Morgunblaðið - 18.07.2002, Síða 33

Morgunblaðið - 18.07.2002, Síða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 33 Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 7. flokkur, 17. júlí 2002 Kr. 1.000.000,- 4664E 7120G 10507F 26554G 28151E 29127E 37970B 44289B 52830H 59486B MENNINGARSAMTÖK Norðlend- inga, MENOR, eru 20 ára á þessu vori. Var afmælisins minnst með veglegri hátíðardagskrá á dögunum í félagsheimilinu Laugarborg, Eyja- fjarðarsveit. Þar var boðið upp á blandaða menningardagskrá í tali og tónum og flytjendur listafólk víðs vegar af Norðurlandi. Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, ávarpaði samkomuna, en há- tíðarræðu flutti Kristinn G. Jóhanns- son, myndlistarmaður, fyrsti for- maður MENOR. Björn Ingólfsson, skólastjóri, las frumsamda smásögu og Erlingur Sigurðarson eigin ljóð. Þórhildur Örvarsdóttir, söngkona, söng einsöng við undirleik Helenu Bjarnadóttur, en geta má þess, að Þórhildur vann til 1. verðlauna í norðlenskri einsöngvarakeppni ME- NOR vorið 1996. Samkórinn Björk í A-Húnavatnssýslu söng nokkur lög. Stjórnandi kórsins er Michael J. Clark. Tveir vinningshafar í ein- leikarakeppni MENOR spiluðu, en keppnin fór fram á liðnum vetri í samvinnu við tónlistarskóla á Norð- urlandi. Þau sem spiluðu voru: Þur- íður H. Ingvarsdóttir, fiðla, og Unn- ur Björnsdóttir, fiðla, báðar nemendur í Tónlistarskóla Akureyr- ar. Undirleikari var Helena Bjarna- dóttir. Félagar í leikdeild UMF Efl- ingar í Reykjadal sýndu atriði úr söngleiknum Fiðlaranum á þakinu undir stjórn Arnórs Benónýssonar, leikstjóra, en söngleikur þessi hefur verið sýndur við mjög góðar undir- tektir í vetur. Tónlistarstjórn var í höndum Jaan Alavere og Valmar Valjaots. Í anddyri hússins voru til sýnis myndverk eftir Arnfríði Arnardótt- ur, myndlistarkonu, úr farandsýn- ingu MENOR í grunnskólum á Norðurlandi á liðnum vetri. Kynnir á hátíðardagskránni var Arnór Benón- ýsson. Samkoman var vel sótt og undirtektir áheyrenda góðar. Í tilefni 20 ára afmælisins réðust samtökin í að gefa út bók, sem kynnt var á hátíðinni í Laugarborg. Bókin ber heitið Slóðir mannanna og er 164 bls. Útgefandi er bókaútgáfan Hólar, Akureyri. Innihald hennar eru ljóð og smásögur, sem unnið hafa til verðlauna í ljóða- og smá- sagnasamkeppnum MENOR og dagblaðsins Dags á árunum 1989- 2001. Alls eiga 24 höfundar ljóð og sögur í bókinni, þekktir og minna þekktir, og búsettir víða um land. Bókin verður til sölu í bókaverslun- um. Aðalfundur MENOR var haldinn við sama tækifæri. Ólafur Þ. Hall- grímsson, sóknarprestur á Mælifelli, var endurkjörinn formaður samtak- ann til eins árs. Aðrir í stjórn eru Roar Kvam, Fossbrekku, Svalbarðs- strönd, Svanhildur Hermannsdóttir, Akureyri, Helgi Ólafsson, Hvamms- tanga, og Magnús Óskarsson, Sölva- nesi. Varastjórn skipa nú Guðmund- ur Á. Sigurjónsson, Akureyri, Erla Óskarsdóttir, Ekru í Öxarfirði, Hjörtur Arnórsson, Akureyri, Arnór Benónýsson, Laugum, og Lilja Hall- grímssdóttir, Akureyri. Endurskoð- andi reikninga er Jóhanna Rögn- valdsdóttir, Stóru-Völlum í Bárðardal. Menningarsamtök Norðlendinga 20 ára TVÆR stuttsýningar verða opnaðar í Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16, í dag, og á morgun. Díana Hrafnsdóttir opnar sýningu á graf- íkmyndum kl. 16 í dag og Loes Mull- er opnar sýningu á skúlptúrum á morgun, föstudag, kl. 17. Díana nefnir sýningu sína Sýnir og gefur þar að líta tréristur sem unnar eru á þessu ári. Díana útskrifaðist vorið 2000 með BA-gráðu úr mynd- listardeild Listaháskóla Íslands, með sérnám í grafík. Þetta er önnur einkasýning Díönu en hún hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga. Loes Muller er hollensk að upp- runa og er mörgum Íslendingum kunn sökum vináttu hennar við land og þjóð síðastliðin 20 ár. Loes var með einkasýningu í Gallerí Reykja- vík fyrir tveimur árum, einnig hefur hún haldið fjölmargar einkasýningar í Hollandi og víðar. Verkin á sýningunni eru unnin úr kljá og kalksteini, steintegundir þessar eru í flokki kalksteina sem eru árþúsunda gamlir og finnast meðal annars í hellum í suðurhluta Hollands. Sýningin Díönu stendur til 26. júlí og sýning Loues til mánaðamóta. Gallerí Reykjavík er opið daglega frá kl. 12-18, laugardaga kl. 11-16. Tvær stutt- sýningar á Skóla- vörðustíg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.