Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Íbúð í lyftublokk á Reykjavíkursvæðinu óskast Æskileg stærð 120-160 fm - góðar greiðslur í boði Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 120-160 fm góða íbúð í lyftublokk á Reykjavíkursvæðinu. Íbúð á 1. hæð með beinu aðgengi t.d. sérhæð kemur einnig til greina. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. KAUP Kaupþings á 55% hlut ísambankaláni Norðurljósaaf þremur erlendum bönk- um hafa vakið verðskuldaða athygli og um leið spurningar um áhrif þess á aðra banka sem standa að sam- bankaláni. Hvort þeir geti gjaldfellt afborganir og vexti af sínum hluta eður ei. En eins og fram kom í Morgun- blaðinu á þriðjudag er enn ósamið við hollenska bankann ABN Amro, sem á um 1,3 milljarða í láninu, og Landsbanka Íslands, sem á 880 millj- ónir. Ekki eru menn á eitt sáttir hvað felst í því að Kaupþing eignast meirihluta í sambankaláninu. Ann- ars vegar er uppi það sjónarmið að yfirtaka Kaupþings á 55% lánsins, eða um 2,5 milljarða króna, nægi til að ekki sé hægt að gjaldfella afborg- anir og vexti annarra banka sem koma að sambankaláninu þar sem í lánasamningi sambankalánsins sé kveðið á um að samþykki þeirra sem eiga 2⁄3 hluta lánsins þurfi til ákvarð- ana um að gjaldfella lán. Hinsvegar að þessi yfirtaka Kaup- þings girði ekki fyrir að ABN Amro og Landsbankinn geti gjaldfellt af- borganir og vexti við þær kring- umstæður að oddaaðili lánasamn- ingsins gæti ekki skyldu sinnar sem slíkur að þeirra mati. Kaupþing er nú samkvæmt skil- málum lánssamningsins oddaaðili sambankalánsins og verður leiðandi í viðræðum við aðra lánardrottna um endurfjármögnun Norðurljósa. Þó má telja líklegt að erfitt verði að ljúka fjárhagslegri endurskipulagn- ingu Norðurljósa án þess að ABN Amro og Landsbankinn séu sáttir við þær leiðir sem verða fyrir valinu. Forsvarsmenn Kaupþings og Landsbankans hafa ekki viljað tjá sig um yfirtöku lánsins eða hver verði næstu skref. Samkvæmt heim- ildum blaðsins eru ekki hafnar við- ræður við ABN Amro og Lands- bankann en stefnt er að því að þær hefjist á næstunni þar sem reynt verður að ná samkomulagi um svip- aða endurfjármögnun Norðurljósa og náðst hefur við hina þrjá erlendu banka. Ekki er ljóst hver niður- staðan verður í þeim viðræðum og um hve mikinn afslátt var að ræða frá upphaflegri lánsfjárhæð í kaup- um Kaupþings á hlut erlendu bank- anna þriggja, hollensku bankanna NIB og Staal Bank og bandaríska bankans JP Morgan Chase. Eða hvort ABN Amro og Landsbankinn hafi áhuga á að ræða við Kaupþing um kaup með afslætti. Það verður því fróðlegt að fylgj- ast með á næstunni hvað verður úr. Mun Kaupþing eignast allt sam- bankalánið með afslætti eða verða ABN Amro og Landsbankinn áfram aðilar að láninu. Innherji skrifar innherji@mbl.is PHILIP Green, milljarðamæringur sem efnast hefur á viðskiptum með verslunarkeðjur, tilkynnti í gær að hann hefði náð samkomulagi við Baug um að kaupa 20% hlut Baugs í Arcadia. Philip Green gerði stjórn Arcadia í gær tilboð í allt hlutafé félagsins og miðast tilboðið við staðgreiðslu á öllu hlutafénu. Í upphaflegu tilboði Greens, en tilboðin gerir hann í gegnum Taveta Investments sem er fyrirtæki í eigu hans og fjölskyldu hans, var gert ráð fyrir þátttöku Baugs og að Baugur eignaðist hluta af verslunarkeðjum Arcadia. Nýtt tilboð Greens er jafnhátt og fyrra tilboð hans, 408 pens á hlut, en hærra en upphafleg verðhugmynd hans sem var 365 pens. Tilboðið er háð því skilyrði að stjórn Arcadia muni mæla með því við hluthafa og að fjármögnun gangi eftir. Af fregn- um breskra fjölmiðla má ráða að óvissa sé um fyrra atriðið vegna skiptra skoðana stórra hluthafa um fjárhæð tilboðsins, en að fjármögn- unin muni ekki verða fyrirstaða. Söluhagnaður Baugs 9,5 milljarðar króna Í tilkynningu frá Green í gær seg- ir að þrátt fyrir ítarlegar samninga- viðræður milli Taveta og Baugs hafi aðilar ekki getað náð samkomulagi um sölu til Baugs á þeim eignum Arcadia sem Baugur hefur sýnt áhuga á að eignast. Vegna þessa hafi viðræðum milli Taveta og Baugs um þessi mál verið slitið og að tilboðið í Arcadia sé ekki lengur að neinu leyti háð skil- yrðum sem varði Baug. „Það er enginn samningur, samkomu- lag, eða skilningur, formlegur eða óform- legur af neinu tagi milli Taveta og Baugs sem hafa að einhverju leyti með eignir Arc- adia að gera, að því undanskildu að Taveta hefur sagt við Baug að ef félagið gerir tilboð og það tilboð gengur eftir, muni það upplýsa Baug þegar búið er að skilja vörumerkin sem voru tilefni samn- ingaviðræðna frá öðrum rekstri Arc- adia Group og að það verði tilbúið á þeim tíma, án nokkurra skuldbind- inga eða fyrirfram gerðra gjörninga að ræða við Baug,“ segir í tilkynn- ingunni frá Green. Því er bætt við að Taveta staðfesti auk þess að ef félag- ið ákveði innan árs að selja einhverja af umræddum eignum, „muni það gera það með þeim hætti að aðilum gefist tækifæri til að bjóða í þær eignir,“ eins og segir í tilkynningunni. Miðað við tilboð Greens mun hann greiða rúma 105 millj- arða króna fyrir Arc- adia og verð 20% hlutar Baugs er því um 21,2 milljarðar króna. Í bók- um Baugs er Arcadia- hluturinn færður á tæp- lega 11,7 milljarða króna og söluhagnaður félagsins verður því um 9,5 milljarðar króna ef af viðskiptunum verður. Ekki samdist um verð á Top Shop, Top Man og Miss Selfridge Í BBC er haft eftir Green að ef hann ákveði að selja einhver af vöru- merkjum Arcadia innan árs muni salan verða á samkeppnisforsend- um. Haft er eftir talsmanni Baugs að fyrirtækið hafi enn áhuga á að eign- ast sum af vörumerkjum Arcadia, en hafi orðið að sætta sig við að ekki var hægt að ná um það samningum. BBC segir að sérfræðingar hafi met- ið verðmæti þeirra verslunarkeðja sem talið er að Baugur hafi áhuga á, Top Shop, Top Man og Miss Self- ridge, á sem svarar 27 til 34 millj- örðum króna. Financial Times segir að nú muni stjórn Arcadia hittast til að ræða viðbrögð sín við nýju tilboði Greens. Blaðið segir flesta sérfræðinga telja tilboðið gott, en þar sem Green sé þekktur fyrir að kaupa mjög ódýrt muni stjórnin vilja vera alveg viss um að tilboðið samræmist að fullu verðmæti fyrirtækisins. Í Guardian segir að talsmaður Greens hafi ekki viljað segja neitt um það hvort rannsókn lögreglu hafi átt þátt í að Green ákvað að gera til- boð einn en ekki með Baugi. Þar kemur einnig fram að álitið sé að meginskýringin á því að ekki náðust samningar sé sú að samkomulag hafi ekki orðið um verð á verslunarkeðj- unum sem Baugur hefur haft áhuga á. Guardian segir að Green sé talinn vilja halda í vörumerki sem höfði meira til þeirra sem eldri eru, sem séu Burton, Dorothy Perkins og Wallis. Það þýði að Evans, Top Shop, Top Man og Miss Selfridge verði hugsanlega til sölu og haft er eftir sérfræðingum að Green muni ekki verða í vandræðum með að selja þessi vörumerki. Skiptar skoðanir hluthafa um fjár- hæð tilboðsins í Arcadia Reuter fréttastofan segir að ákvörðun stjórnar Arcadia kunni að liggja fyrir í dag. Ef ákveðið verði að selja muni framkvæmdastjóri fyrir- tækisins Stuart Rose hagnast um sem nemur 3,4 milljörðum króna vegna kaupréttarsamninga, en rekstur fyrirtækisins hafi færst mjög til betra horfs á síðustu tveim- ur árum undir stjórn Rose. Í nóv- ember árið 2000 hafi verð hlutabréfa þess farið undir 50 pens en í apríl í ár hafi verðið komist yfir 400 pens. Þetta hafi fylgt í kjölfar umfangs- mikillar endurskipulagningar, sem hafi meðal annars falið í sér að hundruðum verslana Arcadia hafi verið lokað. Reuter segir skiptar skoðanir meðal stofnanafjárfesta í Arcadia um hvort taka eigi tilboði Greens, en með því verði sem í boði er sé fyr- irtækið verðlagt undir meðaltali verslunargeirans í heild sé miðað við áætlanir um tekjur. Barclays Global Investors, sem með 10% hlut er stærsti hluthafinn fyrir utan Baug, er sagður ekki hafa tekið ákvörðun, en Standard Life, sem á 9% hluta- fjárins, er sagður telja verðmæti bréfanna nær 500 pensum en þeim 408 sem í boði eru. Schroders, sem á 2% hlut, og M&G, sem á 3%, eru að sögn Reuters sáttir við verðið. Lokaverð Arcadia í gær var 388 pens á hlut og hækkaði gengi bréfa félagsins um 2,9% yfir daginn. Baugur samþykk- ir sölu á Arcadia Salan er háð samþykkt stjórnar Arcadia. Engir samningar náðust um kaup Baugs á hluta af vörumerkjum Arcadia. REUTERS Philip Green hyggst staðgreiða rúma 105 milljarða fyrir Arcadia. BJÖRN Wolrath, stjórnarformaður JP Nordiska, er einn þeirra stjórn- armanna sem Kaupþing óskar ekki eftir að sitji lengur í stjórninni. Í sam- tali við Morgunblaðið segir Wolrath að óeðlilegt sé að Kaupþing fari fram á hluthafafund í JP Nordiska áður en yfirtökutilboðsferlinu er lokið. Að mati Wolraths fara forsvars- menn Kaupþings of hratt í sakirnar í þessu máli. Wolrath segir að stöðug- leiki verði að ríkja þegar banki eigi í hlut og trúverðugleiki sé í húfi þegar deilur ríkja innan bankastofnana. Sigurður Einarsson segir í Morg- unblaðinu í gær að JP Nordiska þurfi meiri handleiðslu eigenda. Wolrath segir að fulltrúar eigenda sitji vissu- lega í stjórn Nordiska og á milli þeirra og stjórnarformanns og for- stjóra ríki sátt. Wolrath segir að nauðsynlegt sé að óvilhallur aðili geri athugun á yfirtökutilboði Kaupþings. Ekki hefur verið ákveðið hvaða banki mun annast hana en Wolrath segir að það verði sænsk bankastofnun sem hafi alþjóðleg tengsl. Gagnrýni á misskilningi byggð Sænsk samtök hlutabréfaeigenda (Aktiespararna) gagnrýna Kaupþing fyrir að fara ekki að sænskum sið- venjum varðandi hlutabréfaviðskipti, að því er greint var frá á fréttavef sænska viðskiptablaðsins Dagens Industri í gær. Lars Milberg, lög- maður samtakanna, segir í samtali við DI að samtökin íhugi nú að skjóta málinu til hlutabréfamarkaðsnefndar sem muni úrskurða um hvort krafa Kaupþings um hluthafafund í JP Nordiska sé í samræmi við góða sið- venju á hlutabréfamarkaði. Milberg segir að erlendir aðilar hafi oft átt í erfiðleikum með að aðlagast siða- reglum á sænskum hlutabréfamark- aði. Í samtali við Morgunblaðið vísar Sigurður Einarsson, forstjóri Kaup- þings, þessari gagnrýni á bug og seg- ir hana á misskilningi byggða. „Gagn- rýni okkar kemur tilboði okkar í hlutabréf í Nordiska ekkert við. Við teljum að fyrirtækinu sé illa stýrt og óljóst hvert núverandi stjórnarmeiri- hluti vill stefna fyrirtækinu. Þar er- um við að gæta hagsmuna allra hlut- hafa.“ Sigurður segir að Kaupþing hafi vissulega kynnt sér siðareglur á sænskum hlutabréfamarkaði og fé- lagið hafi einnig mjög hæfa ráðgjafa, þ.e. Handelsbanken Securities og Vinge sem lögfræðiráðgjafa. „Siða- reglur kauphallanna í Stokkhólmi og í Reykjavík eru eins,“ segir hann. Sigurður Einarsson er enn sannfærð- ur um að mikill meirihluti hluthafa JP Nordiska styðji tillögu Kaup- þings. Magnusson lýsir yfir stuðningi Lars Magnusson er næststærsti eigandi JP Nordiska með 13% hluta- fjár í félaginu. Hann hefur lengi viljað að Christer Bergquist víki úr stjórn, að því er greint er frá á vef Svenska Dagbladet í gær. Magnusson er þar á sama máli og Kaupþing sem lýst hef- ur því yfir að Christer Bergquist og Björn Wolrath verði ekki á meðal þeirra sem tilnefndir verða í stjórn á hluthafafundinum sem Kaupþing hefur farið fram á. Magnusson segist í samtali við Svenska Dagbladet telja það jákvætt að Kaupþing fái aukin áhrif í Nordiska, sem ekki hafi verið nógu vel rekið. Magnusson segist þó ekki hafa tekið afstöðu til tilboðs Kaupþings. Björn Wolrath, stjórnarformaður JP Nordiska, segir trúverðugleika í húfi Kaupþing fer of hratt í sakirnar Krónan hækkar um 1% GENGI íslensku krónunnar hækkaði um 1% í líflegum við- skiptum á millibankamarkaði í gær, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslands- banka. Viðskipti námu 12,3 milljörðum króna, en sala á hlut Baugs í Arcadia hafði mikil áhrif. Gengisvísitala krónunnar var 131,45 stig í upphafi dags en endaði í 130,17 stigum. Vísi- tala krónunnar mælir verð er- lendra gjaldmiðla og þess vegna lækkar hún þegar gengi krónunnar styrkist. Krónan hefur styrkst um 0,2% frá mánaðamótum og frá áramótum hefur hún styrkst um 8,4%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.