Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TALSVERT skortir á að rétt sé brugðist við slysum sem verða á lóðum grunnskóla og skráningu á þeim er oft á tíðum ábótavant, að mati Herdísar Storgaard, fram- kvæmdastjóra Árvekni. Dæmi eru um að nemendur hafi slasast alvar- lega en starfsfólk ekki áttað sig á hversu alvarleg meiðslin voru og því ekki hringt eftir sjúkrabíl. Þá hefur slæleg skráning slysa leitt til erfiðleika þegar leita á bóta frá tryggingafélögum. „Það hefði átt að vera búið að laga þetta fyrir löngu,“ segir Herdís. Eitt svæsnasta dæmið sem Her- dís þekkir er af nemenda sem lær- brotnaði þegar hann datt úr rólu á malbikaða skólalóðina. Herdís seg- ir að þar sem bein barna séu mýkri en fullorðinna hafi nemandinn staðið í fótinn og engan grunað að hann væri lærbrotinn. Tveimur tímum síðar, þegar líðan nemand- ans var orðin mjög slæm, var hringt í foreldra sem fóru með hann á slysadeild þar sem áverk- arnir komu í ljós. Herdís segir að starfsmaður skólans, sem annaðist nemandann, hafi ekki tilkynnt at- vikið til skólastjóra, ekki var gerð skýrsla um slysið og lögregla ekki kölluð til. Þegar tryggingafélagið óskaði eftir lögregluskýrslu var engin slík skýrsla til og varð lög- regla að leita upplýsinga um slys- ið, nokkrum vikum eftir að það átti sér stað. Herdís ítrekar að þetta sé eitt versta dæmi sem hún þekki þar sem reglum um viðbrögð við slysum var ekki fylgt eða reglur- nar einfaldlega ekki fyrir hendi. Mýmörg önnur dæmi séu þó til og ljóst að þörf sé á samræmdum reglum um slysavarnir í skólum. Herdís segir mikilvægt að við- brögð starfsmanna skóla við slys- um séu í föstum skorðum. Kenn- arar þurfi að kunna sérhæfða skyndihjálp fyrir börn, undantekn- ingalaust verði að hringja í for- eldra eftir slys og í alvarlegri til- fellum eigi að kalla lögreglu á vettvang. Brýnt sé að öll slys séu skráð, bæði vegna hugsanlegra tryggingamála en ekki síður til að auðvelda forvarnir. Ekki farið eftir tillögum Í mars 1999 kom út skýrsla starfshóps menntamálaráðuneyt- isins og Sambands íslenskra sveit- arfélaga um slysavarnir í skólum þar sem lagðar voru fram ýmsar tillögur um úrbætur. Herdís var ein þeirra, sem voru skipuð í starfshópinn, en hún segir að skýrslan hafi haft lítil áhrif. Um 3½ ári eftir að henni var dreift til allra sveitarfélaga í landinu hafi fáir skólar farið að ráðum starfs- hópsins. Aðeins í einu sveitarfé- lagi, Mosfellsbæ, hafi reglurnar verið teknar upp í heild. Í skýrslu starfshópsins er bent á að fyrir all- mörgum árum hafi verið settar leiðbeinandi reglur um öryggi á sundstöðum. Þær reglur hafi reynst vel og flestir sundstaðir gert reglurnar að sínum. Engar sambærilegar reglur eru til um ör- yggi í grunnskólum en þar verða þó mörg slys á hverju ári, sum al- varleg. Að sögn Herdísar taldi menntamálaráðuneytið á sínum tíma að ekki væri mögulegt að setja reglur eða lög um slysavarnir í skólum. Starfshópnum hafi verið ætlað að koma með tillögur um slysavarnir en Herdís segir greini- legt, miðað við reynslu síðustu ára, að ekki sé nóg að benda mönnum á leiðir til úrbóta – skýrar reglur verði að vera til. Í fyrra hafi Árvekni aftur leitað til menntamálaráðuneytisins sem hafi skipað annan starfshóp sem vinni nú að því að útbúa reglur í samræmi við aðalnámskrá grunn- skóla frá 1999. Í námskránni segir m.a.: „Brýnt er að skólahúsnæði, búnaður skólans, tækjakostur, skólalóð og leið barna í skólann sé örugg. Reglulega þarf að hafa eft- irlit með tækjabúnaði skólans, slysavörnum, eldvörnum og al- mennum hollustuháttum.“ Herdís segir að fæstir grunnskólar hafi farið eftir þessum fyrirmælum í námskránni. Mikið kvartað undan skólaakstri Árvekni berast fjölmargar ábendingar um öryggi skólabarna og eru athugasemdir m.a. gerðar við frágang á skólalóðinni, ótraust leiktæki og undirlag þeirra, að- komu vöruflutningabíla að skól- anum og laus fótboltamörk. Í eldri skólabyggingum eru handrið stundum of lág eða of langt á milli rimla sem hefur orðið til þess að börn hafa fallið milli hæða. Herdís segir að í haust hafi mikið verið kvartað vegna skólaaksturs. Oft á tíðum tengist kvartanirnar sam- einingu skóla sem hefur orðið til þess að aksturinn verður lengri. Kvartað hafi verið undan hrað- akstri ökumannanna, belti vanti í bílana og að börnin séu sett út úr bílunum hundruð metra frá heim- ilum sínum. „Af hverju hafa stjórnendur grunnskóla ekki hugsað til enda hvernig þeir ætla að taka á slysa- vörnum líkt og þeir hafa skapað sér stefnu um hvernig eigi að framfylgja fyrirmælum um kennslu í stærðfræði og dönsku?“ segir Herdís. „Ástandið er misjafnt milli skóla en miðað við frásagnir og ábendingar foreldra þá finnst mér þessir hlutir vera í talsverðu ólagi svo ekki sé meira sagt.“ Herdís Storgaard, framkvæmdastjóri Árvekni, segir slysavarnir í grunnskólum í ólagi „Hefði átt að vera búið að laga þetta fyrir löngu“ Morgunblaðið/Ásdís ÖRYGGISVIKA sjómanna hefst með hornablæstri í dag, fimmtudag, þegar öll íslensk skip þeyta skipslúðra sína. Á þessum alþjóðlega siglingadegi verður í nógu að snúast hjá sam- gönguráðherra, sem mun auk þess að setja athöfnina taka þátt í björg- unaræfingu á frífallandi björgunar- báti af flutningaskipi Eimskipa með formanni samgöngunefndar Alþing- is, formanni Siglingaráðs og sigl- ingamálastjóra. Þetta er í fyrsta skipti sem efnt er til öryggisviku sjómanna og verður hún héðan í frá haldin í september ár hvert. Ætlunin er að vikan verði nýtt til að vekja menn til umhugsunar um öryggismál sjó- manna, hvetja áhafnir íslenskra skipa til björgunaræfinga og um- ræðna um hvar úrbóta sé þörf í þjálfun og meðferð öryggisbúnaðar skipa. „Öryggisvikan er sett á lagg- irnar í tengslum við alþjóðasiglinga- daginn,“ segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. „Við höfum verið að vinna að langtímaáætlun um öryggismál sjó- farenda og vildum leggja áherslu á íslenska sjómanninn og öryggi hans. Siglingamálastofnun var falið að hrinda því í framkvæmd sem kom út úr þessari vinnu, en þá hafði verið unnið skipulega að áætl- anagerðinni í samgönguráðuneyt- inu, niðurstöður þeirrar vinnu lagð- ar fyrir þingið og samþykktar þar. Ennfremur var lögð fram skýrsla með samantekt á þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin í þágu ör- yggis sjómanna.“ Sturla segist hafa tekið ákvörðun um að leggja mikla áherslu á þenn- an málaflokk haustið 1999 og skip- að sérstaka verkefnisstjórn til að undirbúa jarðveginn, en öryggisvik- an er samstarfsverkefni margra að- ila sem koma að ör- yggismálum sjó- manna. Auk sam- gönguráðuneytisins eru það Siglingastofn- un, Slysavarnaskóli sjómanna, Landhelg- isgæslan, Samband ís- lenskra kaupskipaút- gerða, Landssamband íslenskra útvegs- manna, Landssam- band smábátaeigenda, Farmanna- og fiski- mannasambandið, Vélstjórafélagið, Sjó- mannasambandið og Reykjavíkurhöfn. Höfuðáhersla á þjálfun og fræðslu „Það sem stendur upp úr eru þær aðgerðir sem verið er að vinna á grundvelli langtímaáætlunarinnar og lúta allar að því að auka öryggi sjófarenda,“ segir Sturla. „Höfuð- áhersla er lögð á þjálfun og fræðslu, t.d. nýliða. Þá tengist öll menntun sjómanna öryggismálum. Einnig er fjallað um tæknileg at- riði, s.s. stöðugleika skipa. Gefnir eru út fræðslubæklingar og gerðar myndir um öryggismál og áhersla er lögð á æfingar um borð í skip- unum. Fjallað er um öryggi farþega í farþegaskipum og starf öryggis- fulltrúa, t.d. eiga farþega- og flutn- ingaskip sem eru yfir 500 brúttó- tonn að vinna eftir sérstöku öryggisstjórnunarkerfi.“ Að sögn Sturlu hafa verið lagðir töluverðir fjármunir í að hrinda í framkvæmd þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið eða 10 milljónir árið 2001, 15 milljónir árið 2002 og gert er ráð fyrir að alls verði 45 milljónir lagðar í það á tímabilinu, sem stendur til ársloka 2003. „Ég mun leggja til að verk- efninu verði fram hald- ið eftir það og gerð verði grein fyrir áherslum í því starfi árið 2003. Starfsum- hverfi sjómanna er ein- stakt og kallar á það stranga skipulag sem langtímaáætlunin gerir ráð fyrir, þannig að ör- yggi sjómanna sé tryggt. En með þjálfun tryggja þeir það auð- vitað best sjálfir.“ Hátíðarhöld fyrir almenning Efnt verður til hátíð- arhalda á Miðbakka í Reykjavík á laugardag, öryggisdegi sjómanna. Þann dag æfir þyrla Landhelgis- gæslunnar björgun úr sjó, auk þess sem Sæbjörgin verður opin gestum og Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík selur kaffi og kökur. Einnig verður varðskip á staðnum auk annarra skipa og báta úr ís- lenska bátaflotanum. Er þetta gert í því skyni að vekja athygli bæði sjómanna og almennings á þessum mikilvæga málaflokki, að sögn Sturlu. „Almenningur þarf að átta sig á þessu hlutverki sjómanna og þeirri stöðugu hættu sem sjómennskunni fylgir,“ segir hann. „Þess vegna er mikilvægt að sinna þjálfuninni vel. Flesta daga verður eitthvað í boði og þriðjudaginn 1. okt. kl. 13 er til dæmis mælst til þess að allir ís- lenskir sjómenn taki höndum sam- an um björgunaræfingar í skipum sínum, hvar sem þau eru stödd. Síð- an lýkur æfingavikunni með ráð- stefnu, þar sem fjallað verður um stöðu mála, og þau áform sem uppi eru um aukið öryggi.“ Sturla segir skipta miklu máli hversu breiður hópur bakhjarla standi að öryggisvikunni. „Allir þessir aðilar koma með einum eða öðrum hætti að siglingum og sjó- mennsku, þannig að samstarfið hef- ur verið mjög gott og hefur það mikla þýðingu fyrir samgönguráðu- neytið að allir þessir aðilar séu fús- ir til samstarfs, bæði hvað viðvíkur framkvæmd öryggisvikunnar og undirbúningi ráðstefnunnar, sem verður haldin í lok öryggisvikunnar, fimmtudaginn 3. október nk. Við vonum að á þessu verði framhald og þannig verði hægt að hvetja til hvers konar öryggisaðgerða sem fækki slysum.“ Mikið verk óunnið Miklar framfarir hafa orðið í ör- yggismálum sjómanna með aukinni þjálfun, að mati Sturlu, en hann segir að miðað við slysatíðni á sjó sé ljóst að mikið verk sé óunnið. „Það kemur fram í skýrslu Rann- sóknarnefndar sjóslysa að alltof mörg slys verða á sjó, t.d. komu 87 mál til kasta nefndarinnar árið 1999, þar af 39 slys á mönnum. Það er alveg ljóst að það hefur orðið ár- angur af því starfi sem hefur verið unnið á undanförnum árum, en bet- ur má ef duga skal og þess vegna er svona rík áhersla lögð á það af hálfu ráðuneytisins.“ Sjálfur segist Sturla ekki hafa unnið á sjó, en hann hafi alist upp í sjávarbyggð og fylgst bæði með ættingjum og vinum sem sóttu sjó- inn, þannig að hann sé vel kunn- ugur þeim veruleika sem þar sé við að glíma. „Það má segja að þessi ákvörðun mín á sínum tíma um að hrinda af stað þessum öryggisáætl- unum sjófarenda sé sprottin af lífs- reynslu þess sem er alinn upp í sjávarbyggð,“ segir hann að lokum. Öryggisvika sjómanna hefst með hornablæstri skipa í dag Sturla Böðvarsson Stefnt að þátttöku allra sjómanna í æfingunum Nýr forstöðu- maður Þjóðmenn- ingarhúss FORSÆTISRÁÐHERRA hefur fal- ið Guðríði Sigurðardóttur, ráðuneyt- isstjóra, að gegna embætti forstöðu- manns Þjóðmenningarhúss frá 27. september til 15. mars nk. Jafnframt hefur forsætisráðu- neytið gefið út reglugerð um Þjóð- menningarhúsið. Embætti forstöðumanns Þjóð- menningarhúss hefur verið laust frá því að Sveinn Einarsson, fyrrv. þjóð- leikhússtjóri, lét af því um miðjan ágúst sl. Ný reglugerð fyrir Þjóðmenning- arhús gerir ráð fyrir nokkrum breyt- ingum á tilhögun þeirrar starfsemi, sem fram fer í húsinu, og hefur Guð- ríði verið falið að fylgja þeim breyt- ingum eftir, en starfsemi Þjóðmenn- ingarhúss tengist mjög stofnunum menntamálaráðuneytis segir í frétt frá forsætisráðuneytinu. Þá hefur menntamálaráðherra sett Guðmund Árnason, skrifstofu- stjóra í forsætisráðuneyti, til að gegna embætti ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneyti í fjarveru Guðríðar. Guðmundur er stjórn- málafræðingur að mennt. ♦ ♦ ♦ Seðlabankinn Settur í starf bankastjóra tímabundið DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hefur sett Ingimund Friðriksson að- stoðarbankastjóra tímabundið í embætti bankastjóra Seðlabankans frá og með 1. október. Í gær varð forsætisráðherra við beiðni Finns Ingólfssonar um að veita honum lausn frá embætti seðla- bankastjóra frá og með 30. septem- ber, en eins og greint hefur verið frá tekur Finnur við starfi forstjóra Vá- tryggingafélags Íslands 1. nóvember nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.