Morgunblaðið - 18.07.2002, Page 9

Morgunblaðið - 18.07.2002, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 9 BIRTING á vefsvæðinu Starfatorg.is verður fullnægjandi auglýsing á laus- um störfum hjá ríkinu frá og með 1. október næstkomandi þegar breyt- ingar á reglum um auglýsingar á laus- um störfum hjá ríkinu taka gildi, að mati ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu- neytisins. Jafnframt birtingu á Net- inu verður skylt að birta yfirlit í dag- blaði yfir laus störf, með nokkurs konar tilvísun í viðkomandi störf. „Við höfum verið með tilraun í gangi á þessu sviði. Það hafa verið birtar auglýsingar um laus störf hjá ríkinu á ákveðnu vefsvæði sem heitir Starfatorg.is og síðan er vikulega birt í Morgunblaðinu sérstakt yfirlit yfir laus störf og vísað yfir á Starfatorgið um nánari upplýsingar,“ segir Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu. Að sögn hans hefur framkvæmdin verið með þessum hætti í fjóra mán- uði og þetta var talið gefa svo góða raun að ákveðið var að breyta regl- unum. Hann bætir við að tilraunin hafi reyndar ekki náð til allra stofn- ana, því heilbrigðisstofnunum, menntastofnunum og svæðisskrif- stofum málefna fatlaðra var haldið ut- an við þetta. Auglýsing í dagblaði áfram fullnægjandi birtingarmáti Baldur leggur áherslu á að jafn- framt sé gert ráð fyrir því að áfram teljist það fullnægjandi birtingarmáti að auglýsa í dagblaði, þannig að eftir breytinguna eigi menn val um hvaða leið þeir vilji fara. „Í dag er hægt að birta með tvennum hætti, annars veg- ar með auglýsingu í dagblaði sem er gefið út á landsvísu eða að auglýsing er lesin eða birtist að minnsta kosti þrisvar sinnum í tengslum við hádeg- is- eða kvöldfréttatímatíma ljósvaka- miðils sem nær til alls landsins,“ held- ur hann áfram og segir að ljósvakabirtingin verði ekki leyfileg með nýju breytingunni. Aðspurður segir hann ástæður breytinganna vera margar. Í fyrsta lagi sé Netið orðið aðgengilegt al- menningi og stundum jafnvel að- gengilegra fyrir ýmsa aðila, eins og fólk sem sé statt erlendis. Hann legg- ur áherslu á að í öðru lagi sé sam- ansafn upplýsinga um störf hjá ríkinu haft á einum stað, auk þess sem það opnist leið til að hafa þar einnig ýmiss konar efni um málefni ríkisstarfs- manna. „Það er alveg ljóst að þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og það hafa verið margar heimsóknir inn á vefinn. Ráðuneyti og ríkisstofnanir eru mjög sátt við þessa framkvæmd og telja þetta mikið framfaraspor,“ bætir hann við. Baldur segir forsvarsmenn stéttar- félaganna hafa lýst sig fylgjandi þess- ari breytingu. Hann bendir á að jafn- framt hafi verið velt upp spurningum um breytingar á öðrum þáttum þess- ara reglna, það er að segja í hvaða til- vikum sé ekki skylt að auglýsa störf. Það mál er í biðstöðu og þeim ákvæð- um hefur ekki verið breytt, að sögn Baldurs. Breyting á reglum um auglýsingar á lausum störfum hjá ríkinu Starfsauglýs- ingar birtar á Netinu Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. af allri útsöluvöru aukaafsláttur 15% Laugavegi 56, sími 552 2201 Kringlunni, sími 588 1680 v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Útsala 25-50% afsláttur P.s. glæsilegt úrval af drögtum í versluninni við Nesveg. hefst á morgun LAUGAVEGI 1, S. 561 7760. ÚTSALAN Velkomin um borð O F S C A N D I N A V I A ALA Enn meiri verðlækkun 40-70% afsláttur Ný sending - nýtt kortatímabil Kringlunni - sími 581 2300 Herrar Pólóbolir 3.990 2.394 Jakkar 12.490 7.490 Peysur 6.290 3.774 Skyrtur 4.990 1.990 Boxer nærbuxur 1.890 600 Skyrtur stutterma 3.990 2.394 Bómullarbuxur 6.590 4.990 Bindi silki 3.990 2.394 Rússkinnsjakkar 49.990 29.990 Verð áður Verð nú Dömur Hlýrabolir 1.890 990 Bolir 3.690 1.107 Skyrtur 6.290 3.145 Peysur 6.290 1.887 Pils 9.990 2.990 Buxur 8.790 4.395 Jakkar 16.790 4.990 Peysur 8.790 4.395 Buxur 7.490 2.900 Verð áður Verð nú Dúndurútsala 30-80% afsláttur Nýtt kortatímabil

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.