Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 13
hann verði örugglega mjög gott í framtíðinni. Tveggja daga utanríkisráð- herrafundi NATO og samstarfs- ríkja þess í Reykjavík lauk síðdegis í gær. Dr. Bernd Goetze, fram- kvæmdastjóri hjá Atlantshafs- bandalaginu, sem hafði með hönd- um yfirstjórn skipulagningar fundarins á vegum bandalagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að Reykjavíkurfundurinn hefði tekist afburða vel og bar hann mikið lof á framkvæmd og skipu- lagningu fundarins, sem hann sagði að hefði óneitanlega verið mjög krefjandi og stórt verkefni. ,,Ég hef tekið þátt í undirbúningi fjölda funda af þessum toga á und- anförnum 7–8 árum og ég get full- yrt að íslensk stjórnvöld hafa svo sannarlega unnið frábært starf við skipulagningu og framkvæmd fundarins,“ sagði hann. Aðspurður um öryggisgæslu sagði hann ekki vita til þess að nein vandamál hefðu komið upp. 333 starfsmenn fjölmiðla fylgdust með fundinum Á ellefta hundrað erlendir gestir og fulltrúar erlendra fjölmiðla komu til landsins vegna fundarins. Hannes Heimisson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, segir allt hafa gengið eins og best varð á kosið við framkvæmd fundarins. Fjölmiðlar sýndu fundinum mik- inn áhuga, en þeir höfðu vinnuað- stöðu í fjölmiðlamiðstöð í Tækni- garði HÍ. Alls voru 333 blaða-, frétta- og tæknimenn skráðir á fundinn, þar af voru um 255 starfs- menn erlendra fjölmiðla. Erlendir fréttamenn komu frá 24 fréttastof- um, 48 dagblöðum, 18 útvarps- stöðvum og 55 sjónvarpsstöðvum. Halldór Ásgrímsson átti fjölda tvíhliða funda með erlendum starfsbræðrum sínum og í gær veitti hann erlendum fjölmiðlum einnig viðtöl. Var hann m.a. í 15 mín. viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN og hélt einnig sérstakan fund með fréttamönnum nokkurra stærstu dagblaða í Evrópu. ,,Allir sem við höfum talað við hafa lýst mikilli ánægju með þenn- an undirbúning og utanríkisráðu- neytið er sérstaklega ánægt með gott samstarf við iðnaðar- og tæknimenn sem unnu að undirbún- ingi og framkvæmd,“ segir Hann- es. ,,Ég er sérstaklega ánægður með samstarfið við Tæknigarð og Endurmenntunarstofnun og starfs- fólk þess, sem varð að víkja úr húsi á meðan á þessu stóð,“ sagði hann, og tók einnig fram að allt samstarf við öryggisverði og ríkislög- reglustjóraembættið varðandi ör- yggisgæslu hefði verið mjög gott. 189 ISDN-línur og farsímastöð stóðust álagið 180 vinnustöðvar fyrir frétta- menn voru settar upp í fjölmiðla- miðstöðinni og önnuðust RUV og Landssíminn þjónustu vegna fjar- skipta og fjölmiðlasendinga. Þann- ig voru t.a.m. lagðar 189 ISDN- línur í miðstöðina og sérstakri far- símastöð komið upp. Bergþór Halldórsson, framkvæmdastjóri fjarskiptanets Símans, segir að sérstök vakt hafi fylgst með þegar álagið var mest á kerfið en allt hefði gengið vel. Aðspurður sagði hann þetta verkefni þó lítið í sam- anburði við leiðtogafundinn 1986, en þá hafi Landssíminn nánast ver- ið á öðrum endanum alla fund- ardagana vegna mikilla sjónvarps- sendinga af fundinum, enda sé símkerfið í dag miklu betur búið en þá var. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 13 BRÝNT er að ná sam-komulagi um tengslvæntanlegrar Evr-ópustoðar varnarsam- starfsins í Atlantshafsbandalaginu, NATO, við bandalagið sjálft og nýtingu stoðarinnar á varnarbún- aði NATO við að leysa verkefni á sviði friðargæslu í álfunni, að sögn Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs. Ljóst er að væntanleg Evrópustoð verður hluti af sam- vinnu ríkja Evrópusambandsins, ESB. Hann segir að þótt Norð- menn séu utan Evrópusambands- ins hafi þeir fullan hug á að taka þátt í friðargæslu með liðsafla frá Evrópustoðinni. En þá verði að vera búið að setja reglur um sam- starfið. Ráðherrann tók þátt í fundi ut- anríkisráðherra NATO, sem fram fór í Reykjavík. Hann er leiðtogi Hægriflokksins norska sem styður inngöngu Noregs í ESB. Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra og leiðtogi Kristilega þjóðarflokks- ins, er hins vegar andvígur aðild. – Benda deilurnar um samstarf Evrópustoðarinnar og NATO til þess að samskipti ESB og NATO, þar sem Bandaríkjamenn eru öfl- ugastir, geti orðið stirð í framtíð- inni? „Við óskum þess eindregið að samkomulag náist í málinu. Það þarf enginn að efast um að NATO- þjóðir sem ekki eru í Evrópusam- bandinu vilja af einlægni að sam- skiptin séu sem best. Við höfum lagt áherslu á að við viljum taka þátt í aðgerðum þar sem ESB- ríkin eru í forsvari fyrir verkefnum á sviði öryggis- og friðargæslu. Sambandið hefur yfirumsjón með aðgerðum á sviði lögreglumála í Bosníu og þeir hafa boðið okkur að vera með í þeim. Ef ESB tekur við verkefnum gæsluliðsins í Bosníu viljum við einnig taka þátt í þeim en samningar um samstarfið milli Evrópustoðarinnar og NATO þurfa að vera á hreinu.“ Norðmenn afskiptir? – Ertu smeykur um að Norð- menn verði afskiptir í mótun varn- arstefnu í Evrópu ef svo fer að Evrópustoðin verður að veruleika og Norðmenn áfram utan ESB? „Slík hætta verður að sjálfsögðu ávallt til staðar, að við verðum af- skiptir í þeim skilningi að takist ESB og Bandaríkjamönnum vel að leysa ágreininginn lendum við á hliðarlínunni. En við höfum sjálf tekið ákvörðun um að vera ekki í sambandinu og getum ekki kvartað undan því að aðrir semji um deilu- mál sín. Þessi staða er því afleiðing af okkar eigin afstöðu og við horf- umst í augu við hana. Það verðum við að búa okkur undir.“ – Norðmenn miðuðu varnir sínar í kalda stríðinu aðallega við að verjast árás af hálfu Sovétríkj- anna. Hvaða áhrif hefur nýtt sam- starf Atlantshafsbandalagsins og Rússlands á stefnumótun, hverjar verða áherslurnar? „Hugsunarháttur okkar hefur breyst á þann veg að við tökum til- lit til fleiri atriða en áður. Viðbún- aður okkar er að sjálfsögðu til staðar um allt landið og það finnst okkur afar mikilvægt, einnig að hafsvæði okkar sé varið. En jafn- framt vitum við að mikilvægir þættir í framlagi okkar í allra næstu framtíð verða langt utan landsins, við erum svo að dæmi sé nefnt með hermenn í Afganistan núna. Við teljum ekki að þetta tvennt þurfi að stangast á heldur þurfi að sinna hvorutveggju samtímis. Það gerum við vegna þess að við vitum vel að ef Norðmenn lenda í vanda og þurfa aftur á aðstoð banda- manna að halda verðum við að leggja fram hermenn annars stað- ar þegar þeirra er þörf, eins og núna í Afganistan. Við erum nú að fjalla um nýja varnaráætlun og ég held að þar sé tekið tillit til allra helstu markmið- anna. Útgjöld okkar til varnarmála eru nú hærri en nokkru sinni síðan í kalda stríðinu og það endur- speglar að verkefnin eru fjöl- breyttari en áður.“ Varnir gegn hryðjuverkum – Þið hyggist ekki leggja niður ákveðna hefðbundna þætti eins og rætt hefur verið um að geti orðið ef NATO ákveður að skipta verk- um milli aðildarþjóða með mark- vissari hætti en hingað til? „Við tökum á vissan hátt mið af þeim hugmyndum. Varnarstefnan sem nú er rædd er gerð til langs tíma og flotinn, sem ræður yfir öfl- ugu landherliði, verður styrktur. Flotinn fær fimm nýjar freigátur og síðar tundurskeytabáta af nýrri og mjög fullkominni gerð, þessi skipakostur mun efla mjög varn- armátt flotans. Síðar á áratugnum munum við taka ákvörðun um það hvaða nýjar gerðir af orrustuþotum við munum kaupa. Þessar tegundir af herafla munu því verða til staðar í vörnum Noregs í framtíðinni og ekki er stefnt að því að leggja neinn þátt niður.“ – Hvernig er hægt að verjast hryðjuverkum? Er hægt að nota hefðbundin varnarvopn gegn þeim? „Varnarviðbúnaður Norðmanna er margvíslegur og getur tekist á við ógnir af ýmsu tagi, við erum einnig með öflugt heimavarnarlið. Það er því enginn vafi á því að við ráðum yfir þeim búnaði og skipu- lagi sem þarf til að fást við þá sem gætu ógnað öryggi okkar.“ Aðild að ESB og stjórnarmyndun – Umsókn um aðild að ESB er ekki á dagskrá norskra stjórnvalda þótt Hægriflokkurinn eigi aðild að stjórninni. Hvernig rökstyður þú þetta? „Ég hef varið þá málamiðlun með því að ég hafi ekki áhuga á að vera í stjórnarandstöðu þangað til Noregur sé kominn inn í Evrópu- sambandið,“ segir Petersen. „Stefna ríkisstjórnarinnar er óbreytt, aðildarumsókn er ekki á döfinni og í skoðanakönnunum hef- ur heldur ekki orðið umtalsverð breyting á afstöðu fólks. Sumar kannanir hafa að vísu sýnt aukið fylgi við aðild en ekki svo mikið að hægt sé að segja að umskipti hafi orðið. Staðan er því svipuð og hún hef- ur nokkuð lengi verið. Ef við stuðningsmenn aðildar eigum að hefja aftur máls á því að sótt verði um aðild að sambandinu verða að vera umtalsverð líkindi á að til- lagan verði samþykkt í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Ekki er hægt að tilgreina ná- kvæmlega hvernig aðstæður þurfi að vera. Jafnvel þótt við færum af stað núna myndu líða nokkur ár áður en atkvæðagreiðsla yrði hald- in.“ Aðspurður segist Petersen ekki hræddur um að smáþjóðunum verði ýtt til hliðar í ESB. „En allir verða að gera sér ljóst að í Evr- ópusambandi með um 400 milljónir íbúa geti þjóð 4,3 milljóna manna ekki ráðið ferðinni. Við verðum að sætta okkur við að deila áhrifum með hinum 400 milljónunum,“ seg- ir Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs. Brýnt að semja um samskipti NATO og Evrópustoðar Utanríkisráðherra Nor- egs, Jan Petersen, segir Norðmenn vilja taka þátt í sameiginlegum aðgerðum í álfunni á vegum Evrópusam- bandsins en rætt hefur verið um að sambandið taki við friðargæslu í Bosníu. Morgunblaðið/Sverrir Utanríkisráðherra Noregs segir að Norðmenn geti orðið afskiptir í varnarmálum vegna þess að þeir séu utan við varnarsamstarf ESB. SAFNAÐARHEIMILI Neskirkju var leigt út til ríkislögreglustjóra meðan á utanríkisráðherrafundi Atl- antshafsbandalagsins (NATO) stóð, og var safnaðarheimilið notað sem mötuneyti fyrir lögreglumenn sem gættu öryggis fundarmanna. Safnaðarheimilið er í kjallara Nes- kirkju. Gísli Árnason kirkjuvörður segir að sú starfsemi sem að öllu jöfnu fari fram í heimilinu hafi ekki raskast vegna NATÓ-fundarins. Drengjakór Neskirkju og Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna, sem höfðu bókað safnaðarheimilið eða kirkjuna til æfinga meðan á fundinum stóð, hafi t.d. fundið sér annað húsnæði vandræðalaust. Í tilefni af fundinum stóð Neskirkja fyrir tveimur helgi- stundum þar sem beðið var fyrir friði í heiminum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Um 350 lögreglumenn komu að öryggisgæslu vegna NATO-fundarins. Það má því gera ráð fyrir að stundum hafi verið erilsamt í mötuneytinu en því hafði verið komið fyrir í safnaðarheimili Neskirkju. Lögreglan fékk að borða í safnaðarheimilinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.