Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 51 MÉR finnst dálítið grátbroslegt þegar menn úr Reykjavík stofna stjórnmálaflokk til að leiðrétta hlut Reykjavíkurborgar gagnvart lands- byggðinni. Þessi klásúla um að Reykjavík hafi setið eftir í fjárveit- ingum af ríkisins hálfu, og sérstak- lega þegar fullyrt er að það sé vegna harðfylgis landsbyggðarþingmanna, er brandari, ef hægt er að tala um brandara í þessu samhengi. Ef pen- ingar landsmanna eru ekki í Reykja- vík – hvar eru þeir þá? Ekki úti á landi, nema að einhverju leyti í kring um Akureyrarsvæðið, því þar virðast þingmenn, ráðherrar og forsetar Al- þingis einkar duglegir við að gauka af allsnægtarborðinu. Peningarnir eru ekki úti á lands- byggðinni, því hér sitjum við og fáum ekki að bjarga okkur, við viljum svo sannarlega fá að vera í friði og fá að bjarga okkur, en ríkisstjórn þessa lands sér svo um að það er ekki hægt. Hér sitjum við og getum hvorki verið né farið, hér á Ísafirði er það einungis harðfylgi okkar sjálfra að þakka að hér er blómlegt mannlíf – ennþá. Allt lífsstarf fólks í dreifbýlinu er þar og ef fólk vill fara þá sitja eignir eftir verð- lausar. Samt greiðum við sama gjald til keisarans og þeir sem sitja á höf- uðborgarsvæðinu. Hvaðan skyldu svo peningarnir hafa komið sem voru not- aðir til að byggja upp Reykjavík? Haldið þið virkilega borgarbúar góðir að þeir hafi orðið til við að þið verslu- ðuð hvorir við annan í Kringlum eða Smárum? Nei, þetta eru peningar blóðs, svita og tára, meðal annars þeirra sem eftir sitja og geta ekki lyft litla fingri til að bjarga sér. Þetta er arðurinn af þeim fiski sem barst á land meðan við máttum sækja okkar eigin sjó, og fiskurinn var ekki gefinn vinum ráðamanna til afnota, var ekki fluttur burt vegna „hagræð- ingar“ ríku valdhafanna. Ég vona að landvættir okkar gefi að þetta breytist einn góðan veður- dag. Ef það mætti verða til þess að bjarga því að landsbyggðin leggist ekki í auðn. Það vil ég líka segja að það er Reykvíkingum í hag og öllum landsmönnum að landsbyggðin styrk- ist, við munum veita krafti og auði í sameiginlega sjóði aftur ef við fáum bara að vera til. Og lausnin er mjög einföld, fjármagnið sem við þurfum syndir við bæjardyrnar okkar, fisk- urinn á grunnslóðinni. Það þarf að skipta fiskiflotanum upp í nokkra út- gerðarflokka. Krókaveiðar á að gefa frjálsar, auka þarf auðvitað í sam- ræmi við það rannsóknir á grunnslóð, og auka rannsóknir á fiskigengd í fjörðum og flóum. Allt kjaftæði um friðun fiskistofnanna í dag er bara rugl. Það hefur ekki náðst neitt fram í því að auka fiskigengd, og fiskifræð- ingar okkar eru litlu nær um hvernig fiskurinn hagar sér. En það má ekki einu sinni ræða þetta, greifarnir vilja bara sitja einir að öllu góssinu. Hefur nokkur hugsað út í hve miklum þjóð- arauði við verðum af, vegna þess að mönnum er meinað að nýta frum- burðarrétt sinn við strandlengjuna kring um landið? Hefur nokkur velt því fyrir sér hvað það kostar þjóð- arbúið að hafa sjómenn, landverka- fólk, iðnaðarmenn og heilu þorpin og kaupstaðina í helgreipum misviturra manna sem vita ekki mun á kúk og skít? Allt í nafni friðunar á fiskistofn- um. Og hvar er svo árangurinn? Það er ekki einu sinni gerð sú krafa að ár- angur náist. Hvers konar hringavit- leysa er þetta eiginlega? Það má brýna deigt stál svo það bíti. Síðasta höggið sem við urðum fyrir var kvótasetning í smábátakerf- inu, rétt þegar við vorum að ná vopn- um okkar. Ég er ekki að ljúga þegar ég segi að vonleysið og reiðin er al- gjör, alla vega hér í kring um mig. Og svo fáum við í andlitið að við séum alltaf síröflandi. Vestfirðingar að væla rétt eina ferðina. Ykkur er velkomið að skoða söguna frá því að hér voru hæstu meðaltekjur á mann og at- vinnuleysi minnst á landinu. Stjórnvöld verða að fara að skilja að fólk á landsbyggðinni vill vera þar, margir hafa neyðst til að fara, en þeir myndu margir koma strax aftur ef þeim væri gert það kleift, nú þegar þrengjast fer í Reykjavík, hvert fer fólk þá – þegar lands- byggðin er á vonarvöl? Menn fara til útlanda. Það gengur ekki að hafa borgríki, með byggð aðeins kringum Reykjavík og kannski verstöð í kring um Eyjafjörð. Fólk mun ekki sætta sig við að búa við þær aðstæður. Og við þurfum að skil- greina upp á nýtt hvað er hagræðing og gróði. Sú hagræðing sem að- eins fáir fá að njóta er ekki hagræðing. Hún verður að taka tillit til allra þegna landsins, það er affarasælast. Gróði einstakra manna er ekki landsmönnum til bóta ef aðrir sitja eftir og eiga ekki fyrir salti í grautinn. Það er heildin sem skiptir máli og aldrei frekar en einmitt í litlu ríki eins og okkar, þar sem allt líf- kerfið er miklu viðkvæm- ara en í stærri ríkjum, þar sem batteríið getur gengið lengur vegna stærðar og mannfjölda. Við höfum einfaldlega ekki efni á að láta svona. Okkar eina von er samhygð og sam- vinna, landsins alls. Að allir taki sig saman og vinni sem best fyrir heildina og hætti þessu eiginhagsmunapoti. Það er verið að finna upp allskonar falleg orð fyrir græðgina svo sem eins og hagræðing og hagsæld og góðæri, en í mínum eyrum hljóma þessi orð öll eins, og það orð er græðgi, græðgi þess sem beitir aflsmunar til að hygla sér og sínum, samtrygging þeirra sem sitja í þeirri aðstöðu að geta miðl- að og tekið. Hinn almenni borgari verður að fara að opna augun og líta sér nær. Hætta að trúa þeirri síbylju að allt sé í góðu lagi og ekkert sé að. Það er eitthvað heilmikið að og það er hægt að leiðrétta það með góðum vilja og samstilltu átaki. Upp með baráttuandann bræður og systur. Ásthildur Cesil Þórðardóttir Ísafjörður Stjórnvöld verða að fara að skilja, segir Ásthildur Cesil Þórð- ardóttir, að fólk á lands- byggðinni vill vera þar. Höfundur er garðyrkjustjóri Ísafjarðarbæjar og í 2. sæti á lista Frjálslyndra og óháðra á Ísafirði. Reykjavík gegn landsbyggðinni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.