Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 35 LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Mig langar að minnast Jóhönnu nöfnu minnar og móðursystur í nokkrum orðum. Ég var stödd er- lendis þegar Gurrý systir hringdi í mig og sagði mér að Hanna frænka væri dáin. Þessi frétt kom mér í raun og veru ekki á óvart. Hanna hafði verið heilsu- lítil sl. ár og skrokkurinn alveg búinn. Þegar ég horfi til baka var fastur punktur að fara í Meðalholtið til afa og Hönnu þegar farið var til Reykja- víkur. Alltaf var vel tekið á móti mér og oft var ég send með poka með alls- konar góðgæti heim, eða fékk pen- inga fyrir saltpillum í Austurbæjar apóteki. Þegar ég átti afmæli beið ég ætíð spennt eftir pakka frá nöfnu, því þar kenndi margra grasa eins og t.d. heklaðra dúkkukjóla, vettlinga, sæl- gætis og fleira. Hanna var sannkölluð hetja í mín- um huga. Hún var glaðvær, hlýleg og einstaklega hreinskilin og gaman var að vera í návist hennar. Hún var elst af systkinunum og höfuð ættarinnar eða „þursanna“ eins og hún kallaði okkur öll. Hanna var forvitin um andleg mál- efni og ræddi þau mál oft við mig. Síð- an móðir mín dó fyrir 29 árum hefur Hanna hringt í mig í hverri viku til að athuga hvernig fjölskyldan hafi það. Stundum sagði hún í gríni þetta er „fréttastofan“ þegar hún var að segja mér fréttir af ættingjum okkar. Þegar ég heimsótti Hönnu frænku nú í byrjun sumars sat hún og saum- aði út einn af mörgum dúkunum sem hún hefur gert í gegnum árin og við ættingjar og vinir notið góðs af. Ekki má gleyma öllum fallegu barna- teppunum sem skipta sennilega tug- um núna. Ef von var á barni í fjöl- skyldunni var Hanna byrjuð að hekla og vildi helst eiga eitthvað á lager. Þótt fæturnir væru búnir voru hend- urnar í góðu lagi og hún Hanna mín vildi alltaf hafa eitthvað fyrir stafni. Í þessari heimsókn talaði Hanna um það við mig að hún vonaðist til þess að þurfa ekki að fara á elliheim- ili. Og að hún hefði það á tilfinning- unni að hún ætti ekki langt eftir og þegar að því kæmi, að fá að fara fljótt, og sú varð raunin. Þetta var í síðasta skipti sem við frænka hittumst, en hringdumst þó vikulega á eins og áð- ur. Hanna var ákaflega stolt af einka- dóttur sinni, tengdasyni, barnabörn- um og langömmudóttur og talaði mik- ið um þau. Þegar Hanna flutti í Keldulandið var hún einstaklega heppin með nágranna, hana Erlu sem bjó á móti henni, og gerðu þær margt saman. Ef enginn ansaði þegar ég hringdi í Hönnu hringdi ég bara yfir í Erlu og var hún þá oftast þar eða Erla vissi hvar hún var. Elsku Gurrý Þóra, ég votta þér og fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð. Minning Jóhönnu lifir hjá okkur öll- um, hún var alveg einstök frænka. Jóhanna María Sigurðardóttir. JÓHANNA JÓNSDÓTTIR ✝ Jóhanna Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 9. desem- ber 1923. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Jónsson, f. 4.6.1901, d. 6.2. 1925, og Guðríður Árnadóttir, f. 22.10. 1898, d. 2.3. 1959. Fósturfaðir Jó- hönnu var Þórður Gíslason, f. 28.5. 1902, d. 20.9.1980. Hálfsystkini Jóhönnu: Jón, f. 16.9.1927, Svava, f. 16.9.1927, d. 15.9.1973, Unnur, f. 4.2.1929, Gísli, f. 9.11.1931, Árný, f. 10.3.1939, Katrín, f. 6.9.1941, d. 21.9.1994. Dóttir Jóhönnu er Guðríður Þóra Jónsdóttir, f. 5.8.1955, eiginmaður hennar er Þorvarður Þórðarson. Börn þeirra eru Jóhann og Sigríður. Útför Jóhönnu fer fram frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Hún Jóhanna frænka mín er dáin. Samt fannst mér alltaf að hún myndi lifa að eilífu. Jó- hanna var höfuð fjöl- skyldunnar, sannur kvenskörungur, stjórn- söm og kannske svolítið hávær. Hún var elsta dóttir ömmu minnar Guðríðar Árnadóttur og ólst upp ásamt 6 börn- um hennar og afa míns Þórðar Gíslasonar. Ég tengi hana alltaf við Meðalholt 10 þar sem mamma mín var alin upp. Þar var ég alltaf velkomin og í hvert sinn var boðið uppá eitthvað að borða. Ég man eftir sunnudags- morgnum þar sem maður var vakinn upp við heitt kaffi og kringlur, borið fram á bakka eins og á 5 stjörnu hót- eli. Ég eyddi líka einu sólríku sumri þegar ég var 12 ára við það að passa litla frændur mína Hörð og Arnar og minningarnar frá því sumri eru ljúfar – sólin skein og Jóhanna var svo góð við okkur öll. Hún eldaði handa okkur góðan mat á hverjum degi og söng fyrir okkur lög frá stríðsárunum og þá var sko setið og hlustað, því hún söng svo dæmalaust fallega hún Jó- hanna. Veturinn eftir fékk ég að koma og borða hjá henni í hádeginu en þá átti ég langan veg að sækja í skólann og þá var Siggi frændi minn þar líka í mat – svo dæmigert fyrir hana Jó- hönnu það voru allir velkomnir hjá henni. Jóhanna var ekki einungis góð- ur kokkur hún var líka mjög mikil hannyrðakona og saumaði út og hekl- aði dúka í tugatali, alltaf þegar hún átti lausa stund. Hún var mér mjög hjálpleg þegar ég var að rembast við að skila handavinnunni minni í barna- skóla því þá var alltaf eins og maður væri með þumalfingur á hverjum fingri. Ég talaði við hana Jóhönnu í síma í byrjun maí og þá var hún hress og samgladdist mér að vera komin í nýja vinnu. Kæra frænka – takk fyrir allar samverustundirnar ég vildi óska nú að þær hefðu verið fleiri. Elsku Þóra, Þorri, börn og barnabön, ég votta ykkur samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. Ingibjörg Kristjánsdóttir. Þegar ég var lítil telpa heima í Meðalholti varð mér oft starsýnt á fríðan hóp systkina ofar í götunni, börn Guðríðar og Þórðar, sem oft var kallaður svarti, manns hennar. Yfir systkinunum öllum var sérstæður þokki tiginnar alþýðu, ein þeirra var jafn silfurbjört og þau hin voru hrafnsvört á brún og brá. Svo fögur var ein systranna, að hún var kölluð Black Beauty eins og fegurðardís úr djassdansi Ellingtons, og bræðurnir minntu okkur litlu telpurnar í götunni á Robert Taylor og Clark Gable úr leikarablöðum bernskunnar. Yngsta systirin var ein okkar leik- systkina en Jóhanna Jónsdóttir, sem kvödd er í dag, var elst Guðríðar- barna. Mér er engin launung á því, að ég kveð hana með tárum. Hún var verkstjóri í Kexverksmiðjunni Esju þegar ég man hana fyrst og vel- gjörðakona okkar krakkanna, sem stóðum fyrir utan Esju og sníktum kex. Viltu gefa mér kex, kallaði bland- aður kórinn, og stundum var heppnin með. Kexkökur, sem ekki hlutu náð fyrir fullkomnunardóminum, rötuðu til okkar, bragðið og ilmurinn gleym- ist aldrei fremur en glettnislegt bros Jóhönnu. Það mættu okkur Jóni Múla og Sól- veigu Önnu, dóttur okkar, eintóm bros og hjartahlýja þegar við flutt- umst í Kelduland 19 fyrir 16 árum. Sambýlið hafði staðið vel og lengi í húsinu, og við vorum tekin í hópinn með fögnuði. Þeir, sem síðar hafa bæst við, hafa sömu sögu að segja. Það gladdi mig að vera aftur orðin ná- granni Jóhönnu, og síðan hef ég átt margar ánægjustundir með henni og Erlu vinkonu hennar. Vinátta þeirra tveggja var einstæð. Þær kynntust í Keldulandi, þar sem þær bjuggu hvor á móti annarri. Þeg- ar við komum í húsið mötuðust þær saman, ferðuðust saman út í heim, fóru saman ofan í bæ, þvoðu þvottinn saman, horfðu saman á sjónvarpið, hlógu saman, ræktuðu saman rósa- garða og sátu saman við hannyrðir. Dúkarnir hennar Jóhönnu urðu dýr- gripasafn, hvergi sjást sprækari jóla- sveinar eða dýrðlegri rósir nema þá í beðunum undir gluggunum þeirra Erlu. Þær voru hvor annarri kátari og skemmtilegri svo unun var að spjalla við þær, ég tala nú ekki um að drekka með þeim kaffisopa og skála við þær í koníaki. Jón Múli ávarpaði þær aldrei öðru- vísi en stelpur, því kunnu þær fjarska vel, og þeim þremur þótti gaman að hittast, kankast á og hlæja. Jón komst aldrei að því hvor þeirra það var, sem læsti á hann kjallarahurðinni og slökkti fyrir honum útidyraljósið þeg- ar hann stóð fyrir allar aldir í hríðinni úti á stétt að moka. Þau uppátæki þóttu honum alltaf jafn fyndin. Það voru þeim öllum gleðistundir þegar stóra jólatréð á suðurblettinum var skreytt á jólaföstu. Jón minn var í essinu sínu með ótal allavega litar smáperur á þönum með langa stöng í háum stiga, og Dódó, Erla og Jó- hanna snarsnerust í kringum hann, ósparar á hrósið við jólatrésstjórann, sem baðaði sig í aðdáun þeirra og þótti hrósið gott. Þegar honum þvarr þrek bjargaði Jóhanna sóma húss og trés og fékk dótturson sinn til verksins. Mikið var Jón ánægður með eftirmanninn og ömmu hans. Síðustu jól voru þau gömlu jólabörnin bæði jafnhrifin af fegursta trénu í gjörvöllum jólaskóg- inum þótt hvorugt kæmist að því, hann uppi á svölum, hún í gættinni. Fundum þeirra var þá farið að fækka, henni förin upp stigann jafn erfið og honum niður. Það var aðdáunarvert hve Erla reyndist vinkonu sinni traust hjálparhella í einu og öllu. Þeg- ar hún settist að suður með sjó í grennd við dóttur sína og dætur hennar og fluttist frá okkur í febrúar í ár komum við Keldlendingar saman hjá Jóhönnu og kvöddum Erlu með pomp og prakt. Þá var að vanda margt sagt og mikið hlegið. Jón Múli gladdi okkur öll með orðunum, sem hann sagði við Erlu í kveðjuskyni. Ör- lögin höguðu því þannig, að við vorum í raun öll að kveðjast, við vorum grun- laus um það, og gleðin var við völd. Það var gott að geta leitað til Jó- hönnu í gleði og sorg, og ég gerði mér tíðförult niður til hennar upp á síð- kastið. Ert þetta þú ljúfan, sagði hún, fáðu þér sæti, og við spjölluðum sam- an um allt milli himins og jarðar. Hún var alltaf jafn greind og glettin, þótt- ist hafa það gott og gamla brosið föln- aði ekkert. Aldrei víl eða vol. Tæpri viku áður en hún dó leit ég inn til hennar. Við langömmurnar sögðum hvor annarri frá fólkinu okk- ar, börnum og fullorðnum, og litla dóttursonardóttirin var henni í huga. Hún sagði mér frá indælum hundum Þóru dóttur sinar, og við hlógum báð- ar að gjárífa hvuttanum hennar Gurríar frænku hennar. Þegar ég kvaddi hana sat hún við litla borðið með litfögru rósunum, sem hún saumaði ung í klæði og kom fyrir á plötu undir gleri. Þannig er gott að muna hana. Við nágrannarnir í Keldulandi 19 samhryggjumst Guðríði Þóru, dóttur hennar, og fjölskyldu hennar, systk- inum hennar og systkinabörnum og ekki síst Erlu okkar. Við erum þakk- lát fyrir Jóhönnu Jónsdóttur og það, sem hún var okkur. Í blómabeðinu undir glugganum hennar Jóhönnu standa rósirnar hennar, engin án þyrna en allar í blóma, fölgular, bleikar, dimmrauðar og hvítar og minna á hana sjálfa. Það er gott að vita, að þær ilma jafn prúð- ar að ári, og þegar golan ber ilminn að vitum okkar, sem eftir lifum, færir hann með sér ljúfa minningu um ang- an liðinna daga. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir. Finnlaugur afi er dáinn. Nú er hann bú- inn að fá hvíldina og ég efast ekki um að honum líður vel á þeim stað sem hann er kominn á. Smíðar voru hans líf og yndi og liggja mörg verk eftir hann. Afi gaf mér ótal hluti sem hann hafði smíðað og þykir mér afar vænt um þá. Einna vænst þykir mér um kist- ilinn sem hann gaf mér, kistilinn sem langamma Þórlaug átti. Afi gerði hann upp og málaði hann vínrauðan. Hann bað mig að passa hann vel og sagði svo að ég gæti geymt ástarbréfin mín í honum, því að með kistlinum fylgdi lykill! Elsku afi minn, ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem við átt- um saman. Megi góður Guð og englar vaka yfir þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þórlaug Þorfinnsdóttir. Starfsferill Finnlaugs Snorra- sonar var á margan hátt eftirtekt- arverður. Ég ætla því með þessum minningarorðum að gera tilraun til að lýsa honum. Á langri ævi tók Finnlaugur sér margt fyrir hend- ur, hann var mjólkurbílstjóri í Eyjafirði, bóndi í Hraungerðis- hreppi, iðnaðarmaður á Selfossi, húsvörður í Reykjavík og lista- smiður eftir að hann komst á eft- irlaun. Skólaganga Finnlaugs var dæmigerð fyrir marga jafnaldra hans úr sveit, fyrst var gengið í farskóla, síðan einn vetur í barna- skóla fyrir fermingu. Þegar hann var 16 ára fór hann í Héraðsskól- ann á Laugum í Suður-Þingeyj- arsýslu og var þar við nám 1932– 34. Hann var frá barnsaldri hneigð- ur til smíða og var því sjálfsagt að hann innritaðist í smíðadeild skól- ans. Þar kenndi þá smíðar Þórhall- ur Björnsson, ágætur kennari og snilldarsmiður. Allt var smíðað með handverkfærum, engar smíða- vélar notaðar. Finnlaugur var fljótur að læra og tileinka sér þau vinnubrögð sem þarna voru kennd. Skóladagurinn var oft langur og ekkert fengist um það, aðalatriðið var að læra sem mest á þeim tíma sem gafst. Að lokinni þessari skólagöngu fékkst hann við ýmiss konar smíð- ar um árabil. Árið 1938 tók hann að sér mjólkurflutninga í sveit sinni og vann við þá til stríðsloka. FINNLAUGUR PÉTUR SNORRASON ✝ Finnlaugur Pét-ur Snorrason fæddist á Syðri-Bæg- isá í Öxnadal 11. apr- íl 1916. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð 23. júlí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Grens- áskirkju 30. júlí. Árið 1945 fluttist hann til Selfoss, byggði þar íbúðarhús einn og sjálfur, inn- réttaði það og smíðaði húsgögnin, meira að segja smíðaði hann þvottavél sem bæði þvoði og vatt. Hún var notuð í mörg ár og þótti hin mesta völ- undarsmíð. Vorið 1947 fór hann að vinna við bílayfirbyggingar hjá Kaupfélagi Árnesinga. Á þeim tíma útbjó hann smíðaverkstæði í húsi sínu og fór að renna smá- skálar og lampafætur úr tré. Hann náði mikilli leikni í að líma saman mismunandi trjátegundir sem síð- an mynduðu hin margbreytileg- ustu mynstur í þeim munum sem hann renndi. En það gafst ekki mikill tími til fínsmíða, fjölskyldan stækkaði og vinnudagur Finnlaugs var oftast langur. Árið 1953 reisti hann bú á Arn- arstöðum í Hraungerðishreppi og gerðist bæði kúa- og kartöflu- bóndi, á vetrum vann hann á tré- smíðaverkstæði á Selfossi. Eftir margra ára búskap flutist hann með fjölskyldu sína til Reykjavík- ur og gerðist umsjónarmaður hús- eignar Grænmetisverslunarinnar. Þar vann hann til 67 ára aldurs. Alltaf var unnið að smíðum í frí- stundum, viðfangsefnin voru af mörgum toga. Til dæmis byrjaði hann á því 1968 að smíða vélar til að flokka kartöflur. Á árunum 1982–90 smíðaði hann tuttugu slík- ar vélar, þóttu þær mjög traustar og öruggar. Þegar Finnlaugur komst á eft- irlaunaaldurinn fór hann að hafa meiri tíma til að sinna fínsmíði. Hann innréttaði sér verkstæði í bílskúr sem tilheyrði íbúð hans og þar vann hann um árabil við að smíða og renna úr tré muni til skrauts og nytja. Munir sem hann smíðaði urðu mjög eftirsóttir. Nokkrar sýningar hélt Finnlaugur á verkum sínum. Það var lærdóms- ríkt að fylgjast með honum við smíðarnar. Hann var sífellt að leita leiða til að bæta og létta vinnubrögð við smíðarnar, gera gripina vandaðri og auka afköstin. Lausnir hans á þessum sviðum eru margar eftirtektarverðar og hug- vitssamlegar. Lengi hafði Finnlaugur góða heilsu og starfsorku, féll varla verk úr hendi. En allt hefur sinn tíma. Heilsan bilaði og þar kom að hann gat ekki lengur sinnt smíð- unum. Það var erfið upplifun sem hann tók með rósemi og miklum sálarstyrk. Mágur minn Finnlaugur Snorra- son var mikill mannkostamaður og drengur góður á allan hátt. Þakk- látur er ég fyrir þau kynni sem ég hafði af honum. Ég votta systur minni Hermínu Sigurðardóttur, börnum þeirra Finnlaugs, barnabörnum og barna- barnabörnum, tengdabörnum, systrum Finnlaugs og öðru vensla- fólki mína innilegustu samúð. Þórir Laxdal Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.