Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI SKJALDARVÍK TIL SÖLU Fasteignir Akureyrarbæjar auglýsa til sölu og óska eftir tilboðum í fasteigninar Ytri og Syðri - Skjaldarvík, í Hörgárbyggð. Um er að ræða: · Íbúðarhús, 182,3 m² á einni hæð. · Íbúðarhús á tveimur hæðum samtals 242,5 m². · Áður dvalarheimili, heildarstærð 1.867 m², húsið er á tveimur hæðum og kjallari. · Skemma samtals 126 m². · Vélaskemma og geymsla samtals 364 m². · Fjós, kálfahús og hlaða samtals 560 m². Húsunum verður afmörkuð leigulóð og til greina kemur að leigja væntanlegum kaupendum úthaga og tún. Áskilin er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum ber að skila eigi síðar en 9. janúar 2003, kl. 16.00, á skrifstofu Fasteigna Akureyrarbæjar. Fasteignir Akureyrarbæjar Geislagötu 9, 4 hæð, sími 460 1000, 460 1128. ÞRÓUNARFÉLAG miðborgarinn- ar hefur komist að þeirri niðurstöðu að Lífstykkjabúðin, Laugavegi 4 í Reykjavík, sé með fallegasta jóla- gluggann í ár, en viðurkenning sem þessi hefur verið veitt á aðventunni nokkur undanfarin misseri. Viðurkenningunni er ætlað að vera hvatning til kaupmanna um að huga vel að andliti verslana sinna, gluggunum, og færa um leið hátíð- arblæ jóla og áramóta yfir miðborg- ina. Dómnefnd segir í umsögn sinni að útstillingin sé afar fagmannlega unnin, skreytingin fínleg en jafn- framt hátíðleg. Ásamt eiganda Lífstykkjabúðar- innar, Guðrúnu Steingrímsdóttur, tók hönnuður gluggans, Erna Sig- mundsdóttir, við viðurkenningu frá þróunarfélaginu en hún útskrifaðist frá Iðnskólanum í Hafnarfirði í vor með hæstu einkunn í gluggaútstill- ingum. Formaður dómnefndar, Einar Örn Stefánsson, lét þess getið í ræðu sinni að Lífstykkjabúðin, sem hefur verið starfandi í miðborginni óslitið síðan árið 1916, ætti í raun verðlaun skilið fyrir það eitt að halda fast í sitt gamla og góða ís- lenska nafn. „Hún hefur ekki látið glepjast til endurskírnar, verslunin heitir sem betur fer ekki Mómó, Mímí, Dídí eða Dódó – en eru þetta ekki dæmigerð nöfn fyrir íslenskar undirfataverslanir?“ spurði Einar Örn. Morgunblaðið/Árni Torfason Lífstykkjabúðin var með fallegasta jólagluggann í ár. T.v. er eigandi versl- unarinnar, Guðrún Steingrímsdóttir, og við hlið hennar er hönnuður gluggaskreytingar, Erna Sigmundsdóttir. Fallegasti jólaglugginn í Lífstykkjabúðinni „Heitir sem betur fer ekki Mómó, Mímí, Dídí eða Dódó“ Rautt er litur jólanna og hann sómir sér vel í þessari gluggaskreytingu. Miðborg NOKKUR útköll voru hjá Slökkviliðinu á Akureyri á nýárs- nótt en ekkert alvarlegt bruna- útkall. Hins vegar fóru sjúkra- flutningamenn frá Slökkviliði Akureyrar í tvö sjúkraflug á gamlárskvöld og önnur tvö sjúkraflug á nýársdagsmorgun. Eldur komst í poka með flug- eldum í húsi við Þórunnarstræti á gamlárskvöld en húsráðanda tókst sjálfum að slökkva eldinn og varð tjón ekki mikið. Þá ósk- aði lögreglan eftir aðstoð um kl. 2.30 á nýársnótt vegna rusls sem var að brenna sunnan við Gler- árkirkju og var sendur dælubíll á staðinn. Tæpum tveimur tímum seinna var óskað eftir sjúkrabíl í miðbæ Akureyrar vegna slags- mála. Nokkrir voru fluttir á slysadeild en enginn þó alvarlega sár. Hálftíma síðar var tilkynnt um eld á svölum í raðhúsi við Furulund. Þegar slökkviliðið kom á staðinn kom í ljós að húsráð- andi var að hita upp hátíðarmat- inn á kolagrilli og eldurinn því af eðlilegum orsökum, eins og segir í tilkynningu frá slökkviliðinu. Sjúkraflutningamenn frá Akureyri fóru í 186 sjúkraflug árið 2002 Um kl. 6.20 á nýársdags- morgun var óskað eftir sjúkra- flugi frá Sauðárkróki til Reykja- víkur vegna manns sem slasaðist við fall úr ljósastaur. Tíu mín- útum síðar var óskað eftir sjúkra- flugi frá Vopnafirði vegna manns sem slasaðist í bílveltu. Fór sjúkraflugvél frá Reykjavík til Sauðárkróks og önnur vél frá Ak- ureyri til Vopnafjarðar. Voru sjúklingarnir komnir á sjúkrahús í Reykjavík og á Akureyri um kl. 9. Þá fóru sjúkraflutningamenn frá Akureyri í tvö sjúkraflug á gamlárskvöld. Annað flugið var frá Akureyri til Reykjavíkur með mann sem slasaðist við fall af hestbaki en hitt flugið frá Egils- stöðum með eldri konu sem hafði beinbrotnað við fall heima fyrir. Sjúkraflugið til Egilsstaða var jafnframt það síðasta frá Ak- ureyri á árinu en alls urðu sjúkraflugin 186 árið 2002. Lang- flest voru flugin með vélum Flug- félags Íslands. Sjúkraflutn- ingamenn frá Slökkviliði Akureyrar fóru með í öll flugin, auk þess sem læknar frá FSA fóru með í 89 þeirra. Morgunblaðið/Kristján Fjöldi fólks lagði leið sína á áramótabrennu við Réttarhvamm á Akureyri á gamlárskvöld, sem lauk með glæsilegri flugeldasýningu í blíðskaparveðri. Fjögur sjúkraflug um áramótin Ekkert alvarlegt bruna- útkall ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Menn- ingar- og viðurkenningasjóði Kaup- félags Eyfirðinga, samtals að upp- hæð 3,9 milljónir króna. Styrkþegar voru 26 talsins, þar af fékk 21 styrk til ýmissa verkefna en einnig var úthlutað styrkjum til 5 einstaklinga, yngri en 25 ára sem allir hafa unnið afrek í sínum íþróttagreinum. Þetta er skíðafólk- ið Björgvin Björgvinsson, Dagný Linda Kristjánsdóttir og Kristinn Ingi Valsson, sem öll hlutu 400 þúsund krónur. Sömu upphæð hlaut Sigrún Benediktsdóttir sund- kona og þá hlaut Þorsteinn Ingv- arsson, frjálsíþróttamaður, 200 þúsund krónur. Þeir sem hlutu styrki úr sjóðn- um að þessu sinni voru: Aðalheiður Eysteinsdóttir, vegna myndlistar- verkefnis, Aðalsteinn Bergdal vegna útgáfu Markúsarguðspjalls á geisladiski, Anna Richards og Arna Valsdóttir vegna barnadansleik- húss, Björgvin R. Andersen vegna útgáfu geisladisks með tónlist eftir Björgvin Guðmundsson, Björn Hólmgeirsson og Börkur Emilsson vegna endurbóta á verslunarhús- næði Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík, Gallerí Plús fékk rekstr- arstyrk, Hestamannafélagið Hring- ur, Dalvíkurbyggð, fékk styrk vegna varðveislu ljósmynda og myndbanda, Húsfélagið Hákarla- Jörundur vegna endurbyggingar gamla Syðstabæjarhússins í Hrís- ey, Jazzklúbbur Ólafsfjarðar vegna blúshátíðar, Kammerkór Norður- lands vegna tónleika, Knattspyrnu- félag Siglufjarðar vegna uppbygg- ingarstarfs í kvennaknattspyrnu, Laufáshópurinn vegna búninga- gerðar, Laut, athvarf geðfatlaðra, vegna utanferðar, Nökkvi, félag siglingamanna, vegna björgunar- báts, Samráðshópur um Gásaverk- efni vegna rannsókna og kynninga á Gásum, Sunna Guðmundsdóttir vegna myndlistargallerís á Húsa- vík, Karlakórinn Hreimur vegna útgáfu á geisladiski, Tónlistarskóli Hafralækjarskóla vegna verkefnis um tónlist frá Afríku, Tölvutónar vegna sjónvarpsþáttar um django- djass, Valgarður Stefánsson vegna sögu myndlistar á Akureyri og Vinir Wathnehúss vegna björgunar hússins. Menningar- og viðurkenningasjóður Kaupfélags Eyfirðinga Tæpum 4 milljónum úthlutað til 26 aðila Fæðingar á FSA 418 á síðasta ári FÆÐINGAR á FSA voru 418 á síðasta ári og þar af 7 tvíburafæð- ingar. Þar fæddust því 425 börn á árinu, 210 stúlkur og 215 drengir, sem er svipaður fjöldi og und- anfarin ár en þó heldur færri en síðustu tvö ár. Á síðustu tólf árum hafa fæðingar á FSA verið að meðaltali 421 á ári, að sögn Ingi- bjargar Jónsdóttur yfirljósmóð- ur. Ekkert barn hafði fæðst á FSA á nýju ári, þegar haft var sam- band við Ingibjörgu um hádeg- isbil í gær en hún sagði að fyrstu fæðingar ársins væri þó ekki langt að bíða. Ingibjörg sagði að það hefði færst í vöxt að konur frá Húsavík og Sauðárkróki fæddu börn sín á FSA en færu svo aftur heim og lægju sængurleguna þar. Hún sagði að konur hefðu val og að sumar vildu fæða börn sín á Ak- ureyri og eins væru konur fluttar á hátæknisjúkrahús eins og FSA ef um einhverja áhættuþætti væri að ræða. Ingibjörg sagði að síð- asta ár hefði verið ánægjulegt en ósköp venjulegt ár. alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.