Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 17 NÝIR, hraðskreiðir og rennilegir bátar hafa að undanförnu komið til heimahafnar í Grímsey og er það mikið vaxtarmerki í byggð- inni. Jóhannes Gísli Henningsson út- gerðarmaður fékk á dögunum nýjan hraðfiskibát, Gyðu Jóns- dóttur EA 20. Þetta er sóknar- dagabátur af gerðinni Sómi 860 og gengur 30 sjómílur. Jóhannes Gísli er með annan dagabát og segist sannarlega vera bjartsýnn á sumarveiðina hjá sér. Þá kom Henning Jóhannesson, útgerðarmaður í Fiskmarkaði Grímseyjar, nýverið á nýjum og stórglæsilegum Birni EA 220 til Grímseyjar. Björn er af gerðinni Seigur frá Seiglu, tekur 5,9 tonn í lest og gengur 32 mílur. Björn er í krókaaflamarkskerfinu og er bæði línu- og færabátur. Henning gerir alls út þrjá báta og er Björninn flaggskipið í flota hans, búinn bestu tækjum sem völ er á og hefur sex færeyskar færa- vindur. Að öllu jöfnu verða tveir menn á Birni, sem nú er stærsti íslenski plastbáturinn skráður í Grímsey. Loks má geta þess að feðgarnir Óli Bjarnason og Óli Bjarni Óla- son komu í glampandi júnísólinni siglandi á nýjum Robba EA 779 og kemur hann í stað bátsins Bjarna. Robbi er lítill Sómi 545, gengur 25 mílur og er 35 daga bátur. Skipstjóri er Magnús Bjarnason og með honum um borð í sumar verður sonur hans, Örn Ingi. Robbi er sjötti bátur Ólanna. Morgunblaðið/Helga Mattína Feðgarnir Óli Bjarni Ólason og Óli Hjálmar Ólason í nýjum Robba ásamt Magnúsi Bjarnasyni skipstjóra og syni hans Erni Inga. Nýir bátar fylla Grímseyjarhöfn Grímsey Morgunblaðið/Helga Mattína Jóhannes Gísli Henningsson útgerðarmaður og Ída kona hans í nýjum báti, Gyðu Jónsdóttur EA, sem gerður verður út í sóknardagakerfinu. FYRIR skömmu voru krakkar frá Íslandsleikhúsi á Höfn, en þeir komu fram á nokkrum stöðum í bænum. Þetta eru átta manns á aldrinum 14 til 16 ára og koma frá Höfn, Kópa- vogi, Ísafirði, Egilsstöðum og Akur- eyri. Margrét Eir Hjartardóttir er leikstjóri hópsins og Saga Sigurðar- dóttir fararstjóri. Hópurinn semur leikrit fyrir börn og fullorðna, gerir ýmsar leiklistaræfingar og götuleik- hús. Á myndinni leika þau fyrir heimilisfólk dvalarheimilisins. Hópurinn hefur verið á Ísafirði, í Kópavogi og Kópavogi og heldur frá Höfn til Egilsstaða, Akureyrar og Stykkishólms. Verkefnið Íslands- leikhús er sprottið frá félagsmiðstöð- inni Gamla Apótekinu á Ísafirði og er samstarfsverkefni nokkurra sveitar- félaga, sem hvert greiðir laun tveggja unglinga sumarlangt. Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Íslandsleikhús á Höfn Hornafjörður HALDIÐ verður um verslunar- mannahelgina unglingalandsmót UMFÍ í Stykkishólmi. Hér er um að ræða íþróttahátíð fyrir unglinga á aldrinum 11–16 ára. Keppt verður í 10 íþróttagreinum eins og sundi, frjálsum íþróttum, golfi og hesta- mennsku. Í boði verður einnig fjöl- breytt önnur dagskrá. Markmiðið er öll fjölskyldan geti verið saman í Stykkishólmi þessa helgi og hver og einn geti fundið afþreyingu við sitt hæfi burtséð frá aldri. Að sögn Jóhanns Hauks Björns- sonar er reiknað með góðri þátttöku í íþróttunum. Nú hafa skráð sig um 1.300 keppendur alls staðar að af landinu. Reikna mótshaldarar með 5.000–8.000 gestum þessa helgi. Flestir þátttakendur hafa skráð sig í frjálsar íþróttir, knattspyrnu og körfubolta. Undirbúningur hefur staðið lengi og segir Jóhann Haukur að allur undirbúningur hafi gengið vel og allt bendir til þess að honum verði lokið nokkru áður en gestir fara að koma. Öll aðstaða fyrir kepp- endur og aðra gesti er mjög góð orð- in í Stykkishólmi. Það er Héraðs- samband Snæfellinga og Hnappdæla sem sér um mótið og starfsmenn við undirbúning og á mótinu sjálfu koma af öllu Snæfellsnesi. Jóhann segir að allir landsmenn séu velkomnir til Stykkishólms að taka þátt í hátíðinni og hér er um ókeypis skemmtun að ræða, en án vímuefna sem ekki til- heyra þessari hátíð. Þessa dagana er verið að leggja tartan-efni á atrennubrautir á íþróttavellinum. Það eru kostnaðar- samasta framkvæmd Stykkishólms- bæjar fyrir landsmótið. Tartan-efnið er frá þýska fyrirtækinu Polytan og hefur verið notað eins efni á íþrótta- velli m.a. í Laugardal og Borgarnesi. Tartan-efni lagt á atrennubrautir Undirbúningur fyrir unglingalands- mót á lokastigi Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Högni Bæringsson bæjarverkstjóri og Peter Jessen eftirlitsmaður fylgj- ast með starfsmanni framleiðandans leggja nýja tartan-efnið og ekki má gleyma unga drengnum sem sýnir ekki minni áhuga. Stykkishólmur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.