Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ kann að hljóma ótrúlega í eyr-um margra, en í dag er listamað-urinn Erró – Guðmundur Guð-mundsson – sjötugur. Hann fæddist 19. júlí 1932 í læknisbústaðnum vest- ur í Ólafsvík, þar sem móðir hans vann hjá læknishjónunum. Það segir sína sögu um trygglyndi Errós að þó hann hafi flutt að vestan ómálga barn heldur hann nafni stað- arins ætíð á lofti, og enn heldur hann góðu sambandi við dóttur læknishjónanna, jafn- öldru sína. Erró komst til manns austur á Kirkjubæj- arklaustri, þar sem hann ólst upp í umhverfi sem hlaut að heilla öll börn, þar sem saman komu ævintýraheimar hrauns og sanda, og stórbýli í þjóðbraut, þar sem margir áttu leið um. Það er ekki ástæða til að rekja feril Errós hér, enda ekki tilgangurinn að skrifa ævi- sögu, heldur að fagna merkum áfanga og óska honum allra heilla í framtíðinni. Þeir sem hafa kynnst Erró og fjölskyldu hans á Klaustri eru þó væntanlega ekki í vafa um að atorkusemin, fjörið, forvitnin, uppá- finningasemin, félagslyndið og fölskvalaus lífsgleðin sem hafa einkennt listamanninn alla tíð eiga líklega að drjúgum hluta rót sína að rekja þangað austur. Erró valdi sér ungur listabrautina, og nú eru tæplega fimmtíu ár frá því hann hélt út í hinn stóra heim, þar sem hann hefur haslað sér völl meðal hinna fremstu á sínu sviði. Hann hefur búið í París frá 1958, en hefur þó ætíð haldið fast í tengslin heim til Íslands þar sem vinir og fjölskylda eru ætíð ofarlega í huga hans, ekki síst hin síðari ár. Í síðasta mánuði var haldið ættarmót á Kirkjubæjar- klaustri til að halda upp á 100 ára afmæl- isdag móður hans, Soffíu Kristinsdóttur, hinn 16. júní, og þar var Erró hrókur alls fagnaðar, mættur með systkinum og afkom- endum til að fagna þessum áfanga á heima- slóðum. Það þarf ekki að fjölyrða um stöðu Errós sem listamanns og gildi hans fyrir íslenskt listalíf. Gjöf hans til Reykjavíkurborgar er einstök í sinni röð, og hefur haldið áfram að vaxa allt frá 1989, en Errósafnið innan Lista- safns Reykjavíkur telur nú rúmlega 3.000 listaverk af ýmsu tagi – málverk, vatns- litamyndir, grafíkmyndir, teikningar og sam- klippur, skissubækur, ljósmyndir, högg- myndir og kvikmyndir, svo eitthvað sé nefnt. Þessi mikla gjöf verður seint fullþökkuð, þó vart megi nefna slíkt þakklæti við listamann- inn; sé gerð tilraun til þess er eins líklegt að hann sendi um hæl einhver ný verk, sem honum þykir vanta í safnið! Þó Erró hafi ekki starfað sem listamaður hér á landi hefur hann látið sér annt um ís- lenskt listalíf og greitt götu fjölmargra lista- manna, sem til hans hafa leitað í París. Þeg- ar hann kemur í sínar stuttu heimsóknir til landsins reynir Erró að kynnast því sem ungt listafólk er að fást við, og sýnir því mun meiri áhuga en eigin verkum. Það lýsir manninum einnig vel að þegar Guðmunda Kristinsdóttir, móðursystir hans, arfleiddi hann að lítilli íbúð ákvað Erró að selja íbúð- ina og stofna frekar sjóð, sem ætlað væri það hlutverk að hvetja ungar listakonur til dáða. Nú hefur verið úthlutað fimm sinnum úr þessum sjóði, og er fróðlegt að fylgjast með ferli þeirra listakvenna, sem notið hafa styrks úr honum. Það er ekki ofsögum sagt að Erró hefur reynst starfsfólki Listasafns Reykjavíkur mikill vinur, og eru ætíð fagnaðarfundir þeg- ar hann kemur til landsins. Enn minnumst við ýmissa atburða í kringum opnun safnsins í Hafnarhúsinu, allt frá sýningunni 1998, þegar skyndilegt haglél kom dönsku drottn- ingunni í opna skjöldu við opnun Listahátíð- ar, til þeirra gleðidaga sem haldnir voru með fjölmörgum erlendum og innlendum vinum í kringum opnun yfirlitssýningar Errósafns- ins í júní 2001. Lengra aftur í tímanum eru sýningarnar 1994 og 1989, þegar fyrst var tilkynnt um gjöf listamannsins til safnsins. Erró hefur einnig reynst óþreytandi tengilið- ur við aðra listamenn og stofnanir erlendis, og þannig á bak við tjöldin átt drjúgan þátt í að fá hingað til lands merkar sýningar og forvitnilega listamenn, sem hafa auðgað listalífið hér á landi hver með sínum hætti. Fyrir réttu ári lenti Erró í vélhjólaslysi í nágrenni við sumarhús sitt á Formentera, og var hætt kominn um tíma. Með óbilandi styrk og hjálp góðs fólks hefur hann hins vegar náð sér fullkomlega eftir það áfall, og væntanlega hefur það verið geislandi lífs- nautnin, athafnasemin og gleðin yfir góðum félagsskap sem hefur átt drýgstan þátt í þessum góða bata. Það er algjörlega í anda Errós að hann fagnar tímamótunum í dag á Formentera sérstaklega í hópi hjúkr- unarfólks, lækna, leigubílstjóra, flugmanna, nágranna og vina, sem hjálpuðu honum á síð- asta ári, sem taka nú þátt í nýrri afmæl- isveislu vini sínum til heiðurs. Fyrir hönd starfsfólks Listasafns Reykja- víkur vil ég senda Erró innilegar afmæl- iskveðjur í þennan hóp í dag; ég er þess full- viss að fjölmargir hér heima á Íslandi taka undir og árna Erró allra heilla í dag, með þökkum fyrir glaðværar stundir á liðnum ár- um, og í von um að þær verði enn fleiri í framtíðinni. Fölskvalaus lífsgleði Eftir Eirík Þorláksson Morgunblaðið/RAX Erró gaf Reykjavíkurborg tvö þúsund listaverk árið 1989. Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, naut leiðsagnar listamannsins þegar hann skoðaði málverk úr gjöfinni í geymslum Kjarvalsstaða. Myndin á milli þeirra heitir Ljárinn og er frá árinu 1956. Morgunblaðið/Arnaldur Erró – Guðmundur Guðmundsson. Höfundur er forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur. ÞRJÁR bækur eru komnar út í kilju hjá Vöku-Helgafelli. Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar eftir Davíð Oddsson. Þetta safn smá- sagna inniheldur níu sögur Davíðs sem sækir efniviðinn víða bæði í tíma og rúmi. Bókin kom fyrst út 1997. Bókin er 140 blaðsíður en Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu. Tvær skáldsögur rithöfundarins Jean M Auel: Þjóð bjarnarins mikla í íslenskri þýðingu Fríðu Á. Sigurð- ardóttur og Mammútaþjóðin í þýð- ingu Ásgeirs Ingólfssonar og Bjarna Gunnarssonar. Þjóð bjarnarins mikla er saga Aylu, stúlku af ættstofni nútímamannsins. Barn að aldri verður hún viðskila við fólk sitt og elst upp hjá fornri og staðnaðri kynkvísl neanderdals- manna. Þjóð bjarnarins mikla var fyrst gefin út hér á landi 1986. Bókin er 492 blaðsíður. Mammútaþjóðin er sjálfstætt fram- hald bóka Jean M. Auel um stúlkuna Aylu og lífsbaráttu hennar fyrir 35.000 árum. Þegar hér er komið sögu er hún orðin fulltíða kona og sest að hjá mammútaveiðimönnum af sömu ættkvísl og hún sjálf. Þar mætir Aylu tortryggni og fordómar vegna uppvaxtar hennar hjá neander- dalsmönnum. Bókin er 618 bls. Kiljur TVEIR gáfaðir nemendur af auð- ugu foreldri, Richard Haywood (Ryan Gosling) og Justin Pendleton (Michael Pitt), fá í allsnægtum sínum og sjálfumgleði þá vafasömu hug- mynd að hægt sé að fremja hið full- komna morð. Í lífsleiðanum láta þeir hugdettuna ekki nægja heldur fram- kvæma drápið eftir öllum þeim kúnstarinnar reglum sem þeir álíta að dugi til að blekkja löggæslumenn. Lögregluforinginn Cassie May- weather (Sandra Bullock) stýrir morðrannsóknininni og sér til halds og trausts fær hún Sam Kennedy (Ben Chaplin), nýjan vaktfélaga sinn. Þau rannsaka morðmálið samkvæmt hefðbundnum aðferðum til að byrja með en fljótlega fer Mayweather að fara eigin leiðir sem hún byggir að nokkru leyti á hrikalegri lífsreynslu sem hún sjálf varð fyrir, fáum árum áður. Sú sama reynsla hefur gert hana einræna og ósamvinnuþýða í starfi og fær nýliðinn Kennedy óspart að kenna á kostum hennar og göllum. Um miðja mynd virðist sem tví- menningunum hafi lukkast skugga- leg áformin en Mayweather er ekki tilbúin til að kyngja framburði þeirra og heldur áfram að skyggnast undir flekklaust yfirborð félaganna. Barbet Schroeder leikstýrir af ósvikinni kunnáttusemi og heldur framvindunni gangandi þrátt fyrir óþarflega langan sýningartíma. Á hinn bóginn er morðgát- an nokkuð hroðvirknis- leg, við fáum að vita í upphafi hvernig verkn- aðurinn er framinn þannig að spennan í myndinni snýst um hvort hin ógeðfelldu ungmenni komast upp með svið- setninguna og sleppa frá glæpnum. Kunnuglegt viðfangsefni úr eldri myndum, líkt og Compulsion og Rope, en nær aldrei hinu rafmagnaða andrúmslofti meist- ara Hitchcocks. Er þó þokkalegasta afþreying og á það einkum að þakka hinum bráðefnilegu Gosling og Pitt sem vafalaust eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Bullock og Chaplin komast einnig vel frá sínu. Handritið er veiki hlekkurinn, áhorf- andinn er aldrei í vafa um fyrirsjáan- leg endalokin. Ekkert er fullkomið KVIKMYNDIR Sambíóin Reykjavík, Keflavík og Akureyri Leikstjóri: Barbet Schroeder. Handrit: Tony Gayton. Kvikmyndatökustjóri: Lu- ciano Tovoli. Tónlist: Clint Mansell. Aðal- leikendur: Sandra Bullock, Ben Chaplin, Ryan Gosling, Michael Pitt, Chris Penn, Agnes Bruckner. Sýningartími 120 mín. Warner Bros. Bandaríkin 2002. MURDER BY NUMBERS 1⁄2 Sæbjörn Valdimarsson Bullock kemst vel frá sínu, segir í umsögn. Stúdentakjallarinn Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar leikur bebop og stand- arda kl. 22. Að þessu sinni er tríóið auk Ásgeirs skipað þeim Hauki Gröndal á saxófón og Morten Lundsby á kontrabassa. Haukur Gröndal hefur verið við nám við Rytmiska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn að undanförnu. Hann hefur m.a. leikið með Stórsveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Morten Lundsby er frá Kaup- mannahöfn þar sem hann útskrif- aðist frá Rytmiska tónlistarháskól- anum vorið 2002. Ásgeir útskrifaðist frá tónlistarskóla FÍH 1999 þaðan sem leiðin lá í tón- listarháskólann í Amsterdam. Þar nam Ásgeir í tvö ár. Þar kom hann fram með m.a. Jesse van Ruller, auk þess að leika í hol- lenska útvarpinu. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.