Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 49
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 49 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 865 0811 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Rannveig Á.Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 821 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Þórðarson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Þór Líni Sævarsson 456 8353 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is ÞAKRENNUR Frábærar Plastmo þakrennur með 20 ára reynslu á Íslandi. Til í gráu, brúnu, hvítu og svörtu. Heildsala - Smásala HÚN var ekki geðsleg,aðalfrétt liðinnarviku, um að nið-urstöður fyrstutíðnirannsóknar á kynferðislegri misnotkun gagn- vart börnum hér á landi gæfu til kynna að 17% þeirra, eða um fimmta hver stúlka og tíundi hver drengur, yrðu fyrir barðinu á slíku fyrir 18 ára aldur. Og við nánari útlistun kom í ljós, að fjórð- ungur þolenda var sex ára eða yngri þegar misnotkunin hófst og þriðjungur 7-10 ára. Meirihlutinn er því börn, tíu ára og yngri. Íslensku samfélagi var brugðið, enda áttu fæstir von á slíkum ósköpum, að mannlegt eðli gæti verið þetta rotið og lasið, að í sið- menntuðu þjóðfélagi nútímans gæti eitthvað í líkingu við þennan hrylling búið um sig, hvað þá lifað og dafnað í jafn ríkum mæli og niðurstöðurnar gefa til kynna. Einnig var sláandi að heyra, að þeir sem fremja kynferðisafbrot gegn börnum tengist yfirleitt fjöl- skyldu barnsins sem þeir misnota, eru t.d. afi, frændi, bróðir, ná- granni eða fjölskylduvinur; 13% voru misnotuð af föður sínum eða öðrum í því hlutverki. Já, það setti óhug að lands- mönnum. Eflaust hafa margir reifað þá spurningu og gera kannski enn, í hljóði eða upphátt, hvort, fyrst þannig lægi í málum, það yfir höfuð væri framkvæm- anlegt að koma í veg fyrir svona lagað; hvort það væri ekki fyr- irfram dæmt til að mistakast, úr því gerendurna er stundum að finna í og við innsta kjarna fjöl- skyldna þolendanna sjálfra. Víst er, að ekki gerir þessi staðreynd verkið auðveldara, en það má ekki gefast upp, því svo mikið er í húfi. „Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér“, sagði meistarinn forð- um. Undan þeirri ábyrgð, sem í orðum hans felst, getum við ekki hlaupið og viljum ekki. Vart þarf að nefna, að sumir kljást við afleiðingar misnotk- unarinnar allt lífið, eins og kemur vel fram í samtali blaðamanns við höfund umræddrar skýrslu, Hrefnu Ólafsdóttur félagsráð- gjafa, í Morgunblaðinu þriðjudag- inn 17. september: Hrefna segir að þær tilfinningar sem geri vart við sig hjá börnum fyrst eftir mis- notkunina séu skömm, vanmáttur, hjálp- arleysi, sektarkennd, ótti, hræðsla og andúð. Eftir að fullorðinsaldri er náð og lengri tími líður frá atburðinum verði til- finningar eins og reiði, andúð, hryggð, depurð og vonbrigði algengari hjá þol- endum kynferðisafbrota. Skömmin, sekt- arkenndin, vanmáttur, hjálparleysi, kvíði, ótti og hræðsla sé þó enn til staðar. Hrefna segir mismunandi hvaða afleið- ingar misnotkunin hafi á þolendur. Margir þolendur lifi góðu og fínu lífi og nýti sín úrræði vel, en aðrir burðist með þessa reynslu og kljást við afleiðingar hennar allt lífið eða þar til þeir leita sér aðstoðar sérfræðinga. „Í rannsókninni kemur t.d. fram að fleiri hafa skilið í hópi þolenda en þeirra sem ekki hafa verið misnotaðir. Menntunarstaðan er aðeins lægri hjá þolendum og færri þeirra búa við mjög eða frekar góða fjárhagsstöðu en þeir sem ekki voru misnotaðir. Miklu fleiri þolendur höfðu gert sjálfsvígstil- raunir. 15% þolenda höfðu reynt að taka líf sitt en einungis 4% hinna. Þolendur lýsa því einnig að þeir eigi erfiðara með að mynda tengsl, bæði við konur og karla. Fleiri þolendur eiga í erfiðleikum í makasamskiptum sínum en hinir, eiga við kynlífsvanda að etja og andlega erf- iðleika ...“ Í miðri tíðnirannsókninni ís- lensku erum við jafnframt minnt á tvennt, sem var í fjölmiðlum af er- lendum vettvangi fyrr á þessu ári, úr Afríku og Norður-Ameríku, og sem er af þessum sama meiði. Það fyrrnefnda varðaði hjálparstarfs- menn á vegum Sameinuðu þjóð- anna og varð tilefni leiðaraskrifa Morgunblaðsins 28. febrúar, þar sem m.a. sagði: Mannlegu eðli virðast engin takmörk sett. Það nær upp í efstu hæðir en þar sem lægst fer setur að manni hroll. Fréttir um að hjálparstarfsmenn í Vest- ur-Afríkuríkjunum Gíneu, Líberíu og Sierra Leone hafi neytt börn til að hafa við sig kynferðisleg mök og sagt að þau fengju ekki mat að öðrum kosti sýna hversu viðbjóðslegt framferði getur brotizt fram hjá mannfólkinu. Hitt varðar kaþólska presta í Afríku, Bandaríkjunum og Kan- ada og eflaust víðar. Það er einnig ljót saga, óhugnanleg. En nú er það svo, að þótt ákveðnir einstaklingar í áð- urnefndum röðum hafi gerst sekir um alvarlega glæpi má ekki setja alla aðra undir sama hatt. Því flestir eru í hjálparstarfi vegna einhverrar góðrar köllunar, einnig prestar, og reyna af fremsta megni að gera allt rétt og vel. Eins er með afa og bræður og feður og alla hina; ég neita að trúa öðru, en að þar séu í langflestum tilvikum heilindi á bak við öll samskipti við æsku þessa lands. En skuggagróðurinn verður að uppræta, hvar sem til hans næst, og beita í því öllum tiltækum ráð- um, öllum ljóssins meðulum. Eitt það brýnasta væri að standa gegn klámvæðingunni, sem farið hefur um landið eins og eldur um sinu og brenglar veika hugi. Hvað íslensku kirkjuna snertir mun hún áfram, sem hingað til, berjast ótrauð og af alefli gegn þeim kröftum og meinvörpum, sem níðast á þeim sem ekki geta varið sig. Morgunblaðið/Ásdís Skuggagróður Í skúmaskotum mannlífsins, þar sem ljósið nær ekki að skína, gerast oft válegir atburðir. Um það fékkst enn ein sönnunin á dögunum. Sigurður Ægisson gerir hér að umræðu- efni nýopinberaða skýrslu um kynferðislega misnotkun á börnum. sigurdur.aegisson@kirkjan.is FRÉTTIR VEIÐI er nú sem óðast að ljúka í lax- veiðiánum og á sama tíma á veiði- skapur að taka við sér í sjóbirtings- ám þótt það ætli að verða eitthvað brokkgengt þetta árið. Lokatala í Laxá í Kjós var 1.648, aukning um heila 642 laxa frá fyrra ári. Auk þess var mýgrútur af stórum sjóbirtingi í ánni og mörg hundruð veiddust, allt að 10–11 punda fiskar. Þverá/Kjarrá voru með lokatöluna 1.453 laxa, 243 löxum meira heldur en í fyrra. Þar hefðu menn viljað sjá meiri bata, en eins og Jón Ólafsson, einn leigutaka, beinti á, þá veiddist nær allur þessi afli frá 10. júlí þar eð áin var nánast bæði fisk- og vatns- laus fram að því. Grímsá var með lítinn bata frá fyrra ári, byrjaði þunglega og var lengi að taka við sér. Hún endaði þó með 1.059 laxa, 54 löxum meira en í fyrra. Haustveiðin í ánni var prýði- leg. Áin er fræg síðsumarsá, en allra síðustu sumur hefur haustkaflinn þó oft verið slakur. Það var sum sé ekki að þessu sinni, á heildina litið. Ýmsar fréttir Sæmundará, einnig nefnd Staðará, í Skagafirði var komin með um eða rétt yfir 70 laxa og góðan slatta af sjóbleikju í lok vikunnar. Þetta er bót frá síðustu vertíðum, áin samkvæmt tölunni á hægum batavegi eftir nokk- urra ára lægð. Þessi á gaf fyrrum 4– 500 laxa í algeru toppsumri. Sjóbirtingur er farinn að veiðast samhliða sjóbleikju í Brunná í Öxar- firði. Orð hefur farið af sjóbirtings- göngum í þessari á, en fáir sannpróf- að. Nú er áin stunduð meira og þá kemur hið sanna um þessar göngur í ljós. Þistilfjarðarárnar voru allar mun betri í sumar heldur en í fyrra. Veiði er lokið á svæðinu og var t.d. Hafra- lónsá með rétt um 300 laxa og Sval- barðsá um 270 stykki. Lokatölu höf- um við ekki enn úr Hölkná, en er mest gekk þar á voru þar holl með nærri 30 laxa sem er með ólíkindum í þeirri á. Regnbogar á ferð Svokallaðir rafstöðvardagar hafa staðið yfir í Elliðaánum að undan- förnu, en þá standa menn og egna fyrir sjóbirting neðst í ánni. Fregnir herma að góð skot hafi fengist, en fiskur fremur smár. Þá hefur slatti af regnbogasilungi slæðst með í aflan- um. Enn á ný eru sem sagt að ganga kvíaeldisfiskar í íslenskar ár og hlýt- ur að vera tímaspursmál hvenær þeir bera með sér einhverja skítapestina sem þeir sjálfir eru bólusettir fyrir, en villtu frændur þeirra og frænkur ekki. Guðmundur Ingason með boltalax úr Sandá í Þistilfirði, 15 punda hæng. Góðu lax- veiðisumri að ljúka Morgunblaðið/Páll Ketilsson Veiði í Langá hefur verið mjög góð í sumar og hér er Ingvi Hrafn Jónsson, leigu- taki árinnar, að mæla merkta laxa sem Suðurnesjahollið hans veiddi í ánni. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.