Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.09.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 21 ÞEIR sem leggja leið sína til Madr- ídar, höfuðborgar Spánar, geta dáðst að mörgu. Fagurri byggingalist, fjör- ugu næturlífi, góðum mat og fólki sem æpir hvað á annað. Tilhneiging Spánverja til að hafa hátt – tala hátt, stilla sjónvarpið hátt og gera margt fleira allt annað en hljóðlega – byrjar að mótast snemma og breytist ekki. Það er auðheyrt, allt frá fjögurra ára börnum að leik til karla að tala um fótbolta yfir vermútglasi fyrir hádegismatinn. Og hingað til hefur hávaðinn ekki talist tiltökumál. En nú hefur borgarstjórnin, sem sjálf hefur verið sökuð um að valda umtalsverðum hávaða, gripið til að- gerða til að hvetja fólk til þagnar. Það eru kosningar næsta vor. „USS! Haf- ið lægra,“ er yfirskrift átaksverkefn- isins, sem hófst 13. september sl. og á að standa út næsta ár. Með fingur að vörum hefur um tug- ur bláklæddra látbragðsleikara geng- ið um götur borgarinnar og með lát- bragðinu hvatt börn og fullorðna til að tala lægra. Á auglýsingamyndum eru tvær vel þekktar styttur í borginni sýndar með fingur að vörum. Borgarstjórnin segir að á væntan- legri vefsíðu verði veitt ráð til að draga úr hávaðanum í borginni: Mað- ur ætti að vera í mjúkum inniskóm heima hjá sér, varast að skella hurð- um og ekki gera endurbætur á íbúð- inni sinni á nóttunni. Placido Perera, yfirmaður hávaðadeildar umhverfis- verndarráðs borgarinnar, fullyrðir að það sé ekki móðgun að minna fullorð- ið fólk á að hrópa ekki. „Það er margt sem í rauninni er bara almenn skynsemi en fólk lítur ekki á sem slíkt,“ sagði Placido Per- era, en „placido“ þýðir „stilltur“. Eftir að hafa í 30 ár rannsakað hávaða og mengun af hans völdum hefur Perera komist að þeirri niðurstöðu að Madríd sé svo sannarlega hávaðasamur stað- ur, þótt hún sé sennilega ekkert verri en aðrar stórar borgir í Evrópu. Hávaðinn er sífellt mældur á 23 há- vaðasömustu stöðunum í borginni. Á Paseo de Recoletos, götu í miðborg- inni, er hávaðinn mestur 71 desíbel, segir Perera. Hávaði verður hættu- legur heyrn fólks við 80–85 desíbel. Það sem veldur að Madríd sker sig úr, segir Perera, er að íbúarnir sem sífellt eru að kvarta undan hávaða geta að helst sjálfum sér um kennt. Átaksverkefnið miðar að því að draga úr hrópum og köllum, flauti á sama andartaki og grænt ljós kviknar og háværum samræðum á þröngum göt- um seint á kvöldin. „Þetta er mjög spænskt háttalag,“ segir Perera. En hvers vegna eru Spánverjar alltaf æpandi? Spænska ljóðskáldið Leon heitinn Felipe kann að hafa hitt naglann á höfuðið er hann sagði, ef til vill meira þó í hálfkæringi, að ein ástæðan kynni að vera sú, að Spán- verjar eru afkomendur Rodrigos de Triana, sem var á útkíkki fyrir Kristó- fer Kólumbus er sást til lands og gerði það sem fyrir hann var lagt, æpti: „Tierra!“ Félagsfræðingurinn Alberto Monc- ada segir að þetta kunni að snúast um það að sýna vald, og krókurinn beyg- ist snemma. „Við byrjum að æpa dag- inn sem við byrjum í leikskóla,“ segir Moncada, en svo vill til að hann á heima á hæðinni fyrir ofan leikskóla og hann getur sagt sögur af miklum öskurkeppnum. „Okkur er ekki kennt að hrópa ekki.“ Meðal fullorðinna, bætir hann við, „virðist ríkja sú hugmynd að það sé til marks um persónuleika að tala hátt. Mér sýnist að þegar fólk talar hægt og mjúkri röddu finnist því það nið- urlægt“. Perera segir að spænsk menning sé dæmi um Miðjarðarhafsmenningu þar sem gott veður leiðir til þess að fólk er mikið utandyra, á götum úti, þar sem nauðsynlegt er að hækka róminn. Gallinn sé bara sá að fólk haldi áfram að tala svona hátt þegar það kemur heim til sín. Í Madríd er auðvitað ekki allur há- vaði af manna völdum. Fólk er orðið þreytt á sífelldri vegagerð og hús- byggingum sem einkennt hafa borg- arstjóratíð Joses Marias Alvarez del Manzanos, og stundum er sagt í gríni að Madríd verði fín borg þegar búið verði að byggja hana. Madrídingar beðn- ir að lækka róminn AP Látbragðsleikarar biðja vegfarendur i Madríd að hafa aðeins lægra. Madríd. AP. ’ Okkur er ekkikennt að hrópa ekki. ‘ ÚTGÁFUFÉLÖGIN, sem gefa út Jyllands-Posten og Politiken, hafa ákveðið að taka upp náið samstarf frá næstu áramótum en dagblöðin tvö og Extra Bladet munu áfram hafa sína sjálfstæðu ritstjórn. Útgáfurnar, Jyllands-Post- en-sjóðurinn og Politiken-sjóð- urinn, verða sameinaðar og verður hlutur hvorrar 50% í nýju hlutafélagi. Verður skipuð ein stjórn yfir allt saman en eins og fyrr segir verða rit- stjórnirnar jafn sjálfstæðar og hingað til. Verða aðalritstjórar blaðanna aðeins ábyrgir gagn- vart sínu fyrra útgáfufélagi og er það til að undirstrika enn frekar sjálfstæði þeirra. Var meðal annars skýrt frá þessum sögulegu tíðindum á dönskum blaðamarkaði í Jyllands-Posten í gær. Danmörk Útgáfu- félög í eina sæng
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.