Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 27 á Hóte l Lof t le iðum Árshátíðir, brúðkaup, afmæli eða hvers kyns mannfagnaðir Á r s h á t í ð i r Borðapantanir í símum 562 7575 & 5050 925, fax 562 7573, jonf@icehotel.is, www.veitingasalir.is RC húsin og sumarhúsin eru öll byggð úr KJÖRVIÐI, sem er sérvalin, hægvaxin og þurrkuð, norsk fura af 1. sorteringu. Það fylgir allt með, sem til þarf til að byggja RC húsin og þú þarft því aldrei út í búð á byggingartímanum. Efnið í RC húsin kemur tilsniðið. Teikningar koma númeraðar og með sömu númerum og efnispakkarnir. Það fylgja einnig frágangs-og smíðateikningar fyrir smiðina. „RC hús þar sem gæðin skifta máli“ RC Hús Sóltún 3, 105 Reykjavík Sími: 511 5550 Veffang: www.rchus.is Netfang: rchus@rchus.is Bjóðum RC íbúðarhús, sumarhús og fjölnotahús, stór og lítil „RC hús þegar gæðin skifta máli“ IDÉ HUS& TEGNING NÝTT Á ÍSLANDI RC Hús bjóða nú NÝJA „Royal“ þrýstifúavörn, þar sem allt útitimbur, er nú soðið í náttúruvænum olíum, í þrýstitönkum, við 300° hita og í þeim lit sem þú villt hafa húsið þitt. Eftir þetta þarfnast timbrið ekki eftirmeðferðar fyrr en eftir 6-10 ár. Til bókaútgefenda: BÓKATÍÐINDI 2002 Skilafrestur vegna kynningar og auglýsinga í Bókatíðindum 2002 er til 14. október nk. Ritinu verður sem fyrr dreift á öll heimili á Íslandi. Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Barónsstíg 5, sími 511 8020. ———————  ——————— Frestur til að leggja fram bækur vegna Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2002 er til 28. október nk. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. ÞEGAR ég hitti Lars Huldén (f. 1926) í Norræna húsinu var hann ný- kominn frá Þingvöllum í boði Vigdís- ar Finnbogadóttur. Hann hafði sótt Vigdísi heim í sumarbústað hennar og notið hinnar miklu þagnar stað- arins, litanna fögru, haustlitanna sem allir dást að sem koma til Þing- valla. „Ég er hér í praktískum erinda- gjörðum,“ segir Huldén „og þar skiptir reynsla mín af Kalevalaþýð- ingunni mestu. Ég sagði frá starfi mínu við þýðingar og ýmsum álita- málum varðandi þær.“ „Nú hef ég verið að fást við Tolk- ien, dramatíska gerð fyrir Svenska teatern og það hefur ekki síður haft áhrif á mig þótt ég hafi ekki verið neinn sérstakur Tolkienaðdáandi.“ En það er ekki mikið um ljóð hjá honum? „Hann hefur söngva og rím sem er erfitt.“ „Mér finnst best að liggja ekki áð- ur yfir textanum heldur byrja og halda áfram. Það er spennandi.“ „Ég bý nú í Helsingfors en áður var ég í skáldabústaðnum í Borgå. Bernskuheimilið er í Austurbotni og þar er ég á sumrin.“ Hvað um eigin ljóð? „ Ég skrifa lítið. Hef verið að vinna að riti um finnlandssænsk hús þar sem eru 2800 uppsláttarorð. Þetta er hópvinna. Einnig hef ég þýtt leikrit frá öldum áður fyrir leikhús á Skåne. Það gekk vel. Ennfremur hef ég val- ið söngtexta úr finnsku, ekki slagara, m. a. Runebergtexta og ég sé um dramatíkina. Seinasta ljóðabókin kom út fyrir löngu og 1996 sendi ég frá mér 50 frásagnir. Njörður P. Njarðvík hefur þýtt ljóð mín á ís- lensku.“ Á maður að spegla hið gamla í þýðingum sínum? „Nei, heldur hið nýja, sitt eigið mál. Verkið á að vera nýtt. Og maður á helst að yrkja betri ljóð. Frelsið er mjög mikilvægt. Rímið á þó að vera með.“ Hafa ekki straumar borist frá ná- grannalandinu Rússlandi? „Jú, m. a. var Edith Södergran undir áhrifum frá rússneskri hefð, en þetta gildir ekki lengur.“ Huldén segir að áhrifa gæti frá Svíþjóð en sænsk skáld hafi líka ver- ið undir áhrifum finnskrar ljóðlistar, t. d. Harry Martinson frá Kalevala og sjálfur segist Huldén hafa sótt til Eddukvæða. Eitt og eitt ljóð hjá honum sé undir áhrifum frá Eddu- kvæðum. Reglufesta er ekki nauð- synleg, segir hann, en hann leggur áherslu á atkvæði þótt ekki sé það nauðsynlegt og ljóðstafir komi líka eins og af sjálfu sér. „Í málinu er tónlist. Það er erfitt að sleppa alveg ljóðstöfum. Tónlistin hljómar stundum betur. Frjáls ljóð eru ekki eins frjáls og maður heldur. Það á að nota eigið mál og hver tími hefur sitt form.“ „Maður finnur hvort ljóð er gott eða ekki og þá eru fyrstu línurnar í ljóðinu mikilvægar. Þær verða að ná til manns, líka í þýðingum. Skemmt- anagildi kemur einnig við sögu, án þess hefði enginn setið og lesið.“ Huldén er veikur fyrir klassík eins og þýðingar hans bera vitni. Hann dreymir um að þýða Ofviðrið eftir Shakespeare. Hann segir að þýðing endist í tuttugu ár. Þá verði að þýða á ný vegna málsins svo að það fyrnist ekki. Þetta eigi líka við um nútíma- skáldskap. Hann segir að mikill vandi sé að þýða skyld mál. Samt hefur hann þýtt Færeyinginn Christian Matras, vissi ekki að hann væri svo gott skáld því að það var fyrst og fremst litið á hann sem lærdómsmann. Hefurðu ort núna á Íslandi? „Ég get ekki alveg neitað því. Ég hef verið beðinn um að skrifa um Runeberg vegna 200 ára afmælis hans, hann var vinsæll hér og í Sví- þjóð og hefur verið mér í huga í ferð- inni. Edith Södergran var kannski eins konar þjóðskáld. Og Väinö Linna var afar mikilvægur.“ „Það var að koma ný viðtalsbók við mig og ég hef samþykkt að koma fram á Bókastefnunni í Gautaborg. Þar verður sungnir textar eftir mig, en ég, nei, syng ekki sjálfur.“ Þýða þarf skáldverk reglulega upp á nýtt Finnlandssænska skáld- ið og þýðandinn Lars Huldén kom til Íslands að ræða vanda þýðinga. Hann er kunnastur fyrir þýðingu sína á Kalevala á sænsku. Jóhann Hjálmarsson hitti Huldén og ræddi við hann m. a. um þýðingar og nauðsyn þess að þýða sígild verk og samtímaverk reglulega upp á nýtt. Morgunblaðið/Sverrir Lars Huldén á kaffistofu Norræna hússins. johj@mbl.is EINS og ég hef endurtekið vikið að í pistlum mínum eru ráðhússýningar jafnframt sýningar í alþjóðlegum stofnunum og hótel alveg sérstakt fyrirbæri og á allt eins við í Reykja- vík, París, Berlin sem Tókýó. Lög- málin að baki allt önnur en menn eiga að venjast í almennum sýningarsöl- um, hvað þá söfnum. Aðskiljanleg- ustu framkvæmdir á ferðinni sem virðast ekki þjóna neinu undirbyggj- andi lögmáli öðru en almennu sýn- ingahaldi í víðustu merkingu. Á stundum eru þetta úrvals sýningar, vel skipulagðar og unnar, en oftar valda þær vonbrigðum fyrir losara- brag og stefnuleysi. Verður til þess að staðirnir eru ekki hátt skrifaðir hjá listrýnum sem síður láta sjá sig og getur jafnt bitnað á góðum sýningum sem slökum, um reglulegar umfjall- anir yfirleitt ekki að ræða. Sums stað- ar er aðstaðan til sýningahalds eins og best gerist, úrval alls sem viðkom- andi þarfnast í næsta nágrenni ásamt þjálfuðu starfsliði, annar staðar eru hlutirnir með meiri losarabrag þannig að sýnendur lenda iðulega í vandræð- um. Hið síðara virðist óneitanlega eiga sér stað um Ráðhús Reykjavíkur auk þess sem sýningarrýmið, grátt og þyngslalegt gerir að verkum að fáar sýningar njóta sín sem skyldi á staðn- um. Kallar á umbreytingar, birtu og sveigjanleika, jafnvel þótt það kosti málaferli við arkitektana, jafnframt þurfa sýnendur að hafa aðgang að fagfólki við uppsetningu verka sinna og listmuna. Sýning dönsku listakonunnar Ullu Tarp-Nielsen í gryfju hússins um þessar mundi er alltof skýrt dæmi um skipulagsleysi í þessum málum til að um þetta ástand verði þagað. Upp- setningin út í hött og skilvirkni áfátt, líkast sem sýningin hafi verið sett upp í hendingskasti auk þess að upplýs- ingar um hvað listakonan er að fara á þeim markaða vettvangi sínum sem hún nefnir garn- og ullargrafík af skornum skammti, þær einu sjáan- legu á pappírsörk sem límd er föst með glæru límbandi á borðplötu og ekki einu sinni haft fyrir að þýða skrifið á íslenzku. Satt að segja hrökklaðist ég á brott, litlu nær um listakonuna né þau tæknibrögð sem hún viðhefur, hins vegar er þeim gömlu lögmálum, teikningu og mynd- byggingu, mjög áfátt í verkum henn- ar. MYNDLIST Ráðhús Reykjavíkur Opið á tíma ráðhússins. Til 23. sept- ember. Aðgangur er ókeypis. MYNDVERK ULLA TARP-DANIELSEN Garn- og ullargrafík Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson „Plat eller krone“ (Peningur og/eða króna).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.