Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÍSLENDINGAR eru skrýtin þjóð. Þegar við vorum að berjast fyrir því að fá handritin heim bentum við á það að þau væru okkar gersemar; við ættum hvorki dóm- kirkjur né hallir og það er í sjálfu sér rétt, því byggingar okkar voru forgengilegar. En svo kemur upp í hendurnar á okkur svona glæsilegt hús, sem reist var í til- efni af því að við fengum okkar heimastjórn og okkar fyrsta ráðherra. Þegar hlutverki hússins sem safnahúss var lokið og þær stofnanir sem þar voru, voru komnar í hentugra húsnæði, voru margir sem sögðu: Hvað eigum við að gera við þetta hús? Við höfum ekkert við þetta hús að gera?“ Það er Sveinn Einarsson, forstöðu- maður Þjóðmenningarhúss, sem hef- ur orðið. Um áratuga skeið hýsti hús- ið fallega á Hverfisgötunni Landsbókasafn Íslands, Þjóðskjala- safn og Náttúrugripasafn. Í takt við tímann og breyttar aðstæður uxu þessar stofnanir upp úr húsinu, og hafa nú allar komið sér fyrir annars staðar. Þjóðin stóð frammi fyrir auðu húsi, og eins og Sveinn segir, héldu sumir að það hefði glatað tilgangi sín- um, eða sáu í það minnsta ekki hver tilgangur þess gæti orðið. En húsið skyldi verða að Þjóðmenningarhúsi, þar sem saga og menning þjóðarinn- ar ættu athvarf. Húsið skyldi opið öll- um þeim sem vildu læra meira um þjóðina og menningu hennar, bæði Íslendingum og útlendum gestum. Tvær sýningar voru skipulagðar og settar upp í húsinu, önnur í tilefni af Kristnitöku, og hin í tilefni landa- funda Íslendinga í vestri. Nú er kom- ið á annað ár, og þessum fyrstu sýn- ingum að ljúka; sýningum sem svo sterklega voru tengdar tímamótun- um í sögu þjóðarinnar árið 2000. En hvað svo? Engir stórviðburðir fram- undan, engin stór ártöl í sigtinu; – er þá einhvers að minnast? Spurningar um hlutverk hússins og þýðingu þess fyrir íslenska þjóðmenningu eru enn í sigtinu, og þeim stendur til að svara með öflugum sýningum á ólíkum og fjölbreyttum þáttum íslensks þjóðlífs í meir en 1100 ár. „Mér fannst umræðan um tilgang hússins alltaf sérkennileg, sérstak- lega í ljósi þess hvernig þjóðirnar í kringum okkur hafa nýtt sín sögu- frægu hús og gefið þeim innihald í samræmi við kröfur hvers tíma. Þetta eigum við auðvitað að hafa vit á að gera líka. Hámenning, alþýðumenning og allt þar á milli Það bar brátt að að ég var beðinn um að koma og starfa við Þjóðmenn- ingarhúsið í nokkurn tíma. Ég býst við því að það hafi ráðið því að ég var búinn að stýra menningarstofnunum í meira en aldarfjórðung og svo verið viðloðandi menntamálaráðuneytið af og til undanfarin 20 ár, nú síðast með Birni Bjarnasyni sem er mikilhæfur stjónandi sem margt má af læra, og öll sú reynsla hefur kannski verið for- senda þess að ég var ráðinn. Ég gat byrjað að vinna á fyrsta degi. Hér var líka ágætt starfsfólk, sem hefur að- stoðað mig dyggilega, fólk sem vinn- ur heils hugar fyrir þetta hús og gerir sér grein fyrir því hvað hér eru miklir möguleikar. En af því að þetta bar svona brátt að þá hafði ég kannski ekki, fremur en almenningur gerir, velt því mikið fyrir mér hvað ég vildi gera við húsið, þeirri spurningu hafði aldrei verið beint til mín persónulega. En um leið og ég hóf störf sá ég hvað húsið býður upp á marga möguleika og skemmtilega starf- semi sem auðgar okkar menningarlíf og gefur því meiri reisn og fjöl- breyttara yfirbragð.“ Sveinn segist hafa velt því fyrir sér hvað fælist í orðinu þjóð- menning, og niðurstað- an væri sú, að þjóð- menning væri menning allrar þjóðarinnar, ekki bara svoköll- uð hámenning, heldur líka alþýðu- menning og allt þar á milli. „Menn- ingarhlutverkið þarf að vera skilgreint ákaflega vítt; menning er í raun okkar mennska umhverfi sem við berum bæði ábyrgð á og njótum. Menning er eitthvað sem ekki er klínt utan á aðra samfélagsþróun, hún er sterkur þáttur í innsta kjarna þeirrar þróunar, hvernig sem á hana er litið. Þjóðmenningarhús á því ekki ein- göngu að endurspegla hugmyndir um varðveislu, þótt við eigum auðvitað að vinna vel með þeim stofnunum sem annast varðveislu menningarinnar. Þjóðmenningarhús á líka að standa fyrir sköpun menningar.“ Sveinn segir að samstarfssamning- ar hafi þegar verið gerðir við Lands- bókasafn, og það samstarf ber árang- ur þegar í sumar. Þá er búið að ganga frá samstarfssamningi við Árnastofn- un, sem aldrei hefur haft nægilegt rými til að sinna því hlutverki að vekja athygli gests og gangandi á okkar þjóðardýrgripum. Samvinna stofnananna getur af sér stóra hand- ritasýningu, sem verður opnuð í Þjóð- menningarhúsi í haust. Sveinn segir að enginn sem til Íslands kemur með- an á sýningunni stendur og fer án þess að sjá hana, geti sagst hafa kom- ið til Íslands. Í Þjóðmenningarhúsi er einnig unnið að samstarfi við Þjóð- minjasafn sem hefur verið lokað und- anfarin misseri vegna endurbóta. Úr því samstarfi verður til ljósmynda- sýning sem ljósmyndadeild Þjóð- minjasafns undirbýr, þar sem sýndar verða ljósmyndir teknar á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi um 1860, en meðal myndanna eru elstu ljósmynd- ir sem teknar hafa verið í Færeyjum og á Grænlandi. Þá leggur Sveinn áherslu á að Þjóðmenningarhús hýsi ólíka þætti íslenskrar menningar. Einn þessara þátta er skáklistin, en í ár eru þrjátíu ár liðin frá Einvígi ald- arinnar, þar sem Bobby Fischer og Borís Spasskíj kepptu um heims- meistaratitilinn í skák. Af því tilefni verður efnt til skáksýningar, þar sem saga skáklistarinnar hér á landi verð- ur skoðuð. Þá er ennfremur áformuð íslensk kortasýning, þar sem gefið verður marktækt yfirlit yfir þróun kortagerðar á Íslandi og hvernig hún endurspeglast úti í heimi. Sú sýning verður unnin í samvinnu við Seðla- bankann, Landsbókasafnið og Land- mælingar Íslands. Að sögn Sveins verður sú sýning bæði sögulega spennandi og mikið fyrir augað. „Þjóðmenningarhúsið er gullfal- legt og í sjálfu sér mikill dýrgripur. En það býður upp á það að á hverjum tíma séu í gangi þrjár til fjórar ólíkar sýningar sem lýsa þjóðmenningu okkar frá ólíkum sjónarhornum. Í sumar verður sýning Landsbóka- safns í bókasalnum á bókmenntum Íslendinga í Vesturheimi. Við höfum kynnst þessum bókmenntum dálítið, en þekkjum þær ekki nærri nógu vel. Kannski verður sú sýning til þess að fræðimenn taki sig til og skrifi meira um þær. Fólk þekkir jú Stephan G. Stephansson og kannski stöku og stöku eftir Káinn, en það eru um þrjá- tíu til fjörutíu höfundar sem verður mjög spennandi að kynnast, því við sjáum annað og nýtt sjónarhorn á ís- lenska menningu í verkum þeirra.“ Sveinn leggur áherslu á að skólum og íslenskum æskulýð verði sinnt í Þjóðmenningarhúsi. Á nánast hverj- um degi koma hópar skólabarna í húsið, meðal annars krakkar úr Iðn- skólanum sem hafa það verkefni að teikna húsið. Efnt verður til sam- vinnu við Skólavefinn, og segir Sveinn slíka samvinnu skipta miklu máli fyrir Þjóðmenningarhús. Unnið er að gerð heimasíðu og margmiðl- unarverkefna með kynningum á hús- inu og þeirri starfsemi sem þar fer fram. „Í samvinnu við Landsbókasafnið og Skólavefinn ætlum við svo að efna til þess sem við köllum Skáld mán- aðarins. Það er verkefni sem býður upp á það að krakkar vinni úr því hér á staðnum, og meiningin er að koma upp tölvuveri í kjallara hússins í fyll- ingu tímans, þar sem hópar geta unn- ið að slíkum verkefnum. Við erum einnig að leika okkur að þeirri hug- mynd að efna til sýningar sem gæti kallast á við handritasýninguna. Sú sýning yrði ætluð krökkum og við- fangsefnið norræn goðafræði.“ Snæfellsjökull, samgöngur og Danaveldi Sveinn segir að Þjóðmenningar- húsið bjóði upp á ótal möguleika. Stakar menningarstofnanir séu bundnar af því hlutverki sem þeim er ætlað, en Þjóðmenningarhús sé vett- vangur þar sem hægt sé að leggja saman krafta úr ólíkum áttum til að skapa eitthvað nýtt. „Ég nefni Snæ- fellsjökul, sem skýrt dæmi um verk- efni sem ólíkar stofnanir gætu unnið að í samvinnu. Þar kemur málara- listin við sögu og þar koma heims- bókmenntirnar við sögu; Jules Verne með Ferðina að miðju jarðar og Hall- dór Laxness með Kristnihaldið. Þar hafa listmálarar unnið, eins og Kjar- val. Þetta er hægt að tengja jarðvís- indum; jöklafræði og jarðorku, og enn má bæta við umhverfisþættinum, því nú er svæðið kringum jökulinn orðið að þjóðgarði. Þannig er hægt að vinna ótal hugmyndir, og um leið og maður sest niður að hugsa um þetta koma möguleikarnir í ljós. Önnur hugmynd að sýningu sem ég hef verið að leika mér að, gæti heitið: Frá land- pósti til tölvupósts, þar sem sögð væri samgöngusaga þjóðarinnar. Þar væri hægt að byrja á því hvernig menn sigldu til Íslands, og velta því fyrir sér hvaða leiðir menn riðu til þings. Þá má skoða brúasmíði og hvílík bylt- ing það var fyrir samgöngur á land- inu þegar við fórum að komst yfir fljótin án þess að vera hundblaut í hálfan mánuð á eftir. Ölfusárbrú og Þjórsárbrú mörkuðu tímamót, og ég tala nú ekki um stóru brýrnar sem opnuðu hringveginn. Margar af brúm okkar skapa líka skemmtilega sýn á fegurðarsjónarmið. Inn í þetta koma svo vegagerð, brúagerð, jarðgöng, sæsímastrengir og margt fleira til dagsins í dag. Ég held að svona sýn- ing gæti verið afskaplega menningar- söguleg í þeim víða skilningi sem snertir hvern einasta mann í landinu. Annað dæmi sem ég vil nefna er það að utan á Þjóðmenningarhúsinu eru nöfn á nokkrum andans mönnum, sem þeim sem byggðu húsið hefur þótt ástæða til að muna eftir. Einn þessara manna er Jón Vídalín. Það væri verðugt að gera honum skil með sýningu sem þyrfti ekki að vera stór, en forvitnileg frá margvíslegu sjón- armiði. Þannig eru viðfangsefnin óþrjótandi, mestur vandinn er að skipuleggja þetta þannig að fjöl- breytnin hverju sinni verði sem mest og litrófið breitt.“ Íslensk þjóðmenning er ekki ein- angrað fyrirbæri að mati Sveins, og hann segir ekkert mæla gegn því að erlendar sýningar fái pláss í húsinu. „Ég veit til dæmis um sýningu um bókasafnið í Alexandríu sem var opn- uð á degi bókarinnar 23. apríl, afmæl- isdegi Halldórs Laxness. Við Íslend- ingar lögðum okkar af mörkum til sýningarinnar og það kostaði tals- verðan undirbúning. Sýning af því tagi ætti alveg heima í Þjóðmenning- arhúsi. Ég get nefnt annað dæmi. Ég fór eitt sinn til Jómfrúaeyja. Þar áttu Danir nýlendur um tvö til þrjúhundr- uð ára skeið. Þetta vissu Íslendingar lítið um, en þarna er stór og mikil saga, og ekki öll Dönum til sóma. Hvernig væri að taka fyrir ár í sögu Danaveldis þegar það stóð sem hæst og gera því skil. Við hér höldum gjarnan að framferði danskra kaup- manna hér hafi verið eitthvert eins- dæmi og horfum á það út frá mjög þröngu sjónarmiði. En framferði Dana í Vestur-Indíum var ekkert ósvipað því sem var með önnur ný- lenduríki. Það væri gaman að skoða danska konungsríkið sem Ísland var nú partur af, og skoða hlutina í þessu stóra samhengi; – Danir voru til dæmis að senda kristniboða til Græn- lands á þessum tíma og í Færeyjum voru þeir með sterka málpólitík sem er kannski orsök þess hve færeyska varð seint að ritmáli. Danir stóðu líka í umfangsmiklum ferðalögum til Austurlanda og við eigum hér til ferðasögur til dæmis sögu Jóns Ind- íafara. Það væri hægt að búa til ótrú- lega skemmtilega sýningu, þar sem Ísland væri sýnt sem hluti af þessari sögu. Þjóðmenningarhús býður upp á það að hægt sé að skoða söguna og nútímann og samhengið þar á milli upp á nýtt.“ Í Þjóðmenningarhúsi er aðstaða til fundahalda sem Sveinn segir að sé vel nýtt, og þar er einnig prýðileg veit- ingastofa. „Þetta hús á að vera iðandi af lífi, og mér sýnist allt stefna í það að svo verði,“ segir Sveinn að lokum. Það er augljóst að mikið hefur ver- ið unnið á skömmum tíma í hug- myndavinnu og að undirbúningi þeirra fimm sýninga sem þegar eru ráðgerðar í Þjóðmenningarhúsi. Hugmyndirnar eru margar og sam- starf menningarstofnana gefur fyrir- heit um skapandi sýn á íslenskt sam- félag í fortíð og nútíð. Þjóðmenningarhús virðist eiga sér bjarta framtíðardaga. Sveinn Einarsson, forstöðumaður Þjóðmenningarhúss, segir Þjóðmenningarhús hús möguleikanna Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þjóðmenningarhús við Hverfisgötu – fimm nýjar sýningar komnar á dagskrá og fleiri á hugmyndaborðinu. Þjóðmenning er menning okkar allra og hún er mjög fjölbreytt Morgunblaðið/Ásdís Forsvarsmenn Þjóðmenningarhúss og þeirra stofnana sem efnt hefur verið til samvinnu við. Salóme Þorkelsdóttir, stjórnarformaður Þjóð- menningarhúss, Sveinn Einarsson forstöðumaður, Vésteinn Ólason, for- stöðumaður Árnastofnunar, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Kristín Bragadóttir, bókavörður á Landsbókasafni, og Hrannar B. Arn- arson, formaður Skáksambands Íslands. Sveinn Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.