Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NEFND sem vinna á tillögur að landnotkun í Vatnsmýrinni í Reykjavík fyrir tímabilið 2016– 2024 hefur verið skipuð af um- hverfisráðherra sem staðfesti í gær með undirskrift sinni svæð- isskipulag höfuðborgarsvæðisins og nýtt aðalskipulag Reykjavíkur. Í skipulaginu er nokkur óvisssa um landnotkun í Vatnsmýrinni þar sem Reykjavíkurborg og samgöngu- yfirvöld eru ekki einhuga um land- notkun á þessu svæði sem m.a. nær til Reykjavíkurflugvallar. Nefndin á að skila tillögum sínum 1. desem- ber á næsta ári. Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra sagði við staðfestinguna sem fram fór í Höfða í gær að við- stöddum bæjarstjórum sveitarfé- laga höfuðborgarsvæðisins, borg- arstjóra og þeim er starfa að skipulagsmálum, að svæð- isskipulagið markaði tímamót í skipulagsmálum. „Í samfélagi okk- ar eru skipulagsmál að verða helsta tækið til umhverfisverndar,“ sagði Siv. „Í dag er í fyrsta sinn staðfest sameiginlegt skipulag fyrir fjöl- mennasta þéttbýlissvæðið á Íslandi. Hér er rudd braut fyrir frekara samstarf sveitarfélagana í skipu- lagsmálum sem ber að fagna sér- staklega.“ Þá sagðist Siv ætla að beita sér fyrir því að skoðað yrði hvort koma ætti á fót varanlegri nefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæð- isins að tillögu nefndarinnar sem vann að skipulaginu nú. Siv sagði við staðfestingu að- alskipulags Reykjavíkur að borgin hafi alla tíð verið fyrirmynd að skipulagi á landinu öllu. Í nýju að- alskipulagi mætti merkja ákveðnar nýjungar. „Sjá má ákveðin merki um að verið er að draga úr notkun á nákvæmni framsetningar þannig að við frekari útfærslu er vísað til deiliskipulags. Þetta mun vafalítið hafa í för með sér að sjaldnar þarf að gera breytingar á aðalskipulagi vegna útfærsluatriða. Einnig ber að fagna því að reynd var ný aðferð við umhverfismat skipulagstillögu og sjá má að skipulagið verður vist- vænt,“ sagði Siv. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði aðalskipulagið marka nokkur tímamót í skipulags- sögu borgarinnar. „Vegna þess að hér eru á ferðinni margar nýjar hugmyndir, ekki aðeins í framsetn- ingu heldur einnig í inntaki skipu- lagsins. Þrír meginþræðir ganga í gegnum allt skipulagið, Reykjavík sem höfuðborg, alþjóðleg borg og sem vistvæn borg. Í flestum þáttum skipulagsins má sjá þess merki. Það kemur m.a. fram í því að mikil áhersla er lögð á miðborg Reykja- víkur og mikilvægi hennar fyrir Reykjavík sem höfuðborgar og sem alþjóðlegrar borgar.“ Umhverfisráðherra hefur staðfest svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulag Reykjavíkur „Tímamót í skipulagsmálum“ Morgunblaðið/Sverrir Svæðisskipulaginu rúllað upp áður en þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra og Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri staðfestu nýtt aðalskipulag Reykjavíkur. SKIPULAGSSTOFNUN hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að breytingar á áformum um byggingu fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki vera háðar mati á umhverfisáhrifum. Því gildir úrskurður stofnunarinnar, sem gefinn var út í ágúst í fyrra, um álver með allt að 420 tonna ársframleiðslu, áfram. Þessa ákvörðun má kæra til umhverfisráðherra og rennur kæru- frestur út 20. janúar nk. Upphaflegi úrskurðurinn byggðist á áformum Reyðaráls en álver, sem bandaríska fyrirtækið Alcoa hyggst reisa, er heldur minna í sniðum og ársframleiðslan u.þ.b. 25% minni en gert var ráð fyrir í verksmiðju Reyð- aráls eða allt að 322 þúsund tonn. Alcoa afhenti Skipulagsstofnun í nóvember skýrslu um mat á umhverf- isáhrifum hugsanlegs álvers á Aust- urlandi og áhrifum þess á atvinnulíf og samfélag á svæðinu. Skýrsla Alcoa byggist á skýrslu sem unnin var vegna áður fyrirhugaðrar verksmiðju Reyðaráls en dró fram hvernig áhrif af verksmiðju Alcoa muni verða frá- brugðin áhrifum hennar. Fögnuður hjá Alcoa Alcoa sagði þá, að þótt fyrirhugað álver sé minna en það álver sem ráð- gert var að byggja á vegum Reyð- aráls, muni störfum á Austurlandi fjölga til muna með tilkomu þess. Samkvæmt skýrslunni er áætlað að við verklok muni 455 einstaklingar vinna beint fyrir Alcoa en að auki muni 295 störf skapast í tengslum við álverið. Alls er því gert ráð fyrir að 750 ný störf skapist á svæðinu. Reikn- að er með því að allt að 1.800 störf muni skapast meðan á byggingu ál- versins stendur. Ráðgert er svo að hefja álframleiðslu árið 2007. Forsvarsmenn Alcoa fagna ákvörð- un Skipulagsstofnunar, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Michael Baltzell, framkvæmdastjóri þróunarsviðs og aðalsamningamaður Alcoa í viðræðunum við stjórnvöld, segir að verksmiðjan við Reyðarfjörð muni gegna lykilhlutverki í áætlunum Alcoa um að færa frekar út kvíarnar í framleiðslu áls. „Við leggjum nú áherslu á að lækka framleiðslukostnað á sama tíma og við náum fram hámarksframleiðni. Á sama tíma og við erum að skoða ný verkefni víðs vegar um heiminn mun- um við halda áfram að kanna hag- kvæmni þeirra álvera sem við starf- rækjum nú, sér í lagi í Banda- ríkjunum þar sem dýr orka og starfsafl hafa dregið úr samkeppnis- hæfni margra álvera þar,“ segir Baltzell. Lágmarka áhrif á umhverfi Alcoa hefur myndað starfshóp sem ætlað er að leggja fram tillögur um hvernig tryggja megi að hönnun ál- vers, skipulag framleiðslunnar og stjórnunarferla þjóni því markmiði að hámarka hagkvæmni og öryggi en lágmarka áhrif á umhverfi og heilsu- far. Vinna hópsins er í fullum gangi, segir í tilkynningu Alcoa, og beinist nú einkum að því að kanna hvernig unnt er að takmarka losun á brenni- steinsdíoxíði (SO2) og hvernig hægt er að tryggja að ekkert frárennslisvatn komi frá verksmiðjunni, líkt og Skipu- lagsstofnun bendir á í úrskurði sínum að fylgjast þurfi vel með. Þá segjast forráðamenn Alcoa ætla að vinna náið með sveitarfélögunum á Austurlandi, meðan á byggingu ál- versins stendur, til þess að draga úr hættu á því að framkvæmdir valdi óeðlilegri röskun í byggðarlaginu. Telur Alcoa ekki þurfa nýtt mat fyrir álver Álver Alcoa í Reyðarfirði, eins og tölvutæknin hefur dregið upp mynd af því, en stefnt er að því að hefja þar framleiðslu árið 2007. GUÐMUNDUR Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, segir að fyrir- spurn Jón Steinars Gunnlaugssonar hrl. til Fjármálaeftirlitsins, fyrir hönd fimm stofnfjáreigenda í SPRON, vegna kaupa SPRON á hlut í Frjálsa fjárfestingabankanum sé liður í ófrægingarherferð á hendur SPRON. Greint var frá fyrirspurninni í Morg- unblaðinu í gær. Guðmundur segir að með fyrir- spurninni sé reynt að láta líta svo út að sparisjóðurinn hafi ekki sótt um heimild til Fjármálaeftirlitsins til þess að kaupa Frjálsa fjárfestingar- bankann, eins og skylt sé í lögum. „Það þarf ótrúlegt hugmyndaflug til að láta sér detta slíkt í hug og hvað þá að bera það á borð fyrir fjölmiðla. Við erum hins vegar löngu hætt að láta uppátæki lögmannsins og fimm- menninganna koma okkur á óvart. Það er dapurlegt ef þeim tekst með þessu háttalagi að rýra það traust sem þessi virta fjármálastofnun nýt- ur,“ segir Guðmundur. Hann bætir því við að eðlilega hafi SPRON leitað strax eftir samþykki Fjármálaeftirlitsins fyrir kaupunum á Frjálsa fjárfestingarbankanum. Fjármálaeftirlitið hafi síðan vandlega farið yfir málið og að því loknu veitt samþykki sitt fyrir kaupunum. „Enda eru þessi kaup fullkomlega eðlileg og styrkja stöðu SPRON með tilliti til framtíðar,“ segir Guðmundur. Sparisjóðsstjóri SPRON um fyrirspurn fimmmenninganna Liður í ófrægingarher- ferð á hendur SPRON TALIÐ er að Íslendingar borði um 150 tonn af gulrótum á ári og mörgum finnst þessi holla og ljúffenga vara ómissandi með steikinni. Á myndinni eru þær Íris Brynja Georgsdóttir, Bjarney Vignisdóttir og Ásdís Bjarnadóttir á bænum Auðsholti í Hrunamannahreppi að pakka gul- rótum til sendingar á markað en þar á bæ er uppskera um 40 tonn á ári. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Meðlæti með jólamatnum STARFSMAÐUR í viðhaldsdeild Flugleiða slasaðist á höfði og öxl þegar hann féll fram af tveggja metra háum vinnupalli við vinnu sína í flugskýli á Keflavíkurflug- velli í gær. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Fulltrúi vinnueftir- lits ríkisins var kvaddur á vett- vang til að kanna aðstæður og hef- ur lögreglan á Keflavíkurflugvelli tildrög slyssins til rannsóknar. Féll af vinnupalli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.