Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐVERJAR ganga aðkjörborðinu í dag í ein-hverjum jöfnustu kosn-ingum, sem hér hafa veriðhaldnar í langan tíma ef marka má skoðanakannanir. Kosn- ingabaráttu stjórnmálaflokkanna lauk á föstudag og í gær fengu kjós- endur frið frá stjórnmálamönnum eftir að hafa haft andlit þeirra fyrir augum á nánast öllum sjónvarps- stöðvum svo vikum skiptir, ef frá eru skilin þögul skilaboð risavaxinna auglýsingaspjalda, sem hvarvetna blasa við og flest sýna andlit fram- bjóðenda. Síðustu skoðanakannanir fyrir kosningar birtust seint á föstudag. Samkvæmt könnun Allensbach- stofnunarinnar höfðu sósíaldemó- kratar, SPD, naumt forskot á kristi- legu flokkana, CDU/CSU, og mæld- ust hinir fyrrnefndu með 37,5% fylgi, en hinir síðarnefndu 37%. Þetta var í fyrsta skipti, sem sósíaldemókratar komust framúr kristilegu flokkunum samkvæmt könnunum Allensbach, en stofnunin komst næst úrslitunum í kosningunum fyrir fjórum árum. Samkvæmt könnun stofnunarinnar Forsa er forskot sósíaldemókrata ívið meira. Stofnunin mældi fylgi SPD 38,5–39,5% og fylgi CDU/CSU 37–38%. Samkvæmt Forsa er fylgi græningja 6,5–7,5% og fylgi frjálsra demókrata, FDP, 7–8%. Sósíalista- flokkur Þýskalands, SPD, myndi samkvæmt könnun Forsa ekki fá nægilegt fylgi til að komast á þing. Sviptingar og sveiflur Það var ekki fyrr en á síðustu vik- um kosningabaráttunnar að hiti tók að færast í leikinn. Stjórnarandstað- an hafði mestan hluta ársins haft drjúgt forskot á stjórnarflokka sós- íaldemókrata og græningja. Í upp- hafi ársins virtust sósíaldemókratar vera komnir á beinu brautina. Eftir stormasama byrjun kjörtímabilsins komu tvö góð ár þar sem stjórnar- andstaðan virtist vart vera fyrir hendi. Þar kom ýmislegt til, en það hjálpaði ekki stjórnarandstöðunni þegar uppvíst varð að kristilegir demókratar hefðu tekið á móti ólöglegum kosningaframlögum. Hneykslið náði í efstu raðir og í des- ember 1999 játaði Helmut Kohl, kanslari sameiningarinnar, að hafa tekið á móti framlögum. Mánuði síð- ar sagði hann af sér embætti heið- ursformanns CDU. Flokkurinn virt- ist vera í molum og margir sáu fyrir sér að hans biðu svipuð örlög og kristilegra demókrata á Ítalíu, sem nánast þurrkuðust út vegna hneyksl- ismála og spillingar. Eyðimerkur- gangan stóð hins vegar ekki lengi yf- ir. Flokkurinn gerði Angelu Merkel, sem kemur frá austurhluta Þýska- lands, að formanni og boðaðir voru nýir tímar. Í byrjun árs sigldu kristilegu flokkarnir síðan fram úr sósíaldemó- krötum, nánast á sama tíma og Ed- mund Stoiber, forsætisráðherra Bæjaralands, var gerður að kansl- araefni þeirra. Þar ræður CSU ríkj- um og hefur flokkurinn áður haft kanslaraefni, en Stoiber yrði fyrstur til að ná kjöri. Um svipað leyti sýndi Pisa-könnun að þýsk skólabörn stæðu sig illa. 4,3 milljónir manna í Þýskalandi reyndust vera á atvinnu- leysisskrá, en Gerhard Schröder kanslari hafði í kosningabaráttunni 1998 lofað því að draga úr atvinnu- leysi og koma því niður fyrir 3,5 milljónir manna. Í þokkabót var mik- il óánægja með verðhækkanir, sem urðu á öllum sviðum þegar evran tók við af markinu. Ekki hjálpaði sósíal- demókrötum að þeir reyndust síður en svo vera með hreinan skjöld þeg- ar fjármál flokksins og kosninga- framlög voru annars vegar. Í lok júlí lýsti yfirmaður Allensbach-stofnun- arinnar, sem áður er nefnd, yfir því að Stoiber myndi vinna öruggan sig- ur í kosningunum 22. september. Forskot kristilegra demókrata á sósíaldemókrata mældist þá fimm prósentustig, Schröder virtist hafa misst móðinn og haft var eftir Joschka Fischer utanríkisráðherra að hann skildi ekki hvað kanslaran- um gengi til. Í herbúðum kanslarans veltu menn fyrir sér af hverju kjós- endur hefðu snúið baki við stjórninni og æ oftar mátti heyra að Þjóðverjar væru einfaldlega íhaldssamir inn við beinið eins og sagan eftir stríð hefði sýnt. Um kristilegu flokkana var hins vegar sagt að þeir væru farnir að hugsa eins og kosningarnar væru aðeins formsatriði og þegar farnir að skipuleggja valdaskiptin. Áhersla á efnahagsmálin Kristilegu flokkarnir lögðu áherslu á efnahagsmálin í kosninga- baráttunni og það var engin spurn- ing að í þeim efnum var ýmislegt að. Þýskalandi er ekki spáð nema 0,5% hagvexti næsta árið og eru Þjóðverj- ar þar með mun aftar á merinni en grannþjóðirnar. Þá hefur Schröder ekkert gengið að vinna á atvinnu- leysinu þrátt fyrir fögur fyrirheit. Iðulega heyrist að Þýskaland sé ríg- bundið á klafa hafta á vinnumarkaði, sem sé í gíslingu stéttarfélaga og stjórnina skorti hugrekki til að gera nauðsynlegar umbætur til að leysa fjötrana af atvinnulífinu. Með því að hamra á efnahagsástandinu virtist CDU/CSU hafa tekist að vinna al- menning á sitt band, þótt í raun mætti einnig segja að þegar litið væri til áforma kristilegu flokkanna í efnahagsmálum mætti sjá að ekki stæði til að gera neinar grundvall- arbreytingar, enda bárust þau skila- boð frá þýsku kauphöllinni að fyrir hlutabréfamarkaðinn mætti einu gilda um það hvor flokkurinn yrði við völd eftir kosningar. Þá má ekki heldur gleyma því að stjórnvöld hafa mjög takmarkað svigrúm til að hafa áhrif á efnahagslífið, hvort sem um er að ræða atvinnuleysi eða hagvöxt. Bæði er erfitt að spyrna fótum við sveiflum í hinu alþjóðlega efnahags- lífi í opnu hagkerfi og um leið setja skilyrðin, sem fylgja aðild að evr- unni, stjórnvöldum mjög þröngar skorður. Flóðin sneru gæfuhjólinu Um miðjan ágúst beindist athygl- in hins vegar frá efnahagsmálunum. Um alla Evrópu varð gríðarlegt tjón þegar ár flæddu yfir bakka sína. Í Þýskalandi varð skaðinn mestur vegna flóðanna í Saxelfi og sagði Schröder að þau hefðu sópað burt allri uppbyggingu eftir sameiningu Þýskalands. Kanslarinn þótti hafa brugðist hárrétt við neyðinni, sem myndaðist í flóðunum. Hann var sýnilegur, heimsótti flóðasvæðin og hlaut mikið lof kjósenda fyrir. Ed- mund Stoiber var hins vegar hvergi nærri í upphafi og heimsóknir hans á flóðasvæðin voru fremur vandræða- legar. Það er vitaskuld ekki hægt að horfa fram hjá því að Schröder var einfaldlega að gera skyldu sína sem kanslari með því að bregðast við eins og hann gerði og það hefði verið erf- itt fyrir Stoiber að reyna að hrifsa til sín sviðsljósið án þess að virðast vera að nýta sér neyð fólks til atkvæða- veiða. Um slíkt er hins vegar ekki spurt og viðsnúningurinn var hafinn. En flóðin áttu ekki aðeins þátt í því að stjórnin fékk vind í seglin að nýju. Yfirlýsingar Schröders um að Þjóðverjar myndu ekki taka þátt í árás á Írak og það myndi engu breyta þar um þótt hún yrði gerð með fulltingi Sameinuðu þjóðanna áttu hljómgrunn meðal kjósenda. Stjórnarandstaðan gagnrýndi Schröder harklega fyrir að einangra Þjóðverja í samfélagi þjóðanna og sakaði hann um að fórna vináttunni við Bandaríkin á altari lýðskrums. Andúðin á stríði á hins vegar djúpar rætur hér í Þýskalandi og kristilegu flokkarnir vildu greinilega einnig höfða til þeirrar tilfinningar í mál- flutningi sínum með yfirlýsingum um að ekki einn einasti Þjóðverji yrði sendur til Íraks og ekki yrði liðið að Bandaríkjamenn létu einir til skarar skríða. Seinna sjónvarpseinvígi Schröd- ers og Stoibers fór fram 8. septem- ber. Í fyrra einvíginu þótti lítið bera á milli, en viðkvæðið var að kansl- arinn hefði haft yfirburði í því síðara. Hvernig sem það má vera snerist dæmið við og samkvæmt flestum skoðanakönnunum voru sósíaldemó- kratar komnir með yfirhöndina. Schröder gekk í endurnýjun lífdaga og öll kosningabaráttan lifnaði við. Síðustu tvær vikurnar hafa flokkarn- ir keppst um að yfirbjóða hver annan og draga fram ný málefni og um leið hefur umræðan orðið óvægnari. Innflytjendamál í brennidepli Sérstaklega hafði verið til þess tekið að innflytjendamál höfðu ekki verið til umræðu í kosningabarátt- unni eftir að hafa verið í brennidepli í undanfara kosninga í nágrannalönd- unum. Í herbúðum kristilegra demó- krata var sagt að það væri með ráði gert til þess að andstæðingar Stoib- ers gætu ekki dregið upp þá mynd af honum að þegar öllu væri á botninn hvolft væri hann lengst til hægri. Nú voru hins vegar góð ráð dýr og viku fyrir kosningar gerði Stoiber inn- flytjendamálin að kosningamáli. Út- sendari Morgunblaðsins sótti kosn- ingafundi með Stoiber bæði í Bonn og Stuttgart og á báðum fundum sagðist kanslaraefni kristilegu flokk- ana ætla að stöðva straum innflytj- enda frá löndum utan Evrópusam- bandsins. Hann prédikaði um leið umburðarlyndi gagnvart þeim út- lendingum, sem fyrir eru í landinu, en ekki var hægt að verjast þeirri til- finningu að hann beitti ýkjum til að spila á ótta og óöryggi almennings á Hnífjafnt eftir harða kosningabaráttu AP Risastór auglýsingaskilti hafa sett mark sitt á kosningabaráttuna í Þýskalandi og hefur verið haft á orði að sjaldan eða aldrei hafi áherslan á persónur frambjóð- enda verið meiri. Því hefur skipulega verið haldið að kjósendum að Gerhard Schröder kanslari (t.h. á myndinni) geti einn tryggt stöðugleika en hægri menn hafa lagt áherslu á þann árangur sem Edmund Stoiber (t.v.) hefur náð á vettvangi efnahagsmála í Bæjaralandi. Svo jafnt er milli fylkinga fyrir kosningarnar í Þýskalandi í dag að vart má á milli sjá. Eftir dauft sumar tók kosninga- baráttan kipp á loka- sprettinum. Karl Blöndal skrifar um átökin í aðdrag- anda tvísýnna kosninga. ’ Skoðanakannanirsýna að meirihluti vill að Schröder verði áfram kanslari. ‘ ’ Þegar spurt er ummálefni virðast kjós- endur treysta bæ- verska forsætisráð- herranum betur. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.