Morgunblaðið - 21.12.2002, Page 75

Morgunblaðið - 21.12.2002, Page 75
Endurreist Iron Maiden, árið 2000. IRON MAIDEN hafa undanfarin tvö ár gengið í gegnum endurnýjun líf- daga. Endurkoma Bruce Dickinson fyrir þremur árum, þess söngvara sem hvað mestan svip hefur sett á sögu sveitarinnar og jafnframt gít- arleikarans Adrian Smith hefur blásið öllum meðlimum nýju afli í brjóst, og Maiden virðist nú til alls líkleg, 26 árum eftir stofnun! Þetta árið hefur þó einkennst af upprifj- ununum, líkt og ætlunin sé að hreinsa aðeins borðið áður en sköp- unarermarnar verða brettar upp á nýjan leik. Edward the Great: The Greatest Hits er safnplata sem út kom fyrir stuttu og eins og nafnið gefur til kynna, safnar hún saman öllum vin- sælustu lögum þessarar þekktu þungarokkssveitar. Þó lög Maiden hafi kannski ekki verið þaulsetin á vinsældalistum allajafna búa þeir yf- ir gnægð slagara og er safnið hugs- að sem skotheld kynning á því besta sem sveitin hefur upp á að bjóða. Þannig er ekkert verið að flækja hlutina neitt að óþörfu og er opn- unarlagið t.d. „Run to the Hills“, eitt allra langlífasta og um leið eitt mest grípandi lag sveitarinnar frá upp- hafi. Síðan rekur hvert lagið annað: „The Number of the Beast “, „2 Min- utes to Midnight“, „Can I Play With Madness“, „Bring Your Daught- er...to the Slaughter“ o.s.frv. Já, þau eru öll hérna. Heil fjögur lög eru þannig af einni best heppnuðustu plötu Maiden, Seventh Son of a Sev- enth Son frá 1988 (auk „Can I Play With Madness“ eru hér „The Evil That Men Do“, „The Clairvoyant“ og hið magnaða „Infinite Dreams“). Við lok disksins getur svo að heyra tvö lög sem Blaze Bailey syngur, en hann tók við af söngspíru sveit- arinnar, Bruce Dickinson, þegar hann hætti störfum árið 1993. Bruce er hins vegar kominn aftur í raðir sveitarinnar og heyra má hann kyrja hið ágæta „Wicker Man“ af síðustu hljóðversplötu sveitarinnar, Brave New World (2000). Lokalagið er hið epíska „Fear of the Dark“ af samnefndri plötu, tekið upp á tón- leikum í Rio de Janeiro, „Rock in Rio III“, þar sem sveitin lék fyrir ríflega 250.000 manns! Tónleikaplata með þessum tónleikum kom út í mars á þessu ári. Ný plata 2003 Samhliða safnplötunni kom einnig út kassinn Eddie’s Archive, forláta stálkassi með þremur tvöföldum hljómdiskum í og ýmiss konar glingri aukreitis. Þar er t.d. að finna kristals-skotglas, mótað eftir höfði Eddie’s, lukkuskrímsli sveitarinnar og númerað plagg sem hefur að geyma fjölskyldutré Iron Maiden, þ.e. útlistun á skipan sveitarinnar í gegnum árin. Plaggið er upprúllað og utan um það er sérstakur hring- ur, sem ber tákn Eddie. Með hverj- um diski fylgir 24 síðna bæklingur, þar sem er að finna sjaldgæfar myndir auk ýmissa fróðlegra upp- lýsinga. Diskarnir sjálfir innihalda sjald- heyrðar tónleikaupptökur, allt frá 1979, er Paul Di’Anno þandi radd- böndin. Mikið af upptökunum voru hljóðritaðar sérstaklega fyrir BBC. Þá er einn diskurinn undirlagður af tónleikum Maiden í Hammersmith árið 1982, er hljómsveitin var að kynna plötu sína, Number of the Beast. Sú plata er talin ein af tíma- mótaverkum þungarokkssögunnar og eru téðir tónleikar sveipaðir goð- sögulegum hjúp. Einnig er þarna safn bestu b-hliða. Nýjustu fréttir herma að Iron Maiden sé að undirbúa nýja hljóð- versplötu sem út kemur á næsta ári. Þetta yrði þrettánda plata sveit- arinnar (fín tala!) og er nú búið að upplýsa um fyrstu tónleikana sem farnir verða í kjölfarið. Opn- unartónleikarnir verða 25. júní í Bercy-höllinni í París, sömu höllinni og nýpússuð Maiden hóf Evróputúr sinn haustið 1999. Þá mun sveitin leika á Hróarskelduhátíðinni 27. júní. Maiden hafa aldrei verið þekktir fyrir að spara eitthvað við sig þegar kemur að tónleikum, frekar en öðru. Allt er gert upp í topp, af elju mikilli og einlægni. Segir sjarmörinn Dick- inson: „Við förum á flakk og gerum alla þessa hallærislegu hluti nú sem áð- ur: verðum með risasvið, spreng- ingar, flota af trukkum og fylkingu af róturum.“ Eða eins og segir í laginu: „Iron Maiden’s gonna get you ... no matter how far!“ Iron Maiden hefur verið með fremstu þunga- rokkssveitum heims allt frá því að hún var stofnuð fyrir rúmum aldarfjórðungi. Arnar Eggert Thor- oddsen kynnti sér nýja safnplötu og nýjan safn- kassa sveitarinnar. arnart@mbl.is Járnfrúrnar eilífu Tvö ólík söfn með Iron Maiden MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 75 THE THING Margir þekkja eflaust hryllings- myndina The Thing, en leikurinn sem hér um ræðir er framhald henn- ar, ef svo má segja, byggist ekki á atburð- um í myndinni en hef- ur þaðan umhverfið; yfirgefna bækistöð á Suðurskautslandinu. Leikurinn gengur út á baráttu við ófreskju sem getur breytt sér í þá sem hún étur. Leikurinn er ágætlega heppnuð blanda af ævintýraleik og þrautaleik, því ekki er bara að menn þurfi að læðast eftir göngum eða brjótast yfir hjarn, heldur þarf líka að leysa þrautir. Samskipti við aðrar persón- ur eru býsna fjölbreytt og breytileg eftir persónugerð hvers og eins, en hægt er að sjá stöðuna á þeim á mæl- um, óttamæli og traustmæli. Hægt er að senda menn í sendiför, láta þá elta mann eða bíða og svo má telja, en mestu skiptir að byggja upp traust. Snemma lærist manni að drepa ekki einhvern sem maður hef- ur grunaðan um að vera ófreskjan svo aðrir sjái, því þá minnkar traust- ið hjá hinum eða hverfur sem þýðir að viðkomandi muni ekki taka þátt í baráttunni, ekki fylgja skipunum og svo má telja. Þetta gefur skemmti- lega vídd í leikinn, því ekki er nóg að skjóta og skjóta, maður þarf að spá í hlutina. Til að komast að því hver er ófreskja er hægt að fylgjast með hegðun, en einnig er hægt að taka blóðprufur. Þegar búið er að finna óvættinn er síðan nóg af vopnum til að berjast við hann, sprengjur og byssur, en það er líka hægt að búa til vopn úr hlutum sem eru hér og þar. Ekki bara spennandi leikur heldur líka ágætar þrautir sem sumar er hægt að leysa á fleiri en einn veg. Ekki er þó hlaupið að því að komast inn í leikinn, en það borgar sig að vera þolinmóður. Hljóðið er frábært og grafíkin mjög góð. Framleiðandi: Computer Artworks Vélagerð: PC Aldursmörk: Fyrir fimmtán ára og eldri Stjörnur:  MEDIEVAL: TOTAL WAR Medieval: Total War er endurgerð leiksins Shogun Total War. Að þessu sinni er leiksviðið Evrópa á miðöld- um og fyrir vikið er hann ekki eins fram- andlegur og Shogun var á köflum. Segja má að leikurinn sé einskonar sambland af Civilisation og Command and Con- quer, því leikandinn er að byggja upp ríki og um leið að berjast fyrir tilverurétti þess. Í upphafi stýrir maður smáríki á miðöldum og markmiðið er að stækka það – á kostnað nágranna- ríkja. Ríkið hefur tekjur af skatt- löndum í útjaðri sínum og getur not- að þær tekjur til að styrkja innviði og efla herinn, líkt og í hefðbundnum skipulagsleikjum. Fara verður spar- lega með fé, því ef of miklu er eytt í að bæta efnahaginn verður herinn of veikburða og öfugt. Einfalt er að gera innrás í næsta ríki, maður sendir bara herflokka á staðinn, en þegar til átaka kemur breytist leikurinn í rauntíma bar- dagaleik sem er sérdeilis glæsilegur þegar grafíkin er annars vegar, ekki bara með blóði heldur einnig þoku, snjó, rigningu, sólarbreiskju og hvassviðri, en landslag er mjög fjöl- breytt, 400 mismunandi vígvellir. Alls geta upp undir 10.000 manns barist á sama tíma en hægt er að velja sér tólf þjóðir eða þjóðarbrot til að stýra. Hermenn eru álíka og tíðk- aðist á miðöldum og vopn eftir því, sverð, slöngvivaðir, lásbogar og örv- ar, spjót og svo má telja, en vopnin ráðast af því hvar er verið að berjast í heimi sem nær frá Írlandi til Rúss- lands í norðri og frá Marokkó til Jórdaníu í suðri. Framleiðandi: Activision Vélagerð: PC Aldursmörk: 10 ára og eldri Stjörnur:  Leikir Árni Matthíasson FÓLK Í FRÉTTUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.