Morgunblaðið - 12.07.2002, Page 18

Morgunblaðið - 12.07.2002, Page 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ f a s t la n d - 8 1 7 1 FULLT HÚS SKEIFAN • HRINGBRAUT VI‹ JL • DALSHRAUN HFJ • HVALEYRARBRAUT HFJ • SELFOSS • VESTMANNAEYJAR • HÖFN LANDIÐ Í GAMLA miðbænum er hús sem vekur eftirtekt, einkum vegna fag- urra steina sem prýða lóðina í kringum það. Hjónin Þorvaldur Jósefsson og Ólöf Geirsdóttir hafa safnað steinum í 10 ár og er mest af þeim úr nágrenninu en einnig alls staðar af landinu. ,,Þetta er sameig- inlegt áhugamál sem byrjaði þann- ig að eitt sumarið fuku öll blómin burt sem við vorum búin að planta í beðið bak við hús. Þá fannst okkur eins gott að skreyta með grjóti því það fyki ekki,“ sagði Þorvaldur. Þau hafa verið ötul við að safna því allt í kringum húsið eru steinar af ýmsum stærðum, tegundum og litum. Þau muna hvaðan helstu steinarnir eru, þekkja tegundirnar en hafa ekki tölu á hversu margir steinarnir eru orðnir. Ólöf málar einnig á steina sem taka á sig ýms- ar myndir. Þorvaldur segist hafa næmt auga fyrir fallegum og sér- kennilegum steinum og þegar hann er að keyra sér hann oft stein ein- hvers staðar uppi í fjallshlíð sem hann má til með að sækja. ,,Ég hef stundum orðið hrædd þegar hann hleypur upp einhvern bratta, sér- staklega að hann komist ekki aftur niður,“ segir Ólöf. Steinasafnið hef- ur vakið áhuga ferðafólks sem staldrar gjarnan við húsið og skoð- ar og tekur myndir. Einn farar- stjóri hefur leyfi til þess að koma með erlenda hópa í garðinn til þeirra að skoða. Þorvaldur var nýkominn heim af sjúkrahúsi þegar fréttaritara bar að garði. Hann lenti í bílslysi um helgina þegar sjúkrabíll ók inn í hliðina á bílnum sem hann var á. Sem betur fer voru meiðsl hans ekki alvarleg. En var Þorvaldur með steina í bílnum eða að skima eftir grjóti þegar slysið varð? ,,Nei,“ segir Þorvaldur ,,ég var að koma ofan úr hesthúsum.“ Hesta- mennska er annað aðaláhugamálið hans og víst er að þau hjón gætu skreytt garðinn sinn með verð- launabikurum sem gæðingarnir hans hafa unnið til á hestamótum. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Ólöf Geirsdóttir og Þorvaldur Jósefsson fyrir framan húsið sitt. Steinarnir laða að erlenda ferðamenn Borgarnes VERÐ hlutabréfa tók dýfu á mið- vikudag. Fyrst lækkaði bandaríski markaðurinn en í kjölfarið lækkuðu nær allir markaðir heimsins. Það er helst íslenski markaðurinn sem ekki varð dýfunnar var, því hér hækkuðu hlutabréf um 0,3%. Ólíkt íslenska hlutabréfamarkaðnum hafa nær allir markaðir heimsins átt í erfiðleikum síðustu mánuði og fjár- festar hafa haft fátt til að gleðjast yfir. Með lækkuninni á miðvikudag náðu markaðirnir í Bandaríkjunum lægra gildi en þeir hafa náð í mörg ár. Nasdaq-vísitalan lækkaði um 2,5% og hefur ekki verið lægri frá því í maí 1997 og S&P 500 vísitalan náði lægsta gildi frá því í október sama ár eftir að hafa lækkað um 3,4% yfir daginn, en S&P 500 er breið vísitala sem endurspeglar markaðinn í heild vel. Í gær rétti Nasdaq aðeins úr kútnum aftur og hækkaði um 2,11% auk þess sem smávægileg hækkun varð á S&P 500 vísitölunni. Jafnvirði landsframleiðslu Þýska- lands hefur tapast á árinu Sé litið á markaðsvirði fyrirtækj- anna hafa 2.400 milljarðar Banda- ríkjadala tapast það sem af er þessu ári, eða sem samsvarar um fjórðungi landsframleiðslunnar þar í landi á einu ári. Einnig má líta þannig á að meira en öll landsfram- leiðsla Þýskalands í ár hafi tapast á bandarískum mörkuðum frá ára- mótum. Wilshire-heildarmarkaðs- vísitalan bandaríska er breiðasti mælikvarði á hlutabréf þar í landi og í lok miðvikudags var hún í lægsta gildi frá 8. október 1998. Á mælikvarða þessarar vísitölu náði markaðurinn hámarki 24. mars 2000, en hefur lækkað um 41% síð- an, eða um 7.000 milljarða dala að markaðsvirði. Markaðurinn er nú metinn á rúma 10.000 milljarða dala. Eins og áður sagði fylgdu aðrir markaðir í kjölfarið, Evrópa lækk- aði á miðvikudag, en markaðir þar loka á undan þeim bandarísku. Markaðir í Asíu eru búnir að loka þegar þeir bandarísku opna, en við- brögð á þeim mörkuðum næsta dag, í gær, létu ekki á sér standa og allir helstu markaðir þar lækk- uðu. Lækkunarhrinan hélt áfram í gær á nær öllum helstu mörkuðum. Og að þessu sinni fylgdi íslenski markaðurinn með, þó hann lækkaði minna en flestir, eða um 0,4%. Skýringarnar á viðkvæmum markaði í Bandaríkjunum um þess- ar mundir eru meðal annars þau bókhaldsmisferli sem aftur og aftur hafa verið að skjóta upp kollinum þar í landi. Á miðvikudaginn var það Qwest Communications sem skýrði frá því að það væri í rann- sókn fyrir ólöglegt athæfi og er tal- ið að í framhaldi af öðrum bók- haldshneykslum hafi mál Qwest haft mikið að segja um að fjárfestar vildu losa sig út af markaðnum. Í gær bættist lyfjafyrirtækið Bristol- Myers við þau fyrirtæki sem verð- bréfaeftirlitið er að rannsaka, en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvers vegna grunur hefur fallið á það. Annað sem hjálpaði við að lækka bréf á mörkuðum á miðvikudaginn var að Bank of America lækkaði spár sínar um væntanlegan hagnað á hlut fyrir General Motors og Ford Motor. Þó jákvæðar fréttir hafi borist frá ýmsum öðrum fyr- irækjum, til að mynda Yahoo, þá dugði það ekki til að vega upp á móti þeim neikvæðu fréttum sem einkenna nú markaðina. Mikil óvissa á mörkuðum Fleiri skýringar eru á þessum lækkandi hlutabréfavísitölum og má þar nefna að vikuleg mæling at- vinnuleysis sýndi að nýskráðum at- vinnulausum fjölgaði. Önnur skýr- ing er langvarandi veiking Bandaríkjadals, sem dregur úr trú manna á hagkerfinu þar, en að vísu er lækkun hlutabréfaverðs líka skýring á lækkun dalsins, því hún dregur úr fjárfestingum í Banda- ríkjunum og þar með kaupa útlend- ingar síður dali. Þarna eru því víxl- verkandi áhrif sem talið er að eigi rót sína að rekja til mikils viðvar- andi viðskiptahalla sem ekki nýtur lengur stuðnings af því að banda- rísk hlutabréf séu spennandi fjár- festing. En þetta er að vísu ekki alveg svona einfalt og ekki eru allir þeirr- ar skoðunar að óskynsamlegt sé að fjárfesta í Bandaríkjunum nú. Sum- ir halda því fram að Bandaríkja- markaður sé nú loks orðinn spenn- andi á ný fyrir fjárfesta vegna þess að eftir þá miklu lækkun sem orðið hafi á markaðnum séu bréfin á hon- um nú á sanngjörnu verði. Traust fjárfesta vegur hins vegar enn þyngra en útreikningar á sann- gjörnu verði, því þegar traustið á fyrirtækjunum skortir, og eftir sí- endurtekin bókhaldshneyksli og bókhaldssvik er víst að traust fjár- festa á markaðnum hefur minnkað mikið, þá er þrátt fyrir verðlækk- unina ekki víst að fjárfestar telji bréfin á sanngjörnu verði. Miðað við áframhaldandi verðlækkun hlutabréfanna telja fjárfestar greinilega að enn sé ekki komið nóg og bréfin verði að lækka enn meira til að vega upp á móti þeirri auknu óvissu sem nú er á mark- aðnum, en helsta skýring hennar er að öllum líkindum hve mörg fyr- irtæki hafa orðið uppvís að, eða liggja undir grun um, að hafa haft rangt við í upplýsingagjöf til fjár- festa. Bandarískir markaðir í fimm ára lágmarki                        !" # $% &# &'()' * +  , "-.// +*0)          1// 1//1 1// 1//1 1// 1//1 1// 1//1      2     +3 *  *   %45*'66% ) 2 " $ + & ) % # % ) )      ) 2 " $ + & ) % # % ) )      ) 2 " $ + & ) % # % ) )      ) 2 " $ + & ) % # % ) )

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.