Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 12
12 C ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur, lögg. fasteigna- og skipasali Ásmundur Skeggjason. lögg. fasteigna- og skipasali. Kríuás Hf. - Endaíbúð sem var að losna! Vorum að fá aftur á sölu 130 fm endaíbúð á 2.hæð. 4 svefnherb. Stór stofa. V. 14,7 millj. (1602) SÉRHÆÐ Suðurgata Hf. - „Klassísk“ eign Glæsileg 4ra herb. rishæð. Lofthæð allt að 3,4 m. Kíktu á þessa í hvelli! V. 12,5 millj. (2447) Laufás Gbæ - Glæsileg sérhæð - gryfja í skúr! Björt og rúmgóð 115 fm sérhæð ásamt 30 fm skúr innst í botnlanga í rólegu hverfi í Garðabæ. Er þessi ekki ekta fyrir þig? (2432) Norðurbraut Hf. - Gott fm- verð! 140 fm efri sérhæð m. sér inngangi á fínum stað. Fallegur garður og stutt í góðan skóla. V. 12,9 millj. (2441) RAÐ- PARHÚS Ásbúð Gbæ Mikið endurnýjað raðhús á tveimur hæðum ásamt tvöf. bílskúr. Útsýni af efri hæð. Skipti á minni eign möguleg. (1993) EINBÝLI Víðiberg Hf. - 1. FLOKKS! Fallegt einbýlishús á einni hæð ásamt stórum bílskúr. Fallegur garður með verönd. ALLT NÝTT INNI! (eða svo gott sem). V. 22,5 millj.(2313) Álfaskeið Hf. - Glæsilegt hús! Rúmlega 330 fm glæsilegt einbýlishús á besta staðnum í bænum. Möguleiki á aukaíbúð í kj. Nýr skúr. Hafðu samband. 2JA HERB. Maríubakki Rvík - Björt og rúmgóð! Nýtt á skrá - sérlega björt og rúmgóð 2ja herb. 70 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýli. Óvenju stór stofa. Eign í mjög góðu viðhaldi. (2507) Þrastarás Hf. - Sérgarður! 2-3ja herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi og sérverönd út í garð í 3ja hæða fjölbýlishúsi. V. 10,6 millj. (2181) Miðsvæðis í Hf. Lítil 2ja herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi. V. 6,2 millj. (2315) Sléttahraun Hf. - Björt og skemmtileg! Vorum að fá á skrá bjarta og skemmtilega 2ja herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýli. Parket og flísar á gólfum. V. 8,4 millj. (2501) 3JA HERB. Miðbær Hf. - Kemur á óvart! 80 fm 3ja herb. efri sérhæð. Björt og góð stofa, nýlegt baðherb. Þessi kemur á óvart. V. 8,9 millj. (2448) Þrastarás Hf. - Nýtt hús! Skemmtilega skipulögð 3ja herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi og sérgarði í nýju 3ja hæða fjölbýlishúsi á góðum stað í Þrastarásnum. Alno innréttingar. V. 11,5 millj. (2211) 4-6 HERB Laufvangur Hf. Rúmgóð og björt 4-5 herbergja íbúð á 3. hæð. Góð staðsetning, stutt í góða skóla og alla þjón- ustu. (2073) Kríuás Hf. Eigum eftir tvær 4ra herb. 100 fm íbúðir á 2. hæð. Afhendast fullbúnar án gólfefna í maí. V. 12,8 millj. Álfaskeið Hf. - Stórar suð- ursvalir með útsýni! Gullfalleg 4ra herb. 111 fm íbúð á 3. hæð í mjög vel viðhöldnu fjölbýlishúsi í Álfaskeiðinu í Hafn- arfirði. Íbúðin er í toppstandi m.a. nýuppgert baðherbergi, björt og rúmgóð stofa, stórar svalir til suðurs þaðan sem er ágætis útsýni. Hafðu samband og fáðu að skoða! (2521) Átt þú eign? Guðjón Guðmundsson, viðskiptafræðingur, sölustjóri. Guðmundur Karlsson, sölumaður. Þórey Thorlacius, skjalavarsla. Hafnarfjörður Aratún Gbæ - Mikið endurnýj- að! Mikið endurnýjað einbýli á einni hæð ásamt 50 fm skúr. Timburverönd út í suðurgarð. Skipti á minni eign möguleg. V. 21,0 millj.(2404) Hraunhvammur Hf. - Drauma- húsið!? Kósí og töluvert endurnýjað einbýlishús á tveim- ur hæðum í götu sem lokuð er í annan endann á góðum stað í Hafnarfirði. V. 15,0 millj.(2359) NÝBYGGINGAR Hamrabyggð Hf. - Lóðin fyrir golfarann! Huggulegt 168 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 35 fm bílskúr. Glæsileg lóð fyrir framan nýja hluta golfvallarins hjá Keili. V. 13,9 millj. Erluás Hf. Glæsilegt 187 fm (þar af 23 fm innbyggður bíl- skúr) miðraðhús á góðum stað við Erluás í Ás- landinu. V. 13,3 millj. Kríuás Hf. - Afhendast fullein- angruð! Fallegt 240 fm miðraðhús á tveimur hæðum í fjögurra húsa raðhúsalengju innst í efsta botn- langanum í Kríuásnum í Hafnarfirði. V. 13,3 millj. Þrastarás Hf. Parhús á flottum ÚTSÝNISSTAÐ á besta stað í Áslandinu í Hafnarfirði. Útsýni frá efri hæð vest- ur yfir Hafnarfjörð og norður til höfuðborgarinn- ar. Erluás Hf. Sérlega glæsilegt einbýlishús á einni hæð á góð- um stað í vesturhlíðinni í Áslandinu. (2433) Svöluás Hf. Fallegt 208 fm parhús á tveimur hæðum á góð- um stað í Áslandinu íHafnarfirði. V. 13,7 millj. (2420) Kríuás Hf. Fallegt 218 fm miðjuraðhús á tveimur hæðum, þ.a. 36,5 fm bílskúr, í fjögurra húsa raðhúsa- lengju í efsta botnlanganum í Kríuásnum í Hafn- arfirði. V. 12,8 millj. Svöluás Hf. - Raðhús. Sérlega huggulegt og vel skipulagt 155 fm (þ.a. 24 fm bílskúr) endaraðhús á frábærum útsýnis- stað í vesturhlíð Áslandsins. V. 12,9millj. BYGGINGALÓÐIR Gauksás Hf. - Glæsileg einbýlis- húsalóð! Einbýlishúsalóð innst í botnlanga á frábærum stað í suðurhlíð í Áslandinu í Hafnarfirði. Kominn er sökkull og plata á lóðina. ATVINNUHÚSNÆÐI Bæjarhraun Hf. Gott 136 fm skrifstofuhúsn. á 2. hæð. Góður staður. Gott verð! (2053) Flatahraun Hf. - Til leigu! Glæsilegt nýtt 546 fm atvinnuhúsnæði til leigu við Flatahraun í Hafnarfirði. Lyfta. Húsnæðið er nýtt og allur frágangur mjög vandaður. Hiti í gangstétt, næg bílastæði. (2398) Gjótuhraun Hf. Iðnaðar- og/eða lagerhúsnæði (einnig hægt að nýta sem verslunarhúsnæði) á mjög góðum stað miðsvæðis í Hafnarfirði. Frá 2-600 fm bil. Miðvangur Hf. - Til leigu! 200 fm verslunarrými (á móti Samkaup) með mikla möguleika. Bæjarhraun Hf. - Til leigu! Tvö skrifstofuherb. til leigu í nýju 140 fm skrif- stofurými á 2. hæð. Móttaka og kaffiaðstaða. Hvaleyrarbraut Hf. 105, 210 og 600 fm bil eftir í nýju atvinnuhúsn. Stórarinnkeyrsludyr. V. 65 þús. per fm Lækjargata Hf. - Fjárfestar ath.! 150 fm verslunarhúsn.á jarðhæð í fastri leigu. K í k t u á h e i m a s í ð u n a o k k a r w w w . h o f d i . i s Bæjarhraun 22 Fax 565 8013 Sími 565 8000 Opið kl. 9-17 virka daga  www.hofdi.is Fyrir fólk í Firðinum • Leitum að nýlegri eign miðsvæðis í Hf. - jarðhæð eða húsn. með lyftu- 3-4ra herb. - skipti á einbýli á einni hæð í Hf. • Sigurður er að leita að litlu sérbýli á einni hæð helst í Gbæ - má einnig vera stór íbúð í lyftuhúsi eða á jarðhæð - getur skipt á einbýli á einni hæð í Gbæ. • Erum að leita að stórri 120-140 fm íbúð í fjölbýli ásamt bílskúr í Hf. - Góðar greið- slur í boði! Skráðu eign þína hjá okkur! Mikil sala! NÝBYGGINGADAGAR Í HAFNARFIRÐI! Það standa enn yfir nýbyggingadagar í Hafnarfirði hjá okkur. Komdu við á skrifstofu okkar og fáðu teikningar, söluyfirlit og allar nánari upplýsingar af einbýlum, raðhúsum, parhúsum og fjölbýlum. Erum með ás krá yfir 50 nýbygg- ingar í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Ígegnum aldir bjuggu Íslend-ingar í torfbæjum, íveruhúsbyggð úr varanlegu efni mjögfá. Hins vegar voru þau fáu steinhús, sem hér voru byggð, svo vönduð að þau hafa staðið um aldir og má þar nefna Viðeyjarstofu og Nes við Seltjörn, auk nokkurra kirkna svo sem á Þingeyrum, í Innri- Njarðvík og á Stafnesi. Það er ekki fyrr en undir miðja síðustu öld sem bygging íveru- húsnæðis tekur mikinn kipp og það var „blessað“ stríðið, heimsstyrj- öldin síðari 1939–1945, sem hafði þessa blessun í för með sér fyrir okkur hérlendis. Stríðsgróðinn sog- aði fólk úr sveitum til þéttbýlis, af- leiðingarnar mikil húsnæðisekla. Og þá fórum við Íslendingar að byggja. Svo var flutt inn í öll nýju flottu húsin og á seinni hluta aldarinnar var jarðhitinn virkjaður víðs vegar um landið, hitaveitur lagðar sem skiluðu rennandi heitu vatni inn í hvert hús árið um kring, víðast hvar á lágu verði. Og öllum leið vel. Það var aðeins eitt sem gleymdist, eða líklega gleymdist það ekki, við Íslendingar þekktum það ekki og vissum ekki að þess gerðist þörf. Það sem gleymdist var að halda húsunum við, þau voru að vísu flest- öll máluð að utan og innan, annars voru þau svo ljót, en oft var það eina viðhaldið sem húsin fengu. Og þau dröbbuðust niður, oft þó þannig að enginn varð var við það. Huldar lagnir Það var hefð allt fram undir síð- ustu aldamót að allar lagnir væru huldar, sjáanleg rör voru eitthvað það skelfilegasta sem Íslendingar gátu hugsað sér. Auk þess fluttu menntaðir menn inn frá útlöndum ýmsar „endurbætur“ svo sem að leggja öll rör fyrir hita- og neyslu- vatnskerfi í raufar í neðstu plötu, einhver dýrasta villigata sem fetuð hefur verið í lagnamálum hérlendis. Enn þann dag í dag notum við sömu tækni og Rómverjar til að losna við skólp, aðdráttarafl jarðar sér um að það renni sína leið ef á annað borð er halli á rörum, réttur halli. Skólplagnir í grunnum undir neðstu plötu, undir neðstu hæð eða kjallara, voru nær alltaf úr stein- rörum og þess vegna þótti það sjálf- sagt að múrarar legðu þau rör, þannig var það fram yfir 1960 þegar það varð verkefni pípulagninga- manna. Nú fyrst stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að heilu hverfin með öllum sínum húsum eru að verða 40 ára og þaðan af eldri. Í þessum húsum hafa menn búið sælir með sitt og þó dyttað hafi verið að hinu og þessu hafa menn ekki leitt hugann að skólplögnum sem eru í grunnum, þau hafa skilað sínu fram að þessu og verður svo ekki áfram? En nú eru þessi skólprör að gefa sig mjög víða og auð- vitað er það sá sem býr á neðstu hæð eða í kjallaranum sem fær fyrstu váboðana. Málning fer að flagna neðst á veggjum, ekki ólíklegt að fúkkalykt finnist og svo fer jafn- vel að fjölga í íbúðinni. Lítil kvikindi sjást skoppa á gólfum, örsmá skordýr sem hafa sloppið úr sínum eiginlegu heimkynn- um sem þau deila með stærri og loðnari kvik- indum. Allt bendir þetta að- eins á eitt; skólplögnin í grunninum er farin að gefa sig og þessi skólplögn er sameig- inleg eign allra íbúðar- eigenda, sama á hvaða hæð þeirra eign er. En þá byrjar vanda- málið stóra, barátta íbúans í kjallaranum að fá aðra eig- endur hússins til að viðurkenna vandamálið og axla ábyrgð. Það eru engar ýkjur að segja að þetta er að verða útbreitt og mikið vandamál. Eigandi jarðhæðar eða kjallara er að verða fórnarlamb, aðallega í litlu fjöleignarhúsunum sem í eru 2 –4 íbúðir. Oft er það með ólíkindum hvað þessir eigendur mæta litlum skilningi annarra eigenda á vand- anum, vanda sem þeim ber ekki minni skylda til að leysa en þeim sem neðstur býr. Hvað er til ráða? Það verður að vekja fólk af þeim dvala sem margir virðast vera í. Steinröralögn í grunnum húsa, sem eru orðin 40 ára og eldri, er einfald- lega komin á tíma. Umfram allt; ekki byrja á „skóbótarviðgerðum“, þetta er vandamál sem krefst heild- arlausnar. Það þarf að endurnýja gömlu skólplagnirnar 100%, ekki endilega að elta þær, oft er best að gleyma þeim, finna nýjar lagnaleiðir út úr húsi sem valda minnstu raski. innanhúss. Og ekki gleyma jarðvatnslögninni í kringum húsið, þörf á slíkri lögn er mismunandi eftir staðsetningu húsa en oftast er hún nauðsyn. Við flest hús á fyrrnefndum aldri er engin jarðvatnslögn, og hafi hún verið lögð á sínum tíma er hún nánast örugg- lega orðin óvirk og stífluð. Það er lagaleg skylda allra eig- enda viðkomandi húss að kosta þess- ar endurbætur. Það verða þeir sem eiga efri hæðirnar að skilja, þetta er ekki einkamál fórnarlambsins í kjall- aranum. Og umfram allt; það kemur ekkert annað til greina en heildarlausn, hálfkák verður alltaf dýrast þegar upp er staðið. Fórnarlömb í fjöleignarhúsum Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.