Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 2

Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ • Af hverju geta karlar bara gert eitt í einu? • Af hverju þurfa konur svo oft að ræða málin? • Af hverju ættu karlar aldrei að ljúga að konum? • Af hverju káfa karlar en konur ekki? 7. SÆTI Mbl. ALMENNT EFNI 26. nóv – 2. des. Fyrsta prentun á þrotum! Ítalskt fyrirtæki bauð lægst Ítalska fyrirtækið Impregilo SpA átti lægsta tilboðið í bæði stíflu og aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkj- unar. Tilboð voru opnuð í stjórnstöð Landsvirkjunar í gær. Tilboð Impr- egilo var undir kostnaðaráætlun í bæði verkin sem boðin voru út. Mun- ar þar alls um sex milljörðum kr. Lent vegna tryllts hests Flugstjóri á breiðþotu hollenzka flugfélagsins KLM óskaði í gær eftir að fá að skilja trylltan veðhlaupahest eftir á Keflavíkurflugvelli, þar sem vélinni var millilent síðdegis, en hún var á leið vestur yfir haf. Yfir- dýralæknir sagði ekki vera hægt að verða við slíkri beiðni. LSL stendur illa Fjárhagsleg staða Lífeyrissjóðs lækna hefur versnað til muna á síð- ustu þremur árum en raunávöxtun sjóðsins hefur verið neikvæð öll þessi ár. Áfallnar skuldbindingar sjóðsins eru metnar á tæp 15% um- fram eignir hans. Því stefnir í skerð- ingu lífeyrisréttinda sjóðfélaga. Óánægja í Samfylkingu Vegna óánægju með tillögu upp- stillingarnefndar Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi að framboðs- lista flokksins ætla félagar í Sam- fylkingunni á Húsavík ekki að mæta á fund kjördæmisráðs sem haldinn verður á Akureyri í dag. Spenna í Venesúela Skot féllu á mótmælafundi gegn Hugo Chavez, forseta Venesúela, í Caracas í gær. Tveir dóu og yfir tug- ur særðist. Mikil spenna er í landinu. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Messur 50/52 Viðskipti 15/16 Kirkjustarf 52/53 Erlent 20/24 Minningar 53/59 Höfuðborgin 26 Umræðan 60/76 Akureyri 28 Staksteinar 78 Suðurnes 30 Myndasögur 80 Landið 32 Bréf 80/81 Árborg 33/34 Dagbók 82/83 Listir 34/40 Leikhús 84 Heilsa 42 Fólk 84/89 Neytendur 44/45 Bíó 86/89 Forystugrein 46 Ljósvakamiðlar 90 Viðhorf 50 Veður 91 * * * Kynningarefni – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „Jólablaðið“ frá Smáralind. Blaðinu er dreift um allt land. L a u g a r d a g u r 7. d e s e m b e r ˜ 2 0 0 2 2002  LAUGARDAGUR 7. DESEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A MEISTARASLAGUR Á OLD TRAFFORD / B4 ÞRÍR þekktir erlendir íþróttamenn, sem allir hafa leikið hér á landi í nokkur ár, fá að öllum líkindum íslenskan ríkisborgararétt fyrir áramót. Þetta eru Roland Eradze, markvörður Vals í handknattleik, Damon Johnson, leikmaður Keflvíkinga í körfu- knattleik og Aleksandrs Petersons, leikmaður Gróttu/KR í handknattleik. Allsherjarnefnd Alþingis lagði til á fimmtudag- inn að ellefu einstaklingar fengju íslenskan rík- isborgararétt fyrir áramótin en alls bárust nefnd- inni 20 beiðnir um slíkt. Venjulega eru þetta frumvarp frá alls- herjarnefnd af- greitt án mikillar umræðu á Alþingi og má því búast við þessir ein- staklingar verði Íslendingar fyrir áramótin. Allir hafa þessir leikmenn verið orðaðir sem möguleigir leikmenn landsliða Íslands á næstu árum. Eradze lék með Georgíumönnum fyrir tæpum þremur árum og hann gæti orðið lög- legur með íslenska landsliðinu í janúar. Reglan er sú að hafi leikmaður leikið landsleik þurfa að líða þrjú ár þar til hann leikur fyrir sitt nýja land og auk þess þarf viðkomandi að hafa leikið í tólf mán- uði í viðkomandi landi áður en hann getur leikið landsleik með nýju þjóðinni. Samkvæmt þessu gæti Eradze orðið löglegur með íslenska landsliðinu á HM í Portúgal eftir ára- mótin, þó ekki í fyrstu leikjum, en hann gæti farið með til Portúgals og komið inn sem sextándi maður á fjórða degi mótsins en þá eru síðustu forvöð að bæta í hópinn og þá væru liðin þrjú ár frá síðasta landsleik hans fyrir Georgíu að því er best er vitað. Petersons lék með Lettum á þessu ári og þarf því að bíða í þrjú ár og sama er að segja um Johnson. Eradze löglegur með Íslandi á HM í Portúgal? Aðal Álaborgarliðsins er öflugvörn og sökum þess skorar það mikið úr hraðaupphlaupum,“ segir Ágúst sem segist hafa safnað saman miklu af upplýsingum um liðið og sé því vel búinn undir leikinn. „Við leggjum áherslu á að halda hraðan- um niðri og freista þess þannig að æsa Danina aðeins upp. Okkar markmið í leiknum er skýrt, við ætlum okkur að vinna til þess að hafa eitthvað veganesti fyrir síðari leikinn ytra eftir viku,“ segir Ágúst. Aalborg HSH hefur í sínum röðum tvo norska landsliðsmenn, Börge Lund og Håvard Tvedten, og einn danskan landsliðsmann, Bo Christan Pedersen, sem leikur á línunni. Norðmaðurinn Lund ætti að vera Íslendingum að góðu kunnur því hann lék með Bodö gegn Haukum í Evrópukeppninni fyrir tveimur árum og stóð sig vel auk þess sem hann átti góða spretti með norska landsliðinu gegn því íslenska í vináttulandsleikj- um hér á landi í fyrrahaust. Lund er alhliða leikmaður sem getur leikið á miðjunni og eins í skyttustöðunum bæði vinstra og hægra megin. Tvedten er hins vegar vinstri horna- maður. Ágúst segir Norðmennina vera sterka og þeir leiki lykilhlutverk í liði Aalborg HSH. Aalborg HSH er eitt best rekna handknattleikslið Danmerkur. Það er nú í 5. sæti dönsku úrvalsdeild- arinnar og hefur rétt úr kútnum und- anfarnar vikur eftir að hafa byrjað keppnistíðina illa í haust. Eftir að skipt var um þjálfara um mánaða- mótin október/nóvember er liðið komið á sigurbraut. „Okkar markmið er að reyna að vinna leikinn, ekki að fara inn á völl- inn og vinna með tíu mörkum, en að sjálfsögðu munum við ekki slá hend- inni á móti því að vinna með sem mestum mun gefist möguleiki á því. En þetta er sterkt lið og við förum með báða fætur á jörðinni í leikinn,“ sagði Ágúst. Það er skarð fyrir skildi hjá Gróttu/KR að varnarmaðurinn sterki, Einar Baldvin Árnason, getur ekki tekið þátt í leiknum. Þá leikur einnig vafi á því hvort Davíð Ólafsson getur spilað með þar sem hann er í prófi í Háskóla Íslands í dag sem skarast við leikinn. „Þátttaka Davíðs veltur á því hversu fljótur hann er með prófið,“ segir Ágúst sem einnig verður án Alfreðs Finnssonar í leikn- um, en hann er meiddur á nára. Í hans stað kemur Ingimar Jónsson, sem verið hefur frá. „Það vantar eitthvað í hópinn hjá okkur, en það kemur maður í manns stað og við erum staðráðnir í að leggja okkur alla fram og vonumst eftir öflugum stuðningi áhorfenda. Þeir geta verið ómetanlegir í leik sem þessum,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR. Tilbúnir í orrustuna við Aalborg HSH „ÞETTA virðist vera sterkt lið sem leikur dæmigerðan danskan handknattleik með 6/0 vörn og stuttum og hröðum sóknum,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, um andstæðinga sína en í dag mætir Grótta/KR liðið Aalborg HSH í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik. Þetta verður fyrri leikur liðanna í 4. umferð keppn- innar og fer hann fram í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Magnús Agnar Magnússon, fyr- irliði Gróttu/ KR, verður í eldlínunni í dag þegar félagið mætir danska liðinu Aalborg í Áskorenda- keppni Evrópu. Roland Eradze markvörður. FÉLAGAR í Samfylkingunni á Húsavík ætla ekki að mæta á fund kjördæmisráðs flokksins sem hald- inn verður á Akureyri í dag en á fundinum á að ganga frá fram- boðslista flokksins í komandi al- þingiskosningum. Samfylkingar- félagið á Húsavík samþykkti ályktun um að félagsmenn þess mundu ekki mæta á fundinn, þar sem þeir segjast ekki sætta sig við að uppstillingarnefnd hafi breytt niðurstöðu flokksvals og fært Ör- lyg Hnefil Jónsson varaþingmann, sem hafnaði í þriðja sæti, niður í fjórða sæti á framboðslista flokks- ins. Tillaga uppstillingarnefndar um uppstillingu í 3. til 20 sæti á listan- um verður lögð fram við upphaf fundarins kl. 14 í dag. Alþingis- mennirnir Kristján L. Möller, Siglufirði, og Einar Már Sigurð- arson, Fjarðabyggð, hlutu bind- andi kosningu í fyrsta og annað sætið í flokksvalinu. Örlygur Hnef- ill varð í þriðja sæti og Lára Stef- ánsdóttir, frá Akureyri, í fjórða sæti. Segir Örlyg hafa verið skákað út fyrir Láru Stefánsdóttur ,,Auðvitað vitum við að próf- kjörið var ekki bindandi nema fyr- ir tvö efstu sætin. Örlygur fékk nú samt stuðning í þriðja sætið en honum er skákað út fyrir Láru, eins og kjörstjórnin leggur það upp,“ segir Þorkell Björnsson, for- maður Samfylkingarfélagsins á Húsavík. Gunnlaugur Stefánsson, formað- ur uppstillingarnefndar, ætlar að kynna tillögu uppstillingarnefndar við upphaf fundar kjördæmisráðs- ins í dag. Hann segir að einöngu hafi verið kosið um tvö efstu sæti listans í flokksvalinu og uppstill- ingarnefnd sé ekki bundin af nið- urstöðu flokksvalsins að öðru leyti. Gunnlaugur segist ekki hafa fengið nein formleg skilaboð um að Hús- víkingarnir ætli ekki að mæta á fundinn í dag. Fundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar á Akureyri Félagar á Húsavík mæta ekki vegna óánægju Átök eru um hver eigi að skipa þriðja sæti listans GERT er ráð fyrir að báturinn, sem sökk í Fossvogi fyrir um tveimur mánuðum, verði fluttur á land um helgina, en undirbúningsfram- kvæmdir hófust í gær. Unnið verður að málinu í dag og á morgun ef veður leyfir. Jóhannes Guðmundsson, hafnar- vörður í Kópavogi, segir að þrjú tilboð hafi borist í að fjarlægja bátinn og hafi verið samið við Sjóverk ehf. í Kópavogi um verkið. Jóhannes segir að báturinn verði dreginn inn í Straumsvík og fluttur þaðan yfir Reykjanesbrautina á geymslusvæði í Kapelluhrauni, en gera megi ráð fyrir að verkið taki tvo til þrjá daga. „Við þurfum að fá gott veður og það er spáð góðu veðri um helgina,“ segir hann. Báturinn sökk 7. október og stóð til að koma honum strax í burtu en Jó- hannes segir að ágreiningur hafi risið milli eiganda bátsins og trygginga- félags hans og því hafi verkið dregist. „Þetta er orðið ansi þreytandi og við getum ekki beðið endalaust,“ segir Jóhannes og bætir við að kostnaður- inn falli á eigandann, sem þurfi síðan að eiga við tryggingafélagið. Um er að ræða 36 tonna eikarbát, sem var smíðaður í Danmörku 1945, og bar hann síðast nafnið Ólafur GK. Báturinn fjarlægður úr Fossvogi JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra fagnar því hversu jákvætt læknar í Félagi íslenskra heimilis- lækna tóku viljayfirlýsingu sem hann gaf til lausnar deilu heimilislækna og ríkisins, en félagið fjallaði um hana á fundi á fimmtudag. Þar var kynnt nið- urstaða úr könnun meðal fé- lagsmanna þar sem 77% sögðust læknanna sögðust vilja fara undan kjaranefnd. „Ég hef eindregið verið þeirrar skoðunar að það eigi að semja við heimilislækna með sama hætti og við aðra lækna á vinnumarkaðnum. Af- staða yfirgnæfandi meirihluta heim- ilislækna fer saman við afstöðu mína í þessu máli,“ segir Jón. Fari félagið fram á að heimilis- læknar verði teknir undan kjaranefnd muni hann beina því til fjármálaráð- herra að flytja frumvarp þess efnis. Fagnar afstöðu heimilislækna FJÖLBREYTILEGT tónleikahald er fastur liður á aðventunni í kirkjum og tónleikasölum um allt land. Fátt skapar meiri stemningu í nálægð jólanna en falleg tónlist tileinkuð hátíð ljóssins. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands æfði í gær, ásamt um 60 suzuki-nemendum, fyrir aðventutónleika sem haldnir verða í íþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri á morgun kl. 16. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Guð- mundur Óli Gunnarsson. Eins og sjá má á myndinni lögðu börnin sig fram á æfingunni og ef að líkum lætur munu tónleikarnir takast vel. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Æft fyrir aðventutónleika SKIPSTJÓRINN á ms. Carlsberg AK var undir áhrifum áfengis þegar hann kom að landi í Reykjavíkurhöfn með 17 farþega sem höfðu verið í sjó- stangaveiði á Sundunum. Sam- kvæmt blóðsýni var áfengi í blóði hans 0,98 prómill. Hann var í gær sviptur skipstjórnarréttindum í sex mánuði af Héraðsdómi Reykjavíkur og dæmdur til að greiða 75.000 krón- ur í sekt. Málavextir eru þeir að lögregla var fengin að Reykjavíkurhöfn þar sem tilkynnt hafði verið um að skip- stjóri Carlsberg hefði ekki stjórn á bátnum. Hafi litlu mátt muna að hann rækist utan í bryggjuna og síð- an lent utan í öðrum bát sem lá bund- inn í höfninni. Við komuna til lands viðurkenndi skipstjórinn áfengis- neyslu daginn áður og að hafa drukkið einn bjór um borð í skipinu. Ákæru um að skipið hafi verið óhaf- fært þegar því var siglt úr höfn, sök- um ölvunar skipstjórans, var hafnað. Í dómnum kemur fram að skipstjór- inn hefur margoft hlotið refsingu fyrir ölvunarakstur og umferðar- lagabrot. Valtýr Sigurðsson kvað upp dóm- inn. Þorsteinn Skúlason, fulltrúi lög- reglustjórans í Reykjavík, sótti mál- ið en Guðmundur Ágústsson hrl. var til varnar. Skipstjóri Carlsbergs var undir áhrifum KONAN sem slasaðist alvarlega þegar bifreið hennar valt út í Hólmsá í lok nóvember er enn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Samkvæmt upplýsing- um frá lækni sýnir hún batamerki og telst líðan hennar góð eftir atvikum. Í öndunarvél en sýnir batamerki ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.