Morgunblaðið - 18.10.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.10.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is HAUSTTILBOÐ 20-40% afsláttur af hreinlætistækjum, stálvöskum, sturtuklefum, sturtuhurðum, blöndunartækjum, baðáhöldum o.fl. ÞAÐ var grátklökk stund þegar fimm Japanir, sem Norður-Kóreu- stjórn lét ræna fyrir um aldarfjórð- ungi, komu aftur á æskuslóðirnar í Japan í fyrradag. Ættingjar þeirra, gamlir vinir og skólafélagar föðmuðu þá að sér en fólkið fékk aðeins leyfi til að snúa heim í 10 daga og varð að skilja börnin sín eftir í Norður-Kór- eu. Með því að halda eftir börnunum sem gíslum er N-Kóreustjórn að tryggja, að fólkið snúi aftur til N-Kóreu og ljóst er, að því er ekki frjálst að segja hvað sem er. Einn Japananna, Yasushi Chimura, efaðist til dæmis um, að hann vildi búa í Jap- an og sagði, að hann og kona hans, Fukie Hamamoti, hefðu lagað sig að lífinu í N-Kóreu, átt börn og væru hamingjusöm. Önnur hjón, Kaoru Hasuike og Yukiko Okudo, sem var rænt 1978, sögðust fagna því að vera komin heim þótt aðeins væri í stutta stund en létu annars lítið eftir sér hafa. Þeim var rænt þegar þau fengu sér göngutúr á ströndinni við heimabæ- inn, Kashiwazaki, troðið ofan í poka og flutt til N-Kóreu. Þar giftust þau og eiga tvö börn, dreng og stúlku. Chimura og Hamamoto var rænt eft- ir að hafa borðað á veitingastað við ströndina og gengið yfir í nálægan garð til að skoða stjörnurnar. Þau giftust í N-Kóreu og eiga þrjú börn. Hitomi Soga, fimmti Japaninn, vitjaði æskustöðvanna á Sado, af- skekktri eyju, en eiginmaður hennar ákvað að vera eftir í N-Kóreu. Hann er Charles Jenkins, bandarískur lið- hlaupi í Kóreustríðinu 1952. Vilja bandarísk yfirvöld gjarnan hafa tal af honum í von um, að hann geti veitt upplýsingar um aðra bandaríska her- menn, sem saknað er síðan í stríðinu. Það var átakanleg stund þegar Soga hitti föður sinn en hún var 19 ára þegar henni var rænt ásamt móð- ur sinni. Er ekkert vitað um örlög hennar. „Þetta er eins og draumur. Allt fólkið, fjöllin, árnar og dalirnir, him- inninn, landið og trén segja við mig: „Velkomin heim,““ sagði Soga er hún kom aftur til eyjarinnar sinnar. Ekkert vitað um dauðdaga átta manna Japanirnir fimm eru þeir einu, sem enn eru á lífi af að minnsta kosti 13 manns, sem N-Kóreumenn rændu. Var fólkið neytt til að kenna n-kór- eskum njósnurum japönsku og fræða þá um japanska siði. Ekki er vitað hvernig dauða hinna Japananna bar að en N-Kóreustjórn neitar, að þeir hafi verið líflátnir. Það var á fundi nýlega með Junich- iro Koizumi, forsætisráðherra Jap- ans, sem Kim Jong Il, leiðtogi N-Kór- eu, viðurkenndi, að Japönunum hefði verið rænt og kenndi hann um „öflum í hernum“. Í fyrstu var talið, að fólkið fengi að snúa heim frjálsar mann- eskjur en nú virðist annað vera komið á daginn. Fimm Japanir, sem Norður-Kóreumenn rændu, í tíu daga heimsókn Tárvotir endurfundir á æskuslóðum í Japan Börnunum haldið sem gíslum í Norður-Kóreu AP Hitomi Soga grætur hér í faðmi föður síns en hún var 19 ára þegar henni var rænt ásamt móður sinni. Ekkert er vitað um örlög móðurinnar. Kashiwazaki. AP. Átta Palest- ínumenn drepnir Gazaborg. AFP. ÍSRAELSKI herinn drap átta Pal- estínumenn, þ. á m. tvö börn, í gær, er hermenn á skriðdrekum brugðust við árás herskárra Palestínumanna er höfðu skotið eldflaugum að skrið- drekunum í bænum Rafah á sunnan- verðu Gaza-svæðinu, að því er haft var eftir palestínskum og ísraelskum embættismönnum. Í fyrradag átti Ar- iel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fund með George W. Bush Banda- ríkjaforseta, sem hafði farið þess á leit að Ísraelar reyndu að forðast að drepa óbreytta, palestínska borgara. Rúmlega tíu manns særðust í bar- daganum í Rafah í gær, þ. á m. lítil stúlka sem sögð var í lífshættu. Tals- maður ísraelska hersins sagði að þarna hefðu palestínskir hryðju- verkamenn rétt eina ferðina skýlt sér á bak við óbreytta borgara á meðan þeir frömdu ódæðisverk. Að minnsta kosti sex manns, flestir börn, létust í síðustu viku er ísraelski herinn fór með skriðdreka inn í Rafah, sem er á heimastjórnarsvæði Palestínumanna. Á fundinum með Bush í fyrradag fékk Sharon þögult samþykki fyrir því, að Ísraelar svari hugsanlegri flugskeytaárás Íraka ef til komi, verði af herför Bandaríkjamanna gegn stjórn Saddams Husseins Íraksfor- seta. En ísraelskir fréttaskýrendur segja að ólíklegt sé að Írökum muni gefast ráðrúm til að beita takmörk- uðum flugskeytabirgðum sínum til árása á Ísrael, og þar að auki hafi Ísr- aelar þróað flugskeytavarnarkerfi sem geri þeim kleift að skjóta niður eldflaugar sem stefni á landið. NOKKRUM dögum eftir hryðju- verkin í Bandaríkjunum 11. sept- ember í fyrra fékk Michael Gerson, orðasmiður Bandaríkjaforseta, víð- tækari aðgang að Hvíta húsinu vegna þeirra miklu breytinga sem framundan voru í starfi hans. Ger- son er 38 ára og var ráðinn í starf yfirræðuritara George W. Bush vegna þess hversu vel hann var að sér í þeirri stefnu repúblíkana í heilbrigðis- og menntamálum er kölluð hefur verið „umhyggjusöm íhaldsmennska“. Nú gegnir hann sí- fellt stærra hlutverki í að undirbúa bandarísku þjóðina fyrir stríð. Gerson tók þátt í að skrifa ræð- una sem forsetinn hélt á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna í síð- asta mánuði, þar sem áherslan var öll á staðreyndir og hinar fjöl- mörgu aðfinnslur við framkomu Saddams Husseins Íraksforseta. „Við vildum sýna, í ljósi staðreynda, að ekkert færi milli mála,“ sagði Gerson. „Forsetinn vill leggja fram skýra og afdráttarlausa valkosti. [Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna] á yfirleitt ekki slíku að venj- ast og það jók á dramatík augna- bliksins.“ Formlegar ræður hafa gegnt það miklu lykilhlutverki í að byggja upp trúverðugleika Bush eftir all- nokkur axarsköft í kosningabarátt- unni að fræðingar hafa sagt Gerson áhrifamesta forsetaræðuritarann síðan Theodore Sorensen var yfir- ræðuritari Johns F. Kennedys. Embættismenn í Hvíta húsinu segja að áhrif Gersons hafi aukist eftir að Karen Hughes, sem lengi hefur ver- ið ráðgjafi forsetans, hætti að vera í Hvíta húsinu daglega. Hún gegnir þó enn lykilhlutverki í að móta ímynd forsetans. Gefinn fyrir Biblíutilvísanir Á skrifstofu ræðuritara forsetans starfa átta ræðuritarar og rannsak- endur. Málfar Gersons er ekki eins óformlegt og málfar Bush, Gerson leggur meira upp úr flúri og klass- ísku orðfæri. Þeir sem eru frá Tex- as lýsa því sem „skrautlegu“. Bush og Hughes hafa fengið Gerson til að aðlaga sig fábreyttu málfari forset- ans, sem Hughes telur að nái til kjósenda. Það er megineinkenni á ræð- unum sem Gerson semur að hann grípur gjarnan til orðfæris úr og tilvísana til trúartexta. Gerson er evangelískur biskupakirkjumaður og á það sameiginlegt með forset- anum að vera reiðubúinn til að tala opinberlega um þá kjölfestu sem kristin trú er í lífi hans. Af þessu leiðir að forsetinn flytur ræður sem eru alsettar Biblíutilvís- unum. Þegar Bush sór embættiseið- inn hét hann því, að þegar Banda- ríkjamenn „sæju særða ferða- langinn við veginn til Jeríkó, munum við ekki taka á okkur krók framhjá honum“. Eftir hryðjuverk- in sagði hann við skelfingu lostna þjóðina: „Það eru ekki alltaf merki frá Guði sem við erum að leita að.“ Gerson segir að í ræðuskrifunum hafi verið reynt að nota trúarlegt málfar á þann hátt að það sameini fólk. „Martin Luther King gerði þetta oft á tímum borgararétt- indahreyfingarinnar. Hann til- heyrði langri hefð, sem rekja má allt aftur til spámanna Gamla testa- mentisins, og samkvæmt henni tek- ur Guð virkan þátt í mótun sög- unnar, og þegar allt kemur til alls er hann málsvari réttlætisins.“ Hefur aðlagað sig fá- breyttu málfari forsetans Ræðuritari Bush á þátt í að móta stefnuna gagnvart Írak The Washington Post. The Washington Post Michael Gerson var ráðinn í starf yfirræðuritara Bush vegna þekk- ingar sinnar á „umhyggjusamri íhaldsmennsku“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.