Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt þríhliða samstarfssamn- ing Reykjavíkurborgar, Flug- leiða og Hr. Örlygs ehf. vegna tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem haldin hefur ver- ið árlega í Reykjavík undan- farin þrjú ár. Vegna þessa árs greiðir Reykjavíkurborg þrjár milljón- ir króna til hátíðarinnar og 4 m. kr. árlega frá 2003–2005. Iceland Airwaves er jafnan haldin í októbermánuði en markmið hátíðarinnar er að kynna tónlist á heimavelli fyrir erlendum fjölmiðlum og útgef- endum með aukna útrás ís- lenskrar tónlistar að leiðarljósi. Þá er hugmyndin með hátíðinni auk þess sú að markaðssetja Reykjavík sem skemmtilegan og menningarlegan ferða- mannastað utan hefðbundins ferðamannatíma og höfða til ungs fólks, að því er segir í greinargerð með tillögu um styrkveitingu frá borgarráði. Mikill fjöldi erlendra gesta, fjölmiðlafólk og fólk úr menn- ingarlífinu, auk almennra tón- listargesta, hefur sótt hátíðina heim. Áætlað er að nálægt 200 fulltrúar fjölmiðla frá 15 lönd- um komi að jafnaði ár hvert og er það mesti fjöldi erlends fjöl- miðlafólks sem reglulega sækir einstakan viðburð í Reykjavík, segir í greinargerðinni. Reykjavíkur- borg styrkir Airwaves Reykjavík BIRGIR Einarsson, einn þriggja skólastjórnenda við Lágafellsskóla, hefur sagt upp störfum og óskað eft- ir að fá að hætta frá og með 1. sept- ember nk. Í bréfi sem Birgir ritar forstöðu- manni fræðslu- og menningarsviðs segir að trúnaðarbrestur hafi orðið milli hans og fræðslunefndar í um- boði meirihluta bæjarstjórnar. Einnig hafi starfsáætlun Lágafells- skóla verið skorin niður einhliða og án samráðs við stjórnendur skólans auk þess sem fræðslunefnd hafi ekki svarað fyrirspurnum hans um nið- urskurðinn sem bornar voru upp á fundi fræðslunefndar. Segir í bréf- inu að niðurskurður sá sem óskað var skýringa á muni valda veruleg- um vandræðum í skólastarfi Lága- fellsskóla næsta skólaár. Hann muni hafa þau áhrif á faglegt starf innan skólans að Birgir treysti sér ekki til að veita þá faglegu forystu sem hon- um ber að veita skv. grunnskólalög- um. Bæjarráð hefur fjallað um málið og hefur forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs og bæjarstjóra ver- ið falið að ganga frá starfslokasamn- ingi við Birgi í samræmi við óskir hans. Fyrir einu ári var sett á laggirnar teymi þriggja skólastjórnenda við Lágafellsskóla með heimild ráðu- neytisins til að ganga á svig við grunnskólalög um að einn skóla- stjóri sé ábyrgur fyrir skólastarfinu. Birgir Einarsson var fyrsti ábyrgð- armaður síðastliðið skólaár en sam- kvæmt hugmyndinni skipta skóla- stjórnendurnir með sér að gegna stöðu ábyrgðaraðila. Að sögn Ragnheiðar Ríkharðs- dóttur bæjarstjóra var starfsáætlun fyrir næsta skólaár lögð fram í mars og lá hún hjá fráfarandi meirihluta allan apríl- og maímánuð án þess að vera afgreidd. Þegar nýr meirihluti tók við í júní þurfti fyrst að skipa fræðslunefnd til að fara ofan í saum- ana á málinu en niðurstaðan varð sú að fjárveiting sem skólinn fór fram á var skorin niður. Ragnheiður bendir á að þótt ákveðið hafi verið að draga úr kostnaði við skólastarf sé viðmiðun- artafla ráðuneytisins meira en upp- fyllt. Ragnheiður segir ennfremur að hvergi í fundargerðum fræðslu- nefndar, sem Birgir vísar til í bréf- inu, komi fram bókanir frá Birgi þar sem hann láti í ljós þá hluti sem hann vísar til í uppsagnarbréfinu. Að auki hafi hann enga tilraun gert til að ræða það sem betur mætti fara við bæjarstjóra sem oddvita meiri- hlutans. Fengu vitneskju um fyrirætlan Birgis í tölvupósti Ekki verður ráðið í stöðu Birgis en þess í stað hafa hinir skólastjórn- endurnir lagt til að ráðnir verði tveir deildarstjórar í hans stað í 50% starf hvor. Í bréfi sem Jóhanna Magnúsdótt- ir og Sigríður Johnsen, sem gegnt hafa starfi skólastjórnenda við Lágafellsskóla samhliða Birgi, rita bæjarstjóra og forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs, kemur fram að uppsögn Birgis hafi komið þeim í opna skjöldu og hafi aldrei verið rædd innan hópsins. „Við fengum fyrst vitneskju um fyrirætlan Birgis í tölvupósti sem barst okkur 11. júlí sl. Í bréfi sínu tekur hann fram að ekkert í okkar samstarfi hafi haft áhrif á ákvörðun hans en tiltekur fjórar ástæður fyrir uppsögn sinni. Ástæður þær sem hann tilgreinir komu okkur einnig mjög á óvart sem tilefni uppsagn- ar,“ segir í bréfinu. Einn þriggja skólastjórnenda Lágafellsskóla segir upp störfum Segir starfsáætlun skólans skorna niður án samráðs Morgunblaðið/Golli Um 300 börn eru í Lágafellsskóla, sem lauk sínum fyrsta starfsvetri í vor. Samkvæmt heimild frá menntamálaráðuneyti voru þrír skóla- stjórnendur ráðnir við skólann í stað eins, eins og venjan er að gert sé. Mosfellsbær STARFSMENN Landsvirkjunar sem unnu um tíma í sumar við gróð- ursetningu í Mosfellsbæ eru mættir aftur til starfa og vinna nú að áburð- argjöf og uppgræðslu í Bringum, skammt frá Helgufossi. Mosfellsbær leggur til plöntur en Landsvirkjun leggur til vinnuaflið og er verkefnið liður í uppgræðsluverk- efni Landsvirkjunar. Fram kemur á heimasíðu Mosfells- bæjar að ætlunin sé að endurheimta gamla birkiskóginn sem þar var og safna saman íslensku flórunni og gróðursetja m.a. gulvíði og eyrarrós. Þá mun hópurinn stika gönguleiðina frá Gljúfraseini að Helgufossi og vinna við gróðursetningu á Mosfelli. Starfsmenn Landsvirkj- unar gróðursetja plöntur Mosfellsbær TÖLUVERT er um það á hverju áriað skjóta þurfi máva í grennd við vötn, læki, golfvelli og aðra staði þangað sem fuglarnir sækja í hópum í ætisleit eða í skjól. Að sögn Konráðs Magnússonar meindýraeyðis er aðallega um að ræða sílamáv sem er tiltölulega nýr landnemi og víða orðinn til mikilla vandræða. Vitað er að mávurinn get- ur borið kamfýlóbakter, salmonellu og listeríu á milli staða en síðast- nefnda bakterían getur valdið miklu tjóni í fiskeldi ef smit berst þangað, að sögn Konráðs. Konráð hefur undanfarin ár eytt mávum og öðrum vágestum víða um land, meðal annars á höfuðborgar- svæðinu, en upphaflega var þetta aukavinna hjá honum. Í dag er ekki óalgengt að hann skjóti tugi, jafnvel hundruð, máva fyrir einstök sveitar- félög og þá sem óska aðstoðar hans. Undanfarin tvö ár hefur hann skotið máva í Garðabæ en fyrstu af- skipti hans af meindýravörnum voru fyrir fjórum árum þegar aðilar á vegum Hafnarfjarðarbæjar óskuðu aðstoðar hans við að fækka mávi sem sótti í seiði sem sleppt hafði verið í Hvaleyrarvatn. Konráð skaut á bilinu 260–80 máva á nokkrum dög- um en síðan þá hefur hann komið á hverju ári og haldið mávi í skefjum þar og við Lækinn í miðbæ Hafn- arfjarðar. Hefur skotið milli 30 og 40 máva við völl GKG Þá hefur Konráð einnig skotið máv í grennd við Golfklúbb Kópa- vogs og Garðabæjar. Töluvert var um máv þar í fyrra sem truflaði golf- iðkendur og veittist að mófuglaung- um. Í fyrra skaut Konráð 86 máva við völlinn og labradorhundurinn Breti fann 56 unga. Í sumar hefur hann skotið milli 30 og 40 máva og hirt upp nokkra unga en nefnir að mávurinn sé styggari og þekki bílinn auk þess sem mun minna sé af hon- um þar en áður. Að hans sögn er ekki óalgengt að hann þurfi að bíða færis töluverðan tíma áður en hann skýtur fugl. „Þetta er erfið aðstaða, maður vill ekki skjóta nema vera nokkuð viss um að ná fuglinum niður, sérstak- lega þar sem fólk er á svæðinu og fylgist með. Þannig að ég fer mjög rólega í þetta. Það er engin skotrhríð í gangi,“ segir hann og bendir á að golfiðkendur við golfklúbb GKG og íbúar við Lækinn í Hafnarfirði séu farnir að þekkja bílinn og kippi sér ekki lengur upp við að heyra stöku skot þegar bíllinn er á staðnum. Töluvert um að skjóta þurfi máva við golfvelli og víðar Sílamávur víða til mikilla vandræða Garðabær/Hafnarfjörður Morgunblaðið/Sverrir Konráð segir að golfiðkendur á velli GKG og íbúar við Lækinn í Hafnarfirði séu farnir að þekkja bílinn og kippi sér ekki lengur upp við að heyra stöku skot þegar bíllinn er á staðnum. SAMBÝLI fyrir fatlaða ein- staklinga var tekið í notkun í gær á Barðastöðum 35 í Grafarvogi. Um er að ræða íbúðasambýli þar sem sex einstaklingar koma til með að búa í 32 fermetra íbúðum. Heildarflatarmál hússins er 441m² og reist af hússjóði Ör- yrkjabandalags Íslands en fé- lagmálaráðuneyti tekur húsið á leigu. Að sögn Björns Sigurbjörns- sonar, framkvæmdastjóra svæð- isskrifstofu Reykjavíkur, er fram- takið liður í veigamiklu samstarfsverkefni ráðuneytisins og hússjóðs ÖBÍ til að stytta bið- lista vegna búsetu fatlaðra. Morgunblaðið/Arnaldur Nýtt sambýli tekið í notkun Grafarvogur Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52 s 562 4244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.