Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 35 SÚ umræða, sem átt hefur sér stað undanfarin misseri varðandi Þjórsár- ver og Norðlingaölduveitu, hefur að mati undirritaðs verið ákaflega eins- lit, og allir sannleikselskandi menn hljóta að spyrja sig hvort þessi um- ræða og greinarskrif gefi rétta mynd af fyrirhuguðum framkvæmdum eða vilja fólksins í landinu varðandi þessi mál. Veröldin er ekki bara svört eða hvít og það er ekki hægt að skipta þjóðinni í náttúruverndarsinna eða landníðinga og afgangurinn sé svo í besta falli skoðanalausir jábræður Landsvirkjunar og stjórnvalda. Framsýnir forystumenn Íslendingar hafa aldrei lifað af öðru en landinu og sjónum umhverfis það. Bjartur í Sumarhúsum tók alltaf málstað sauðkindarinnar og hennar sjónarmið voru hans sjónarmið. Það land sem var gott til beitar var fallegt land í hans augum. Þetta sjónarmið var ríkjandi allt fram á miðja 20. öld í sveitum lands- ins vegna þess að fólkið hafði fáa aðra möguleika til þess að framfleyta sér og sínum. Þó virtist ætla að rofa til með önnur tækifæri upp úr aldamót- unum 1900 þegar Einar skáld Bene- diktsson hóf að kynna útlendingum möguleika á stórvirkjunum á Íslandi og var þá helst horft til áburðarfram- leiðslu. En Einar stóð ekki einn í þessu og hans helsti samstarfsmaður var Gestur Einarsson, bóndi á Hæli í Gnúpverjahreppi, sem féll frá langt um aldur fram 1918. Gestur sá fyrir möguleika sinnar sveitar til að taka þátt í ævintýrinu og hóf að kaupa vatnsréttindin í Þjórsá af bændum og sveitarfélaginu. Þótt ekkert yrði úr virkjunum á þessum tíma þá komu samt umtalsverðir pen- ingar af þessari sölu inn í sveitina sem meðal annars gerði sveitarfé- laginu kleift að byggja Ásaskóla árið 1923. Skólinn var fyrsti heimavistar- barnaskóli í landinu og þjónaði jafn- framt því hlutverki að vera félags- heimili og leikhús sveitarinnar í hart nær hálfa öld, eða þar til draumar þeirra Einars Ben. og Gests rættust 1968 þegar Búrfellsvirkjun tók til starfa. Verulegar tekjur til sveitarfélagsins Þær framkvæmdir höfðu gífurleg áhrif í Gnúpverjahreppi, íbúafjöldi margfaldaðist og tekjur sveitarfé- lagsins í formi útsvara og fasteigna- gjalda af virkjuninni streymdu í sveitarsjóð. Fyrir þetta fé byggðu Gnúpverjar glæsilegasta félagsheim- ili sem þá var í landinu, Félagsheim- ilið Árnes. Vissulega fækkaði íbúum í sveit- inni eftir að framkvæmdum við bygg- ingu mannvirkja lauk. En tekjur sveitarinnar af virkjuninni voru áfram umtalsverðar og hafa nú enn aukist með tilkomu Sultartangavirkj- unar. Sem dæmi má nefna að fasteigna- gjöld af Búrfells- og Sultartanga- virkjunum voru árið 2002 rúmar 38 m.kr. Þá eru ótalin útsvör þeirra Gnúpverja sem þar vinna auk margs- konar hlunninda sem sveitin hefur notið af tilkomu virkjana svo sem í formi vegagerðar, uppgræðslu, skóg- ræktar o.fl. Samstarf og samkomulag Samstarf Gnúpverja og Lands- virkjunar hefur alla tíð verið gott. Þegar Landsvirkjun hóf rannsóknir á efra Þjórsársvæðinu 1970 nutu Gnúpverjar þess að lagður var vega- slóði inn afréttinn og gátu þá fjall- menn í fyrsta skipti farið með trúss sín á bílum í leitir en áður höfðu þeir eingöngu orðið að flytja allan sinn farangur á þarfasta þjóninum þ.e. hestum. Á þessum tíma var sauðfjár- eign Gnúpverja í hámarki og af fjalli komu allt að 15.000 fjár. Það var því ekki nema von að þeir mótmæltu því kröftuglega þegar sú hugmynd kom upp að sökkva ætti besta beitarlandi afréttarins með myndun Norðlinga- öldulóns í 593 metra h.y.s. Þessi kröftugu mótmæli áttu með- al annars þátt í því að menn settust niður og leituðu nýrra leiða sem end- uðu með því að gert var samkomulag um að leyfa lónhæð í 581 m y.s. að undangengnum rannsóknum sem sýndu að slík lónhæð spillti ekki óhæfilega náttúrugildi Þjórsárvera. Sem betur fer hefur áhugi manna á náttúruvernd aukist mjög á síðustu áratugum og umgengni um landi batnað stórlega, ofbeit heyrir nú nán- ast alstaðar sögunni til og allar fram- kvæmdir eru undir ströngu eftirliti. Flestir leggja metnað sinn í að um- gangast náttúruna af virðingu, en auðvitað komumst við ekki hjá því að breyta landinu ef við ætlum að búa í því. Hugarleikfimi og tilfinningabönd Ekkert svæði landsins er nú betur rannsakað en Þjórsárver og engan mann hef ég fyrir hitt sem vill sökkva Þjórsárverum, en þeir sem þangað koma hrífast af fegurðinni. Aldrei hefur reynt á það hvort leyfi fengist fyrir lónhæð í 581 m y.s. en þess í stað sótt um þá hæð sem áður þótti ófram- kvæmanleg þ.e. 575 m y.s. en við þá hæð fara aðeins 7,3 km² af grónu landi undir vatn og um 20 km² af ógrónu landi. En í Þjórsárverum eru taldir vera um 140 km² af grónu landi og svæðið allt vera 375 km². Árið 1981 voru 100 km² af grónasta og því verðmætasta hluta Veranna friðlýst. Við lónhæðina 575 m y.s færi 1,6 km² af því gróðurlendi undir vatn eða 1,6%, það þarf því ótrúlega hug- arleikfimi til þess að komast að þeirri niðurstöðu að sökkva eigi Þjórsárver- um með lóni í 575 metra hæð. Sagt hefur verið að Þjórsárver hafi verið eitt best varðveitta leyndarmál landsins, ferðamenn fyrr á öldum fóru að vísu þarna um og fengu kær- komna beit fyrir hross, þá bjuggu í verunum um tíma Halla og Fjalla- Eyvindur. Gnúpverjar kynntust ekki verunum fyrr en 1880 en þá var fyrst smalað innan Fjórðungssands. Það að fá að fara í lönguleit og þar með í Arnarfell hið mikla var mikil mann- dómsvígsla fyrir unga menn á árum áður og lifði í huga fólksins sem land ævintýranna sveipað dulúð og engum fært nema hetjum og fuglinum fljúg- andi. Það var því von að menn bynd- ust slíkum stað sterkum tilfinninga- böndum og vildu eiga hann óbreyttan útaf fyrir sig, menn skyldu samt var- ast að láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Bætt aðgengi, aukinn áhugi Sú skoðun er enn til hjá hópi fólks að helstu náttúruperlur landsins séu aðeins fyrir fáa útvalda sem þangað geti brotist af harðfylgi, öslandi jök- ulár og klífandi björg. En eru ekki náttúruperlur landsins sameign þjóð- arinnar? Ber okkur ekki skylda til að veita fötluðum, öldruðum og öðrum þeim sem lítt eru til gangs fallnir sem best aðgengi að slíkum stöðum? Veg- ir vegna virkjana hafa víða bætt að- gengi sem aftur hefur aukið áhuga fólks á landinu og ferðamennska er einn aðalvaxtarbroddurinn í atvinnu- lífi landsbyggðarinnar. Skipulagðar ferðir undir eftirliti og leiðsögn sér- fróðra manna er eitt af þeim tækifær- um sem við eigum að nýta okkur þeg- ar nýjar leiðir opnast. Landvernd er ekki einkamál ein- hvers fámenns hóps fólks sem telur sig einan elska landið. Við höfum lifað á landinu í gegnum aldirnar, fyrst af sauðkindinni þar til gróðurþekjan var að mestu horfin, ekki bara af hennar völdum heldur flýtti þar fyrir gegnd- arlaust skógarhögg ásamt eldgosum. Nú lifum við af ýmsu öðru þar á með- al virkjun fallvatna. Auðvitað eru skiptar skoðanir um flest mannanna verk. Því hafa verið búin til „tæki“ sem vega og meta á hlutlausan hátt þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru. Þetta tæki er umhverfismat sem nú hefur fellt sinn dóm. Í þeirri orrahríð sem orðið hefur eftir úrskurð Skipulagsstofnunar varðandi Norðlingaölduveitu hefur mér stundum komið í hug þessi setn- ing úr Njálu. Tíðkast nú hin breiðu spjótin. Ég hélt það væri liðin tíð að skjóta sendiboðann þótt skilaboðin féllu ekki öllum í geð. VER EÐA EKKI VER, ÞAÐ ER EKKI SPURNINGIN Eftir Sigurð Pál Ásólfsson „…það þarf því ótrúlega hugar- leikfimi til þess að komast að þeirri nið- urstöðu að sökkva eigi Þjórsárverum með lóni í 575 metra hæð“. Höfundur er vatnamælingamaður og fyrrverandi sveitarstjórnarmaður í Gnúpverjahreppi. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Nönnustígur 1 - Hf. -einb. - opið hús í dag Nýkomið í einkas. á þessum góða stað mjög gott einbýli, tvær hæðir og ris ásamt góðum bílskúr, samtals um 150 fm. Góð staðsetning, 3-4 svefnherb., tvö baðherb., góð verönd, möguleiki á tveim- ur íbúðum. Eign í mjög góðu ástandi. Knútur og Kristjana taka á móti væntan- legum áhugasömum kaupendum í dag milli kl. 14 og 16. Getur verið laust fljótl. Verðtilboð. Þrastarás 39 - Hf. -parh. - opið hús í dag Nýkomið í sölu mjög vel skipulagt parh. á einni hæð með innb. bílskúr, samtals um 226 fm. Eignin afhendist í núverandi ástandi, það er málað og tilbúið til inn- réttingar. 3-5 herb., tvö baðherb. Frá- bærar útsýnissvalir. Tilbúið til afh. Áhv. hagstæð lán 15 millj. Verðtilboð. Uppl. á skrifstofu Hraunhamars. Þorkell tekur á móti væntanlegum áhugasömum kaupendum í dag milli kl. 14 og 16. Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Vallarbarð 5 - Hf. -raðh. - opið hús í dag Nýkomið í einkas. fallegt endaraðhús ásamt bílskúr, samtals um 190 fm. 3-4 herb. Gott skipulag. Ákveðin sala. Áhvíl- andi 5,6 millj. byggingasj. Verð 20,5 millj. 93643. Skúli og Erla taka á móti væntanlegum áhugasömum kaupendum í dag milli kl. 14 og 16. Verð 20,5 millj. 93643 Smáraflöt 26 - Garðabæ -einb.- opið hús í dag Nýkomið í einkas. á þessum frábæra stað við hraunjaðarinn og lækinn einbýli á einni hæð ásamt bílskúr, samtals ca 145 fm. Frábær staðsetning, eign sem býður upp á mikla möguleika. Óskað er eftir til- boðum í eigninna. 93015. Sófus tekur á móti áhugasömum og sýnir húsið í dag milli kl. 14 og 16. 93015 Ölduslóð 24 - Hf. - sérh. - opið hús í dag Nýkomin í einkas. mjög falleg 124 fm efri sérh. í tvíb. auk 27 fm bílskúrs. Sérinng. 3 svefnherb. o.fl. S-svalir. Rækt. garður. Sutt í skóla. Fráb. útsýni m.a. yfir höfnina o.fl. Verð 14,9 millj. Guðrún tekur á móti áhugasömun væntanlegum kaupendum í dag milli kl. 14 og 16. Breiðás 11 - Garðabæ - sérh - opið hús í dag Nýkomin í einkasölu sérlega skemmtileg ca 130 fm efri sérhæð í tvíbýli auk ca 28 fm bílskúrs. Rúmgóðar stofur, 3 svefnher- bergi o.fl. Parket. Sérinngangur, suður- garður, góð staðsetning og útsýni alveg frábært. Hagstæð lán. Verð 16,2 millj. Hörður og María taka á móti áhugasöm- um kaupendum í dag milli kl. 14 og 16. Sörlaskeið 34 - Hf. - hesthús- opið hús Glæsilegt nýlegt 24 hesta hús til sölu. 210 fm sérgerði, sérlóð, kaffistofa, hlaða, o.fl. Vel mokuð eign, frábær staðsetning. Eign í sérflokki. Verðtilboð. Opið hús í dag milli kl. 14 og 16. Verið velkomin. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Glæsilegt vel byggt 133 fm bjálkahús á einni hæð með sérstand- andi 28 fm bílskúr. 4 svefnherbergi, stór afgirt verönd, fallegur garður. Hlýlegt hús á góðum stað. V. 23,9 m. Áhv. 10,5 m. 6037. Aðalheiður og Sigurður taka á móti áhugasömum frá kl. 13-15. Opið hús Stararimi 33 Fitjasmári 1a - Kópavogi Opið hús frá kl. 15-17 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Glæsilegt 194 fm parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á góðum útsýnisstað. Húsið sem skiptist í forstofu, gesta w.c., rúm- góðar stofur með útgangi á lóð, eldhús, stórt flísalagt baðherbergi, þvottaherbergi og 3-4 svefnher- bergi er innréttað á mjög smekk- legan máta með vönduðum innréttingum og gólfefnum úr hlyni. Stórar suðursvalir á efri hæð, útsýni. Áhv. 10,8 millj. húsbr. o.fl. Verð 24,9 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 15-17. Verið velkomin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.