Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 21 Laugavegi 60, sími 552 0253. Póstsendum Glæsilegt úrval af mokkajökkum, ullarjökkum og kápum Ókeypis veski fylgir öllum yfirhöfnum. Dragtir í úrvali. Frábært verð. FRÍTT í alla miða- og stöðumæla eftir kl. 13.00 á löngum laugardegi • Þýsk jakkaföt frá 18.500 • Stakir jakkar frá 10.800 • Stakar buxur 4.800 • Einlitar skyrtur 1.990 Ullarflauelsbuxur 7.500 GÆÐAVARA Á GÓÐU VERÐI Laugavegi 34, sími 551 4301 NÝJAR SENDINGAR 15% afs láttu r af tr úlof una rhri ngu m Laugavegi 54, sími 552 5201 Allar gallabuxur áður 5.990 Nú 4.490 Hippamussur áður 3.490 Nú 1.990 Grófar peysur áður 5.990 Nú 3.990 Bolir frá ......1.000 Allt nýjar vörur Ótrúlegt úrval! LANGUR LAUGARDAGUR Klapparstíg 44, sími 562 3614 Froðuþeytari fyrir cappucino verð án statívs kr. 2.900 tilboð 2.500 Langur laugardagur Tilboð föstudag og laugardag DEILDAR meiningar eru um það hvort rétt sé að halda með reglu- legu millibili gríðarlega fjölmenna alþjóðafundi á borð við ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem nú er nýlokið í Suður- Afríku. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem er í forsvari fyrir ráðherraráð Evrópusambandsins (ESB) þetta misserið, er meðal efasemdar- mannanna. Sagði hann á blaða- mannafundi í Jóhannesarborg á miðvikudag að þjóðir heims ættu að einbeita sér að því að draga úr fátækt og umhverfistjóni í stað þess að verja orku sinni í reglu- bundna risafundi. „Við ættum ekki sjálfkrafa að efna til Jóhannesarborgarfundar plús fimm [þ.e. nýs fundar eftir fimm ár], Jóhannesarborgarfund- ar plús 10,“ sagði hann. „Næsti áratugur ætti að vera áratugur framkvæmda.“ Allsherjarþingið verði næsti vettvangur Ráðherrann bætti því við að allsherjarþing SÞ ætti að vera vettvangurinn fyrir umræður af þessu tagi. Umhverfissinnar hafa flestir verið harðorðir um niður- stöðurnar og segja að þröngir hagsmunir atvinnulífsins hafi orð- ið ofan á, fjölþjóðleg stórfyrirtæki hafi sigrað. Ekki hafi verið sam- þykktar róttækar hugmyndir um að útrýma fátækt og mengun. En Ítalinn Romano Prodi, for- seti framkvæmdastjórnar ESB, var á öðru máli en Fogh Rasm- ussen og taldi eins og flestir ráða- menn heimsins að fundurinn í Jó- hannesarborg hefði tekist vel. „Risafundur er aldrei vel heppnuð sýning vegna þess hve erfitt það er að stýra honum og skipuleggja hann. Takmörk eru fyrir því hverju er hægt að koma í gegn á slíkum stórfundi og menn verða að slaka til. En á tíu ára fresti eða þar um bil verður að kalla alla saman til fundar, hvernig er ann- ars hægt að tala einni röddu?“ spurði Prodi. Hann benti á að ýmislegt hefði áunnist. ESB hefði tekist að fá Kanada og Kína til að staðfesta Kyoto-bókunina um baráttu gegn koldíoxíðlosun í andrúmsloftið og Rússar hefðu heitið að staðfesta samkomulagið innan skamms. Of mikið umstang vegna fundahaldanna? Margir hafa gagnrýnt lengd fundarins í Jóhannesarborg og þann aragrúa málefna sem fjallað var um. Meira en 100 þjóðarleið- togar sóttu hann auk mörg þúsund embættismanna og annarra full- trúa, á hliðarráðstefnum frjálsra félagasamtaka af öllu hugsanlegu tagi voru tugþúsundir manna og fréttamanna að auki. Fundahöldin í íburðarmiklum sölunum í út- hverfinu Sandton, skammt frá fá- tækrahverfum milljónaborgarinn- ar, stóðu í tíu daga. Ætlunin var að leggja þar drög að lausnum á fjöl- mörgum vandamálum og verkefn- um, þ. á m. hlýnun andrúmslofts- ins, ofveiði á fiski, jarðvegseyðingu og of lítilli þátttöku almennra borgara í átaksverkefnum, gras- rótarstarfinu svonefnda. Einnig var fjallað um betri heil- brigðisþjónustu fyrir konur og þátttöku sveitarfélaga í fyrirtækj- um þar sem einkaaðilar leggja einnig fram skerf, svo að dæmi séu nefnd. Alls er í lokaályktun minnst á 153 markmið og hafa þau verið rædd á undirbúningsfundum full- trúa ríkjanna síðustu mánuði. En ekki er um bindandi yfirlýsingar að ræða þótt margir voni að með yfirlýsingum um bætt framferði sé búið að gefa tóninn fyrir þróun næstu tíu ára í umhverfismálum. Reynslan af Rio-fundinum Fyrir tíu árum var haldinn álíka umfangsmikill fundur um sjálf- bæra þróun í Rio de Janeiro en skiptar skoðanir eru um það hve árangursríkur hann hafi verið. Romano Prodi sagði að tryggja yrði að markmiðum SÞ-fundarins að þessu sinni yrði hrint í fram- kvæmd. „Við megum ekki gera sömu mistökin og í Rio þar sem við sam- þykktum yfirlýsingar með kraft- miklu orðalagi en höfum farið okk- ur hægt við að framkvæma þær,“ sagði Prodi. Fundi SÞ í Jóhannesarborg um sjálfbæra þróun lokið Fogh Rasmussen vill meiri áherslu á framkvæmdir en orð Boðar baráttu gegn fátækt og umhverfisspjöllum Jóhannesarborg. AP, FP. Reuters Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, ávarpar fund SÞ í vikunni. TÍU af beztu skákmönnum Rúss- lands munu mæta tíu þekktum skák- meisturum frá öðrum löndum heims á fjögurra daga skákmóti sem hefst í Moskvu á sunnudag. Hefur mótinu verið gefin yfirskriftin „Skákmót aldarinnar“, að því er talsmenn rúss- neska skáksambandsins og alþjóða- skáksambandsins FIDE greindu frá í gær. Verður fyrirkomulag mótsins þannig, að allir liðsmenn hvors liðs munu mæta öllum úr hinu liðinu í skákum þar sem tíminn er takmark- aður við 25 mínútur, auk tíu sek- úndna á hvern leik. Auk heimsmeistaranna fyrrver- andi, Garrís Kasparovs og Anatólís Karpovs, verða í rússneska liðinu: Vladímír Kramnik, Alexander Khal- ífman, Jevgenníj Barejev, Alexander Grúshchík, Alexej Dreyjev, Alex- ander Morozevítsj, Pjotr Svídler og Alexander Motíjlev. Í heimsliðnu verða: Vishwanathan Anand (Indlandi), Rúslan Ponomar- íjov (Úkraínu, núverandi heims- meistari FIDE), Vasilíj Ívantsjúk (Úkraínu), Alexei Shírov (Spáni), Peter Leko (Ungverjalandi), Boris Gelfand (Ísrael), Nigel Short (Bret- landi), Judit Polgar (Ungverjalandi), Ilja Smirin (Ísrael) og Teymur Radzhabov (Azerbajdsjan). „Skákmót aldarinnar“ Moskvu. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.