þessu stigi hefur það engin neikvæð áhrif á það nána viðskiptasamstarf sem er á milli fyr- irtækjanna,“ segir Svanbjörn. „Því samstarfi verður haldið áfram af full- um einhug af beggja hálfu, en um 65% af vörum Flögu fara í gegnum dreifi- kerfi ResMed á heimsmörkuðum.“ ResMed hefur um þriggja ára skeið átt 10% eignarhlut í Flögu. „Við höfum mjög skýra stefnu og markmið um vöxt fyrirtækisins. Ætl- unin er að Flaga verði leiðandi fyr- irtæki á heimsmarkaði í lausnum til svefnrannsókna. Það kallar á veru- legan vöxt og aukna markaðshlut- deild og við munum ótrauð vinna að því marki áfram, m.a. í samstarfi við ResMed, þrátt fyrir að eignarhaldið á Flögu breytist ekki á þessu stigi,“ segir Svanbjörn. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.