Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ M argt er skrifað í dagblöð og hina ýmsu fjölmiðla, sennilega þó síst útvarp og sjón- varp. Þar fer sumt fyrir brjóstið á mér. Helst ber að nefna þann leiðindasið að skipta snögglega um umræðuefni; taka u-beygju í miðjum texta. Þá byrjar textinn gjarnan á því að settar eru stoð- ir undir ákveðið umfjöllunarefni, með því að tíunda staðreyndir þess. Þessi aðferð er almennt við- urkennd við framsetningu á texta, en í umræddum tilfellum verður framhaldið í hæsta máta óeðlilegt. Skyndilega er skipt um gír og farið að fjalla um eitt- hvað allt annað; eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þetta særir sómakennd mína. Þvílík mis- notkun á hinu ritaða orði. Hér er um heiður og orðspor heillar stéttar að tefla; fólksins sem af góð- mennsku skrifar það sem aðrir lesa. Það er ekki líðandi, á upp- lýsingaöld, að mismunandi rit- færir vandræðagemsar komi óorði á þetta góða fólk. Við verðum að stöðva þessa óæskilegu þróun; að pistlahöf- undar skipti um umræðuefni í miðjum klíðum. Hér með skora ég á Alþingi Íslendinga, nánar tiltekið Kolbrúnu Halldórs- dóttur, að taka á þessum málum með hörku þeirra sem valdið hafa. Kolbrún; þú ert okkar eina von. Þeim málum fækkar óðum sem þú hefur ekki skipt þér af. Gríptu tækifærið áður en það verður of seint. Það er nóg að nefna Ingi- björgu Sólrúnu á nafn til að allt verði vitlaust í þjóðfélaginu. Þess vegna ætla ég ekki að gera það. Ég ætla, til hægðarauka, að kalla hana „borgarstjórann sem stendur við orð sín“. Það er satt að segja frekar sorglegt hvernig borgarstjórinn sem stendur við orð sín hefur dregið Reykvíkinga á asnaeyr- unum. Af einhverjum völdum hefur fólk staðið í þeim mis- skilningi að borgarstjórinn sem stendur við orð sín sé borg- arstjóri sem standi ekki við orð sín. Sem er náttúrulega þver- sögn, ekki satt? Borgarstjórinn sem stendur við orð sín var þráfaldlega spurður, fyrir kosningar síðasta vor, hvort hann myndi bjóða sig fram til þingmennsku. Borg- arstjórinn sem stendur við orð sín var alltaf skjótur til svars og skýr. Nei, borgarstjórinn sem stendur við orð sín var ekki á leið í þingframboð. Þetta var svarið sem kjósendur R-listans vildu heyra. Fylgismenn vinstri- grænna og framsóknarmanna vörpuðu öndinni léttar við þetta svar borgarstjórans sem stend- ur við orð sín. Það var greini- lega engin hætta á að hann myndi svíkjast undan merkjum og fara í framboð fyrir Samfylk- inguna gegn Halldóri og Stein- grími J. Þannig hélt borgarstjórinn sem stendur við orð sín R-lista- samstarfinu saman. Reyndar hafa fylgismenn hans staðhæft, að með þessum orðum hafi borgarstjórinn sem stendur við orð sín aðeins sagt kjósendum ósatt, ekki samstarfsfólkinu hjá R-listanum. Ekkert samkomulag hafi þar verið gert um að hann myndi ekki hverfa til annarra mikilvægari starfa. Auðvitað er það hárrétt. Það er allt í lagi að blekkja kjós- endur. Allir vita að Alfreð og Árni Þór lesa ekki Moggann. Þeir höfðu því ekki hugmynd um þetta loforð og gátu alls ekki gert ráð fyrir að borgarstjórinn sem stendur við orð sín færi ekki gegn þeim í landsmálunum. Enda er slík óvissa grundvöllur góðs og heilbrigðs samstarfs. Það segir sig sjálft. Svona eru stjórnmál. Þar eru loforð ekki loforð. Aðstæður breytast. Núna var komin fram skoðanakönnun, sem sýndi að fimmtungur kjósenda myndi skipta um skoðun, byði borg- arstjórinn sem stendur við orð sín sig fram til Alþingis. Auðvit- að varð borgarstjórinn sem stendur við orð sín að svara svona fyrir kosningar, til að halda samstarfsflokkunum og kjósendum góðum. Hvað átti hann að gera? Segja sannleik- ann? Þá hefðu afleiðingarnar orðið uggvænlegar. Sennilega hefði slitnað upp úr þessu góða bandalagi og það sem verra er; líklega hefði holdgervingur hins illa, Sjálfstæðisflokkurinn, náð völdum í borginni. Þar með hefði sameiginleg hugmyndafræði flokkanna fokið út í veður og vind. Þá hefðu þeir þurft að snúa sér að sínum eigin eldheitu hugsjónum, hver í sínu horni með sína vonlitlu baráttu. Samfylkingin hefði þurft að gera fleiri skoðanakannanir til að móta stefnuna. Því hefði fylgt gríðarlegur kostnaðarauki, sem ekki hefði verið þjóðhagslega hagkvæmur. Framsóknarmenn hefðu þurft að sigla milli skers og báru, með þá grjóthörðu hugsjón að vera hugsjónalausir. Vinstri-grænir hefðu orðið að berjast einir síns liðs gegn öll- um framfaramálum í þjóðfélag- inu; bílaeign, virkjun vatnsafls og auknu persónufrelsi, svo fátt eitt sé nefnt. En núna hafa aðstæður breyst. Kosningarnar eru búnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver- ið sigraður, enn eina ferðina. Þá er kominn tími til að svíkja eins og eitt loforð og hella sér út í landsmálabaráttuna. Borg- arstjórinn sem stendur við orð sín verður að fá að kljást við höfuðandstæðinginn, Sjálfstæð- isflokkinn, á hinum stóra vígvelli landsmálanna. Þetta er sögulegt tækifæri. Skilja Halldór og Steingrímur J. ekki að þetta er þjóðfélaginu fyrir bestu? Við verðum einfald- lega að gera okkar ýtrasta til að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr stjórnarráðinu. Borgarstjórinn sem stendur við orð sín veit sem er, að fólk er orðið leitt á þess- um öflum sem hafa gerbreytt efnahagslífinu í frjálsræðisátt og gert að verkum að kaupmáttur almennings hefur aldrei verið meiri. Skoðanakannanirnar segja það. U-beygjur En núna hafa aðstæður breyst. Kosning- arnar eru búnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið sigraður, enn eina ferðina. Þá er kominn tími til að svíkja eins og eitt loforð og hella sér út í landsmála- baráttuna. Þetta er sögulegt tækifæri. VIÐHORF Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is 1. Íslenskir stjórnmálamenn eru eins og kunnugt er óskeikulir. Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra missti það út sér í útvarps- viðtali að frétt í sjónvarpi hefði verið sviðsett. Frá því ummælin féllu hefur ekkert komið fram sem rennir stoðum undir fullyrðingu ráðherrans, en margt sem bendir til að hún sé röng. Einum töpuðum meiðyrðamálaferlum síðar er ráð- herrann aðdáanlega fastur fyrir í trúnni á eigin óskeikulleika. Þá hefur lögfræðingur vinveittur rík- isstjórninni komið ráðherranum til hjálpar með nýstárlega orðskýr- ingu að vopni sem tryggir að orð ráðherrans standi óháð staðreynd- um um vafaatriði málsins. 2. Sviðsetning, eins og það orð er notað í yfirfærðri merkingu, getur átt við iðju hvort heldur hún þjónar sannleika eða lygi. En hvort sem hún þjónar sannleika eða lygi, þá felur sviðsetning í sér gerð einhvers konar eftirmyndar af tiltekinni fyrirmynd. Þegar svið- sett er í þágu sannleikans er skýrt tekið fram að eftirmyndin sé eft- irmynd, en reynt að hafa hana sem trúasta fyrirmyndinni; þegar svið- sett er í þágu lyginnar er eft- irmyndin annað hvort sögð vera fyrirmyndin sjálf eða vísvitandi höfð ótrú fyrirmyndinni. 3. Í grein Jóns Steinars Gunn- laugssonar í Morgunblaðinu laug- ardaginn 9. nóvember 2002 er kynnt nýstárlegt merkingaraf- brigði orðsins sviðsetning og milli línanna má lesa þá tilgátu að ein- mitt í þessari merkingu hafi átt að skilja orðið í munni sjávarútvegs- ráðherra á sínum tíma. Í hinni nýju merkingu orðsins telst það sviðsetning ef 1) atburður er fyr- irsjáanlegur 2) áhorfendur að at- burði hafa gagngert komið sér fyr- ir til að geta orðið vitni að honum og 3) þeir sem eru gerendur í at- burðarásinni vita af þessum ásetn- ingi áhorfenda og gera hann að sínum. Hið nýja merkingarafbrigði Jóns Steinars getur sem sagt átt við þótt engar eftirmyndir komi við sögu. 4. Það er reyndar vafasamt í meira lagi að almenningur mundi kannast við þá merkingu orðsins sviðsetning, sem Jón Steinar út- listar. Þegar læknanemar njóta sýnikennslu skurðlæknis við upp- skurð segjum við varla að upp- skurðurinn sé sviðsettur, enda þótt nemarnir komi sér gagngert fyrir til að sjá hann sem best og læknirinn geri sitt til að svo megi verða. Og þegar sjúklingurinn sýn- ir nemunum rogginn næstu daga að hann geti andað og gengið hjálparlaust er hann varla að svið- setja batann eða þá staðreynd að hann er lifandi en ekki dauður. En tungumálið er sveigjanlegt og sjálfsagt mega Jón Steinar og aðr- ir tala um sviðsetningu í þessari nýju merkingu svo fremi ljóst sé af samhenginu hvað átt sé við. Kannski munu lög um eftirlits- myndavélar í öllum flotanum verða kennd við sviðsetningarvæðingu fiskveiða á Íslandsmiðum. 5. En hvað koma orðskýringar Jóns Steinars meiðyrðamáli sjáv- arútvegsráðherra við? Ef tilgáta Jóns Steinars um þá merkingu, sem ráðherrann ætlaði orðum sín- um, er rétt, þá hefði einfaldlega ekki verið neitt tilefni til meið- yrðamáls. Frétt Magnúsar Hafsteinssonar snérist um atburði í litlum fiski- báti. Fréttamennirnir voru aug- ljóslega um borð í bátnum til þess að verða vitni að aðförum við veið- arnar og fiskimennirnir hafa aug- ljóslega vitað af nærveru frétta- mannanna og leyft þeim að at- hafna sig. Við þessar aðstæður felur stað- hæfing um sviðsetningu, í merk- ingu Jóns Steinars, lítið annað í sér en að fréttamennirnir hafi ver- ið með rænu að afla frétta og fiski- mennirnir hafi verið vakandi, en ekki svefngenglar í sjóstökkum. Ef þetta er allt og sumt sem ráð- herrann vildi sagt hafa um atburði í veiðiferðum Magnúsar Hafsteins- sonar, þá lúta athugasemdir um fréttafalsanir í seinni hluta viðtals- ins engan veginn að Magnúsi og félögum. Athugasemdir hans um alræmdar fréttafalsanir úti í heimi og yfirvofandi falsfréttir í íslensku sjónvarpi, hafa þá væntanlega ver- ið ætlaðar sem almenn varnaðar- orð um vondslegan heim. 6. Í framhaldi af orðskýringum lögfræðingsins hlýtur lesandi að velta fyrir sér hvort málaferlin og gauragangurinn sem fylgt hafa út- varpsviðtalinu fræga hafi þá verið með öllu tilefnislaus. Skyldi ráðherrann vilja stað- festa að tilgáta Jóns Steinars sé rétt og ummælin í útvarpsviðtalinu hafi hvorki falið í sér aðdróttun um að fiskimennirnir hafi blekkt fréttamennina né fréttamennirnir áhorfendur? Ef svo er hvers vegna lýsti hann því ekki yfir opinber- lega fyrir löngu? Varla hefði Magnús Hafsteinsson talið ástæðu til að kæra ráðherrann fyrir að fullyrða að bæði fréttamenn og áhöfn hefðu verið með fullri rænu í róðrunum umdeildu? Og þótt það skipti kannski ekki meginmáli, þá væri fróðlegt að vita hvort vitnið margsaga, sem virðist eina hald- reipi ráðherrans í málinu, hafi not- að orðið sviðsetning í merkingu Jóns Steinars og þá í hvaða útgáfu sögunnar. Sviðsetning, falsanir og orðskýring Eftir Jónas Ólafsson „Sviðsetn- ing felur í sér gerð ein- hvers konar eftirmyndar af tiltekinni fyrirmynd.“ Höfundur er kerfisfræðingur. MÁLEFNI Landhelgisgæslu Ís- lands hafa undanfarið verið í fréttum vegna samdráttar og peningaleysis. Fyrirsjáanlegt er að 92 milljónir vanti upp á til að Landhelgisgæslan geti sinnt verkefnum sínum árið 2003. Dómsmálaráðherra segir að sér komi verulega á óvart þessi tíð- indi og þau séu ekki í samræmi við áætlanir og útgjaldaspá yfirstjórnar LHG frá því fyrr á árinu. Yfirstjórn LHG lýsir því aftur á móti yfir að ekkert ætti að koma á óvart og upp- lýsingar um vandann hafi legið fyrir. Hvernig má það vera að slíkur ágreiningur er um jafnmikilvægt málefni? Gera stjórnvöld sér ekki grein fyrir mikilvægi LHG sem lög- gæsluaðila landhelginnar og öflugr- ar sérhæfðrar björgunarsveitar, sem árlega bjargar mörgum mannslífum, eða er það svo að yfirstjórn LHG á í einhvers konar samskiptaörðugleik- um við stjórnvöld og formælendur fáa þar á bæ? Á liðnu ári hefur verið unnið skyn- samlega að endurskipulagningu leit- ar og björgunar á Íslandi með því að koma á laggirnar sameiginlegri stjórnstöð þessara aðila. Athygli vekur að LHG er ekki með í þessari áætlun þrátt fyrir að vera oft í lyk- ilhlutverki með afkastamikil leitar- og björgunartæki á borð við björg- unarþyrlur, flugvélar og varðskip. Ég get ekki séð betur en stjórnvöld hafi áhuga á að efla starf björgunar- aðila á Íslandi og geri sér fulla grein fyrir mikilvægi þess og því kemur mér á óvart sú erfiða aðstaða sem LHG hefur komist í og hefur reynd- ar mátt búa við lengi. Undanfarið hafa nokkrir starfs- menn þyrlusveitar LHG skrifað greinar í Morgunblaðið til að vekja athygli á þeim vanda sem við er að glíma. Þar sem ég hef um margra ára skeið haft þá ánægju að vera starfandi læknir þyrlusveitarinnar, þekki starfsemina vel og ber ótak- markaða virðingu fyrir þeirri fag- mennsku, áræðni og fórnfýsi sem ég hef kynnst hjá þessum félögum mín- um í þyrlusveitinni, leyfi ég mér að fullyrða að hér er ekki um að ræða innantómt hjal eða ótímabærar kvartanir, heldur neyðarkall frá áhöfn björgunarþyrlu LHG. Menn gera sér grein fyrir að starfseminni eru settar það þröngar skorður að tækjakostur og þjálfun verður ófull- nægjandi og þyrlusveitin getur ekki staðið undir þeim væntingum sem landsmenn gera til hennar og það sem jafnvel er enn verra, öryggi sjálfrar áhafnarinnar skerðist og þetta varasama starf verður beinlín- is stórhættulegt ef áfram verður skorið niður. Lengi hefur tíðkast að kjósa menn ársins um áramót og vil ég því rifja upp að menn í áhöfn björgunarþyrlu LHG voru kosnir menn ársins árið 1997 vegna þriggja björgunarafreka sem unnin voru í mars það ár, en þá var 39 sjómönnum bjargað við erf- iðar aðstæður eftir sjóslys. Í ára- mótaþætti Stöðvar 2, Kryddsíld, var af þessu tilefni viðtal við æðstu ráða- menn þjóðarinnar, sem fullyrtu að þeir myndu sjá til þess að þyrlusveit LHG myndi ekki líða skort í framtíð- inni og áfram yrði hlúð að starfsem- inni. Þar sem ég veit að mikill hugur og ásetningur fylgdi þessum orðum skora ég hér með á ráðamenn og þá sérstaklega dómsmálaráðherra að skoða málið með opnum hug. Það ætti ekki aðeins að gera með viðræð- um við yfirstjórn LHG heldur einnig með því að boða hina raunverulegu fagmenn þyrlusveitar LHG, for- svarsmenn áhafnarmeðlima, til fundar til að afla upplýsinga um stöðuna. Það er ósk mín að á nýju ári verði tekið á þessum vanda af festu og skynsemi til að tryggja sem best af- kastagetu og öryggi áhafnar björg- unarþyrlu LHG áður en einhverjir sitja sárir eftir. Neyðarkall frá TF-LÍF? Eftir Friðrik Sigurbergsson Höfundur er læknir í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. „Starfsem- inni eru sett- ar það þröngar skorður að tækjakostur og þjálfun verður ófullnægjandi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.